Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1929, Síða 63

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1929, Síða 63
LEIÐARVÍSIR fyrir skipbrotsmenn, sem lenda á suðurströnd íslands. Þegar skip strandar á söndunum í Skaftafellssýslu, er trygg- ast fyrir skipshöfnina að vera um borð eða halda sig við skipið í lengstu lög, reyna ekki að fara i land áður en menn eru komn- ir frá bygðinni. Hættan á að skipið brotni, er mjög lítil, en sandur hleðst fljótt umhverfis skipið, svo að þurt verður kring- um það um fjöru. Komi skipshöfnin að landi á Breiðamerkursandi, skal hún fara heim að bænum Kvískerjum, sem er undir fjallinu, beint fyrir sunnan vesturendann á Breiðamerkurjökli. En verði strandið hjá Jökulsá, en þó fyrir vestan hana, mun vanalega \era rjettast að stefna á sæluhúsið, sem er rjett hjá jökulröndinni, um IV2 sjóm. fyrir vestan upptök Jökulsár. I sæluhúsinu skulu þeir, sem veikir eru, bíða, á meðan hinir leita hjálpar að Kvi- skerjum. Ef skipshöfnin lendir á sandinum fyrir austan Jökulsá, á hún að halda í norðaustur til Reynivalla milli jökulsins og sjávar. Á svæðinu milli Ölduóss og Knappavallaóss er altaf hægt að Icomast að Knappavöllum, undir fjallinu. Bæirnir sjást langt að. Milli Knappavallaóss og Ingólfshöfða og frá Ingólfshöfða vest- ur Skeiðarársand að Hvalsýki eru leiðarstaurar, sem gefa mönn- um leiðbeiningu um, hvaða stefnu skuli taka. Milli stauranna er að jafnaði 1 km. Víða, sjerstaklega við alla stærri ósa, eru festir á staurana kassar og eru í þeim geymd kort og leiðbein- ingar á íslensku, dönsku, þýsku, ensku og frakknesku um það, hvernig best sje að ná til bygða. Venjulega er ein veruleg ófæra á þessu svæði, en þetta breytist og verður staurum og leiðar- vísum breytt eftir því, en kortin eru ekki nákvæm og þau er ekki liægt að leiðrjetta. Lendi skipshöfnin á sandinum austan við þessa ófæru, verður hún að fara í austur — bíða eftir fjöru við ósana — og reyna að ná til Ingólfshöfða, en sje komið að landi fyrir vestan skal hakla í vestur að skipbrotsmannahæl- inu á Kálfafellsmelum. Á Ingólfshöfða er skipbrotsmannahæli, sem stendur austan til á höfðanum, allnærri vitanum. Það er 9,5 m. X 4,5 innanmál. Vegghæðin er 2,2 m., hæð til mænis 3,75 m. Tóftin er hlaðin úr grjóti, en að utan úr grasgrónum sniddum. Þakið er járnklætt.

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.