Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1929, Side 64

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1929, Side 64
62 Bending til næstu bæja (t. d. Fagurhólsmýrar) má gera með því að draga flagg, sem er í húsinu, á stöng á framstafni hússins. í húsinu eru ýmsar matvörur og áhöld. Frá höfðanum liggur stikuröð, sem fylgja má til bæja. Hælið á Kálfafellsmelum er úr trje og stendur á 10 m. háum roksandshól um 1 sjóm. frá ströndinni. Húsið sjest langt að í log'ni og' björtu veðri, en í dimmviðri sjest það trauðla. í því eru rúm handa 14 mönnum, vistir meðul og umbúðir, verk- íæri og smíðaáhöld, tjöld, sleðar, sokkar og vetlingar, ullar- peysur, eldavjel og steinolía, eldflugur, 1 rautt og 1 hvítt ljós- ker, segldúksbátur, kompás og uppdráttur af nágrenninu. Enn- fremur er fest upp í húsinu leiðbeiningar handa skipbrots- mönnum, hvernig þeir geti náð hjálp, eða hvernig þeir geti komist til bygða. Veggirnir á hælinu eru rauðir með hvitum krossi. Þakið er flatt, og á því grindur til að setja ljóskerin í, og hlíf er skyggir á Ijóslterið sjávarmegin. Skamt frá hælinu stendur sjómerki, 12 m. há stöng með kringlóttri plötu efst, og er hún rauð með lóðrjettri hvítri rönd. Merkið stendur á h. u. b. 63 46' 47" n. br., 17 25 35' v. 1. Eindregið skal ráðið frá því að leita á Skeiðarársand beint upp til jökulsins, með því að þá hljóta menn óumflýjanlega að komast á ófærar slóðir, nema þeir sjeu nákunnugir staðhátt- um. Skal farið með ströndinni, annaðhvort til Ingólfshöfða eða Máfabótar. Milli Hvalsýkis og Eldvatnsóss er öruggast að fara eftir sjó- merkjum, sem erii í sambandi við skipbrotsmannahælið í Máfa- bót, sem bygt var 1913. Sjómerkið er hjer um bil 17 m. há, rauð- og hvítmáluð járn- grind með toppmerki: ferhyrnd, rombisk plata með mjóu horni upp og niður. Merkið stendur á 63° 42' 34" n. br., 17° 45' 37" v. 1. fyrir ofan Skaftárós og Veiðiós, sem renna saman í sjó út, um 2000 m. frá sjó, 6 m. fyrir ofan sjávarmál. Skipbrotsmannahælið stendur 390 m. N frá sjómerkinu, 7 m. vfir sjávarmál. Það er 6X6 m., hvítt með stórum, rauðum krossi á hvorri hlið. I húsinu er rúm handa 12 mönnum, fatnaður, vistir, kol, steinolía, rúmföt, verkfæri og áhöld af ýmsu tagi, meðalakassi, bátur, sleðar og kaðlar handa skipbrotsmönnum, er vilja leita bygða eða bíða í húsinu. Ennfremur uppdrættir og leiðbeiningr á íslensku, dönsku, ensku, þýsku og frakk- nesku um, hvernig megi komast til bygða. Ennfremur eru settir upp þessir leiðarstaurar: Fyrir aust- an Veiðiós 4 meðfram fjörunni (á tvo þeirra eru festir kassar með korturn og leiðarvísum); frá austasta staurnum eru 10 staurar í beinni línu heim að Sljettabóli. Fyrir vestan Skaftár- ós eru 7 staurar meðfram fjörunni (2 þeirra með kortum og

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.