Fréttablaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 4
Veturinn hefur verið
æðislegur. Þú færð
ekkert væl úr mér.
Elvar Kristinn
Sigurgeirsson,
framkvæmda-
stjóri Þotunnar í
Bolungarvík
SVARTUR
FÖSTUDAGUR
30%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
VÖRUM ALLA HELGINA
KÓÐI Í VEFVERSLUN:
SVARTUR
LINDESIGN.IS
Heiðursgestir í Hörpu
Mikið var um dýrðir í Hörpu í gærmorgun þegar úkraínski balletthópurinn Kyviv Grand Ballet tók lokaæfingu af Hnotubrjótnum eftir Tsjajkovskíj ásamt Sin-
fóníuhljómsveit Íslands fyrir sérstaka heiðursgesti. Flóttafólki frá Úkraínu var boðið á sýninguna en fyrsta formlega sýningin fór fram í gærkvöldi. Ballett-
hópurinn hefur verið á tónleikaferðalagi um heiminn síðan stríðið í Úkraínu hófst. SJÁ SÍÐU 44 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Rut Jónsdóttir,
forstöðumaður
umhverfis- og
sorpmála á
Akureyri
Óhemju lítið hefur snjóað
í vetur og lítil þörf á snjó-
mokstri. Framkvæmdastjóri
að vestan segist sáttur við
snjóleysið. Forstöðumaður
umhverfis- og sorpmála á
Akureyri segir sparnað bæjar-
ins töluverðan.
benediktarnar@frettabladid.is
VEÐUR Öfugt við undanfarin ár
hefur lítið sem ekkert snjóað á land-
inu það sem af er vetri. Elvar Krist-
inn Sigurgeirsson, framkvæmda-
stjóri Þotunnar í Bolungarvík, segir
gott að geta unnið í sínum venju-
legu verkefnum.
„Veturinn hefur verið æðislegur.
Þú færð ekkert væl úr mér. Það er
svo mikið að gera í jarðvinnu að við
viljum ekki sjá snjó. Það er bara svo-
leiðis,“ segir Elvar, sem hefur sinnt
vetrarþjónustu fyrir Vegagerðina á
Flateyrarvegi fyrir vestan.
Undanfarin ár hefur Elvar þurft
að takast á við mikinn snjó og hafa
þrjár snjóblástursvélar sem hann á
verið á fullu við að ryðja vegi, sem
hafa orðið ófærir sökum snjós.
Elvar segist ekki verða fyrir tekju-
tapi þrátt fyrir að lítið sem ekkert sé
að gera í snjómokstri.
„Málið er það að hérna fyrir
vestan er mikil uppbygging og
það eru allir á fullu. Sú vinna sem
við stundum daglega, hún leggst
af þegar við förum í snjómokstur.
Þannig að þetta jafnast út,“ segir
Elvar og bætir við að hann sé samt
sem áður alltaf klár þegar kallið
kemur.
„Ég er með þrjár vélar sem standa
bara á keðjum núna og eru að bíða
eftir snjó. En mér er alveg sama, af
því að það er svo mikið að gera,“
segir Elvar.
Snjóleysi á landinu vekur
ánægju á landsbyggðinni
Snjómoksturstæki hafa lítið verið kölluð út það sem af er vetri. Verk-
takar sem ryðja vegi eru ánægðir með snjóleysið. MYND/AÐSEND
Rut Jónsdóttir, forstöðumaður
umhverfis- og sorpmála á Akureyri,
segir að aðeins hafi verið kallaðir út
verktakar til að moka snjó einu sinni
í nóvember.
„Við höfum lítillega þurft að
hálkuverja götur og gangstéttir,
þannig að kostnaðurinn við snjó-
mokstur þetta haustið er nánast
enginn,“ segir Rut og bætir við að
hreinsun gatna hafi fengið meiri
athygli þetta árið en venjulega.
„Í staðinn höfum við náð að halda
götunum hreinum. Það er aukinn
kostnaður þar, en ekkert saman-
borið við að vera með tuttugu snjó-
ruðningstæki úti,“ segir Rut.
Rut telur að verktakarnir sem
eru kallaðir út til að moka snjóinn
fagni því að sinna venjulegum verk-
efnum.
Sömuleiðis segir Rut að Akureyr-
arbær nái að sinna þeim verkefnum
sem hefðu venjulega farið á hilluna
út af snjó. „Við náum að vinna í þeim
áfram vegna góðra veðurskilyrða.“
Akureyringar eru þekktir fyrir
heit sumur og snjómikla vetur. Rut
segir samt sem áður að ekki sé hægt
að spá hvort jólin verði rauð eða hvít
fyrir norðan. „Viljum við ekki hvít
jól og fá snjóinn?“ spyr Rut. n
erlamaria@frettabladid.is
MENNING Stórsöngvarinn Helgi
Björns lofar alvöru sveitaballa-
stemningu í kvöld, þegar hljómsveit-
in SSSól stígur á stokk á stórdansleik
í Kvikunni í Grindavík. Hann segist
ekki muna hversu langt er síðan
hljómsveitin lék síðast á sveitaballi.
„Maður er kominn á þann aldur
að maður getur leyft sér að segja „ég
man ekki neitt“,“ segir Helgi.
Tími sveitaballanna hafi verið
frábær tími, sveipaður ákveðnum
dýrðarljóma.
„Þetta var mjög sérstakur tími og
skemmtilegur. Við vorum að spila og
fólk mætti með flöskuna í strengn-
um, setti hana á borðið og svo var
dansað út í eitt. Þetta voru alvöru
„live“ tónleikar. Bara íslensk bönd
að spila íslensk lög og allir með, allur
aldur. Ég held að það verði þann-
ig á morgun,“ segir Helgi, og heldur
áfram:
„Þetta er sjaldgæft tækifæri til að
mæta á alvöru ball og vera í stuði. Og
ef einhverjir kunna að skemmta sér,
þá eru það Grindvíkingar.“ n
Lofar alvöru sveitaballastemningu
Hljómsveitin SSSól spilar á stórdans-
leik í Kvikunni í Grindavík í kvöld.
sbt@frettabladid.is
MANNRÉTTINDI Mann réttinda ráð
Sam einuðu þjóðanna sam þykkti í
gær á lyktun Ís lands og Þýska lands
um að stofnuð verði sjálf stæð og
óháð rann sóknar nefnd. Á hún að
safna upp lýsingum og gögnum
sem nýst geta til að draga þá til á-
byrgðar sem of sótt hafa frið sama
mót mælendur í Íran undan farnar
vikur.
„Þetta eru gríðarlega sterk skila-
boð til þeirra sem eru að berjast
fyrir grundvallarréttindum í Íran,“
segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
utanríkisráðherra.
Ályktunin var samþykkt með 25
atkvæðum gegn 6.
Undan farnar vikur hafa fjöl-
menn mót mæli geisað í Íran þar
sem konur og stúlkur hafa krafist
þess að njóta grund vallar mann-
réttinda. Stjórn völd hafa tekið
mót mælendum af fá dæma hörku
og talið er að á fjórða hundrað hafi
látið lífið síðan mót mæla hrinan
hófst. n
Ályktun Íslands
og Þýskalands var
samþykkt í gær
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utan-
ríkisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
2 Fréttir 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ