Fréttablaðið - 25.11.2022, Side 10

Fréttablaðið - 25.11.2022, Side 10
KS, SS og Stjörnugrís skiluðu miklum hagn- aði árið 2021. kristinnpall@frettabladid.is REYK JAVÍK Í nýrri könnun Gal- lup um raf hlaupahjólanotkun í Reykjavík kemur fram að tæplega helmingur svarenda notar hjólin í ferðir til eða frá skemmtistöðum, veitingastöðum og börum. Það er aukning frá sambærilegri könnun í árslok 2020. Er könnunin var rædd í umhverf- is- og skipulagsráði Reykjavíkur kallaði Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, eftir fræðsluátaki um hættuna af því að ferðast á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis og vímuefna. Fólk með háskólapróf var talsvert líklegra til að nota hjólin til að fara á skemmtistaði, veitingastaði og bari, 54 prósent svöruðu játandi. Þrjú þúsund einstaklingar voru í úrtakinu og var þátttökuhlutfallið 46,2 prósent. Tæplega 18 prósent eru með rafhlaupahjól á heimilinu og rúmlega þriðjungur notar þau að staðaldri. Alls 43 prósent höfðu aldrei próf- að rafhlaupahjól en 72 prósent 18 til 24 ára nota þau. Sjö prósent 65 ára eða eldri nota hjólin. Tíu prósent svarenda hafa lent í óhappi á rafhlaupahjóli og 1 prósent í óhappi undir áhrifum áfengis. n Aukning í notkun rafhlaupahjóla á leið út á lífið Pantanir fyrir hópa og fyrirtæki á hafsteinn@betristofan.com eða í síma 779 2416 Vaxtahækkanir og óvissa bíta augljóslega. Ýmir Örn Finnbogason, yfirmaður við- skiptagreiningar hjá Deloitte Vaxtahækkanir og óvissa í efnahagsmálum hafa leitt til umskipta á fasteignamarkaði sem fer nú kólnandi eftir lang- varandi verðhækkanatíma. ser@frettabladid.is FASTEIGNIR Meira en fimmtungi færri íbúðir í fjölbýli voru seldar á höfuðborgarsvæðinu í síðastliðnum október samanborið við mánuðinn þar á undan. Ekki hafa verið seldar jafn fáar íbúðir í þessum fasteigna- flokki í einum mánuði á suðvestur- horninu í meira en tvö ár. Þetta kemur fram á fasteigna- mælaborði Deloitte sem er byggt á staðfestum sölutölum frá Þjóð- skrá Íslands. Þar segir jafnframt að enda þótt salan hafi dregist saman til muna haldist verð á fasteignum svo til óbreytt á milli mánaða, en meðalverðið á fermetra í fjölbýli var 709 þúsund í október, tveimur þús- undum króna hærra en í september. „Vaxtahækkanir og óvissa bíta augljóslega,“ segir Ýmir Örn Finn- bogason, yfirmaður viðskipta- greiningar hjá Deloitte, og metur það svo að þessi þróun haldi áfram í næsta mánuði, enda viðsjár í kjara- og efnahagsmálum. Þróunin á fasteignamarkaði er sú sama hvað einbýli og fjölbýli varðar. Færri eignir eru seldar í báðum flokkum. Hvað einbýlin varðar voru 16 prósentum færri eignir af því tagi seldar í október í samanburði við september – og í þeim flokki heldur fermetraverð áfram að lækka, fór úr 647 þúsundum króna í 624 þúsund að meðaltali. Ef þriggja mánaða ferli er skoðað hvað sérbýli varðar, frá ágúst til október, sést að lækkunin nemur sjö prósentum sem er öndvert við nærri tveggja ára verðþróun á fast- eignamarkaðnum á höfuðborgar- svæðinu – og raunar víðar um land, en langvarandi verðhækkanaferli virðist nú vera að baki. „Verð fyrir fasteignir endurspeglar kaupgetu fólks til að fjárfesta. Það sem helst hefur áhrif á þetta mengi, eftirspurnarmegin, er kostnaður- inn við peninga, sem eru vextir – og hækkun þeirra hefur augljós áhrif til kólnunar,“ segir Ýmir Örn. Ef horft er yfir landið allt sést að verð á fjölbýli hefur heldur hækkað á Norður- og Austurlandi, en lækkað á Suður- og Vesturlandi, samkvæmt mælaborði Deloitte. n Sögulega fáar íbúðir seldar í október Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er að kólna eftir langvarandi verðhækkanatímabil. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fermetraverð einbýlis lækkaði úr 647 þúsund krónum að meðaltali í 624 þúsund. Reykjanesbær. Hlutfall innflytjenda er hæst á Suðurnesjum. bth@frettabladid.is MANNFJÖLDI Innf lytjendum á Íslandi fjölgar enn hlutfallslega, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þeir eru nú 61.148 eða 16 prósent mannfjöldans. Hlutfall innflytjenda er nokkuð mismunandi eftir landshlutum. Hæst er hlutfallið á Suðurnesjum eða um 28 prósent af fyrstu eða ann- arri kynslóð. Vestfirðir eru í öðru sæti yfir þá landshluta sem skarta mestum inn- fluttum mannauði hlutfallslega. Þar er hlutfall innf lytjenda 22,3 pró- sent. n Innflytjendur á Suðurnesjum nálgast þriðjung kristinnhaukur@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Félag atvinnurek- enda gagnrýnir harðlega drög að frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hagræðingu í sláturiðnaði. Með frumvarpinu verður afurðastöðvum í sláturiðn- aði heimilað að stofna og starfrækja félög um f lutning gripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu, til að ná fram hagræðingu. Samkvæmt ráðuneytinu er frum- varpið lagt fram til samræmis við tillögur spretthóps vegna alvar- legrar stöðu í matvælaframleiðslu. Í umsögn Ólafs Stephensen, fram- kvæmdastjóra Félags atvinnurek- enda, kemur fram að félagið legg- ist eindregið gegn frumvarpinu. Það telji málið til óþurftar, skaða íslenskt atvinnulíf og neytendur og skapa stórvarasamt fordæmi. Bendir hann á að margir slátur- leyfishafar séu í prýðilegum rekstri. Svo sem Kaupfélag Skagfirðinga sem hagnast hefur um 18,3 milljarða króna á undanförnum 4 árum, þar af 5,4 milljarða í fyrra. Þá var hagn- aður Stjörnugríss 325 milljónir króna árið 2021, sem sé hækkun um 68 prósent frá árinu áður, og hagn- aður Sláturfélags Suðurlands var 232 milljónir króna í fyrra. Segir í umsögninni að algjörlega ótækt sé að sérhagsmunahópar geti með þessum hætti pantað undan- þágur frá samkeppnislögum frá stjórnvöldum, telji þeir rekstur sumra fyrirtækja ekki ganga nógu vel. „Slíkt skapar afar varasamt for- dæmi og ryður að mati félagsins brautina fyrir heldur aumkunar- verðan pilsfaldakapítalisma,“ segir Ólafur í bréfinu. Víkur hann meðal annars að toll- kvóta Evrópusambandsins, sem innlendir framleiðendur hafa keypt upp að stórum hluta. „Því er ósvarað hvaða áhrif lögfesting undanþág- unnar, sem lögð er til í frumvarpinu, hefði á möguleika innlendra afurða- stöðva á kjötmarkaði á að sölsa jafn- vel undir sig allan tollkvótann fyrir kjötvörur og hindra þannig alveg samkeppni frá innflutningi.“ n Ótækt að sláturhús fái undanþágur helenaros@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Rannsóknasam- starfið COVIDMENT, sem Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands er aðili að, hlaut nýverið norrænan styrk að andvirði 140 milljónir króna, til áframhaldandi rannsókna á langtímaáhrifum kór- ónaveirufaraldursins á lýðheilsu, með áherslu á geðheilbrigði. Styrkurinn er til þriggja ára og hefur verkefnið nú fengið hátt 300 milljónir króna í styrki í heild, að því er fram kemur á vef Háskóla Íslands. Haft er eftir Unni Önnu Valdimarsdóttur, prófessor í far- aldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands sem leiðir samstarfið, að styrkurinn sé mikilvægur fyrir rannsóknirnar sem eigi á endanum að draga upp mynd af heildaráhrif- um og afleiðingum faraldursins á heilsu fólks. n Styrkur til rannsókna á áhrifum Covid-19 Margir nýta sér rafhlaupahjól í skemmtana- lífinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR 8 Fréttir 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.