Fréttablaðið - 25.11.2022, Side 12
Fimm milljarða fram-
kvæmdir eru fyrirhugaðar
við höfnina í Þorlákshöfn til
ársins 2026. Mest allt grjótið
kemur úr námu sem varð til
við landmótun lóðar fisk-
eldisstöðvar.
benediktboas@frettabladid.is
ÖLFUS Umfangsmik lar f ram-
kvæmdir standa nú yfir í höfninni
í Þorlákshöfn. Meðal helstu verk-
þátta eru lenging Suðurvarargarðs
um 250 metra, endurbygging Suð-
urvararbryggju og endurbygging
Svartaskersbryggju. Í drögum að
fjárhags- og framkvæmdaáætlun,
sem tekin var fyrir í framkvæmda-
og hafnarnefnd, er gert ráð fyrir að
heildarkostnaður til ársins 2026
verði 5,6 milljarðar króna. Þar af 1,8
milljarðar á næsta ári.
„Umsvif Smyril Line í Þorláks-
höfn eru mikil og hafa aukist mikið
á síðustu árum. Þessar hafnarbætur
eru til þess gerðar að bæta aðstöð-
una fyrir fyrirtækið. Auk þess er
verið að vinna að framkvæmdum
við landeldisverkefni, sem munu
geta framleitt allt að 130 þúsund
tonn af laxi auk f leiri stórra verk-
efna í sveitarfélaginu. Við erum því
að vinna að uppbyggingu nauðsyn-
legra innviða eins og stækkunar
hafnarinnar,“ segir Eiríkur Vignir
Pálsson, formaður framkvæmda-
og hafnarnefndar Ölfuss.
Þær framkvæmdir sem eru þegar
farnar af stað eru lenging Suður-
varargarðs og endurbygging Svarta-
skersbryggju. Gífurlega mikið efni
þarf til að lengja Suðurvarargarð og
er heildarstærð framkvæmdasvæð-
isins um 4,5 hektarar. Grjótmagnið
sem fer í lengingu brimvarnar-
garðsins er áætlað um 300.000 rúm-
metrar. Allt grjót nema það stærsta
kemur úr námu sem varð til við
landmótun lóðar fiskeldisstöðvar-
innar Landeldis ehf. í Þorlákshöfn.
„Landeldi ehf. þarf að móta lóð-
ina hjá sér til að setja upp fjöldann
allan af kerjum fyrir laxeldi,“ segir
Eiríkur og bendir á að til þess hafi
fyrirtækið þurft að taka burt 300
þúsund rúmmetra af efni. „Þar sem
þetta átti að gerast á sama tíma
og framkvæmdirnar við höfnina
var farið í að rannsaka bergið í lóð
Landeldis og kom í ljós að það hent-
aði ágætlega.“
Ölfus samdi því við forsvarsmenn
Landeldis um að framkvæmdaaðil-
ar hafnarinnar sæju um að sprengja
og moka burt efninu en Landeldi
myndi borga vissa upphæð á hvern
fermetra. „Verktakinn fær í staðinn
að hirða grjótið. Með þessu verður
framkvæmdin hagstæðari fyrir
Landeldi og við fáum grjót á góðum
kjörum,“ segir Eiríkur.
Hann segir að þessar fram-
kvæmdir séu til þess gerðar að
gera Þorlákshöfn mögulegt að
taka á móti 180-200 metra löngum
skipum. Þá bendir hann á að fram-
kvæmdirnar muni bæta öryggi
notenda hafnarinnar því þær séu
til þess gerðar að gera öldulag betra
og auðveldara fyrir stór skip að
athafna sig innan hafnarinnar.
„Áætlanir gera ráð fyrir að þegar
vinnu við þessar framkvæmdir er
lokið þá verði höfnin þegar orðin
of lítil til að mæta þörfum atvinnu-
lífsins. Þess vegna erum við byrjuð
að undirbúa næstu skref sem liggja
í frekari stækkun hafnarinnar til
norðurs,“ segir Eiríkur. n
Með þessu verður
framkvæmdin hag-
stæðari fyrir Landeldi
og við fáum grjót á
góðum kjörum
Eiríkur Vignir
Pálsson, for-
maður Fram-
kvæmda- og
hafnarnefndar
Ölfuss
Höfnin í Þorlákshöfn mun taka stakkaskiptum með framkvæmdunum. MYND/AÐSEND
Stórhuga hafnarbændur í
Þorlákshöfn fá ódýrt grjót
kristinnpall@frettabladid.is
REYKJAVÍK Á nýjasta fundi skóla- og
frístundaráðs Reykjavíkurborgar
lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
fram spurningu um hvort að tíma-
bært væri að endurskoða útboð í
tengslum við Miðborgarleikskóla
og fjölskyldumiðstöð að Njálsgötu
89.
Í tveimur útboðum til þessa hafi
ekki tekist að ná samningum og því
sé hægt að spyrja hvort breyta þurfi
forsendum. „Það er mín skoðun
að það þurfi eitthvað að endur-
meta verkefnið, þar sem það berst
ekki tilboð sem er í takt við þessa
kostnaðaráætlun heldur fer langt
fram úr. Þá ber að staldra við,“ segir
Marta Guðjónsdóttir, annar full-
trúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu.
Vorið 2020 var fyrsta skrefið
tekið með því að boða til hönnw-
unar- og framkvæmdasamkeppni
um nýjan miðborgarleikskóla og
fjölskyldumiðstöð sem ætti að rísa
á reit sem hefur iðulega verið titl-
aður Njálsgötu róló.
Í árslok 2020 var tilkynnt hvaða
hönnun varð fyrir valinu og var
farið í útboð fyrr á þessu ári. Engin
tilboð bárust í verkefnið í fyrra
útboðinu á Evrópska efnahags-
svæðinu í nýbyggingu og lóða-
hönnun leikskólans, en þegar
verkefnið var boðið aftur út barst
aðeins eitt tilboð. Það var upp á 2,6
milljarða sem er 1,1 milljarði yfir
kostnaðaráætlun, 71,6 prósentu-
stigum hærra en fyrri áætlanir
gerðu ráð fyrir.
„Það eru valkostir til staðar.
Hönnunin er mjög dý r, það
er kannski hugmynd að endur-
hanna bygginguna eða fram-
kvæma þetta í áföngum til að hægt
sé að opna leikskólann sem fyrst.
Það ætti að vera forgangsatriði að
endurmeta þetta verkefni svo að
það sé hægt að taka næsta skref.
Við erum enn með hundruð
barna á biðlista eftir leikskóla-
plássi og það er ekki hægt að una
því lengur,“ segir Marta og heldur
áfram: „Ef áætlanir hefðu staðist
værum við langt á veg komin og
farið að styttast í að húsið yrði
nothæft. Það þarf að bregðast við
svona seinagangi strax.“ n
Vilja endurmeta hönnun leikskóla í
miðbænum svo opna megi sem fyrst
Marta
Guðjónsdóttir,
fulltrúi Sjálf-
stæðisflokks í
Reykjavík
10 Fréttir 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ