Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2022, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 25.11.2022, Qupperneq 22
Þeir félagar Óskar, Stefán Stefánsson og Alexander Örn Númason hoppa af kæti í Vínarborg eftir vel lukkaða tónleika. Bíllinn sem bilaði í Tékk- landi og úr varð tólf tíma bið eftir viðgerð. Morgunskokk í París fyrir tón- leika á Back- stage By the Mill-staðnum. Staðið upp og klappað eftir vel lukkaða tónleika í Búdapest. Myndir/aðsendar Stund milli stríða í Þýska- landi með stóra krús af öli. Rokkhljómsveitin The Vintage Caravan er komin heim til Íslands eftir sjö vikna ferða- lag um Evrópu. Drengirnir spiluðu víða og lentu í alls konar ævintýrum. Þeir blása til tónleika í Hörpu í kvöld en fara eftir það í langþráð frí. benediktboas@frettabladid.is „Við ákváðum að spara aðeins og vera á einhvers konar camper-bíl en fólk reyndar skildi ekkert í að við værum að ferðast um alla Evrópu á þessum bíl. Það voru sjö kojur í bílnum, smá setustofa og hress pólskur bílstjóri með græjurnar okkar í eftirdragi. En það fór vel um okkur og allt í góðu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngv- ari hljómsveitarinnar The Vintage Caravan, sem er nýkomin heim eftir sjö vikna ferðalag um Evrópu. Hljómsveitin hitaði fyrst upp fyrir sænsku málmsveitina Opeth í tvær vikur en tók svo fimm vikna túr þar sem hún var aðalnúmerið og hljóm- sveitin Volcanova tók að sér að hita upp. Farið var um Spán, Frakkland, Þýskaland og flest öll lönd í Austur- Evrópu. Meira að segja Armeníu þar sem þeir spiluðu á Starmus-hátíð- inni, þar sem margt af gáfaðasta fólki heims kom saman. „Þetta var alveg grillað en stór- skemmtilegt,“ segir Óskar en hátíðin snýst um geiminn og vísindi. Brian May, gítarleikari Queen, hefur lengi mætt á hátíðina og teymi frá NASA heldur fyrirlestra auk Evrópsku geimferðastofnunarinnar. Myglaður bíll „Skyndilega vorum við farnir að hanga með fólki sem vinnur fyrir NASA og fólki sem hefur farið út í geim. Einn Nóbelsverðlaunahafi vildi selfí með okkur. Sagðist vera aðdáandi sem var skemmtilegt. Svona hálf súrrealískt,“ segir Óskar. Fleiri tónlistarmenn létu sjá sig eins og Serj Tankian, söngvari System of a Down, og trommuleikarinn Simon Phillips. Eftir að hafa fengið VIP-meðferð í Armeníu var haldið út á vegi Evrópu á þessum litla camper-bíl. „Margir bílar hafa staðið síðan Covid-bylgjan skall á. Fyrst fengum við vitlausan Fóru í gegnum þrjá bíla á sjö vikna tónleikaferðalagi bíl og notuðum einn frídag til að sækja þann rétta. En hann var eigin- lega bara myglaður. Við urðum bara leiðir við að fara inn í bílinn. Það var allt skítugt og myglublettir í loft- ræstikerfinu. Hann líka bilaði í veg- kanti tveimur tímum síðar þannig að það var bara fínt. Bílstjórinn fór í að bjarga málunum og talaði við allt og alla og snéri svo að okkur og sagði að góðu fréttirnar væru að hjálpin myndi koma. En hún myndi ekki koma fyrr en eftir tólf klukkutíma,“ segir Óskar og hlær. Eftir sjö vikur á ferðalagi er komið að lokahnykk ársins. Stórtónleik- um í Hörpu. Hann segir að það sé aðeins öðruvísi að spila hér heima en erlendis. „Það er ekkert óþægi- legt þegar mamma eða pabbi mæta því pabbi hefur fylgt okkur lengi. Pabbi var alltaf að róta fyrir okkur því við byrjum bara þrettán ára að spila á pöbbum í borginni. Það er alltaf voða skemmtilegt að spila fyrir pabba. En auðvitað er það skrýtið að renna sér á hnjánum og hlaða í eitt- hvert gítarsóló og litli frændi minn sem er orðinn stór situr skyndilega beint fyrir framan mig. Og maður einhvern veginn bara, halló! En svo heldur maður bara áfram,“ segir Óskar. Hann lofar góðri og gleðilegri sýn- ingu í Hörpu. „Ég held að við höfum aldrei verið betri. Við erum í frábæru spilaformi og höfum aldrei fengið svona góð viðbrögð og á þessum túr. Þetta toppaði allt. Fólk var að ferðast langt að til að koma og sjá okkur. Það var til dæmis fólk að fljúga frá Tyrk- landi til Amsterdam til að sjá okkur. Nokkrir voru komnir með tattú af hljómsveitinni og það fór allt upp um mörg þrep.“ n Einn Nóbelsverð- launahafi vildi selfí með okkur. Sagðist vera aðdáandi. Óskar Logi Ágústsson, söngvari The Vintage Caravan tónlist Fréttablaðið 25. nóvember 2022 FÖstUDAGUR Fótóbombaðir af Eivøru „Við vorum í Hamborg og stoppuðum fyrir utan einhverja kynlífs- tækjaverslun alveg í banastuði. Nema að það labbaði manneskja inn í rammann þegar ég var að taka mynd. Fótóbombaði hana. Og við fórum bara að hlæja að því en fannst þetta grunsamlegt því okkur fannst við kannast við manneskjuna,“ segir Óskar. „Og þá var þetta Eivør Pálsdóttir. Við fórum að kalla á eftir henni en hún svaraði því ekkert. Áttuðum okkur svo á því að við værum átta karlar að kalla á eftir henni við einhverja kynlífstækjabúð. Ég hafði samband við hana og baðst afsökunar sem hún tók vel í en ég meina, hverjar eru líkurnar?“ bætir hann við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.