Fréttablaðið - 25.11.2022, Síða 25

Fréttablaðið - 25.11.2022, Síða 25
Karl Th. Birgisson n Í dag Umræður um að hunza HM í fót- bolta í Katar eru eins skiljanlegar og þær eru fyrirsjáanlegar. Stefna yfirvalda þar í mannrétt- indamálum er viðurstyggileg. Hún á rætur í trúarbrögðum, eins og flest annað slæmt í mannlífinu Þeim er beitt til þess að tryggja völd og forréttindi karla, í samræmi við öll trúarbrögð úr ranni Abra- hams. Hvað um hina? Svipuð viðhorf komu upp fyrir Ólympíuleikana í Kína 2008. Kína er næstversta alræðisríki heims, eins og vonandi þarf ekki að rekja. Aftur varð slík umræða fyrir HM í Rússlandi 2018, þar sem nýjasti keisarinn lætur myrða þá pólitísku andstæðinga sem hann sendir ekki í fangabúðir. Ef hann er þá ekki upptekinn við að leggja undir sig nágrannaríkin. Í báðum tilvikum var samt rétt að taka þátt, fremur en að hunza. Ekki bara af því að án þess hefði Ísland ekki fengið gott silfur, gulli betra, í handbolta og Hannes ekki varið víti frá Messi. Heldur af því að samskipti eru alltaf betri en einangrun. Að því leyti hefur Vanda Sigurgeirsdóttir nákvæmlega rétt fyrir sér. Þetta er ekki „what-about-ismi“ eða svo bætt eitt böl, að benda á eitthvað annað. Mér sýnast fréttir frá Katar styðja þessa skoðun. Upp úr hverjum fjöl- miðlinum af öðrum renna lýsingar á absúrdismanum í Katar, sem hefðu ekki verið fluttar ef enginn hefði mætt. Því má endilega bæta við, að Edda Sif Ríkisútvarpsins hefur staðið sig einkar vel, en Heimir Hallgrímsson mætti stilla sig í ara- bafurstablætinu. Íþróttaþvættið Þegar þetta er skrifað er mótið rétt nýhafið, en það er bullandi pólitík út um allt. Fyrir utan fréttir af fáránleika feðraveldisins í Katar og aðkeypta stuðningsmenn til að fylla stúkurnar, þá neitaði landslið Írans að syngja þjóðsönginn til stuðnings við réttindi kvenna þar. Mér er hálfvegis til efs að fyrir- liðinn þori að snúa aftur heim, eins og hann talaði á fréttafundum. Vonandi fær hann hæli í Hollandi, þar sem hann spilar, en reynir ekki að eiga við Jón Gunnarsson á Íslandi. Þýzka landsliðið sýndi karakter með því að halda fyrir munn sér í hópmyndatöku fyrir leik í fyrradag. Að óbreyttu bendir ekkert til þess að Katar græði neitt á íþrótta- þvættinu, sumsé betri ímynd sem það ætlaði að kaupa sér með því að eyða mörg þúsund milljörðum í að halda HM í fótbolta. Og drepa 6.500 farandverka- menn í leiðinni. Þvert á móti. Ég kann ekki arabísku, mandarín eða hindí, en þeir miðlar sem ég les hafa lang- flestir sömu sögu að segja: Þetta eru Að greiða atkvæði með iðrunum dýrustu og um leið misheppnuð- ustu ímyndarkaup sögunnar. Hvers vegna? Vegna þess að fjöl- miðlar eru á staðnum og segja frá því innihaldsleysi sem blasir við. Og mótið er rétt að byrja. Dyggðaskreytingin Samfélagsmiðlar bjóða upp alveg sérstakan vinkil á málinu. Hann er frá þeim sem segjast ekki ætla að horfa á beztu fót- boltamenn og -þjóðir heims spila – af því að mótið er í Katar. Þeim sem segjast ætla að slökkva á sjónvarpinu í mótmælaskyni. Sumir hæðast að þessu fólki fyrir að básúna opinberlega hversu það sé réttsýnt og vel innréttað. Eins og margt annað í lífinu er þetta bæði rétt og ósanngjarnt. Eflaust reyna margir að prýða sig upplognum mannkostum með slíkum yfirlýsingum, en við hljótum að vilja skilja hina, sem er raunverulega og réttilega misboðið. Ef ekki vegna Katar, þá hyskisins sem virðist stýra FIFA. Athöfnin sjálf, eða athafnaleysið, að kveikja ekki eða slökkva á sjón- varpinu, er samt merkingarlaus. Hún kann að láta einhverjum líða betur í iðrunum yfir því að hafa gert eitthvað rétt þann daginn, en út fyrir ristilinn nær hún ekki. Það breytir engu um mannrétt- indi í Katar hvort við horfum á fót- boltaleiki þar eða ekki. Það breytir heldur engu um að leikirnir verða sýndir, og auglýsingar eru fyrir löngu framleiddar og seldar. Ef áhrifin eru einhver, sem er mjög vafasamt, væru þau helzt að draga ofurlítið úr tekjum fjöl- miðlanna, sem segja okkur einmitt núna fréttir af þessu misheppnaða peningabruðli í Katar. Við hin dyggðum prýddu mættum hafa það í huga. Sjálfur hyggst ég horfa á sem flesta leiki og halda með Bandaríkj- unum og Íran. Eins og alltaf. n Þetta eru dýrustu og um leið misheppnuð- ustu ímyndarkaup sögunnar. Fylgstu með frábærum tilboðum á S22 línunni fyrir jólin. samsungmobile.is Jólagjöfin í ár Á myndinni eru Erling Haaland sem líklega er öflugasti framherji í knattspyrnu karla í dag og Galaxy S22 Ultra sem líklega er öflugasti farsími sem hægt er að fá fyrir jólin 2022. Erling skilur norsku en S22 línan skilur íslensku. FÖSTUDAGUR 25. nóvember 2022 Skoðun 23FRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.