Fréttablaðið - 25.11.2022, Page 26

Fréttablaðið - 25.11.2022, Page 26
Landsvirkjun hefur aldrei í sögu félagsins verið eins lítið skuld- sett og er í raun komin í þá stöðu að lækkun skulda er ekki lengur forgangsmál eins og verið hefur síðustu ár. Nú þegar sléttir níu mánuðir eru liðnir frá upphafi stríðsins í Úkra- ínu sjáum við sífellt f leiri frásagnir af meintum stríðsglæpum, þar á meðal af kynferðisofbeldi gagnvart konum og stúlkum. Sagan endur- tekur sig, því miður. Nauðganir og annað kynferðisofbeldi af völdum hermanna meðan á vopnuðum átökum stendur hafa ætíð fylgt stríðsátökum. Andrúmsloftið er því þungbúið á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu of beldi þetta árið. Sá gríðarmikli stuðningur sem mörg aðildarríki Evrópuráðsins hafa boðið þeim milljónum manna sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín vekur okkur hins vegar von. Ríku- legur stuðningur frá ríkisstjórnum, sveitarstjórnum og almennum borgurum er hughreystandi. Konur, stúlkur og börn eru 90% þeirra sjö milljóna sem hafa þegar f lúið stríðsátökin. Þetta er hópur sem er afar berskjaldaður fyrir bæði kynferðisofbeldi og mansali. Þolendur slíkra glæpa þurfa nú á stóraukinni aðstoð okkar að halda en við þurfum einnig að vera til staðar til framtíðar. Þolendur standa frammi fyrir víðtækum af leiðingum of beldis, allt frá óæskilegri þungun og kyn- sjúkdómum til andlegra áfalla og líkamlegra áverka. Þörf er á sam- stilltum aðgerðum ólíkra stofnana þannig að heilbrigðisstarfsfólk hafi þekkingu og getu til að sinna þol- endum kynferðisof beldis, fram- kvæma læknisskoðanir og rétt- arfræðilegar skoðanir, sem og að veita tafarlausa áfallahjálp auk sál- fræðilegrar aðstoðar til lengri tíma. Flóttafólk sem hefur orðið fyrir kynbundnu ofbeldi þarf jafnframt að hafa aðgang að stuðningi og ráð- gjöf á tungumáli sem það skilur og á auðvelt með að nota. Sérhæfð aðstoð er nauðsynleg til að takast á við varanleg áföll til að draga úr upplifun þolenda á skömm og áfallastreituröskun sem getur tekið sig upp síðar. Þetta hafa fyrri átök kennt okkur. Reyndar hefur kynferðisof beldi á átakasvæðum í för með sér bæði af leiðingar til skamms tíma og langtímaáhrif hjá þolendum, eins og má lesa um í skýrslum sem komu út í þessum mánuði frá GREVIO, eftirlitsnefnd Evrópuráðsins með samningi um forvarnir og baráttu gegn of beldi á konum og heimilisof beldi, sem er einnig þekktur sem Istanbúl- samningurinn. Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna standa konur, stúlkur og börn á f lótta frammi fyrir hættu á mansali. Þetta hefur verið staðfest af félagasamtökum sem vinna beint með flóttafólki á átakasvæðum. Sérstakur fulltrúi Evrópuráðsins um fólksf lutninga og f lóttafólk hefur heimsótt þau lönd sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum af hinu gríðarmikla streymi fólks frá Úkraínu. Í skýrslum sínum hefur fulltrúinn lagt áherslu á nauðsyn þess að finna fólk í viðkvæmri stöðu, einkum konur og börn sem hafa orðið fyrir kynferðisof beldi. Fulltrúinn hefur einnig hvatt til aukins stuðnings við flóttafólk sem orðið hefur fyrir kynferðisofbeldi, einkum með því að koma á fót sér- hæfðum miðstöðvum með sérfræð- ingum sem veita læknisþjónustu og áfallahjálp. Þá er fulltrúinn að fylgja skýrslunum eftir með því að skipu- leggja aðgerðir til að styðja aðildar- ríkin í því að takast á við þessar margvíslegu áskoranir. Loks þarf að refsa gerendunum. Í skýrslu skoðanahóps háttsettra embættismanna á vegum Evrópu- ráðsins sem út kom í síðasta mánuði eru tilmæli þess efnis að fylgjast ætti með vernd mannréttinda á átaka- svæðum með því að koma á fót skrifstofu sem tryggi að stofnunin hafi ávallt nýjustu upplýsingar um mannréttindamál. Þetta getur meðal annars náð til upplýsinga um tilkynningar um kynferðisof- beldi gagnvart konum og stúlkum í innrásarstríði Rússlands í Úkraínu. Í þessu samhengi vil ég hrósa þeirri ákvörðun úkraínskra yfirvalda að fullgilda Istanbúl-samninginn þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Það sýnir fram á staðfestu þeirra, ekki bara gagnvart því að tryggja vernd og stuðning fyrir þolendur, heldur einnig til að tryggja nauðsynlega ábyrgðarskyldu gerenda. Dæmin sýna að kynferðisof- beldi á átakasvæðum er hnatt- ræn áskorun, líkt og fram kemur í nýjum skýrslum sem sýna að kven- kyns mótmælendum í Íran hefur verið hótað með nauðgun. Istan- búl-samningur Evrópuráðsins er opinn öllum löndum og í honum er viðurkennt að þetta of beldi er brot gegn grundvallarmannrétt- indum jafnframt því að vera ein af birtingarmyndum mismununar gagnvart konum. Með því að bjóða upp á leiðbeiningar um vernd þol- enda og refsingu gerenda, þar með talið á stríðstímum, er Istanbúl- samningurinn orðinn mikilvægari en nokkru sinni fyrr og ég hvet lönd um heim allan til að gerast aðilar að honum. n Við verðum að hjálpa þolendum kynferðisofbeldis í Úkraínu Marija Pejčinović Burić framkvæmdastjóri Evrópuráðsins Íslendingar eru lánsöm þjóð er kemur að náttúruauðlindum. Með nýtingu þeirra höfum við byggt upp samfélag í aldanna rás sem vex og dafnar. Ein af þeim auðlindum sem gerir þjóðina öfundsverða er endurnýjanleg umhverfisvæn orka. Landsvirkjun er treyst fyrir því bæði að beisla hana í dag og þróa fyrir komandi kynslóðir. Orkufyrir- tækið er í eigu íslensku þjóðarinnar og ábati af rekstri félagsins því sam- ofinn samfélaginu. Saga hagvaxtar og þróunar er nátengd uppbygg- ingu virkjana til að mæta nýjum iðnaði í landinu, þar með ýta undir atvinnustig og styðja við orkuþörf heimila. Eftir uppbyggingartíma er komið að uppskeru og tími kominn til að huga að nýjum græðlingum til framtíðar. Landsvirkjun hefur aldrei í tæpri 60 ára sögu sinni staðið betur fjár- hagslega. Er það vitnisburður um þann trausta grunn sem félagið byggir á með 18 vatnsafls- og jarð- gufustöðvum og tveimur vind- myllum. Aldrei hefur verið slakað á viðhaldi og endurbótum, jafnvel eftir stóráföll í efnahagslífinu, enda er þá tjaldað til einnar nætur. Elsta aflstöðin í eigu Landsvirkjunar er Ljósafossstöð frá árinu 1937 og er hún ásamt þeim sem á eftir komu skýr vitnisburður um þá ábyrgð sem starfsfólk Landsvirkjunar hafa alla tíð sýnt því trausti sem þjóðin ber til félagsins að ganga vel um auð- lindina. Hærra verð til stórnotenda En þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Þegar samningar við stórnotendur voru fyrst undirritaðir var ávallt stefnt að því fyrir hönd Landsvirkj- unar að sækja jafnari skiptingu þegar kom að endursamningum. Samningarnir við stórnotendur eru einhverjir stærstu viðskipta- samningar sem gerðir eru á Íslandi og því er tekist á þegar viðræður standa yfir, stundum þannig að það gustar um. En þegar lausn næst, eins og í öllum góðum viðskiptasam- böndum, þá takast aðilar í hendur og horfa fram á veginn. Einmitt þar er að finna eina helstu ástæðu bættrar afkomu Landsvirkjunar í dag, hærra verð frá stórnotendum en áður hefur fengist. Verðið þar er nú að flestu leyti komið til jafns við þau lönd sem við miðum okkur við. Landsvirkjun selur ekki raforku beint til heimila eða smærri fyrir- tækja, heldur selur inn á svokall- aðan heildsölumarkað þar sem raforkusölufyrirtæki geta keypt og selt áfram. Verð frá Landsvirkjun hefur síðustu ár nær staðið í stað að raunvirði. Íslensk heimili og smærri fyrirtæki hafa ekki þurft að glíma við snarhækkandi raf- orkureikninga eins og víða í Evr- ópu. Hálfur spítali í handbæru fé Skýr rekstrarmarkmið og aðhald í rekstri gera það síðan að verkum að hagnaður Landsvirkjunar hefur farið hækkandi. Eftir fyrstu 9 mán- uði þessa árs er hagnaður fyrir óinn- leysta fjármagnsliði hærri en hann hefur verið frá upphafsdegi jafnvel þótt viðmiðið sé á ársgrundvelli (Sjá súlurit). Af því leiðir einnig að sjóðstreymi Landsvirkjunar er með miklum ágætum. Í 9 mánaða uppgjöri félags- ins er handbært fé frá rekstri, þegar búið er að greiða alla reikninga og laun, 51 milljarður króna. Þekki ég ekki til annars rekstrarfélags á Íslandi sem hefur skilað viðlíka upphæð jafnvel þótt yfir heilt ár væri litið. Til samanburðar nemur þessi upphæð, sem skilað hefur sér inn á bankabók Landsvirkjunar á aðeins fyrstu 9 mánuðum þessa árs, rúmlega helmingi þess sem áætlað er að nýr Landspítali kosti. Til að mæta kostnaði við upp- byggingu virkjana hefur Landsvirkj- un sótt sér lánsfé og um tíma verið skuldsett félag á ýmsa fjárhagsmæli- kvarða. Staðan í dag er aftur á móti sú að Landsvirkjun hefur aldrei í sögu félagsins verið eins lítið skuld- sett og er í raun komin í þá stöðu að lækkun skulda er ekki lengur for- gangsmál eins og verið hefur síðustu ár. Það eru merkileg tímamót því að sama skapi hefur eign íslensku þjóðarinnar í félaginu aldrei verið verðmeiri (Sjá línurit). Forgangsröðum grænu orkunni Það eru forréttindi fyrir Íslendinga að geta byggt upp áframhaldandi hagvöxt og tækifæri fyrir fram- tíðina með endurnýjanlegri orku. En nú er svo komið að orkukerfi Landsvirkjunar er fulllestað bæði er viðkemur orku og af li. Unnið er að öflun leyfa til þess að byggja enn frekar undir vatnsafl og jarð- gufuvirkjanir, en einnig að stíga traustum sporum í átt að nýtingu vindorku. Raunin er samt sú að eftirspurn eftir endurnýjanlegri umhverfisvænni orku er langt umfram það sem við getum mætt. Því þurfum við að forgangsraða í hvað græna orkan fer. Landsvirkjun hefur sett sér þau viðmið að styðja í fyrsta lagi við aukna almenna notk- un og innlend orkuskipti, í öðru lagi við stafræna vegferð, nýsköpun og fjölnýtingu og í þriðja lagi við fram- þróun núverandi viðskiptavina. Með því er Landsvirkjun að styðja við markmið Íslands um kolefnis- hlutleysi, stuðla að framþróun og styðja núverandi viðskiptavini í alþjóðlegri samkeppni. Á þeim tímamótum sem Lands- virkjun stendur nú á, þar sem fjár- hagsstaðan hefur aldrei verið betri og öfundsverð tækifæri framundan, þá gleymum við því aldrei að þjóðin hefur treyst félaginu fyrir hluta af auðlindum sínum. Því trausti bregst Landsvirkjun ekki. n Orkufyrirtæki þjóðarinnar aldrei verið öflugra Rafnar Lárusson framkvæmdastjóri fjármála og upp- lýsingatækni hjá Landsvirkjun Samkvæmt Flótta- mannastofnun Sam- einuðu þjóðanna standa konur, stúlkur og börn á flótta frammi fyrir hættu á mansali. 9,6x 10,4x 9,0x 7,3x 7,6x 7,4x 6,6x 6,2x 6,5x 5,9x 4,8x 4,5x 5,1x 3,5x 2,4x 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 sep 2022 Nettó skuldir / EBITDA 20092008 45 50 90 106 104 122 147 131 118 153 184 176 139 227 241 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 sept 2022 Hagnaður f. óinnleysta fjármagnsliði 24 Skoðun 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.