Fréttablaðið - 25.11.2022, Qupperneq 28
Landnámskonur helguðu sér land
með því að teyma kú milli staða
frá sólarupprás til sólseturs. Búfé
var helsta eign og gjaldmiðill for-
mæðra okkar og forfeðra og hlaut
þannig merkinguna peningar.
Norrænar krónur mörkuðu síðan
verðgildi hlutanna. Danska krónan
varð okkar viðmið þar til íslenska
krónan leysti hana af hólmi. FÉ er
eftir sem áður orðið sem við notum
í hinu fjárhagslega samhengi.
Önnur mælistika, sem við erfð-
um frá okkar gömlu herraþjóð
Dönum, var gullfóturinn. Hann
vísaði í tiltekinn gullforða að baki
hverri krónu og stemmdi þann-
ig stigu við óhóflegri útgáfu seðla
eða myntar.
Í dag tíðkast í stað gullfótar
svokallaður „pappírsfótur“ sem
byggist á trausti á fjármála- og
peningastefnu tiltekins ríks. Þar
skiptir miklu trúin á að stjórnvöld
standist þá freistingu að prenta
nýja seðla til að mæta hagsveiflum.
Gengisfelling heitir þessi freisting.
Á Íslandi hélt forysta sjávarút-
vegsins áratugum saman um
skjálfandi hönd fjármálaráðherra
þegar krafan var að fella gengið – í
þágu útgerðarinnar en á kostnað
almennings.
Verðtrygging var
neyðarráðstöfun
Galskapurinn í okkar litla efna-
hagskerfi leiddi til þess að Íslandi
mátti líkja við bananalýðveldi.
Yfir 130% verðbólga mældist á 3
mánaða tímabili 1983 og verð-
skyn Íslendinga hrundi. Sparifé
þeirra gufaði upp og loks var gripið
til þeirrar neyðarráðstöfunar að
koma á verðtryggingu sem tók til
launa fólks, lána og innistæðna.
Í fyrstu töldu f lestir að um tíma-
bundna ráðstöfun yrði að ræða.
Sumir líta þannig enn á málin
en aðrir telja verðtryggða krónu
skárri gjaldmiðil en óstöðuga örk-
rónu.
Hin „tímabundna“ verðtrygging
neyðarástandsins er enn í fullu
gildi með sínum bólgukenndu
hliðarverkunum og okuráhrifum.
Líklega býr einungis Chile við
slíka „verðtryggingu“ auk Íslands.
Nágrannaþjóðir okkar undrar að
við sem auðug þjóð höfum ekki
löngu sagt skilið við þetta þriðja
heims neyðarlagafyrirkomulag,
komið okkur upp stöðugum gjald-
miðli og bundið endi á öll þessi
undarlegheit. Til dæmis er alger-
lega óviðunandi að ungt fólk þurfi
að greiða kaupverð íbúða sinna
þrisvar til fjórum sinnum á 30-40
ára lánstíma á meðan jafnaldrar í
öðrum löndum greiða lága vexti og
borga kaupverð sinna íbúða rúm-
lega einu sinni.
Okkur ber skylda til að verja
íslenskan almenning gegn heima-
tilbúnu okri. Þar má sérstaklega
benda á sligandi verðtryggingu
neytendalána á tímum mikillar
verðbólgu og verðhækkana á nauð-
synjavörum og húsnæði. Við blasir
að það hentar f jármagnseig-
endum aldeilis prýðilega að halda
óbreyttu fyrirkomulagi, sem þjóð-
arskömm er að.
Stærsta áskorun
íslenskra stjórnmála
Stærsta áskorun íslenskra stjórn-
mála er að koma hagkerfi okkar
á heilbrigðan grunn stöðugleika
sem almenningur nýtur góðs af.
Efla þarf traust á innviðum lands-
ins, afurðum, alþjóðaviðskiptum,
stækkandi efnahag og pólitískum
stöðugleika.
Margt hefur vissulega gengið
okkur að sólu undanfarinn ára-
tug og ábatasamt atvinnulíf hefur
eflt hag þjóðarinnar, að frátöldum
þeim landsmönnum sem skildir
hafa verið eftir utan gátta og við
fátækramörk. Lífsgæði eiga ekki
að vera einkaréttur útvalinna.
Hér verður að gilda það lögmál að
öf lugra atvinnu- og efnahagslíf,
byggt á auðlindum þjóðarinnar,
verði nýtt sem kjölfesta alvöru
velferðar, sem tekjulágar barnafjöl-
skyldur, öryrkjar og sá hluti eldra
fólks sem býr við sára fátækt njóti
líka góðs af!
Hinn litauðgi Þjóðarsauður
Sóknarfærin eru víða. Græn orka,
mun senn leysa af hólmi svarta
gullið, olíuna, sem orkugjafi. Af
græna gullinu eigum við nóg og
tækifærin til að laða hingað til
lands vistvæn nýsköpunarfyrir-
tæki á tímum orkukreppu í Evr-
ópu eru gríðarleg. Á komandi
árum mun Ísland að óbreyttu
færast enn ofar á lista OECD yfir
auðugustu þjóðir heims. Sú staða
færir okkur aukin færi til sóknar í
Að koma fótunum undir íslenskt efnahagslíf
Fyrir liggur frumvarp dómsmála-
ráðherra um breytingu á lögreglu-
lögum, sem snýr einkum að því að
skýra heimildir lögreglu til að grípa
til aðgerða í þágu af brotavarna
þegar mál tengjast hryðjuverkaógn
eða skipulagðri brotastarfsemi og
styrkja eftirlit með starfsemi lög-
reglu. Skipulögð brotastarfsemi
og hryðjuverkaógn kallar á mun
nánari samvinnu og samstarf lög-
reglu milli landa með tilheyrandi
miðlun upplýsinga og annarra ráð-
stafana. Slík starfsemi er alþjóðleg
og virðir hvorki landamæri né lög-
sagnarumdæmi. Frumvarpið er
nauðsynlegt svo hægt sé að gæta
öryggis borgaranna og spyrna við
fæti gagnvart sívaxandi ógn af
þessari brotastarfsemi. Mikilvægt
í þeirri viðleitni er samvinna við
erlend lögregluyfirvöld og miðlun
upplýsinga en gildandi lög gerir það
þyngra og erfiðara.
Viljandi eða vegna misskilnings
hefur umræða um frumvarpið,
bæði hjá stjórnmálamönnum og
fjölmiðlum, ekki verið um það sem í
því er heldur það sem ekki er þar að
finna. Látið er í veðri vaka og jafnvel
fullyrt að með frumvarpinu, verði
það að lögum, sé lögreglu heimilt
að hafa eftirlit með hverjum sem
er og hlera og hlusta að vild. Þar
sem umræðan hefur verið afvega-
leidd tel ég nauðsynlegt að upplýsa
almenning um helstu atriði frum-
varpsins.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að sérstök lögreglurannsóknar- og
greiningardeild fari með hlutverk
þegar kemur að fyrirbyggjandi
aðgerðum til að koma í veg fyrir
brot gegn öryggi ríkisins. Þá er
verið að afmarka og skýra heimildir
lögreglu til eftirlits á almannafæri
sem er þáttur í almennu af brota-
varnahlutverki hennar og eftirlit
með einstaklingum sem grunur
er að hafi tengsl við skipulögð
brotasamtök og síðan eftirlit með
einstaklingum sem lögregla hefur
upplýsingar um að af stafi sérgreind
hætta fyrir öryggi ríkisins eða
almennings. Auknar heimildir lög-
reglu í frumvarpinu snúa því ein-
göngu að eftirliti með einstakling-
um sem grunur er um að hafi tengsl
við skipulagða brotastarfsemi eða
sem lögregla hefur upplýsingar um
að af kunni að stafa sérgreind hætta
fyrir öryggi ríkisins eða almenn-
ings (hryðjuverkaógn).
Í eftirliti lögreglu felst að af la
upplýsinga, þar á meðal persónu-
upplýsinga, hjá öðrum stjórn-
völdum, stofnunum og opinberum
hlutafélögum ef upplýsingar eru
nauðsynlegar og til þess fallnar
að hafa verulega þýðingu fyrir
starfsemi hennar í tengslum við
að rannsaka eða afstýra brotum
gegn X. og XI. kaf la almennra
hegningarlaga. Þá verður lögreglu
heimilt að nýta greiningar og allar
upplýsingar sem hún býr yfir eða
af lar við framkvæmd almennra
löggæslustarfa og frumkvæðis-
verkefna, þar á meðal samskipti
við uppljóstrara, eftirlit á almanna-
færi og vöktun vefsíðna sem opnar
eru fyrir almenningi. Auk þess að
af la upplýsinga um viðkomandi á
almannafæri eða öðrum stöðum
sem almenningur hefur aðgang
að. Slíkar ákvarðanir verða aðeins
teknar af lögreglustjórum eða
öðr um y f ir manni samk væmt
ákvörðun lögreglustjóra. Eftirlit
skal ekki haft lengur en nauðsyn-
legt er og leiði eftirlit til gruns um
af brot skal rannsókn fara fram
eftir lögum um meðferð sakamála.
Rétt er að undirstrika að heimildir
lögreglu til hlerana eða annarra
þvingunarúrræða er ekki útvíkk-
aðar í frumvarpinu.
Þegar rætt er um auknar heim-
ildir í þágu af brotavarna togast á
tvö mikilvæg sjónarmið, annars
vegar nauðsyn þess að lögregla
geti rækt starf sitt með fullnægj-
andi hætti og hins vegar grund-
vallar mannréttindi eins og per-
sónuvernd og friðhelgi einkalífs.
Nú er engum blöðum um það að
f letta að ógn vegna skipulagðrar
brotastarfsemi og hryðjuverka er
alvarleg og meiri en áður. Hér eru
því augljósir almannahagsmunir
fyrir þessum heimildum lögreglu
til eftirlits. Skerðing á friðhelgi
einkalífs er mjög lítil enda gert ráð
fyrir að eftirlit með einstaklingum
verði ekki nema grunur eða upp-
lýsingar eru um að viðkomandi
tengist skipulagðri brotastarfsemi
eða sérgreind hætta fyrir öryggi
ríkisins eða almennings kunni að
stafa af honum.
Auknum heimildum verður að
fylgja aukin ábyrgð og eftirlit með
störfum lögreglu. Því er gert ráð
fyrir í frumvarpinu að styrkja eftir-
lit með störfum lögreglu, skerpt á
ábyrgð og eftirfylgni innan lög-
reglu og gagnvart ríkissaksóknara. Í
frumvarpinu er tilkynningarskylda
um aðgerðir lögreglu til eftirlits-
nefndar lögreglu þegar eftirliti er
hætt og nefndin ef ld og valdsvið
hennar víkkað. Það er eðlilegt og
rökrétt þegar lögreglu er veittar
auknar heimildir til eftirlits með
einstaklingum. n
Breyting á lögreglulögum – Aðgerðir til að koma í veg fyrir brot
Jón
Gunnarsson
dómsmálaráð-
herra
Jakob Frímann
Magnússon
oddviti Flokks
fólksins í NA kjör-
dæmi
✿ Sem hlutfall af útflutningi
2017 2018 2019 2020 2021
Útflutningur sjávarafurða 16% 18% 19% 27% 24%
Útflutningur iðnaðarvara 23% 24% 23% 29% 32%
- Þar af útflutningur áls og álafurða 17% 17% 16% 21% 23%
Tekjur af erlendum ferðamönnum 41% 39% 35% 11% 16%
Annað 19% 18% 23% 32% 28%
Hugverk og sérfræðiþjónusta 8% 8% 10% 17% 13%
Annað (án hugverka og sérfræðiþjónustu) 11% 11% 13% 15% 15%
betra og heilbrigðara efnahags- og
myntumhverfi. Hugum nú enn að
fé voru (sjá mynd).
Þjóðarsauðurinn væni stendur
traustum fótum á fjórum megin-
stoðum, gulum, rauðum, grænum
og bláum. Við sjáum Gulfót hug-
verka og skapandi greina, Grænfót
grænnar orku og auðlinda jarðar,
Bláfót sjávarútvegsins og Rauðfót,
stöndugan, sístækkandi fót ferða-
mannageirans. Verslun, þjónusta
og fjölmargar velmegunarskapandi
greinar mynda svo líkamann sem
tengir ganglimina saman.
Vaxtarfærin blasa alls staðar við, í
fiskveiðum, fiskeldi, ferðaþjónustu,
nýsköpun, skapandi greinum, hug-
verkaiðnaði og vistvænni matvæla-
framleiðslu, að ekki sé minnst á
spurn eftir grænu orkunni sem
knýja mun hagkerfi framtíðarinn-
ar. En hvers konar samfélag viljum
við skapa afkomendum okkar til
langrar framtíðar, hver verður arf-
leifð okkar? Þar með talinn fjár-
hagslegur stöðugleiki, undirstaða
lífsgæða, öryggis og almennrar vel-
ferðar.
Að þora að horfast
í augu við tækifærin
Í nýrri og stórmerkri ævisögu Dr.
Jóhannesar Nordal kemur fram að
meginverkefni hans í hartnær fjóra
áratugi sem seðlabankastjóri var
stríðið við vindmyllur verðbólgu,
vaxta og launa. Það var vonlaust
stríð, því að ekki mátti ráðast að
rótum vandans, heldur afleiðingum
hans. Nú, 40 árum síðar, erum við
enn að glíma við sama verðbólgu-
drauginn án þess að hafa náð þeim
stöðugleika sem við sækjumst öll
eftir. Við þurfum að læra af öðrum
þjóðum.
Við verðum að þora að horfast í
augu við tækifærin engu síður en
vandann. Vera víðsýn. Við erum
ekki á leið í ESB en verðum að
leita raunhæfra leiða til að tryggja
að gjaldmiðill okkar njóti trausts
í alþjóðaviðskiptum. Þar koma
nokkrar leiðir til álita. Við verðum
að tryggja íslenskri þjóð alvöru
stöðugleika og betra samkeppn-
isumhverfi m.a. á hinum smávöxnu
íslensku fjármála- og trygginga-
mörkuðum, en höfum jafnframt
hugfast að traust á gjaldmiðli ræðst
ekki við skrifborð heldur á markaði.
Lokaorð
Aðalatriðið er þetta: Við í Flokki
fólksins viljum að almenningur á
Íslandi, einstaklingar, fjölskyldur
og fyrirtæki, fái notið þeirra mann-
réttinda að geta treyst því að tekin
lán og lánskostnaður, vextirnir, sem
um er samið í upphafi, standist.
Punktur og basta!
Hvers vegna eiga Íslendingar að
sætta sig við það einir nágranna-
þjóða að lifa í spilavíti, þar sem við
vitum aldrei frá degi til dags, hvaða
refsivexti morgundagurinn dæmir
okkur til að greiða? Oftar en ekki
í ævilangt skuldafangelsi. Hvers
konar rugl er það?
Við erum rík þjóð. Allar aðrar
ríkar þjóðir hafa fyrir löngu leyst
þetta eilífðarvandamál lýðveldis-
ins til frambúðar. Eigum við ekki
að sameinast um að fara að þeirra
fordæmi? Óhjákvæmilegt mun að
brjóta múra sérhagsmuna til að
bæta kjör almennings! n
Hvers vegna eiga
Íslendingar að sætta
sig við það einir
nágrannaþjóða að lifa
í spilavíti, þar sem við
vitum aldrei frá degi
til dags, hvaða refsi-
vexti morgundagurinn
dæmir okkur til að
greiða?
26 Skoðun 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ