Fréttablaðið - 25.11.2022, Page 30
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
ét
t t
il l
eið
ré
tti
ng
a á
sl
íku
. A
th
. a
ð v
er
ð g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fyr
irv
ar
a.
Skíðaferða
Fjölbrey úrval
595 1000 www.heimsferdir.is
Flug & hótel frá
124.250
Frábært verð!
Í JANÚAR & FEBRÚAR
Ljósaganga UN Women á Íslandi
fer fram í dag, föstudaginn 25.
nóvember kl. 17.00 á alþjóðlegum
baráttudegi Sameinuðu þjóðanna
gegn kynbundnu of beldi. Dagur-
inn markar upphaf 16 daga átaks
gegn kynbundnu of beldi sem UN
Women á Íslandi er í forsvari fyrir
ásamt fjölda annarra öflugra félaga-
samtaka hér á landi. Af þessu tilefni
verður Harpa lýst upp í appelsínu-
gulum lit.
Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er
Konur, líf, frelsi eða Zan, Zendegi,
Azadi sem, eins og þekkt er orðið,
er slagorð mótmælanna sem hafa
staðið yfir í Íran í tæpa 3 mánuði.
Í ár beinir 16 daga átakið gegn
kynbundu of beldi kastljósinu að
kvenmorðum (e. Femicide) um
allan heim. En samkvæmt tölum
frá UN Women voru 81.000 konur
um allan heim myrtar árið 2020.
58% þeirra voru myrtar af maka
eða öðrum nákomnum aðila. Það
samsvarar því að ein kona sé myrt
á heimili sínu á 11 mínútna fresti.
Kvennmorð er hatursglæpur sem
beinist að konum og stúlkum fyrir
það eitt að vera kvenkyns og eru því
gróf brot á grunnmannréttindum
kvenna og rétti þeirra til lífs, frelsis
og öryggis.
Áratuga barátta
fyrir kvenfrelsi gufar upp
Við höfum vafalaust flest fylgst agn-
dofa með baráttuþreki og hugrekki
íranskra kvenna á síðastliðnum
mánuðum. Sem berjast nú fyrir
kvenréttindum, lífi sínu og frelsi. Í
tilfelli landa á borð við Afganistan
og Íran, eru kvenmorð gjarnan
framin af ógnarstjórn ríkjanna.
Meðal annars fyrir brot á harð-
neskjulegum lögum sem takmarka
verulega mannréttindi þeirra og
frelsi.
Í síðustu viku bárust fregnir af því
að Talibanastjórnin hefði skipað
dómstólum í landinu að koma á full-
um sjaríalögum þar í landi. Ljóst er
að slík breyting er gífurlega hættu-
legt pólitískt tæki til að sporna gegn
útbreiðslu á lýðræði og mannrétt-
indum. Með þessu sýna talíbanar
að þeim er fúlasta alvara með að
afnema að fullu þau réttindi sem
konum í Afganistan áskotnuðust
á síðustu áratugum. Þær framfarir
sem höfðu orðið hverfa með einu
pennastriki. Ári eftir valdatöku
Talibana í Afganistan geta konur
unnið að takmörkuðu leyti og þurfa
að vera í fylgd karlmanna ef þær
þurfa að ferðast langar vegalengdir,
aðgengi þeirra að samfélaginu hefur
í raun og veru verið þrengt gífurlega.
Þær mega til að mynda ekki lengur
koma í líkamsræktarstöðvar, bað-
hús eða almenningsgarða og er skylt
að hylja höfuð með slæðum þegar
þær fara úr húsi.
Jina (Masha) Amini –
nafnið sem ekki gleymist
Í Íran hafa staðið yfir mótmæli til
stuðnings Jina (Masha) Amini, sem
lét lífið í haldi lögreglu um miðjan
september eftir að hafa verið hand-
tekin af velsæmislögreglu í Teheran.
Hún var aðeins 22 ára þegar hún
var myrt en nafn hennar mun aldr-
ei gleymast. Mótmælin hafa verið
leidd af hugrökkum konum sem
gera sér grein fyrir þeirri hættu
sem þær eru í, fyrir það eitt að tjá sig
og óhlýðnast yfirvöldum. En velja
að gera það samt. Á hverjum degi
f lykkist fólk út á götur og stræti og
hrópar slagorð gegn kúgunarstjórn
Íran. Mótmælendur í Íran hafa
verið dæmdir til dauða fyrir vikið
og er ríkur vilji hjá írönskum þing-
mönnum að refsa mótmælendum
harðlega. Óttast mannréttindasam-
tök víða um heim að fjöldaaftökur
gætu verið yfirvofandi í landinu.
Með því að taka þátt í Ljósa-
göngunni í ár, sýnum við táknræna
samstöðu með þeim hugrökku
konum sem leggja líf sitt í hættu
á hverjum degi með vonarneista
um betri og frjálsari heim þar sem
mannréttindi þeirra eru virt. Ljós-
berar sem leiða gönguna í ár eru
Íranir og Afganir sem búsettir eru
á Íslandi. Þau eiga það sammerkt
að hafa notað rödd sína hérlendis
til að vekja athygli á stöðu mála í
heimalöndum sínum og berjast
úr fjarlægð með fólkinu sínu sem
trúir og berst fyrir frjálslyndari
gildum en þeim sem ríkjandi eru í
heimalöndum þeirra. Við hvetjum
ykkur öll til að gera slíkt hið sama
og mæta á Arnarhól í dag klukkan
17.00 og sýna þannig stuðning við
baráttu þeirra og að mannréttindi
allra séu virt alls staðar. n
Konur – líf – frelsi
Stella
Samúelsdóttir
framkvæmda-
stýra UN Women á
Íslandi
Tíu ár eru frá því að Carbfix hóf
tilraunir með að binda CO2 í jarð-
lögum á Hellisheiði, eða á einföldu
máli: að breyta því í stein neðan-
jarðar. Síðan þá höfum við bundið
yfir 80 þúsund tonn af CO2 úr
útblæstri Hellisheiðarvirkjunar. Frá
því í fyrra höfum við einnig bundið
CO2 sem svissneska fyrirtækið
Climeworks fangar úr andrúms-
loftinu. Aðferð okkar til bindingar
er umhverfisvæn, varanleg og ein sú
hagkvæmasta sem þekkist.
Við vinnum nú að því í samstarfi
við Orku náttúrunnar að þrefalda
bindingu á CO2 útblæstri Hellis-
heiðarvirkjunar. Til þess fengum
við um 600 milljóna króna styrk
frá Nýsköpunarsjóði Evrópu, en
hann er fjármagnaður með tekjum
af sölu losunarkvóta í samevrópska
ETS-kerfinu til iðnfyrirtækja sem
valda næstum helmingi af allri
losun álfunnar. Einnig er í undir-
búningi að binda útblástur frá
Nesjavöllum í samvinnu við ON og
Þeistareykjavirkjun í samvinnu við
Landsvirkjun.
Stærsta loftslagsverkefnið
Til viðbótar eigum við í samstarfi
við stóriðjuna á Íslandi um að leita
leiða til að binda útblástur frá fyrir-
tækjum þeirra. Í Straumsvík ætlar
Carbfix að reisa stóra móttöku-
og förgunarstöð fyrir CO2, Coda
Terminal, með bindigetu upp á 3
milljónir tonna á ári. Það er um
50% meira af CO2 en allur iðnaður
á Íslandi losar samanlagt. Því mun
bróðurpartur starfseminnar felast
í að taka á móti CO2 frá iðnaði í
Evrópu, en Rio Tinto mun einnig
freista þess að fanga útblástur frá
álverinu sem Coda Terminal gæti
bundið. Annar íslenskur iðnaður,
meðal annars á svæðinu, gæti auð-
vitað gert hið sama.
Þess vegna Ísland
Sum spyrja hvers vegna binda ætti
CO2 frá öðrum löndum á Íslandi
og finnst jafnvel að það sé okkur
óviðkomandi. Svörin við þessu eru
margvísleg og höfða ábyggilega
missterkt til fólks eftir gildismati
og forgangsröðun hvers og eins.
Í fyrsta lagi eru hér kjöraðstæður
hvað varðar jarðlög og f leira til að
nýta íslenskt hugvit til stórfelldrar
bindingar á magni sem er langt
umfram innanlandsframboð á
CO2.
Hvað varðar samhengið við
skuldbindingar Íslands í loftslags-
málum þá eru þær að verulegu leyti
samevrópskar skuldbindingar, ekki
síst hvað varðar ETS-kerfið, þann-
ig að okkar markmið eru hluti af
markmiðum Evrópu í stærra sam-
hengi. Það er einmitt ein af for-
sendum þess að Nýsköpunarsjóður
Evrópu, sem er fjármagnaður af
ETS-kerfinu eins og áður segir,
ákvað að styrkja Coda Terminal
verkefnið um 16 milljarða króna.
Efnahagslegur ávinningur er
verulegur: tugmilljarða uppbygg-
ing innviða og hugverkaiðnaðar og
síðan störf, gjaldeyristekjur, hag-
vöxtur og skatttekjur.
Ísland markar sér verðmæta
sérstöðu á alþjóðavettvangi með
því að vera í fararbroddi grænnar
nýsköpunar í þágu einnar stærstu
áskorunar mannkyns. Og vandinn
stendur okkur nærri því norður-
heimskautið hlýnar hraðar en
heimurinn að meðaltali, með til-
heyrandi áhrifum á lífríki og nátt-
úru.
Þá má auðvitað segja að loftslags-
verkefni af þessari stærðargráðu sé
í eðli sínu fagnaðarefni nema í ljós
komi að það hafi einhver óþekkt
neikvæð umhverfisáhrif í för með
sér, sem ekkert bendir til. (Þess má
geta að sjónræn áhrif af verkefninu
verða tiltölulega lítil).
Loks er í siðferðilegu samhengi
ekki fráleitt að horfa á kolefnis-
spor Íslands frá neyslusjónarmiði,
fremur en framleiðslusjónarmiði
eins og gert er í hefðbundnu lofts-
lagsbókhaldi. Framleiðslan á því
gífurlega magni af vörum sem við
f lytjum inn frá útlöndum er hvergi
skráð á ábyrgð Íslands, þó að vör-
urnar séu sannarlega framleiddar
í okkar þágu og fyrir okkur. Þessa
staðreynd má hafa í huga þegar við
veltum fyrir okkur hvað við getum
gert til að stemma stigu við lofts-
lagsvandanum.
Byrjað á heimavelli
Fræðileg bindigeta jarðlaga á Íslandi
með Carbfix-aðferðinni skiptir þús-
undum milljörðum tonna af CO2.
Ekki stendur hins vegar til að nýta
nema agnarlítið brot af því. Hvorki
Carbfix né Ísland munu leysa lofts-
lagsvanda heimsins. En við viljum
gera eins mikið og við mögulega
getum, fyrst hér á Íslandi, á heima-
vellinum sem við þekkjum best,
og síðan með því að hasla Carbfix-
tækninni völl í öðrum löndum, þar
sem er svo sannarlega mikill áhugi
á henni. Við Íslendingar njótum
góðs af alls kyns erlendum tækni-
lausnum í okkar loftslagsaðgerðum,
en við höfum líka margt að bjóða
öðrum.
Það er vissulega klisja að segja að
við séum öll í sama báti. Og nún-
ingurinn á milli heimshluta sem
einkenndi nýafstaðna loftslagsráð-
stefnu S.Þ. sýnir að við erum það
ekki að öllu leyti. En gróðurhúsa-
lofttegundir í andrúmsloftinu virða
engin landamæri og því eru það á
endanum sameiginlegir hagsmunir
allra að það takist að hemja hlýnun
þess. Samstarf þvert á landamæri er
algjör forsenda þess.
Markmiðið um að takmarka
hlýnun við 1,5 gráður hangir nú á
bláþræði og mun ekki nást án þess
að lagst verði á árarnar með öllum
raunhæfum lausnum.
Áframhaldandi þróun og innleið-
ing Carbfix-aðferðarinnar er eitt af
tækifærum Íslands til að vera þar í
fararbroddi. n
Carbfix í stærra samhengi
Ég hef aldrei verið á f lótta. Ég skil
hins vegar vel hvað það hefur
mikil áhrif þegar fótunum er kippt
undan manni og framtíð fjölskyld-
unnar er í uppnámi. Forfeður mínir
f lúðu vosbúð, fátækt og takmörkuð
tækifæri á Ísland yfir til Kanada.
Ég á fjölskyldu frá Ekvador sem
hefur f lúið heimalandið yfir til
Bandaríkjanna af sömu ástæðu og
margir f lýja nú Venesúela. Á sitt-
hvorri öldinni f lúðu þessir hópar til
landa sem tóku þeim með opnum
faðmi, sköpuðu þeim tækifæri og
gáfu þeim nýtt tungumál.
Flóttafólk er frábært fólk,
rétt eins og við
Hér búum við á þessari friðsælu
og fallegu eyju, með nóg af endur-
nýjanlegri orku til að halda á okkur
hita og lýsa okkur leið. Strjálbýlið
hefur reynst okkur áskorun og
áratuga umræða hefur verið um
byggðaþróun. Nú stöndum við
frammi fyrir nýjum veruleika,
stríði í Evrópu og fjöldi f lótta-
fólks sem vill koma til Íslands og
taka hér þátt í samfélaginu aldrei
verið f leiri. Flóttafólk er upp til
hópa alveg frábært fólk, fólk sem
hefur bjargir og getu til að fara
af stað. Fólk sem treystir sér til
að aðlagast nýjum tungumálum,
siðum og venjum. Þessu fólki eigum
við að taka opnum örmum því í
þeirra löngun til að verða partur
af íslenskri þjóð felst okkar fram-
tíðarauður.
Stefnulaus þjóð
Í öllu þessu ölduróti dregst skýrt
fram að við erum ekki með stefnu
í innf lytjendamálum. Við búum
okkur til lög og reglur sem við
þrefum stöðugt um en erum ekki
með grundvallarstefnu sem lýsir
okkur leið. Nú er sannarlega komin
tími til að vinna langtímastefnu
um hvernig íslensk þjóð ætlar
að stækka og þróast á næstu ára-
tugum. Stefnu sem þjóðin kemur
að því að semja. Stefnuvinnu þar
sem við horfumst í augu við ólík
sjónarmið sem með okkur bærast,
stefnu sem byggir á sannreyndum
gögnum, rannsóknum og lærdómi
frá nágrannalöndum okkar til
vesturs og austurs.
Reykjavík opnar faðminn
Reykjavíkurborg mun nú í sam-
starfi við ríkið taka á móti allt
að 1.500 f lóttamönnum fram til
desember 2023. Markmiðið er að
tryggja f lóttafólki samfellda og
jafna þjónustu óháð því hvaðan
það kemur. Við viljum tryggja
nauðsynlega aðstoð til að vinna
úr áföllum og að tækifæri séu til
staðar til þátttöku í samfélaginu.
Við í Reykjavík sjáum það alla daga
hvað fjölbreytileiki og mannrétt-
indi hafa mikið að segja við þróun
borgar og þess vegna opnum við
faðminn. n
Opnum faðminn
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
forseti borgar-
stjórnar og oddviti
Viðreisnar
Flóttafólk er fólk
sem treystir sér til að
aðlagast nýjum tungu-
málum, siðum og
venjum. Þessu fólki
eigum við að taka
opnum örmum.
Edda
Aradóttir
framkvæmdastýra
Carbfix
Ísland markar sér
verðmæta sérstöðu
á alþjóðavettvangi
með því að vera í
fararbroddi grænnar
nýsköpunar í þágu
einnar stærstu áskor-
unar mannkyns.
28 Skoðun 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ