Fréttablaðið - 25.11.2022, Síða 32

Fréttablaðið - 25.11.2022, Síða 32
Knattspyrnuheimur­ inn er breyttur frá því Fenway Sports Group keypti Liverpool. Lík­ legt er að aðrir eig­ endur leiði félagið inn í nýja tíma. Tvö stærstu knattspyrnufélög Englands, Manchester United og Liverpool, eru til sölu. Þessi stórtíðindi bárust með skömmu millibili á dögunum. Framtíðin er óljós og stuðn- ingsmenn beggja félaga bíða óþreyjufullir eftir tíðindum af framtíð þeirra. helgifannar@frettabladid.is FÓTBOLTI Fyrr í vikunni var greint frá því að eigendur enska knatt- spyrnufélagsins Manchester United, Glazer-fjölskyldan, væru tilbúnir að hlusta á tilboð í félagið. Fóru þeir þar með í f lokk með eigendum Liverpool, Fenway Sports Group, sem einnig hefur verið sett á sölu. Fréttablaðið fékk Jóhann Má Helgason, knattspyrnusérfræðing sem þekkir vel til viðskiptahliðar íþróttarinnar, til að fara yfir hvað tíðindin þýða fyrir félögin og hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. Jóhann bendir á að eigendur Liverpool, með John W. Henry í fararbroddi, hafi keypt félagið er það var í miklum fjárhagskröggum fyrir tólf árum síðan. Þeir hafi búist við því að reglur í kringum kaup og sölu á leikmönnum (Financial Fair Play) yrðu strangari með tímanum og að refsingar fyrir að brjóta þær yrðu harðari. Eigendurnir voru til að mynda verulega óánægðir þegar CAS áfrýjunardómstóllinn ógilti dóm evrópska knattspyrnusam- bandsins um að Manchester City færi í bann frá Meistaradeild Evrópu fyrir sín brot á reglunum. „Sú þróun sem er að verða á fót- boltanum, að lið eins og Newcastle verði o f u r - rík undir eignarhaldi sádí-arabíska ríkisins, gerir það að verkum að bardaginn verður alltaf flóknari og erfiðari fyrir lið eins og Liverpool, sem vill reka félagið réttu megin við núllið og dæla ekki peningum í liðið,“ segir Jóhann. Hann telur að kaup Bandaríkja- mannsins Todd Boehly á Chelsea í sumar, hafi einnig haft áhrif. „Þar kepptust fjárfestingahópar um að kaupa liðið og fékk Raine- bankinn, sem annaðist söluna á Chelsea, yfir 150 fyrirspurnir og yfir fimmtán fullgild tilboð. Áhuginn á svona fjárfestingu var því mikill. Liverpool er þekktara vörumerki en Chelsea, þeir eru búnir að fjár- festa töluvert í Anfield og geta því hugsanlega fengið tilboð upp á fjóra milljarða punda, sem er rúm- lega þrettánföldun á upprunalegu fjárfestingunni – þeir myndu ganga afar sáttir frá borði.“ Engin ástríða í eignarhaldinu Staðan er aðeins öðruvísi hjá Uni- ted. Áhuginn ætti þó að verða mikill á félaginu. Glazer-fjölskyldan keypti félagið á tæplega 800 milljónir punda árið 2005. Um leið skuldsetti hún félagið þó verulega. „Hún setti ekkert fjármagn inn í félagið, sem hefur farið óskaplega í taugarnar á stuðningsmönnum United. Það þarf að hafa í huga að félagið er eitt þekktasta vörumerki heims og eitt stærsta knattspyrnu- félag heims, samkvæmt öllum f járhagsleg um mælik vörðum. Glazer-fjölskyldan vill fá um fimm milljarða punda, eitthvað sem ég tel ekki ólíklegt að muni eiga sér stað.“ Eins og Jóhann segir er mikil óánægja á meðal stuðningsmanna með eigendur United. „Stuðningsmenn United eru búnir að vera ósáttir við Glazer- fjölskylduna því hún hefur ekkert fjárfest í klúbbnum, en greiðir sér reglulega út arð. Hvorki Carring- ton-æfingasvæðið né Old Trafford hafa fengið neina upplyftingu – félagið er allt að staðna. Glazer- fjölskyldan skiptir sér líka ekkert af United, það er tilfinnanlega engin ástríða í þessu eignarhaldi þeirra á klúbbnum – þau líta bara á félagið sem gróðamaskínu.“ Viðhorf stuðningsmanna Liver- pool til sinna eigenda er öllu jákvæðara. „Þeir hafa gert vel fyrir Liverpool og reynt eftir fremsta megni að styðja við Jürgen Klopp. En það kom samt í ljós pirringur núna í sumar þegar félagið gat ekki keypt miðju- mann, þrátt fyrir að það hafi blasað við allra augum að slík fjárfesting væri nauðsynleg.“ Jóhann var spurður út í það hverja hann telji líklegasta til að kaupa United. „Samkvæmt fréttum mun Sir Jim Ratcliffe reyna að kaupa félagið. Það mun gleðja stuðningsmenn- ina mikið, því þegar hann reyndi að kaupa Chelsea í vor þá gaf hann það út að hann hefði engan áhuga á að græða peninga í kringum United. Hann mun þvert á móti setja pen- inga inn í félagið og örugglega lofa endurbótum á Old Trafford. Hann mun samt pottþétt fá samkeppni og það er hávær orðrómur um að við- skiptajöfur frá Dúbaí ætli einnig að gera tilboð í félagið.“ Jóhann segir öllu erfiðara að spá fyrir um hver kaupir Liverpool. „Mér þætti ekki ólíklegt að þar kæmu inn samsettir viðskipta- hópar, ekki ósvipað og var í til- felli Chelsea, þar sem Todd Boehly og Clearlake Capital keyptu liðið saman,“ segir Jóhann Már Helgason knattspyrnusérfræðingur. n Turnarnir tveir til söluÁ mun betri stað nú Fenway Sports Group keypti Liverpool árið 2010, en þar hefur John W. Henry verið fremstur í flokki. Liðið var í fjárhagskröggum á þeim tíma. Undanfarin ár hefur liðið náð frábærum árangri. Það varð Englandsmeistari árið 2020 og Evrópumeistari árið áður. Þá sigraði Liverpool báðar bikarkeppnirnar á Englandi á síðustu leiktíð. Nú eru hins vegar breyttir tímar fram undan í knattspyrnuheim- inum og FSG leitast við að selja Liverpool. Aldrei verið vinsæl Glazer-fjölskyldan, með Avram Glazer í fararbroddi, hefur átt Manchester United síðan 2005. Strax frá upphafi komu fram gagnrýnisraddir í garð Bandaríkjamannanna. Eigendurnir hafa tekið mun hærri fjárhæðir út úr klúbbn- um heldur en þeir hafa fjár- fest í honum á tíma sínum þar. Þetta hafa stuðningsmenn alla tíð verið ósáttir við. Þrátt fyrir það sem á hefur gengið hefur United fimm sinnum orðið Englandsmeistari undir eignarhaldi Glazer-fjölskyld- unnar. Þá varð liðið Evrópu- meistari 2008, svo eitthvað sé nefnt. Stuðningsmenn Man­ chester United eru sáttir við að félagið hafi verið sett á sölu. Óánægja hefur verið með Glazer­fjölskyld­ una um langa hríð. 30 Íþróttir 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.