Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2022, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 25.11.2022, Qupperneq 36
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Kertasníkir og Hurðaskellir eru komnir í hátíðarskap og verða í banastuði í Kópavogi á morgun, laugardag. „Við erum mjög pepp- aðir fyrir laugardeginum,“ segir Hurðaskellir, hress í bragði. „Við höfum nokkrum sinnum áður verið á aðventuhátíð í Kópavogi, síðast árið 2019 og það var alveg meiri háttar að hitta alla krakkana og syngja og dansa með þeim.“ Kertasníkir tekur undir með bróður sínum og bætir við að þeir séu fegnir að núna megi halda aðventuhátíð. „Undanfarin jól hafa verið óttalega skrýtin hjá okkur jólasveinunum út af þessari glötuðu veiru. Engin jólaböll og voða lítið um að vera. Við vorum alltaf bara úti að labba með jóla- köttinn og fórum svo reyndar allir í bað í fyrra. Það gerðum við því Grýla, mamma okkar, er með hreinlætisæði og pínir okkur í bað á fimmtán ára fresti.“ Hlakka til að hitta alla krakkana og syngja með Sölku Sól Þeir Hurðaskellir og Kertasníkir mæta því tandurhreinir og fínir í Kópavoginn klukkan 16 á laugar- daginn; taka lagið með Sölku Sól og dansa í kringum jólatréð með nýtendruð ljósin. Skólahljómsveit Kópavogs og Kór Hörðuvallaskóla munu líka flytja tónlist. „Þetta verður alveg geggjað og við vonum að sem flestir krakkar mæti,“ segja þeir bræður einum rómi. Aðventuskúlptúrar og pólskt jólaföndur Frá klukkan 13 á laugardaginn verður boðið upp á jóladagskrá fyrir alla fjölskylduna í menn- ingarhúsunum. Hægt verður að móta sinn eigin aðventuskúlptúr með listamannateyminu Gorklín á Náttúrufræðistofu, búa til pólskt jólaföndur í Gerðarsafni og eiga notalega stund yfir jólaperli á Bókasafninu. Sögustundir helgaðar hinum ógurlega jólaketti fara fram nokkrum sinnum yfir daginn og kórar og tónlistarhópar koma fram og flytja aðventutóna. Í fordyri Salarins verður hægt að kaupa jóla- gjafir og aðventukrásir og í Gerðar- safni er hægt að njóta sýninganna Geómetría og För eftir ferð, en þar verður einnig opið á Reykjavík Roasters og í safnbúðinni. Á Aðventuhátíð verður enn fremur hægt að taka þátt í listaverki í mótun, en fyrir Vetrarhátíð 2023 mun Þóranna Björnsdóttir gera verk sem varpað verður á Kópa- vogskirkju. Verkið byggir Þóranna á myndbandsupptökum af augna- ráði og munu gestir á Aðventuhátíð geta ljáð verkinu auga en upp- tökur fara fram inn af fordyri Salarins. Jólalegur Kópavogur Á laugardaginn verður aðventu- dagskrá víðar í Kópavogi en í menningarhúsunum, má þar nefna að í Auðbrekku 6 munu listamenn opna vinnustofur sínar og í Guðmundarlundi mun Leikhópurinn Lotta bjóða upp á Ævintýri í Jólaskógi en sýningar á þessu bráðskemmtilega jólaævin- týri munu standa yfir út desemb- er. Í Gjábakka, félagsheimili eldri borgara, verður hinn árvissi laufa- brauðsdagur, en þar munu einnig koma fram tónlistarhópar og f lytja jólatónlist. Fram undan eru svo fjölmargir aðventutónleikar og jólalegir viðburðir um allan Kópavog, en hægt er að kynna sér það sem fram undan er inni á vefnum meko.is. n Salka Sól verður kynnir á Aðventuhátíð í Kópavogi á morgun, laugardag, og tekur lagið með Hurðaskelli og Kertasníki. Flautukór úr Tónlistarskólanum í Kópavogi kemur fram á Aðventuhátíð. Ljósin verða tendruð á jólatré Kópavogsbæjar en við það tilefni munu jóla- sveinar stíga á stokk og taka lagið með Sölku Sól og dansa kringum jólatréð. Skólahljómsveit Kópavogs leikur lauflétt jólalög. Kvennakór Kópavogs tekur nokkur vel valin jólalög. Fjölskyldan getur átt notalega stund yfir jólaperli á Bókasafni Kópavogs. Dagskrá Aðventuhátíðar frá klukkan 13- 17 Bókasafn Kópavogs og Náttúru- fræðistofa Kópavogs Gjafapoka- og merkimiðasmiðja Jólaperl og jólagjafainnpökkun Aðventuskúlptúrar Sögu- og fróðleiksstundir helg- aðar jólakettinum Gerðarsafn Pólskt jólaföndur Fordyri Salarins Jólamarkaður. Tau frá Togo, Silli kokkur, Ás styrktarfélag, Möndluvagninn Gefðu okkur auga. Þátttökuverk fyrir Vetrarhátíð 2023 Lifandi tónlistarflutningur Kl. 13.30 Samkór Kópavogs - í Gerðarsafni Kl. 14.00 Barnakór Smáraskóla - í fordyri Salarins Kl. 14.30 Kvennakór Kópavogs - í fordyri Salarins Kl. 15.00 Flautukór Tónlistar- skólans í Kópavogi - í Gerðar- safni Kl. 15.15 Kammerkórinn - í fordyri Salarins Jólatrésskemmtun frá kl. 15.45 Fram koma Skólahljómsveit Kópavogs og Kór Hörðuvalla- skóla, Salka Sól og jólasveinar Þetta verður alveg geggjað og við vonum að sem flestir krakkar mæti. Hurðaskellir og Kertasníkir 2 kynningarblað A L LT 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.