Fréttablaðið - 25.11.2022, Síða 38
Þjóðminjasafnið
Þjóðminjasafnið verður með
glæsilega dagskrá á aðventunni
sem endranær. Flestir Reyk-
víkingar eiga minningu um
að hitta gömlu jólasveinana
á safninu og taka þeir glaðir á
móti börnunum eftir að þeir
koma til byggða. Áður en þeir
líta við verður þó ýmislegt
skemmtilegt. Núna á sunnudag,
fyrsta sunnudag í aðventu, mun
jólakötturinn fela sig á safninu.
Þá verða einnig til sýnis jólatré
safnsins og lítill jólatorfbær,
Jólageirsstaðir.
Sunnudag í næstu viku,
annan sunnudag í aðventu,
kemur Grýla fram á safninu
ásamt týnda tröllabarninu
Svavari Knúti. Leppalúði lætur
einnig sjá sig, en hann er örlítið
feimnari og hræddari við sviðs-
ljósið en spúsa hans.
Jólasveinarnir koma svo
einn af öðrum klukkan 11,
morguninn eftir að þeir koma til
byggða. Stekkjarstaur sér því um
skemmtunina 12. desember og
svo koll af kolli. Jóladagskrá og
-sýningum safnsins lýkur svo á
þrettándanum. Tilboð verður á
heitu kakói og kleinu eða súkku-
laðiköku yfir aðventu og jól. n
Dansgarðurinn
Dansgarðurinn mun bjóða upp á
skapandi smiðjur fyrir fjölskyld-
ur í Breiðholti og aðra áhuga-
sama í nóvember og desember
sem tilbreytingu í aðventudag-
skrána. Smiðjurnar eru ætlaðar
foreldrum með börn á aldrinum
6–10 ára. Í smiðjunum sem eru
alltaf á sunnudögum klukkan
14.00 munu reyndir listamenn
bjóða upp á námskeið í mis-
munandi listgreinum í tengslum
við dans: Sirkus-, tónlistar- og
teikninga-smiðjur. Að loknum
vinnustofum verður boðið upp
á kaffi, kakó og kex svo þátt-
takendur fái tækifæri til að eiga
óformlegt spjall og kynnast.
Smiðjurnar fara fram í Stúdíói
Klassíska listdansskólans í
Mjódd sem er á þriðju hæð og
er inngangurinn við hliðina á
Subway.
Takmarkað pláss er í smiðj-
urnar og fólk er beðið að skrá
sig með tölvupósti: dansgardur-
inn@gmail.com.
Dagskráin er eftirfarandi:
n 27. nóvember kl. 14.00: Dans
og teikning með Katrínu
Gunnarsdóttur og Rán Flygen-
ring.
n 4. desember kl. 14.00: Dans
og tónlist með Völu Rúnars-
dóttur og Hermigervli.
n 11. desember kl. 14.00: Dans,
sirkus og akróbatík með
Hringleik. n
Ég var bara búinn
að vera með stíflu
síðan ég útskrifaðist svo
ég ákvað að reyna að
hreinsa niðurföllin mín
með þessari sýningu.
Ekki sturta niður
Vanilluhringir eins og amma gerði þá
n Uppskriftin
25.
nóv
26.
nóv
27.
nóv Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
Hvað er að gerast um helgina?
Viktor Þór Viktorsson heldur
sýningu í Núllinu. mynd/aðsend
friminutur@frettabladid.is
n Hringrásarjól kl. 13.00
Norræna húsið
Komið með gamlar flíkur,
stuttermaboli eða annan textíl,
og glæðið nýju lífi með Prent og
vinum – sem bjóða gestum og
gangandi að gera sitt eigið silki-
prent. Þátttakendur geta einnig
prentað á pappír, til dæmis með
því að koma með gamla papp-
írspoka og gera jólakort eða
jólamerkimiða úr þeim. Einnig
verður jóla skipti mark að ur. Sónó
Matseljur verða með sérstakan
jólamatseðil og jóladrykki í boði.
n Jólasnjókorn kl. 13.30
Borgarbókasafnið, Grófinni
Lærum að klippa út einstök og
falleg snjókorn með listakon-
unni Kristínu Arngrímsdóttur.
Snjókornin eru tilvalið skraut
í glugga, á veggi, pakka, sem
borðskraut eða hvað sem okkur
dettur í hug.
n Jólaljósin tendruð á
Oslóartrénu kl. 16.00
Austurvöllur
Lúðrasveit Reykjavíkur mun leika
aðventu- og jólalög frá klukkan
15.30. Fyrir athöfnina mun
Tröllið Tufti mæta á Austurvöll
og gleðja gesti. Sigríður Thorla-
cius og Valdimar flytja falleg
jólalög ásamt hljómsveit. Einnig
munu jólasveinar stelast í bæinn
og syngja og skemmta kátum
krökkum. Kynnir er Katla Margrét
Þorgeirsdóttir og verður dag-
skráin túlkuð á táknmáli.
n Kveikt á jólatrénu á Djúpavogi
kl. 17.00
Djúpivogur
Alfreð Örn Finnsson sóknar-
prestur mun halda stutta tölu
og í kjölfarið mun nemandi
Djúpavogsskóla kveikja á trénu.
Þá verður tónlist, sungið og
dansað í kringum jólatré og jóla-
sveinar verða á stjái.
n Moses Hightower: Önnur
Mósebók 10 ára kl. 21.00
Græni hatturinn
Hljóðgervlagaldrakarlinn
Magnús Jóhann Ragnarsson og
blásararnir sem blésu á plötunni
sjálfri: Kjartan Hákonarson,
Óskar Guðjónsson og Samúel
Jón Samúelsson leika með
hljómsveitinni. Platan í heild og
aðrir smellir leiknir af Moses í
sparifötunum!
n Ilm-útgáfuhóf kl. 16.00
Fichersund 3
Nýjasti ilmur ilmvatnsfjölskyld-
unnar í Fichersundi lítur dagsins
ljós: Fichersund no. 101.
n Drekktu betur #954 kl. 18.00
Ölstofa Kormáks og Skjaldar
Hin goðsagnakennda bar svars-
keppni siglir áfram. Alvöru
nördakeppni sem lætur engan
ósnortinn. Spyrill er Heiða Dögg
Liljudóttir.
n Tónleikar með Sigur Rós
kl. 19.00
Laugardalshöll
Lokatónleikar viðamikils heims-
tónleikaferðalags.
n Jóli Hólm kl. 19.30
Bæjarbíó
Sóli er mikill aðventudrengur og
því fáir betur til þess fallnir að
koma fólki í jólaskap.
n 19.30 Þakkargjörðarhátíð
Midgard Basecamp
Alvöru þakkargjörðarmáltíð
með safaríkum kalkúni og girni-
legu meðlæti.
n Aðventuhátíð í Kópavogi
kl. 13.00
Víðs vegar í Kópavogi
Kynnir á jólatrésskemmtun er
Salka Sól. Jólasveinar bregða sér
í bæinn og dansa í kringum jóla-
tréð. Skólahljómsveit Kópavogs
og Kór Hörðuvallaskóla flytja
jólatónlist. Frá klukkan 13.00
verður boðið upp á fjölbreytta
jóladagskrá fyrir alla fjölskyld-
una á. Ljósin á jólatrénu verða
tendruð klukkan 16.00.
n Roller Derby kl. 13.00
Hertz höllin, Seltjarnarnesi
Fyrst taka Ragnarök á móti
danska liðinu Copenhagen
Ladybugs og eftir þann leik
verður blandaður vinaleikur þar
sem blandað verður í lið úr bæði
Ragnarökum og Copenhagen
Ladybugs.
n Aðventuhátíð í Garðabæ
kl. 13.00
Víðs vegar í Garðabæ
Aðventuhátíð um víðan völl.
Fram koma allan daginn: Barna-
kór Vídalínskirkju, Blásarasveit
Tónlistarskóla Garðabæjar og
Tónafljóð. Einnig verður jólaball
og föndursmiðjur.
n Jólasnúningur Dropans,
Matbars og Dragon Dim Sum
kl. 18.30
Geirsgötu 3
Óhefðbundinn jólamatur og
draglistafólk. Jólahefðum snúið
á hvolf á einstöku kvöldi.
n Ég býð mig fram 4: Nýr heimur
kl. 20.30
Tjarnarbíó
Örverkaveisla Unnar Elísa-
betar sem hefur fengið frábæra
dóma.
n Heima um jólin
kl. 20:.30
Salurinn, Kópavogi
Friðrik Ómar tekur
á móti frábærum
gestum á aðventunni
líkt og undanfarin ár
í Salnum. Fastir gestir
eru Jógvan Hansen og
Margrét Eir en einnig
verða leynigestir.
n Sycamore Tree kl. 21.00
Græni hatturinn
Sycamore Tree fagnar út-
gáfu plötunnar Colors.
Ekki sturta mér niður er nafnið á
fyrstu listasýningu Viktors Þórs
Viktorssonar eftir útskrift hans úr
myndlistarnámi við Institute of
Arts hjá Háskólanum í Cumbria,
Bretlandi. Sýningin fer fram í Núll-
inu, litlu en sjarmerandi galleríi
við Bankastræti, gegnt Pönksafn-
inu. Áður var galleríið almenn-
ingssalerni, sem verður að teljast
viðeigandi í ljósi þema verkanna
og titils sýningarinnar.
Á meðan sveitarfélög biðla til
almennings um að sturta ekki
niður blautþurrkum og olíu í niður-
föllin biðlar Viktor Þór til listunn-
enda að sturta ekki niður listinni.
Þrjú verk eru til sýnis í Núll-
inu, þar á meðal veggskúlptúr af
pípulögnum þar sem listin hefur
hreinlega stíflað niðurföllin. „Ég
var bara búinn að vera með stíflu
síðan ég útskrifaðist svo ég ákvað
að reyna að hreinsa niðurföllin
mín með þessari sýningu,“ segir
Viktor.
Í verkum Viktors má finna mörg
lagskipt smáatriði og óregluleg
form en sjálfur gefur Viktor lítið
fyrir slíkar lýsingar. „Þetta er hálf-
gerður pervertismi, mjög dekora-
tívur stíll. Sumir kalla þetta að
vera nostrari en ég meina, hvað
kallarðu manneskju sem málar
skip í f löskum annað en pervert?“
segir Viktor.
Sýningin stendur yfir í stuttan
tíma. Hún var opnuð í gær og
stendur yfir til klukkan 16.00 á
sunnudag. Fullkomið jafnvægi á
móti jólaljósum og aðventu. n
Þessi klassíska uppskrift kemur úr
smiðju Helgu Sigurðardóttur sem
gaf út bókina Matur og drykkur.
Vanilluhringir
um 100 stykki
500 g hveiti
375 g smjör
250 g sykur
1 egg
½ tsk. hjartarsalt
Vanilla eða 2 tsk. vanilludropar
Hveitinu og hjartarsaltinu er
sáldrað á borðið. Smjörlíkið mulið
með höndunum. Vanillu og sykr-
inum blandað saman við. Vætt í
með egginu.
Hnoðið deigið uns það verður
jafnt og engar eggjarákir eru í því.
Hveiti sáldrað á bretti og deigið
látið á það. Látið bíða á köldum
stað í um það bil klukkustund
eða þangað til það er orðið stíft.
Einnig er hægt að hnoða deigið
í hrærivél ef það hentar ykkur
betur.
Mótið lengjur úr deiginu, auð-
veldast er að nota smákökufram-
lengingu á Kitchen Aid-hrærivél,
og búið til hringi.
Ef þið eigið blikkmótin gömlu,
sem til þess eru ætluð, og söxun-
arvél, þá getið þið saxað deigið
og þá kemur bárótt lengja sem er
skorin í sundur og búnir eru til
hæfilegar stórir hringir.
Setjið á ofnplötu með smjör-
pappír og bakið við 250°C í um tíu
mínútur eða þar til hringirnir fara
að taka á sig ljósbrúnan lit. n
Vanilluhringir voru alltaf bakaðir
fyrir jólin hér áður fyrr.
4 kynningarblað A L LT 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR