Fréttablaðið - 25.11.2022, Page 40

Fréttablaðið - 25.11.2022, Page 40
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Það hefur aldrei verið meira úrval af tækjum og tólum fyrir vefverslanir og því mikil- vægt að vanda valið. Einar Thor Garðarsson Koikoi sérhæfir sig í vef- verslunum og stafrænni markaðssetningu. Koikoi hefur sett upp vefverslanir fyrir mörg fremstu fyrirtæk- in á Íslandi. Markmið Koikoi er að auka samkeppnis- hæfni og verðmætasköpun viðskiptavina sinna. Koikoi er alþjóðlegt teymi sér- fræðinga í uppsetningu og þróun vefverslana með yfir 20 ára reynslu. Vöruúrvalið hjá Koikoi er fjölbreytt, en fyrirtækið aðstoðar við stafræna vegferð fyrirtækja, markaðssetningu, bestun eigin miðla, fram- og bakendaforritun, gögn og greiningar og notenda- og viðmótshönnun (UX & UI). „Í dag eru til vefstofur og aug- lýsingastofur, en við erum þar mitt á milli. Við erum fyrsta sérhæfða vefverslunarstofan (e. Ecommerce Agency), á Íslandi,“ útskýrir Einar Thor Garðarsson, framkvæmda- stjóri Koikoi, sem fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir. „Markmið okkar er að auka samkeppnishæfni og verðmæta- sköpun viðskiptavina okkar með stefnumótandi söluráðgjöf. Eftir að hafa unnið í smásölu síðan ég var 17 ára, unnið á auglýsinga- stofum og sinnt stafrænni þróun hjá smásölufyrirtækinu Festi, varð mér ljóst að eitthvað var brotið í ferlinu þegar kom að kaupum á vinnu hjá hefðbundnum vef- stofum varðandi vefverslanir. Það voru engin sölu- eða þjónustu- markmið og ferlið snerist að miklu leyti um útlit en minna um virkni og tilgang. Markmiðið var að afhenda þér vöru, en svo varstu á eigin vegum eftir það og þurftir að finna tól og tæki til að besta vef- verslunina þína og stuðla að eigin þróun. Okkar hlutverk er að hjálpa nútímafyrirtækjum að skapa aukið virði fyrir sig og viðskipta- vini sína.“ Meginstoðir stafrænnar markaðssetningar Innan stafrænnar markaðs- setningar þurfa fyrirtæki að setja áherslu á þrjár meginstoðir, að sögn Einars Thors. Þær eru aug- lýsingar (e. paid media), áunnin umfjöllun (e. earned media) og eigin miðlar (e. owned media). „Okkar sérhæfing liggur í eigin miðlum fyrirtækja en það geta verið vefsíður, vefverslun, öpp, CRM-kerfi, gagnagreiningar og markaðssetning í gegnum tölvu- póst, sms eða vildarkerfi, svo við tökum dæmi,“ segir Einar Thor. „Það hefur aldrei verið meira úrval af tækjum og tólum fyrir vefverslanir og því mikilvægt að vanda valið þegar kemur að vali á vefverslunarkerfum og markaðs- og tæknistakki.“ Fyrstir á Íslandi til að sérhæfa sig í Klaviyo „Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr og áhuga á CRM-kerfum fyrir vefverslanir og höfum við sett upp slík kerfi fyrir yfir fimmtíu vefverslanir. Við sjáum að jafnaði góða söluaukningu hjá viðskiptavinum okkar. Við fengum nýverið Platinum- viðurkenningu frá Klaviyo og við sinnum verkefnum úti um allan heim í þeim málum,“ segir Einar Thor. Hvað eiga fremstu vefverslanir í heimi sameiginlegt? „Ef við hugsum um heildarsölu í vefverslun, þá er það merki um heilbrigða vefverslun ef 33,3% af heildarveltu skila sér gegnum tól á borð við CRM-kerfi, sem aðstoðar við greiningu viðskiptavina og sjálfvirkni í markaðssetningu, Koikoi er al- þjóðlegt teymi sérfræðinga í uppsetningu og þróun vefversl- ana. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR 2022 Gartner – Magic Quadrant. Kvarði fyrir vefverslanir. Fremstu vefverslunarlausnir í heimi 33,3% í gegnum keyptar auglýs- ingar og restin skilar sér á náttúr- legan hátt,“ segir Einar Thor. Hann nefnir fimm atriði sem fremstu vefverslanir í heiminum eiga sameiginleg. Þau eru: n Framúrskarandi þjónusta á netinu. n Persónulegra efni og skilaboð til viðskiptavina. n Notendaupplifun sem auð- veldar viðskiptavinum að finna réttu hlutina á réttum tíma. n Mörkun. Hver einasti snertiflöt- ur skiptir máli og ætti að endur- spegla vörumerkið alla leið frá vörusíðum til afhendingar. n Vel úthugsuð kynningarstefna í vefverslun, sem leiðir við- skiptavini í endurtekin kaup ásamt því að hækka meðal- körfuna, eru lykilatriði. Val á vefverslunarkerfum og lausnum Einar Thor segir að ástæðan fyrir því að Koikoi sérhæfir sig ekki einungis í einni vefverslunarlausn heldur þremur stærstu og vin- sælustu lausnunum, sé einföld. „Þarfir viðskiptavina eru ólíkar og lausnin þarf að geta vaxið með fyrirtækjum til næstu ára. Það er ekki þar með sagt að fyrirtæki eigi að veðja á of f lóknar lausnir ef það er ekki mannauður til að starf- rækja vefverslunina, því getur borgað sig að veðja á einfaldar lausnir til að byrja með. Okkar markmið er að greina þarfir við- skiptavina og beina þeim að réttu lausninni fyrir þeirra starfsemi og framtíðaráætlanir. Smásölufyrir- tæki eru ekki tæknifyrirtæki og eiga að setja áherslu á kjarnastarf- semi sína.“ Vefverslunarlausnir Koikoi n Shopify Býður upp á framúrskarandi SaaS-vefsölukerfi með yfir milljón notendur. Frábær inn- byggð markaðs-og sölutól eru í boði í Shopify-umhverfinu sem auðvelt er að setja upp og nota. Hentar vel fyrir lítil til meðalstór fyrirtæki sem ætla sér hratt á markað, að sækja á erlenda markaði og vilja nýta sér tilbúnar lausnir. n BigCommerce Býður upp á fjölþætta vefversl- unarlausn sem hentar vel fyrir B2B og B2C og er opin SaaS- lausn, sem býður upp á allt það besta frá Shopify, en með meiri möguleika á aðlögun og skalan- leika. n Adobe Commerce – Magento Headless Magento er leiðandi þegar kemur að bæði B2B og B2C vefverslunum, lausnum fyrir meðalstór og stærri fyrirtæki, það er heildstæður og opinn hugbúnaður (open-source) sem getur vaxið með fyrirtækjum. Magento hefur ítrekað verið kallað besta kerfið þegar kemur að lausnum sem þurfa að virka á breiðum grunni, vera sveigjan- legar og hægt er að aðlaga sér- þörfum viðskiptavina. Leiðandi fyrir meðalstór og stærri fyrirtæki Samkvæmt Gartner er Magento frá Adobe leiðandi í stafrænni verslun og Forrester hefur sett Magento í fyrsta sæti yfir kerfi sem söluaðilar á vefnum geta nýtt. Meðalstór og stór fyrirtæki kjósa Magento helst, enda er vefverslunarlausnin gagn- reynd og þekkt fyrir stöðugleika, úrval tilbúinna lausna og mögu- leika á aðlögunum. Ein uppsetning – margar birtingarmyndir Magento vefverslunarlausnin er vel úthugsuð fyrir þróun, þróun- arumhverfið er mjög sveigjanlegt og auðvelt er að laga það að ólíkum þörfum viðskiptavina. Ein upp- setning getur þjónað mörgum mis- munandi vefverslunum fyrirtækja og þannig geta þau samnýtt allar lausnir og lágmarkað viðhald. Með þessum eiginleikum er ávinningur Magento skýr. Headless aðferðafræðin Sífellt f leiri fyrirtæki hafa fært sig yfir í headless aðferðafræði, bæði fyrir almennar veflausnir og vef- verslanir og eru ástæðurnar fjöl- margar, að sögn Einars Thors. Þær eru meðal annars eftirfarandi: n Auðveldari, sveigjanlegri og hraðari þróun. n Hámarksöryggi. n Telst almennt besti arkitektúr- inn í dag. n Hraði vefja og vefverslana sá mesti sem hægt er að ná. n Auðveldur skalanleiki sem hentar mjög vel í cloud-hýsingu. n Fullkomið fyrir omnichannel- notkun. n Auðveldar samskipti milli kerfa eða samleiðir mörg kerfi. n Eftirsótt umhverfi fyrir forritara til að vinna í. n Skalar sig að breyttum þörfum viðskiptavina. Tilbúið fyrir Business Central „Okkar lausn miðast við að nota Headless Magento sem vefversl- unarkerfi með tengingum við ERP-kerfi viðskiptavina á borð við Business Central. Í öllum tilvikum reynum við að endurnýta þá við- skiptalógík sem er þegar til staðar í innri kerfum fyrirtækja,“ segir Einar Thor. „Til viðbótar er notast við DatoCMS fyrir CMS-virkni á almennu efni vefjanna og lendingarsíðum. Bæði kerfin eru headless og því að fullu tilbúin í omnichannel-notkun sem gerir uppsetningar að miklu leyti future proof. Koikoi er í stöðugri þróun á viðbótarlausnum á borð við notendastýringu, B2B-eigin- leikum, og greiðslu- og send- ingarmátum, til að mæta öllum kröfum viðskiptavina á íslenskum markaði.“ Í lok þessa árs mun Koikoi hafa opnað níu vefverslanir í Adobe Commerce – Magento Headless lausn sinni og Einar Thor segir ljóst að fyrirtæki séu að uppfæra núverandi lausnir og kerfi til að mæta framtíðarþörfum. n 2 kynningarblað 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURSvartur FöStudagur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.