Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2022, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 25.11.2022, Qupperneq 42
Það litla sem ég keypti hefði kostað margfalt meira hérna heima. Birna María Þorbjörnsdóttir Birna María Þorbjörns- dóttir eyddi svörtum föstudegi í Boston fyrir nokkrum árum. Þótt hún hafi ekki eytt miklum fjár- hæðum sjálf, var dagurinn skemmtileg upplifun. starri@frettabladid.is Einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa kynnst stemningunni kringum svartan föstudag í Bandaríkjunum er Birna María Þorbjörnsdóttir. Hún heimsótti Boston fyrir nokkrum árum í nokkurs konar vinnu- og árs- hátíðarferð. „Á þessum tíma var ég að vinna hjá ferðaskrifstofunni Mundo. Við vorum svo heppin að vera samferða nokkrum stelpum, eiginkonum starfsmanna Vivaldi, og fengum inni í æðislegu húsi í Magnolia, rétt fyrir utan Boston, sem er í eigu Jóns Stephensonar von Tetzchner, eiganda Vivaldi. Vivaldi-stelpurnar höfðu farið áður á þessum tíma og við fengum að njóta leiðsagnar þeirra um mollin og verslunarþorpin. Við elduðum líka og borðuðum risa- stóra þakkargjörðarmáltíð í sömu ferð.“ Góð tilboð í gangi Stemningin í Boston var bæði skemmtileg og öðruvísi en hún átti að venjast heima. „Að rölta um í búðunum og verslanamið- stöðvunum var svolítið eins og jólastemning en svo voru líka haustlegar Thanksgiving-skreyt- ingar úti um allt. Eftir því sem leið á svarta föstudaginn sjálfan jókst fólksfjöldinn í búðunum og stress- ið varð meira hjá fólki. Ég heyrði sagt að stundum kæmi meira að segja fyrir að fólk færi að slást yfir síðustu f líkinni á einhverju góðu tilboði.“ Þótt Birna hafi ekki keypt mikið sjálf sá hún vel hversu góð tilboð Svolítið galin stemning í Boston Birna María Þorbjörnsdóttir fyrir miðju ásamt ferða- félögum sínum og fyrrverandi vinnufélögum, Margréti Jóns- dóttur Njarð- vík og Herði Tryggvasyni. myndir/aðsendar Birna eyddi svörtum föstudegi í verslunarmiðstöðvum í úthverfi Boston og því var stemningin aðeins rólegri en annars staðar í borginni þennan daginn. Hluti af flíkunum sem fóru í mjúku pakkana hjá bræðrabörnunum. Þakkargjörðardagurinn var haldinn hátíðlegur degi á undan svörtum föstudegi. voru í gangi víða. „Það var alveg hægt að gera mjög góð kaup á fatnaði. Það var aðallega það sem hópurinn okkar var að skoða, föt og skór. Það litla sem ég keypti hefði kostað margfalt meira hérna heima. Bræðrabörn mín nutu reyndar góðs af þessu og fengu stóra mjúka pakka þau jólin. Ferðafélagar mínir voru mun duglegri, en þær voru f lestar búnar að fara áður og kunnu því einstaklega vel á svæðið. Sumar þeirra voru meðal annars búnar að kaupa helling á netinu og láta senda á staðinn sem við dvöldum á.“ Skemmtileg upplifun Þrátt fyrir allt var skemmtilegt að upplifa þennan dag í Boston. „Það sem var kannski eftirminnilegast við þennan dag var hvað þetta var í raun svolítið galin stemning. Við vorum samt í svona úthverfa- verslunarmiðstöðvum og því var frekar „rólegt“ þar miðað við aðra verslunarkjarna í borginni.“ Þótt minningarnar séu góðar er Birna lítið spennt fyrir því að upplifa f leiri svarta föstudaga erlendis. „Ég væri miklu meira til í krúttlegan jólamarkað með glögg og ristuðum möndlum einhvers staðar í Danmörku eða Þýska- landi, eða eyða tíma á prúttmark- aði í Thamel-hverfinu í Katmandú í Nepal.“ n 4 kynningarblað 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURSvartur föStudagur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.