Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2022, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 25.11.2022, Qupperneq 51
Hvað er um að vera í næstu viku? KFC um jólin Í Japan er KFC-kjúklingur sá matur sem fólk tengir við vestræn jól. Það var Takeshi Okawara, sem stýrði fyrsta KFC-útibúinu í Japan, sem sagði í viðtali að á Vestur- löndum væri djúpsteiktur kjúkl- ingur gjarna notaður til hátíðar- brigða í stað kalkúns. KFC í Japan er byrjað að taka við pöntunum fyrir jólamatinn í ár. n n Skrítin staðreynd vikunnar Þegar við pælum í því, þá eru afar fáir partístaðir sem standa við Laugaveginn sjálfan. Vissu- lega erum við með staði á borð við Bravó, Big Lebowski, Prikið og Sólon, en hliðargötur sem þvera Laugaveg eru einnig mjög gjöfular. Röntgen stendur á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu, Kaffibarinn er við Bergstaðastræti og Ölstofan er við Vegamótastíg. Hins vegar ber Klapparstígurinn höfuð og herðar yfir þessar götur. Ef við byrjum að ganga frá Hverfisgötu ber fyrst að nefna The Irishman Pub, þar sem írskur andi svífur yfir vötnum, það eina sem vantar eru vikuleg River Dance- kvöld. Óskir um slík er komið hér á framfæri. Stór staður sem hentar stærri vinahópum og ekki má gleyma góðri karaokeþjónustu. Örlítið ofar er svo Kokkteilbar- inn á Monkeys. Stemmarinn þar er örlítið fágaðri en á þeim írska. Þar er hægt að njóta hanastéla í dásamlega fallegum lestarvagni sem kallaður er Kampavínslestin. Fullkomið fyrir vinkonuhitting með Gatsby-þema eða til að ímynda sér að fólk sé að ferðast með Austurlandahraðlestinni. Við horn Laugavegar stendur Bravó sem stendur fyrir sínu, með góð tilboð á barnum á vissum tíma dags. Frábær staður fyrir trúnó og sjarmerandi sjabbí, eins og bestu rokkbarir í Williams- burg. Nýjasti demantur Klapparstígs- ins er svo leynivínbarinn Apéro sem er á annarri hæð Laugavegar 28b, gengið inn frá Klapparstíg, í rými sem mörg tengja við Á næstu grösum og Gló. Þarna er alvöru Parísarandi, frábært vínúrval og góðir smáréttir. Frá París förum við svo norður. Kaldi bar ber sama nafn og bjór- inn sem bruggaður er á Árskógs- sandi. Stundum er gripið í píanó staðarins og breytist hann um stund í eins og útibú frá hinum akureyrska Götubar. Hinum megin við götuna er svo Veður, sem býður upp á það ferskasta í íslenskri kokkteilamenningu. Ef heppnin er með þér situr smar- tasta barpar landsins fyrir utan í múnderingu sem minnir á Camden-hverfið í London. Á horni Klapparstígs og Grettis- götu stendur svo Pasta Basta-húsið, sem lengi vel hýsti Bar Ananas. Gaman verður að sjá hvað verður í því húsi þegar fram líða stundir, en það var nýlega auglýst til sölu. n Heimsreisa upp Klapparstíg 28. nóvember Mánudagur n Mánudjass á Húrra kl. 21.00 Mánudjass snýr aftur heim á Húrra og verður framvegis annan hvern mánudag. Hús- bandið spilar eitt sett og svo er sviðið opið. Öllum er velkomið að spila, syngja, dansa eða bara njóta tónlistarinnar. 30. nóvember Miðvikudagur n Jólajazz með Kristjönu Stefáns kl. 12.15 Salurinn, Kópavogi Tríó jazzdívunnar Kristjönu Stefáns kemur okkur í nota- legan jólagír í upphafi aðventu. Tónleikarnir fara fram í fordyri Salarins. Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin. n Flotmeðferð kl. 19.00 Álftaneslaug Tíminn inniheldur nudd og nær- andi slökun, á meðan flotið er með öllum tilheyrandi búnaði og stuðningi. Fullkomin út- kúplun frá jólaálagi. n Erik Qvick og Jazz sendiboð- arnir á Múlanum kl. 20.00 Björtuloft, Hörpu Hljómsveitin tekur ofan hattinn fyrir goðsögnum „Hard Bop“ tímabilsins. Leikin verða lög eftir Curtis Fuller, Freddie Hubbard, Cedar Walton, Bobby Timmons og fleiri. 1. desember Fimmtudagur n Hugur, hjarta, hönd - Macramé með með Heru kl. 20.00 Móar studio, Bolholti 4 Heilandi samverustund þar sem við fræðumst um það hvaðan macramé kemur, spjöllum um heilunarmátt handavinnunnar og lærum undirstöðuhnúta í macramé svo hægt sé að byrja að skapa, flæða og gera þitt eigið verk, það sem hugurinn, hjartað og hendurnar girnast. n Hið ósagða kl. 20.30 Tjarnarbíó Þrír vinir hittast í máltíð á T.G.I. Fridays, eitt þeirra var að slá í gegn. Undir sakleysislegum samskiptum þeirra leynist grátbrosleg styrjöld, persónu- legt stríð milli þriggja beiskra og venjulegra einstaklinga sem þekkja veikleika hver annars utan að. n Obbossí – Fyrsti í graðventu kl. 21.00 Þjóðleikhúskjallarinn Nemendasýning nýjustu búrlesk meyja bæjarins. Fjöl- breytt sýning þar sem hlátur, þokki, gleði og líkamsvirðing eru í hávegum höfð. Sérstakir gestir frá Kramhúsinu eru Brit- ney-nemendur Berglindar Jóns, magadansnemendur Rósalindar Hansen og búrleskdívan Vice Versa. n J ólabjöllurnar í hátíðarsköp- um kl. 21.00 Gaukurinn Jólabjöllurnar eru sönghópur sem fagna nú tíundu jólunum saman. Undir sakleysislegu yfir- borðinu leynist talsvert djarfari hlið. Þær hafa á undanförnum árum sérhæft sig í að skemma uppáhaldsjólalög landsmanna með frumsömdum textum um meðal annars jólaþvagleka, uppstoppaða jólahamstra og jólasveinakynlíf. Late Night Fiesta Eldhúsið okkar er opið til miðnættis föstudaga og laugardaga treslocos.is Klapparstígurinn ber höfuð og herðar yfir margar götur. ALLT kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 25. nóvember 2022
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.