Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2022, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 25.11.2022, Qupperneq 56
Það voru Max Verstappen og Red Bull Racing sem báru höfuð og herðar yfir keppi- nauta sína á nýafstöðnu keppnistímabili í Formúlu 1 þar sem vel heppnuð frum- sýning nýrra bíla fór fram. Árið 2022 í Formúlu 1 bauð upp á margt þó svo að úrslitin hafi verið ráðin of snemma fyrir smekk flestra. aron@frettabladid.is Formúla 1 Drama, háhraði, spenna, skemmtun, ótrúleg mistök og glæst- ir sigrar, eru orð sem koma upp í hugann þegar maður lætur hugann reika yfir tímabilið, en eitt er víst og það er að Formúla 1 hefur skipað sér sess meðal áhugaverðustu og skemmtilegustu íþrótta í heimi. Hér er farið yfir það markverðasta frá tímabilinu. n Frumsýning sem gefur góð fyrirheit Niðurstaða ársins Vel heppnuð frumsýning Formúla 1 hefur stigið gæfuspor með nýrri kynslóð bíla. Það hefði verið ósanngjarnt af okkur að biðja um sömu spennu og boðið var upp á á síðasta tímabili, en tímabilið í heild sinni hefur verið mjög gott. Niðurstaðan er sú að næsta tímabil í Formúlu 1 hefur alla burði til þess að geta farið í sögubækurnar af góðum ástæðum. Þrjú lið standa framar öðrum og eru líkleg til þess að blanda sér í baráttuna um titlana sem í boði eru. Okkur dreymir um slag milli Red Bull, Ferrari og Mercedes, vonum að það verði að veruleika því það verður allt lagt í sölurnar. Keppni ársins Silverstone Yfirburðir Verstappen á Red Bull-bílnum ollu því að oft og tíðum var ekki mikil spenna um sigur í keppnum, en í Silverstone-kappakstrinum í Bret- landi var boðið upp á mikla skemmtun þar sem Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, vann sinn fyrsta sigur á ferlinum. Öryggisbíll var kallaður út undir lok keppninnar, það þjappaði hópnum saman og úr varð æsispennandi lokakafli úti um alla braut. Vonbrigði ársins Mercedes og Ferrari Tvennt sem stendur upp úr hér. Sú staðreynd að Mercedes var aldr- ei í baráttu um heimsmeistaratitla, og afhroð Ferrari trekk í trekk. Höldum okkur við Ferrari hér. Liðið virtist hafa neglt blönduna fyrir nýja kynslóð Formúlu 1 bíla, byrjaði tímabilið vel með hraðan bíl, en gerði allt of mörg mistök og kom sér allt of oft í vonda stöðu. Þegar Ferrari gengur vel, þá eykur það áhuga á Formúlu 1. Vonandi verður það staðreyndin á næsta ári. Kveðjustund ársins Sebastian Vettel Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur yfirgefið Formúlu 1 sviðið og kveður sem goðsögn í móta- röðinni. Vettel verður einna helst minnst fyrir ótrúlega sigurgöngu sína með Red Bull, en einnig fyrir að reyna slíkt hið sama með Ferrari. Þá er það virðingarvert hvernig hann hefur nýtt sér stöðu sína sem heimsfrægur ökumaður til þess að vekja athygli á brýnum málefnum utan Formúlu 1. Danke, Seb! Staðreynd ársins Sigurlaus Hamilton Tímabilið 2022 fer í sögu- bækurnar sem fyrsta tímabil Sir Lewis Hamilton í Formúlu 1 þar sem honum tekst ekki að vinna keppni. Hamilton hóf Formúlu 1 feril sinn árið 2007. Þessi sjöfaldi heimsmeistari gekk í gegnum fordæmalaust tímabil í ár, þar sem bíll Mercedes reyndist ekki sam- keppnishæfur fremst í rásröðinni fyrr en undir lok árs. Ökumaður ársins Max Verstappen Það er ekki hægt að líta fram hjá Max Verstappen í þessum flokki. Hollend- ingurinn var í sérflokki í ár, setti met yfir fjölda sigra á einu tímabili (15) og tryggði sér sinn annan heimsmeist- aratitil á ferlinum. Hann er maðurinn sem setur markið hátt fyrir aðra ökumenn mótaraðarinnar. 34 Íþróttir 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.