Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2022, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 25.11.2022, Qupperneq 58
Ég hugsaði bara með mér að píanóin, fiðlurnar og hvaðeina – þetta væri allt úrelt! Þau Hallveig og Elmar eru söngv- arar í heimsklassa og það skilar sér mjög vel í þessum lögum. Þorvaldur Gylfason Merkisatburðir 1667 Jarðskjálfti ríður yfir Kákasushérað og verður 80 þúsund manns að bana. 1867 Sænski efnafræðingurinn Alfred Nobel fær einka- leyfi fyrir framleiðslu dínamíts. 1949 Jólaslagarinn Rúdolf með rauða trýnið birt- ist fyrst á vinsælda- listum vestanhafs. 1953 Öflugur jarðskjálfti skekur Honsu í Japan. Flóðbylgja fylgir í kjöl- farið. 1955 Kynþáttaaðskilnaður bannaður í lestum og langferðabílum sem fara á milli ríkja í Bandaríkjunum. 1963 John F. Kennedy lagður til hinstu hvílu í Arlington-kirkjugarðinum í Virginíuríki. 1969 John Lennon skilar OBE-heiðursnafnbót til að mót- mæla stuðningi Bretlands við Víetnamstríðið. 1970 Rithöfundurinn Yukio Mishima sviptir sig lífi eftir misheppnaða valdaránstilraun í Japan. 1971 Bandaríska leikkonan Christina Applegate fædd. 1975 Súrinam öðlast sjálfstæði frá Hollandi. 1984 Þrjátíu og sex tónlistar- menn safnast saman í hljóðveri í Notting Hill í Lundúnum og taka upp lagið „Do they know it´s Christmas?“ og safna þannig fé til styrktar hungr- uðum í Eþíópíu. 2005 George Best, hinn kunni norður-írski fótboltamaður, deyr. Hann hafði ekki lifað heilsu- samlegu lífi. 2014 Lionel Messi setur markamet í meistaradeild Evrópu. Sexæringurinn Stanley var fyrsti fiski- báturinn á Íslandi til að vélvæðast. Hann var fyrst sjósettur með tveggja hestafla vél þann 25. nóvember 1902 við Hnífsdal. Áður hafði Stanley gengið í gegnum nokkur eigendaskipti, en hann var lík- lega smíðaður í kringum 1860. Hann var á einhverjum tíma kallaður Skálin, því þáverandi eigandi hans var sagður fara með bátinn eins og hann væri glerskál eða postulín. Síðar keypti maður að nafni Árni Gíslason bátinn og kallaði Stanley. Útgerð Stanley gekk vel þar til hann rak í Borgarbót í Skötufirði og brotnaði. Árið 2006 afhentu Ísfirðingarnir Guð- mundur Guðmundsson og Jón Páll Halldórsson Einari K. Guðfinnssyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra, mynd af bátnum sem markaði tímamót í sjávarútvegssögu landsins. n Þetta gerðist: 25. nóvember 1902 Vélbáturinn Stanley sjósettur Ungur var Hjálmar á því að tónlist væri einungis á færi guðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Hjálmar H. Ragnarsson fagnar sjötugsafmælinu með málstofu og síðbúnum frumflutningi. arnartomas@frettabladid.is Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld og fyrrverandi rektor Listaháskóla Íslands, fagnaði sjötugsafmæli fyrr í haust. Í til- efni af stórafmælinu býður tónlistar- deild skólans til málstofu í dag, en samhliða henni verður á sunnudaginn frumflutt verk eftir hann á raftónlistar- hátíðinni Erkitíð. „Það er bara gleðiefni,“ svarar Hjálm- ar, spurður um hvernig sjötíu árin sæki að honum. „Þegar maður er við góða heilsu og hausinn á manni er í lagi þá er ekkert nema gaman að eldast.“ Í tilefni afmælisins heimsótti Hjálmar Grikkland í fyrsta sinn, fyrst Aþenu og fór svo ásamt Ásu eiginkonu sinni til Krítar. „Þetta var gamall draumur, ég hafði aldrei komið til Grikklands, stór- kostleg upplifun“ segir hann. Engir guðakomplexar Í málstofunni í dag munu þau Þorbjörg Daphne Hall dósent í tónlistarfræðum og Hjálmar ræða um verk hans og list- rænan feril. „Við ætlum að fara í gegnum upphafið og stórt æskuverk sem ég gerði þegar ég var rúmlega tvítugur,“ segir Hjálmar. Umrætt verk kallast Noktúrna eða Næturljóð, og munu þær Herdís Anna Jónasdóttir og Áshildur Haraldsdóttir leika brot úr verkinu, sem er fyrir fjöl- rása rafhljóð, sópran-rödd og altflautu. Verkið verður síðan f lutt í fullri lengd á sunnudaginn á tónleikum Erkitíðar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. „Ég fór í tónsmíðar upphaflega í gegnum raftónlistina, heillaðist af henni með einhverjum óskýranlegum hætti, og á þessum tíma þegar ég teikna upp Nokt- úrnuna er raftónlistin í algjörri frum- bernsku.“ Þá verður í málstofunni einnig rætt um hvað varð til þess að Hjálmar byrjaði að smíða tónlist og skapa sér grundvöll sem tónsmiður. „Mér þótti á þeim tíma að það væru bara guðir sem gætu gert tónlist, Beet- hoven og svona,“ segir hann og hlær. „En það breyttist allt þegar ég kynntist raftónlistinni í námi mínu í Bandaríkj- unum.“ Þú ert þá ekki með neina guðakomp- lexa? „Nei, þetta bjargaði mér alveg, að kynnast þessari tónlist, hún var fram- andi og spennandi, og ólík öllu öðru sem ég hafði kynnst áður,“ segir hann. „Að lokum förum við Þorbjörg yfir einhver af nýjustu verkum mínum, þá aðallega Partítu fyrir sóló-fiðlu, sem var frum- flutt nú fyrr á árinu. Við tökum sum sé upphafið og endinn, en skiljum miðjuna eftir.“ Síðbúinn frumflutningur Það fór nú svo að Noktúrnan lenti niðri í skúffu og var aldrei flutt á tónleikum. „Mér fannst þetta kannski ómögulegt verk eða eitthvað, ég veit ekki hvað það var. Tæknin breyttist og svo komu PC tölvur og svona svo ég setti þetta verk bara til hliðar og kláraði það ekki einu sinni, það er söngröddina og f lautu- partinn.“ Kjartan Ólafsson, listrænn stjórnandi Erkitíðar, vissi hins vegar af verkinu og skikkaði Hjálmar til að gjöra svo vel að klára það og undirbúa fyrir f lutning á hátíðinni, sem fer fram núna á sunnu- daginn. Hljóðfærin orðin úrelt Það eru ekki margir hér sem hafa verið þátttakendur í þróun nýrrar tónlistar- gerðar frá fyrstu skrefum, eins og Hjálm- ar hefur verið með raftónlistinni. Hann segist í dag finna fyrir miklum áhuga á þessari svokölluðu sígildu raftónlist. „Það var allt opið á þessum tíma og þótt tæknin hafi verið erfiðari þá en í dag þá er eitthvað fallegt við hana og fyrirhöfnina sem henni fylgdi,“ útskýrir hann. „Það er fallegt í sjálfu sér hvernig tæknin og þessi tónlistarhugsun mætt- ust.“ Hjálmar var svo heitur í þessu á sínum tíma að hann skoraði á fólk að henda bara gömlu hljóðfærunum, það væru komnir nýir tímar. „Ég hugsaði bara með mér að píanóin, fiðlurnar og hvaðeina – þetta væri allt úrelt! Ég var alltaf heltekinn af þessu.“ Málstofan í Listaháskólanum hefst klukkan 12.45 í dag og mun Hjálmar f lytja verk sitt Erkitíð á tónleikum í Listasafni Reykjavíkur sem hefjast 17.30 á sunnudag. n Fyrirhöfnin er svo falleg arnartomas@frettabladid.is Sumar ferðin, ný r söng- lagaf lokkur eftir Þorvald Gylfason við kvæði eftir Kristján Hreinsson, verður fluttur í Hörpu næsta sunnu- dag. Flokkurinn er framhald fyrri f lokks sem var frum- fluttur í Hannesarholti 2017, Sextán söngvar fyrir sópran og tenór, og eru lögin og ljóðin sögð fjalla um söknuð, sorg og gleði, viljann og von- ina, ástina, lífið og listina. „Veturinn er til þess að hlakka til sumarsins!“ svarar Þorvaldur Gylfason, spurður hvort það sé nú ekki skrítið að leggja í slíka sumarferð að vetri til. „Við erum að tala um síðari hlutann af þrjátíu og níu laga bálki. Þetta eru tutt- ugu og eitt lag, samin við ljóð Kristjáns sem eru bæði falleg og dýrt kveðin.“ Til stendur að gefa laga- bálkinn í heild sinni út á næsta ári, bæði á geisladiski og í nótnabók, sem verður fjórða prentaða nótnabók Þorvaldar. Flytjendur á tón- leikunum verða þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Elmar Gilbertsson tenór og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari, auk þess sem skáldið sjálft mun sinna hlutverki þular og f lytur stuttar skýringar á innihaldi textanna á milli laga. Þorvaldur segir að gestir megi vænta strauma frá Garda-vatni í sumum lag- anna sem samin voru á Ítalíu í tónleikaferð þeirra Krist- jáns fyrr á árinu. „Sum lögin voru prufu- keyrð á ítölsku við Garda- vatn svo það er innangengt á milli,“ segir Þorvaldur. „Þau Hallveig og Elmar eru söngv- arar í heimsklassa og það skilar sér mjög vel í þessum lögum. Maður heldur ekki svona konsert upp á önnur býti en þau að sumir tón- leikagestirnir gangi syngj- andi út í leikslok.“ Tónleikarnir hefjast klukk- an 16 á sunnudag og fer miða- sala fram á tix.is. n Vil helst sjá gestina ganga syngjandi út TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.