Fréttablaðið - 25.11.2022, Side 64

Fréttablaðið - 25.11.2022, Side 64
Leiðtogar Rússlands eru hryðju- verka- menn og það ætti að dæma þá í alþjóð- legum stríðs- glæpadóm- stól. Maria Alyokhina Femíniski andófslista- hópurinn Pussy Riot opnaði sýninguna Flauelshryðju- verk í Kling & Bang í gær, sem er fyrsta yfirlitssýningin á verkum þessa heimsþekkta hóps. Í kvöld flytja Pussy Riot svo tónlistargjörninginn Riot Days í Þjóðleikhúsinu. Meðlimir Pussy Riot og starfsmenn Kling & Bang voru í óðaönn að undirbúa uppsetningu yfirlitssýn- ingarinnar Flauelshryðjuverk þegar blaðamaður hitti Mariu (Möshu) Alyokhina, forsprakka listhópsins, í Marshallhúsinu. Hvers má fólk vænta af sýning- unni? „Fyrir margt fólk er Rússland núna bara hryðjuverkaríki og fyrir það var það svartur ókannaður blettur á landakortinu. Við erum að opna rifu á gluggann um það hvernig Rússar eru að mótmæla Pútín og hvernig við höfum reynt að vekja athygli á því sem er í gangi þar í landi, sérstaklega eftir að við eyddum tveimur árum í fangelsi.“ Handteknar og fangelsaðar Pussy Riot vöktu heimsathygli þegar þær frömdu pólitískan gjörning sinn „Pönkbæn: María Mey, hrektu Pútín á brott“ í kirkju Krists í Moskvu 2012. Þær voru fordæmdar af rússneskum yfirvöldum og rússnesku rétttrún- aðarkirkjunni og í kjölfarið voru þrjár þeirra handteknar, Masha, ásamt þeim Nadyu Tolokonnikova og Yekaterinu Samutsevich. Þær voru hver fyrir sig kærðar og dæmdar til að sæta tveggja ára refsi- vist í fangavinnubúðum. Pussy Riot hafa þó sannarlega ekki bugast og hafa haldið áfram að mótmæla rík- isstjórn Pútíns og fremja gjörninga sína alla tíð síðan. „Árið 2014 þegar þegar Krímskag- inn var innlimaður reyndum við að segja heimsbyggðinni að Rússland myndi ekki stoppa. Það ætti að sæta refsiaðgerðum og Vesturlönd ættu að hafna innlimun annarra landsvæða. Þannig að frá upphafi og til dagsins í dag höfum við sýnt í gegnum gjörninga okkar mismunandi þrep og mismunandi dæmi kúgunar auk þess að mótmæla þessari kúgun,“ segir Masha. Hræðilegur raunveruleiki Af hverju eruð þið að halda þessa sýningu á Íslandi og af hverju núna? „Á Íslandi af því okkur var boðið að sýna hér af Kling & Bang. Af hverju núna? Af því núna er rétta augnablikið, með alla þessa mar- tröð í kringum okkur. Jafnvel ég gat ekki ímyndað mér að Pútín og allt hans lið myndi ganga svona langt. Í níu mánuði höfum við lifað við hræðilegasta raun- veruleika sem við höfum séð á okkar líftíma.“ Þú meinar stríðið? „Já, stríðið. Það eru margir Rússar sem hafa verið á móti Pútín og eru enn á móti Pútín. Það situr fullt af fólki í fangelsum og sætir pyntingum, sum þeirra myrt, fullt af fólki sem hefur f lúið land og er að berjast, til að mynda allir sjálf- stæðu blaðamennirnir. Til að fjalla um Úkraínu verður þú að gera það erlendis, annars verðurðu fangels- aður og munt ekki fjalla um neitt nema fangelsislífið.“ Pussy Riot hafa undanfarna mánuði verið á tónleikaferðalagi með sviðsverk sitt Riot Days, sem þær munu flytja í kvöld í Þjóðleik- húsinu. Á ferð sinni safna þær fjár- munum til að styðja við Úkraínu en allur hagnaður af tónleikunum og sýningunni rennur til Úkraínu. Leiðtogarnir hryðjuverkamenn Spurð að því við hverju fólk megi búast við á tónleikunum í Þjóðleik- húsinu, segir Masha um að ræða verk á mörkum ólíkra listgreina. „Það lítur út eins og tónleikar með vídeólist en þetta er meira en bara tónleikar. Þetta er á mörkum tónlistar, leikhúss, heim- ildarmyndar og með nokkrum óútreiknanlegum pörtum af per- formans. Í grunninn er þetta stefnuyfirlýsing og fólk má búast við baráttuköllum.“ Eins og gefur að skilja er Masha mjög andvíg stríðsrekstri sam- landa sinna í Úkraínu. Hún segir innrásina sjálfa ekki hafa komið sér svo mikið á óvart, en kveðst þó ekki hafa órað fyrir þeim hryllingi sem Rússar hafa stundað í Úkraínu á undanförnum níu mán- uðum. „Engin okkar bjóst við því sem við höfum séð í Bútsja og engin okkar bjóst v ið spreng ju- árásum á Kænugarð, harmleiknum í Maríu- pol og öllu því. Þetta er eitthvað sem er algjörlega sjokkerandi,“ segir hún. Þurfti stríðið til að vekja Vestur- lönd til umhugsunar um það sem er að gerast í Rússlandi Pútíns? „Já, ég held að það sé kominn tími fyrir fólk að vakna upp og skilja eitt mjög einfalt: Leiðtogar Rússlands eru hryðjuverkamenn og það ætti að dæma þá í alþjóð- legum stríðsglæpadómstól, eins og við Nürnberg-réttarhöldin. Það er allt og sumt.“ Ekkert mál að dúsa í fangelsi Masha var búsett í Rússlandi allt þar til síðasta vor, en fjallað var um ævintýralegan f lótta hennar frá heimalandinu í heimspressunni. Masha og kærasta hennar, Lucy Shtein, dulbjuggu sig sem matar- sendla og laumuðu sér úr landi á mismunandi tímum. Íslenski my nd list a r maðu r inn R ag na r Kjartansson spilaði lykilhlutverk í f lóttanum, með því að útvega Möshu vegabréfsáritun frá ónefndu Evrópuríki sem gerði henni kleift að smygla sér yf ir landamæri Hvíta-Rússlands og þaðan til Litá- en. Ragnar er einn sýningarstjóra sýningarinnar í Kling & Bang ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Sigur- jónsdóttur og Dorotheé Kirch. Var orðið of hættulegt fyrir þig að vera í Rússlandi? „Öll þessi ár voru hættuleg og eru það enn, það er barnalegt að hugsa sem svo að maður sé öruggur erlendis. Mér finnst þetta ekki vera spurning um hættu, fyrir mig er það spurning um að ég vil geta gert yfirlýsingar mínar gegn þessu stríði eins háværar og mögulegt er. Ég lenti í tveimur dómsmálum sem tóku annars vegar tvö ár og hins vegar eitt og hálft ár. Ég eyddi mörgum dögum, vikum, Leiðinlegra að gefast upp Maria (Masha) Alyokhina úr Pussy Riot segir heimaland sitt Rússland vera orðið að hryðjuverkaríki. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Pussy Riot framdi gjörn- inginn Pútín er að pissa á sig á Rauða torginu í Moskvu 2012. MYND/ DENIS SINYAJOV Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is mánuðum og árum inni í ólíkum fangelsum. Það er ekkert vanda- mál að búa þar og lesa bækurnar og hlusta á útvarpið. Það sem skiptir mig mestu máli er að heimurinn skilji hvað er að gerast. Að fólk sé ekki hræsnarar og átti sig á því að það að steypa Pútín af valdastóli er sameiginlegt markmið heimsins, ekki bara verkefni Rússa.“ Andóf meðal Rússa Getur Rússland breyst á meðan Pútín er við völd? „Ég er ekki viss um að heimur- inn þekki Rússland að innan, af því Rússar eru allt öðruvísi fólk. Ég get ekki sagt að Rússar styðji þetta stríð. Þeir gera það ekki og það er enginn meirihluti fyrir stríðinu á meðal Rússa.“ Að sögn Möshu hefur myndast umfangsmikil neðanjarðarhreyfing gegn stríðsrekstrinum innan Rúss- lands, sem samanstendur meðal annars af pólitísku andófi á borð við útgáfu neðanjarðardagblaða og skemmdarverka sem beinast gegn innviðum rússneska hersins. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé hreyfing með forystu, en það eru sjaldgæfir gjörningar sem fólk er að byrja að framkvæma. Til dæmis voru tuttugu herkvaðning- arskrifstofur brenndar víðs vegar um Rússland. Það eru tuttugu dæmi þess að fólk hafi sett saman móló- tov-kokteila og bara brennt þær til grunna,“ segir hún. Elskar landið sitt Þú hefur ítrekað verið handtekin og fangelsuð fyrir mótmæli þín. Hvernig viðheldurðu baráttuvilj- anum án þess að gefast upp? „Ég veit það ekki. Að gefast upp er leiðinlegra en að gefast ekki upp, held ég. Ef maður gefst ekki upp þá getur maður gert alls konar áhuga- verða og svala hluti. Ef þú sleppir því þá munu þeir aldrei verða til.“ Þannig að það kemur ekkert til greina að hætta? „Nei, ekki enn sem komið er. Úkraína er að þjást miklu meira en ég og mér finnst að við ættum að gera allt sem í valdi okkar stendur til að stoppa þetta stríð.“ Spurð um hvort hún telji að hún muni snúa aftur til Rússlands segist Masha gjarnan vilja það. „Ég elska það Rússland sem ég þekki og ég óska þess að það verði frjálst, af öllu mínu hjarta. Þess vegna geri ég allt það sem ég geri. Ég vil sýna þetta Rússland öllum þeim sem hér búa.“ n 42 Menning 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.