Fréttablaðið - 25.11.2022, Page 65

Fréttablaðið - 25.11.2022, Page 65
ninarichter@frettabladid.is Sverrir Norland rithöfundur lenti í því óhappi að bókin Feluleikur, sem hann þýddi fyrir AM forlag, eftir myndhöfundana Lolitu Séchan og Camille Jourdy, innihélt prentgalla. „Það eru prentgallar í þessu fyrsta upplagi – og því höfum við tekið bókina úr sölu í búðum. Við fisk- uðum út þau eintök sem eru næst því að standast gæðakröfur AM for- lags og ætlum að halda þeim í sölu á vefsíðunni okkar, amforlag.com, á hálfvirði,“ segir Sverrir á Facebook. Hann segir að fæstir lesendur komi til með að taka eftir göllunum. „En við erum í þessum bransa til að gera eins fallegar bækur og við mögulega getum. Engin miskunn. Við erum ekkert að grínast,“ segir Sverrir og bætir við að nýtt upplag af bókinni komi fyrir jól. „Þessi bók er hins vegar stórfeng- lega skemmtileg og ég vona að þið njótið hennar sem flest. Sem sagt: Hreppa má góðu eintökin á hálf- virði á síðunni okkar meðan birgðir endast, á aðeins 1.745 kr.“ Sverrir skemmti sér vel við þýð- ingu bókarinnar. „Það var gaman að íslenska hana og leika sér með textann, og ég fékk meira að segja leyfi hjá Sveinbirni I. Baldvinssyni til að nota nokkur vel valin brot úr Laginu um það sem er bannað.“ n Tóku bókina úr búðum vegna prentgalla Sverrir Norland Sýningunni innan skamms, aftur, eftir Örnu Óttarsdóttur lýkur í i8 galleríi um helgina. MYND/AÐSEND tsh@frettabladid.is Sýningin innan skamms, aftur, lýkur í i8 galleríi um helgina. Þetta er önnur sýning Örnu Óttarsdóttur í i8 og inniheldur ný vefnaðar- verk sem listamaðurinn hefur ofið á vinnustofu sinni undanfarna mánuði. Arna sækir innblástur úr minnisbókum sem geyma hvers- dagslegar hugdettur og teikningar listakonunnar. Með því að umbreyta skissum í vefnað beislar hún líf lega og per- sónulega orku sem skín í gegn í verkunum á sýningunni. Nýju verkin blanda saman abstrakt og fígúratívum þáttum, á sama tíma og þau kanna eðlislæga eiginleika efniviðarins. Arna Óttarsdóttir (f. 1986) býr og starfar í Reykjavík. Árið 2021 voru verk hennar hluti af sýningunni Iða- völlur: Íslensk myndlist á 21. öld í Listasafni Reykjavíkur og einkasýn- ing hennar Allt er frábært var haldin í Nýlistasafninu í Reykjavík árið 2019. Verk hennar hafa verið sýnd á alþjóðlegum vettvangi, meðal ann- ars á Nordatlantens brygge í Kaup- mannahöfn, Turner Contemporary í Margate, Åplus í Berlín og Cecilia Hillström Gallery í Stokkhólmi. n Sýningarlok hjá Örnu Óttars í i8 tsh@frettabladid.is Dagana 24. til 26. nóvember verður haldið málþing og viðburðir í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, undir yfirskriftinni KvikMyndlist. Umræðuefni málþingsins eru mörk kvikmynda og lista, varð- veisla og miðlun kvikra og staf- rænna miðla á söfnum og þær áskoranir sem felast í því. Ráð- stefnan tengist safneign og sýn- ingarhaldi í Listasafni Reykjavíkur, sem og fyrirhugaðri verðlauna- hátíð Evrópsku kvikmyndaverð- launanna í desember. Listasafn Reykjavíkur varðveitir nú viðamikið safn kvikra verka og ekki úr vegi þegar slík hátíð kemur til landsins að líta inn á við og skoða þær tengingar sem liggja fyrir. Að sögn Listasafnsins er mikill fengur í að fá bæði fagaðila um varðveislu kvikmynda og lista- menn til að sýna afrakstur vinnu sinnar og hvetja til frekari umræðu og rannsókna á þessu sviði. Á meðal þeirra sem koma fram á málþinginu eru Sigurður Guð- jónsson listamaður, Gunnþóra Halldórsdóttir, verkef nastjór i varðveislu og rannsókna hjá Kvik- myndasafni Íslands, Jina Chang hjá Nasjonalmuseum í Osló, Jos- hua Reiman myndlistarmaður og Ásta Fanney Sigurðardóttir, skáld og myndlistarmaður. n Málþing um mörk kvikmynda og lista Verkið Tape eftir Sigurð Guðjónsson. LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | Sunnudaga 12–16 | www.forlagid.is SVARTUR FÖSTUDAGUR FRÍ HEIMSENDING INNANLANDS Á ÖLLUM BÓKUM Í VEFVERSLUN ALLA HELGINA 25.–28. NÓV. Gerðu jólainnkaupin snemma í ár á forlagid.is! FÖSTUDAGUR 25. nóvember 2022 Menning 43FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.