Fréttablaðið - 25.11.2022, Síða 68
Ása Tryggvadóttir er ein þeirra nítján listamanna sem sýna verk á sýningunni
Leir á loftinu á Hlöðulofti Korpúlfsstaða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
MYNDLIST
Leir á loftinu
Samsýning Leirlistafélags
Íslands
Hlöðuloftið á Korpúlfsstöðum
Listamenn: Þórdís Sigfúsdóttir,
Þórdís Baldursdóttir, Unnur S.
Gröndal, Ólöf Sæmundsdóttir,
Kristbjörg Guðmundsdóttir,
Katrín Valgerður Karlsdóttir,
Hólmfríður Vídalín
Arngrímsdóttir, Hrönn
Waltersdóttir, Halldóra
Hafsteinsdóttir, Hafdís Brands,
Guðný Margrét Magnúsdóttir,
Glytta, Daði Harðarson, Auður
Inga Ingvarsdóttir, Auður Gunnur
Gunnarsdóttir, Arnfríður Lára
Guðnadóttir, Arnbjörg Drífa
Káradóttir, Ása Tryggvadóttir,
Aldís Yngvadóttir.
Aðalsteinn Ingólfsson
Nú þegar ýmsir leiðandi leirlista-
menn okkar eru annað hvort horfnir
til feðra sinna eða hafa dregið saman
seglin, er löngu kominn tími til að
taka púlsinn á leirlistinni í landinu,
gaumgæfa hvað yngri kynslóðin
hefur fyrir stafni og hvaða mark-
mið hún hefur. Yfirlitssýningar á
leirlist hafa verið fátíðar síðustu ár,
kannski vegna þess að fyrir áhuga-
leysi safnanna hefur það dæmst á
leirlistafólkið sjálft að efna til slíkra
sýninga. Það gefur auga leið að það
ágæta fólk hefur margt þarfara að
gera og hefur þar að auki takmarkað
bolmagn til að sinna slíkum verk-
efnum. Auk þess er umdeilanlegt
hvort fagfólk í greininni á yfirhöfuð
að vera að leggja hvort tveggja list-
rænt og sögulegt mat á verk kollega
sinna. Listasöfnin eða Hönnunar-
safnið væru hinn eðlilegi vettvangur
slíkra úttekta.
Allt um það hafa leirlistamenn nú
tekið sig saman og sett saman stóra
sýningu á Hlöðulofti Korpúlfsstaða,
rýminu þar sem listamenn hafa
haldið svokallaðar „messur“ sínar
á síðustu árum og stendur sýningin
til 27. nóvember. Og viti menn,
þessi sýning reynist helst til lítil
fyrir þetta gímald sem Hlöðuloftið
er. Verkin, sem mörg hver eru ekki
mikil um sig, nánast týnast út við
veggi eða úti í hornum eða eru borin
ofurliði af dáldið groddalegum arki-
tektúrnum á staðnum. Heildarsvip
sýningarinnar hefði þurft að móta
með markvissari hætti, til dæmis að
koma henni allri fyrir á misjafnlega
háum stöllum miðsvæðis. Einhvers
konar sýningarskrá hefði vel mátt
fylgja með.
Staða mála í leirlistinni
Því er hún soldið hrá og ómarkviss,
þessi sýning. Engu að síður, þegar
áhorfandinn er búinn að átta sig
á henni, er á henni að finna ýmsar
vísbendingar um stöðu mála í leir-
listinni eins og hún blasir við í dag.
Ég held að við séum í miðju milli-
bilsástandi. „Stóru“ nöfnin sem
áður báru uppi íslenska leirlist, fólk
eins og Haukur Dór, Kogga, Elísabet
Haraldsdóttir, Jónína Guðnadóttir,
Kristín Ísleifsdóttir og Ólöf Erla
Bjarnadóttir, svo nokkur dæmi séu
nefnd, eru hér fjarri góðu gamni.
Því er þessi sýning óneitanlega
ekki eins rismikil og ýmsar fyrri
yfirlitssýningar. Það vantar sterkan
karakter, einn eða f leiri, til að gefa
tóninn.
Ágætlega menntað fagfólk
Hins vegar er lítið út á sýnend-
urna 19 að setja, svona á heildina
litið. Það er upp til hópa ágætlega
menntað fagfólk, sem hefur fullt
vald á hvort tveggja þeim klassísku
vinnuaðferðum sem það aðhyllist
eða frjálslegri formgerð. Og til-
raunir sýnenda með glerjunga eða
aðskiljanlegar áferðir gera víðast
hvar í blóðið sitt. Sérstaklega þóttu
mér glerjungar Kristbjargar Guð-
mundsdóttur glæsilegt handverk.
Fulltrúi klassíska viðhorfsins,
hreinræktuðu nytjalistarinnar, gæti
sem best verið eini karlmaðurinn á
sýningunni, Daði Harðarson, en ef
nefna mætti leirlistamenn á skúlp-
túrvængnum eru þær einna mest
áberandi Arnbjörg Drífa Káradóttir
og Unnur S. Gröndal.
Þetta fólk þarf hins vegar að fá
f leiri sýningartækifæri og þénugri
sýningaraðstöðu til að það fái notið
sín til fulls. Þá efa ég ekki að þau fræ
sem hér er sáð muni bera ávöxt. n
NIÐURSTAÐA: Ágætt fagfólk á
fremur rislítilli sýningu.
Fremur rislítil
leirlistasýning
BÆKUR
Gættu þinn handa
Höfundur: Yrsa Sigurðardóttir
Útgefandi: Veröld
Fjöldi síðna: 335
Björn Þorláksson
Það þarf ekki að hafa mörg orð um
flinkheit Yrsu Sigurðardóttur sem
rithöfundar. Hún opnar bækur sínar
jafnan með áhugaverðum hætti og
er furðu fljót að klófesta áhuga les-
andans.
Í nýju bókinni, Gættu þinna
handa, fer lesandinn úr í Vest-
mannaeyjum í blábyrjun. Líkt og
jafnan hefur maður ekki lesið lengi
er válegir atburðir verða. Vina-
hópur, sem sumpart er aðeins of
steríótýpískur, kemur saman vegna
útfarar. Líkt og háttar svo oft til hjá
Yrsu, finnur farangur fortíðarinnar
sér leið inn á færibönd hins óupp-
gerða – og þvílíkt uppgjör!
Þess vegna elskum við Yrsu
Mér fannst gaman að endurnýja
kynni við gamla vini úr fyrri verk-
um Yrsu og mörg mannleg smá-
myndin er meistaralega gerð í ansi
flóknu plotti.
Oft hefur Yrsa valdið vel að halda
mörgum boltum á lofti og ekki síst
í síðustu bók sinni, Lok, lok og læs.
Þá var Yrsa forspá og framsýn, var
í raun á undan samtíma sínum í
því að spyrja áleitinna spurninga
um blóðmerahald svo eitt sé nefnt.
Hún hefur oft náð að skrifa bæði
samfélags- og spennusögu í sömu
bókinni. Þess vegna elskum við
bækurnar hennar.
Framleiðslukrafan yfirsterkari?
En í Gættu þinna handa hald-
ast ekki allir boltarnir á lofti og
kannski eru þeir of margir. Kannski
er samfélagssagan pínu-
lítið banal á sama tíma.
Það ber á klisjum og
grunnum lausnum sem
þó eru ekki slíkur ágalli
að yndislesturinn fari
forgörðum. En bókin
mun ekki falla í hóp
þeirra bestu frá Yrsu,
enda ekki hægt að
gera kröfu um að
svo af kastamiklir
höfundar hitti allt-
af í mark. Það má
spyrja hvort fram-
leiðslukrafan sé of
mikil, hvort Gættu
þinna handa hefði
getað orðið mun
betri bók með árs
yfirlegu í viðbót.
En það breytir
ekki því að sú sem
er eins flink og Yrsa gleður lesenda-
hóp sinn í hvert skipti sem hún
stígur fram í nýju verki.
Spennan mátt vera meiri
Lesendahópur Yrsu er breiður en
hann er líka kröfuharður og það
er af væntumþykju sem verður
að segja það eins og er að f lækj-
urnar í bókinni fá ekki allar far-
sæla úrlausn. Oft hefur Yrsa komið
manni á óvart og allir þræðir fallið
saman í sögulok. Gættu þinna
handa er ekki besta dæmið um
hæfileika höfundar.
Mér fannst á köflum eins og tveir
höfundar væru að skrifa kaflana til
skiptis. Annar væri með allt á hreinu
en hinn staddur á hringleika-
sviðinu í beinni útsendingu, pínu-
lítið óöruggur,
kannski með
það í huga að
atriðið væri
e k k i a l v e g
t i lbú ið. Það
v a n t a r l í k a
meiri spennu
í þessa bók ,
hæ f i lei k a r n i r
eru til staðar en
minna fer fyrir
snilldinni.
Það sem tekst
b e s t e r s a g a
meinafræðings-
ins Iðunnar en
leitandi spurning
er hvor t fæk ka
hefði mátt útvið-
um og halda sig
meira við innviði
sögunnar – ef svo
mætti að orði komast. Enginn er
óskeikull. Bíð spenntur næstu
bókar frá Yrsu. n.
NIÐURSTAÐA: Fer vel af stað en
lausn flækjunnar reynist ekki full-
komin. Freistandi að spyrja hvort
sagan hefði þurft betri yfirlegu.
Spennan hefði mátt vera meiri, en
sérhver bók Yrsu er þess virði að
lesa hana.
Margir boltar á lofti í of hröðum leik
Yfirlitssýningar á
leirlist hafa verið
fátíðar síðustu ár,
kannski vegna þess að
fyrir áhugaleysi safn-
anna hefur það dæmst
á leirlistarfólkið sjálft
að efna til slíkra sýn-
inga.
AUGLÝSING UM SKIPULAG
Í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst niðurstaða
sveitarstjórnar að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Galtarholt II – minnkun frístundabyggðar (F32)
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. nóvember 2022 eftirfarandi tillögu að
óverulegri breytingu á landnotkun í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins www.borgarbyggd.is.
Vakin er athygli á málskotsrétti skv. 52. gr. skipulagslaga og lögum um úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má
kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þeir einir geta kært
stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á.
Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlunar í B-deild Stjórnartíðinda.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar
Í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga og 1. mgr. 41. gr. sömu laga er hér með auglýst
tillaga að breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 og tillaga að breytingu á
deiliskipulagi í Borgarbyggð.
Víðines í landi Hreðavatns – aðalskipulagsbreyting, Frístundabyggð (F5) breytt í
íbúðabyggð (Í8)
Íbúðasvæði Víðiness að Hreðavatni (áður Frístundabyggð að Hreðavatni) -
deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. september 2022 að auglýsa tillögu að
breytingu á landnotkun í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 og að breytingu
deiliskipulags frístundabyggðar í Víðinesi í landi Hreðavatns frá árinu 2006 m.s.br.
Ofangreindar tillögur eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is
frá 25. nóvember 2022 til og með 13. janúar 2023.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera
athugasemd við auglýstar skipulagstillögur og er frestur til að skila inn athugasemdum til
13. janúar 2023. Athugasemdum skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar,
Digranesgötu 2, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið
skipulag@borgarbyggd.is.
Borgarbyggð, 25. nóvember 2022
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar.
46 Menning 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ