Fréttablaðið - 25.11.2022, Side 70
Bækur
Kona / spendýr
Ragnheiður Lárusdóttir
Fjöldi síðna: 57
Útgefandi: Bjartur
Kristján Jóhann Jónsson
Ljóðabókin Kona/spendýr fellur
í f lokk með pólitískum baráttu
ljóðum. Ljóðmælandanum er
heitt í hamsi og hann freistar þess
að binda harm sinn og reiði í ljóð
rænan texta, tengja sig þannig
lesendum sem líta heiminn svip
uðum augum og opna augu þeirra
sem gera það ekki. Baráttuskáld
benda á að stétt þeirra, kynþáttur,
þjóð, kyn, aldurshópur eða einhver
minnihlutahópur, hafi verið og sé
beittur órétti. Hér er sjónum beint
að kvenkyninu og margvíslegum
yfirgangi karlkynsins.
Erfitt yrkisefni
Ljóðmælandinn í þessari bók
stendur í nokkurri fjarlægð frá efn
inu, talar í þriðju persónu og er „til
vitnis“ um skarðan
hlut kvenna. Oft
v irðist tex t inn
samt byggður á
eigin reynslu og
nátengdur ljóð
mælanda. Hann
segir frá tilfinn
ingum sem eng
inn annar gæti
verið til frásagnar
um. Sjónarhorn
sögumanns sem
vitnis gerir ljóðin
óp er s ónu leg r i
en ja f n f r a mt
almennari.
V ö l d k a r l
manna og yfir
gang ur gag n
va r t konu m ,
fyrr og síðar,
er nú til dags
nokkuð erfitt yrkisefni. Allt frá
bráðskemmt ileg u upphlaupi
Rauðsokka fyrir rúmri hálfri öld
hefur þetta umræðuefni verið
fellt í sögur, leikrit og ljóð. Orð og
umræðuefni eiga það til að dofna
ef mjög oft er farið í gegnum þau á
svipaðan hátt. Ragnheiður segir í
bók sinni að konum sé haldið niðri
í okkar forherta karlasamfélagi og
það er laukrétt. Ef einhverjir þykj
ast ekkert skilja er það ekki trú
verðugt. Hinir, sem vilja jafnrétti,
eru í stöðu Sýsifosar. Steinninn
veltur alltaf aftur niður brekkuna.
Hvað er þá til ráða? Hvern
ig er hægt að segja frá
k úg un, hörk u og
samsærum á ein
hvern þann hátt
að þetta birtist
(helst) öllum í
nýju ljósi og
verði að her
hvöt?
Baráttuljóð fyrir femínista
Í bókinni er kaf laskipting sem
aðgreinir kvæðin ekki vel að mati
undirritaðs. Lokakaflinn skilur sig
að vísu vel frá hinum. Í þeim eru
kvæði um það sem konur þurfa
að gera til að fá viðurkenningu.
Þeim er gert að „leysa óleysanlegar
þrautir“. Stelpan og amma hennar
standa bróðurnum og afanum
miklu framar og eru samt kallaðar
veikara kynið og
ljóðmælandinn
vill frekar vera
strákur. Konan
fæðir börnin,
stendur undir
vel fer ð f jöl
skyldunnar og
hlúir að heim
ilismönnum og
hún þarf stöðugt
að berjast gegn
ofríki og yfir
gangi. Yfir henni
vofir kynferðis
leg misnotkun
og árásir. Eitt ljóð
í bókinni lætur
að því liggja að
gaman geti verið
að vera kona.
Það er ljóst að
ljóðabókin Kona/
spendýr mótast af kvenlegri reiði
í garð karllægs samfélags. Þetta
eru baráttuljóð fyrir femínista,
til hvaða kyns sem þeir telja sig.
Baráttuljóð sem knúin eru áfram
af eindreginni réttlætiskennd eiga
það til að leggja minna en ella í
ljóðrænan texta. Hér eru þó ýmis
dæmi um ljóðræn sniðugheit. Til
dæmis mætti nefna stúlkuna sem
býr í föðurlandi en talar móður
mál, stúlkuna sem bakar sér typpi
þegar mamma bakar brauð, kon
una sem „nærir barnið og nær verð
ur ekki komist“. Allir á heimilinu
hafa verið í líkama hennar,
hún er „sjálfsköpuð kona
á eigin dúkkuheimili.“
n
NIÐURSTAÐA:
Femínísk ljóðabók
sem gefur karl-
mönnum engin
grið.
Það er ljóst að ljóða-
bókin Kona/spendýr
mótast af kvenlegri
reiði í garð karllægs
samfélags. Þetta eru
baráttuljóð fyrir femín-
ista.
Kristján Jóhann Jónsson
Þrátt fyrir að Nýr
heimur sé fjórða útgáf-
an af Ég býð mig fram
er byrjendabragur yfir
sýningunni.
Sigríður Jónsdóttir
Ljóð um ranglæti
Kona/spendýr er þriðja ljóðabók Ragnheiðar Lárusdóttur.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Leikhús
Ég býð mig fram 4 - Nýr
heimur
Tjarnarbíó
Leikstjóri: Unnur Elísabet
Gunnarsdóttir
Flytjendur: Anais Barthe, Annalísa
Hermannsdóttir, Berglind
Halla Elíasdóttir, Bryndís Ósk
Þ. Ingvarsdóttir, Ellen Margrét
Bæhrenz, Júlíanna Ósk Hafberg,
Thomas Burke, Tinna Þorvalds
Önnudóttir
Aðstoðarleikstjóri: Ellen Margrét
Bæhrenz
Tónskáld: Annalísa
Hermannsdóttir
Leikmynda- og búningahöfundur:
Sara Hjördís Blöndal
Ljósahönnuðir: Hafliði Emil
Barðason og Juliette Louste
Sigríður Jónsdóttir
Nýlega var fjórða útgáfan af Ég býð
mig fram, hugarfóstri sviðslistakon
unnar og leikstjórans Unnar Elísa
betar Gunnarsdóttur, frumsýnd
í Tjarnarbíó. Sýningin er auglýst
sem „örverkaleiksýningin þar sem
leikstjórinn Unnur Elísabet býður
listamönnunum úr ólíkum áttum
til samstarfs“ og ber undirtitilinn
Nýr heimur.
Áhorfendur mæta sýningunni
um leið og gengið er inn í Tjarnar
bíó. Útstillingarnar í anddyrinu eru
fagurfræðilega forvitnilegar, glimm
er og gamansemi ráða þar ríkjum,
en virka sem skraut frekar en efnis
leg viðbót við sýninguna. Rof er á
milli fagurfræðinnar í forsalnum
og á sviðinu. Glys og litadýrð tekur
á móti gestum en síðan tekur við
fremur dapurlegur samtíningur
inni í sal. Sviðið er minnkað með
stóru tjaldi og sýningin verður
þannig frekar f löt fyrir utan ein
staka uppbrot. Sara Hjördís Blön
dal hannar leikmynd og búninga,
en búningarnir gefa sýningunni lit
í annars einfaldri leikmynd.
Byrjendabragur yfir sýningunni
Þrátt fyrir að Nýr heimur sé fjórða
útgáfan af Ég býð mig fram, er
byrjendabragur yfir sýningunni.
Hér eru á ferðinni ýmsar vanga
veltur um tilgang lífsins en þær
rista sjaldan djúpt eða eru nægilega
fyndnar til að hengja heila sýningu
á. Fyrsta atriðið snýst um tvær mjög
ólíkar frásagnir tveggja kvenna um
að koma nýjum einstaklingi inn í
þennan heim og eitt af seinni atrið
unum, um hvað gæti mögulega gerst
ef við hefðum bara tíu mínútur eftir
af tilvistinni á þessari jörð.
Inn á milli eru ýmis atriði þar sem
aðrir þátttakendur í sýningunni
velta fyrir sér tjáningu okkar í hinu
daglega lífi, sorg og erfiðleikum.
Yfirleitt eru atriðin of löng fyrir
hugmyndirnar sem þau byggja á
og fjara þannig út. Langbesta atriði
sýningarinnar er samtal hópsins
við Guð, eða allavega guðlega veru,
leikna af Bryndísi Ósk Þ. Ingvars
dóttur. Hún kemur með nýja orku
inn í verkið og er keyrð inn á litlum
krana. Atriðið inniheldur pólitík,
húmor og afslappaða nálgun, eitt
hvað sem sárlega vantaði í sýning
una yfirhöfuð.
Skortir skýrari sýn
Unnur Elísabet er manneskjan á bak
við þessa hugmynd sem á að setja
sviðslistafólk í forgrunn, en setur
sjálfa sig iðulega fremst á svið, þetta
er ekki vettvangur fyrir annað lista
fólk heldur oftar en ekki verkfæri
fyrir listakonu til að staðsetja sjálfa
sig í verkum annarra. Seinna í kynn
ingartextanum fyrir Nýjan heim
stendur: „Útkoman er óvenjuleg
leikhúsupplifun, suðupottur nýrra
hugmynda, eins konar smárétta
veisla fyrir áhorfendur.“ Lítið fer
fyrir frumlegu smáréttaveislunni.
Þrátt fyrir frábæra grunnhugmynd
og áform um framkvæmd skortir
Ég býð mig fram 4 Nýr heimur,
sterkari listrænan metnað, skýrari
sýn á samvinnu listafólks sem að
sýningunni kemur og djörfung til
að ögra eða skemmta áhorfendum
almennilega. n
NIÐURSTAÐA: Illa farið með góða
hugmynd.
Samhengislítil samsýning
Gagnrýnandi Fréttablaðsins var lítt hrifin af fjórðu útgáfu Ég býð mig fram, eftir Unni Elísabetu Gunnarsdóttur.
MYND/LEIFUR WILBERG ORRASON
Fjöldi listamanna kemur að sýningunni Ég býð mig fram 4 - Nýr heimur eftir
Unni Elísabetu Gunnarsdóttur. MYND/LEIFUR WILBERG ORRASON
48 Menning 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ