Fréttablaðið - 25.11.2022, Síða 76

Fréttablaðið - 25.11.2022, Síða 76
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KEYPTUM ÓSKASKRÍNUM7% AFSLÁTTUR EF KEYPT ERU TVÖ EÐA FLEIRI10% SVARTUR FÖSSARI 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is Fallegar rauðar varir, svört augnlína og gerviaugnhár eru klassískur hluti af hátíðar- dressinu, en langt frá því að vera eina leiðin sem hægt er að fara. Það eru margar leiðir til að farða sig í hátíðargírinn og hver og ein vara hefur fjölda spennandi eiginleika. Við lítum á nokkur dæmi. ninarichter@frettabladid.is Það er hávetur, þú hefur ekki séð til sólar svo mánuðum skiptir og desembermataræðið einkennist af salti og sykri. Svefninn mætti vera betri og þetta Netf lix-maraþon sem þú tókst í gær skilar sér í bláum baugum. En það eru tíu veislur fram undan, þú ert að fara að hitta fullt af fólki sem þú hittir einu sinni á ári og það í sparifötunum. Við viljum gjarnan líta vel út í lok ársins og það er gaman að klæða sig upp, sérstaklega þegar jóla- og ára- mótaveislur síðustu tveggja ára hafa verið blásnar af. Flauelskjólar og lakkskór eru rifnir innan úr innstu myrkrum fataskápsins og nú skal dansað, borðað, sungið og stillt upp fyrir myndatökur. Falleg förðun setur punktinn yfir i-ið í hátíðleikanum. Það má finna ákveðin stef í jólaförðun á milli ára, svokallaða klassíska jólaförðun. Hér má fá innblástur en hér eru engar reglur – eina reglan er að láta sér líða vel og gera það sem manni sýnist. Förðun er skemmtilegur og skapandi tjáningarmáti sem öll kyn geta leikið sér með. n Fjör og fegurð í hátíðarförðun Varalitur Varalitur er oft fyrsta förð- unarvaran sem fólk prófar, en þrátt fyrir það hræðast margir að nota liti og fara út fyrir þægindarammann. Sé ætlunin að fara í rauðan lit er gott að fá ráðgjöf í snyrti- vöruverslun þar sem grunn- tónn getur ráðið miklu um útkomuna. Gott er að gæta jafnvægis milli augnförð- unar og varalitar og margir förðunarfræðingar telja að sé augnförðunin dramatísk sé gott að halda varalitnum hlutlausari, og öfugt. Grunnur Grunnurinn að jólaförðuninni þinni er áferðarfalleg húð. Áferðin fæst með jafnvægi og húðin verður oft þurr á veturna. Það er því gott að dekra húðina svo- lítið, nota rakakrem og jafnvel skella á sig rakagefandi maska kvöldið áður en halda skal til veislu. Fljótandi meik getur verið sniðugt, sem er auðvelt að blanda og ágætt að nota til þess svamp eða bursta. Passið bara að áhöldin séu hrein svo að þið séuð ekki að dreifa bakteríum á húðina. Það er gott að fara varlega í púðrið, sem getur ýkt ásýnd þurrks. Augnskuggi Ef þú vilt bæta smá lit við förðunina, skaltu íhuga að nota augnskugga. Þegar þú ert að velja rétta litinn fyrir augnförðunina ættir þú að velja lit sem passar við húðlitinn þinn og dregur fram augnlitinn. Gráir og brúnir tónar klæða alla. Glitrandi augnskuggar eru vinsælir í kringum hátíðirnar og halda vinsældum sínum ár eftir ár. Svokallað smokey-útlit er líka vinsælt á þessum árstíma, kvöld- förðun sem einkennist af dökkum máðum lit og þar er lykillinn að blanda og blanda svo meira. Eyeliner Eyeliner, augnlína sem gegnir enska heitinu í daglegu tali, er fasti í klassískri jólaförðun. Eyeliner kom til baka í hátískuna af fullum krafti á árinu, bæði í svartri og mjög ýktri útgáfu í anda Juliu Fox, en var líka áfram vinsæll í litríkum útgáfum. Ef þið eruð að prófa eyeliner í fyrsta sinn er gott að gefa sér tíma og jafnvel horfa á nokkur kennslu- myndbönd. Mörgum finnst auð- veldara að byrja við augn- beinið og vinna sig að auganu. Maskari Maskari er ein vinsælasta förð- unarvaran og miðar að því að ýkja útlit augnháranna, lita þau, lengja og þykkja. Maskari rammar inn útlitið og er bókstaflega ómiss- andi þegar jólaförðunin er annars vegar. Það er hægt að fá bursta af ýmsu tagi og meðal annars eru til trefjamaskarar sem lengja. Það eru til vatnsheldir maskarar, ofnæmisprófaðir maskarar og meira að segja maskarar með glimmeri. Dökkbrúnir litir geta gefið náttúrulegra og mildara útlit á meðan svartir eru ögn dramatískari. Augnhár Gerviaugnhár hafa náð gríðar- legum vinsældum á seinni árum og gera mikið fyrir hátíðlega jólaförðun. Það er örlítil kúnst að festa þau á sig og gott er fyrir byrjendur að hafa nokkur atriði í huga. Í fyrsta lagi þurfa augn- hárin að passa og það er gott að klippa þau til svo að þau henti stærð augnsvæðisins. Eftir að límið er borið á er gott að leyfa því að þorna stutta stund. Hægt er að kaupa „stök“ augnhár og auðveldara er að koma þeim fyrir og fá náttúrulegt útlit. Þau allra hörðustu fara í augnháralenging- ar á snyrtistofum. Möguleikarnir eru næstum endalausir. 54 Lífið 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.