Leikhúsmál - 01.06.1997, Blaðsíða 19

Leikhúsmál - 01.06.1997, Blaðsíða 19
LEIKHÚSMÁL Um starf leikmynda- og búningahöfundar Viðtal við Messíönu Tómasdóttur Messíana, hvaða atriði telur þú mikilvœgast í vinnu búningahöfundar? Það er nokkuð flókið ferli að skapa búninga fyrir leiksýningu og ég held að hugmynda- vinnan sé mikilvægasti þátturinn í ferlinu. Búningur verður aldrei betri en hugmyndin að baki hans. Mjög margir af frægustu og frumlegustu myndlistarmönnum þessarar aldar gerðu leikmyndir og búninga: Picasso, Miró, Paul Klee og fleiri og fleiri. Og rússnesku konstrúktívistarnir, Malevich er sennilega þekktastur þeirra, þau gerðu leikmyndir og búninga - dásam- lega búninga, ég held það hafi ekki verið gerðir betri búningar síðan. Vinna þessara lista- manna og -kvenna hélst náið í hendur við byltingarkennd- ar hugmyndir leik- stjóra um hreyfing- armynstur leikar- anna. Hreyfingarnar skyldu vera stórar, jafnvel vélrænar. Þarna var vafalaust Meyerhold ffemst- ur. Þetta var á öðr- um og þriðja áratug aldarinnar. Þetta tímabil var mikill uppgangstími í myndlist og einnig í leiklist, á þeim stöðum þar sem ffamúr- stefnuleiklist var stunduð, og einnig eru ódauðlegustu kvikmyndir sögunnar, þöglu myndirnar, gerðar á þessum tíma. Eins og myndir Chaplins. Já, einmitt. Chaplin gerir sína fyrstu mynd 1914, Dreyer gerir Heilaga Jóhönnu 1928, um það leyti sem fyrsta talmyndin kom fram. Á sama tíma gerir Davíð Ganz sjö klukkustunda kvikmynd um Napóleon, sem þarf að sýna á þremur tjöldum í senn. Hún átti þó aðeins að vera fyrsta mynd af þremur um Napóleon. I þessari mynd tekst honum að koma litum franska fánans að með því að lita heilu fletina. Þessi mynd er eitthvað það magnaðasta sem ég hef upp- lifað. Hvernig stóð tœknin á þessum tíma? Tæknin stóð hugmyndunum oft fyrir þrif- um. Breskur leikmynda- og búningahöfund- ur og leikstjóri, Gordon Craig, mjög stór- huga listamaður, gerði t.d. í Moskvu sýningu á Hamlet, þar sem leikmyndin hrundi öll fá- einum mínútum fyrir frumsýningu. Hún var einfaldlega of stór í sniðum og byggð á tækni sem ekki voru forsendur fýrir á þeim tíma. Það hrundi fyrst einn stór fleki og síð- an hrundi öll myndin eins og spilaborg. Þessi framsækni listamaður, Gordon Craig, lagði líka alltaf sérstaklega mikla rækt við lýsinguna, hann teiknaði hana og sömuleiðis búningana inn í teikningar sínar af leik- myndum. Og það gerðu rússnesku konstrúktívistarnir líka. Það er varla að tæknin leyfi okkur enn í dag að gera það sem þeim einhvernveginn tókst að gera í sam- bandi við lýsingu. Þetta er eins og í kvik- myndunum, það er ótrúlegt hvað þessum frumkvöðlum tókst, þrátt fyrir frumstæða tækni, maður gapir af undrun. Þetta hefur eiginlega verið framúrstefna? Já, þetta var framúrstefna. Framúrstefnu- leikhús hefur alltaf þrifist samhliða, eigum við að segja, leikhúsi sem hefúr verið gamal- dags á hvaða tíma sem er. Natúralismi í leik- húsi leyfir okkur í besta falli að vinna stund- arsigra, hann fleytir okkur ekkert áfram, með honum verður engin þróun. Natúral- isminn lifir enn tiltölulega góðu lífi, en þó eru leikhúslistamenn farnir að nota hann meðvitað, sem stílbragð. Mér finnst samt t.d. nýja tónlistin og það besta í myndlist samtímans standa leikhúslistunum framar í dag. Afhverju? í hverju finnstþérþað birtast? Kannski leitast leikhúsið í of ríkum mæli við að þóknast lágkúrulegum og að ég held ímynduðum þörfúm áhorfenda og þarmeð markaðshyggjunni. Annars er svo makalaust hvað leikhúsið er geysilega fjölskrúðug list- grein, þar sem vægið getur verið á svo mis- munandi þáttum. Við höfum leikhús leikarans, þar sem leikarinn þarf nánast ekkert annað en sjálf- an sig, rými fyrir áhorfendur og ljós til að sjást. Við höfum leikhús leikstjórans, þar sem sýningin byggist algerlega á greiningu hans og stjórn. Við höfum leikhús leikskáldsins, þar sem allir aðrir þætti lúta texta höf- undar eða leiðbein- ingum, því það er ekki gefið að handrit byggist á texta, og við höfum hið sjónræna leikhús, sem byggist á sýn leikmynda- og búningahöfundar, en get- ur einnig byggst á sýn ljósahönnuðar eða t.d. förðunarmeistara, svo framarlega sem þeir eru myndlistarmenn. Geturðu nefnt eitthvert dcemi um þetta? Já, mér er ofarlega í huga, sem dæmi um leikhús leikarans, sýning The Living Theatre á Antígónu. Þar var eiginlega um að ræða andbúninga og andleikmynd. Það er að segja að leikmyndin og þó sérstaklega búningarn- ir voru meðvitað látnir vinna gegn leikurun- um til að þeir gætu sigrast á þeim. Ég get nefnt Antígónu sjálfa, sem var leikin af rosk- inni leikkonu, sem auðvitað hafði ekki þvengmitti ungrar konu. Búningur hennar samanstóð af þröngum, svörtum buxum, sem voru víkkaðar með því að setja kíl í bak- Líkan Gordons Craig ai> Hamlet-sýningu þeirri sem minnst er á í viðtalinu. 19

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.