Leikhúsmál - 01.06.1997, Blaðsíða 26

Leikhúsmál - 01.06.1997, Blaðsíða 26
LEIKHÚSMÁL Leikritfyrir samrýmt þríeyki Verkurinn var bara sá að Noel Coward hafði ekki hugmynd um hvers konar leikrit hann ætlaði að skrifa. Það sem eftir var ferðalagsins gegnum Patagoníu, Chíle, Perú og Colombíu gerði hann margendurteknar og örvæntingarfullar tilraunir til að kreista fram hugmyndir, finna viðeigandi umgjörð og söguþráð fyrir þrjár persónur, án árang- urs. Ekkert sem fyrir augu og eyru bar veitti honum innblástur. Það var ekki fyrr en á siglingu með norskum fraktara, frá Panama norður til Los Angeles, þegar talsvert var liðið á ferðina að Noél hnaut um hug- myndina sem hann hafði verið að leitað að. Þegar sú hugmynd hafði gerjast í kolli hans fáeina stundarfjórðunga tók það hann að- eins tíu daga að skrifa Design for Living og vel að merkja: ,meistarinn‘ vann aðeins á morgnana. Svört og siðlaus kómedía Design for Living er líklega hvað næst því sem Coward hefur komist að skrifa ,svarta kómedíu' eða .gráglettinn gamanleik1 auk þess sem eftirtektarvert er hve framvinda og bygging er laus í rásinni en komedíur hans voru yfirleitt afar fágaðar og rammbyggðar. Verkið er í raun alveg sér á parti; ólíkt öðr- um hans helstu kómedíum og langt frá að vera dæmigerð kómedía síns tíma. Samt sem áður á Design margt sammerkt með t.d. Fallen Angels, Hay Fever og Private Lives, ekki síst vegna þess að það fjallar um fólk sem getur illmögulega búið saman en getur þó ekki á heilu sér tekið nema það búi sam- an. I Design er það þríhyrningurinn Gilda, Ottó og Leó; þau hafa komist að raun um að „allt er þegar þrennt er“, eins máltækið segir, og hvað þau snertir er það í rauninni eina leiðin til þess að lifa af. Noél byggir leikritið á klipptum og skorn- um þríkanti: Gilda elskar Leó og Ottó, báðir elska þeir hana en eru jafnframt hollir hvor öðrum. Allar tilraunir Gildu til að útiloka annan hvorn þeirra eru dæmdar til að mis- takast og þegar tjaldið fellur í lokin hafa þau öll gert sér ljóst að lífsstíll þeirra getur aldrei orðið öðruvísi en þríhliða. Sjálfur lýsir Coward vandamálum þessa þríkants á þessa leið: Þessi tungulipru, viðsjálverðu og sið- lausu mannkerti hafa fundið lífi sínu makalausan farveg en það er einungis vegna þess að þeim er ekki sjálfrátt. Þau laðast ósjálfrátt hvert að öðru en afleið- ingarnar eru sífelldir árekstrar. Þau eru líkt og flugur í ljóskeilu: eira engu í ein- manalegu myrkrinu fyrir utan en eru jafn ófær um að deila ljósinu án þess að lenda í sífelldum árekstrum og rekast utan í og særa vængi hvert annars. ímynd Noél Cowards í persónu Leós, leikritahöfundarins sem hlýtur skyndilegan vegsauka, skrifaði Noél rullu handa sjálfum sér, sem hafði til að bera þó nokkur líkindi með hans eigin persónu og því hvernig lífsmáti hans var á árunum eftir að hann skrifaði The Vortex. LEÓ: ... það fer ekki hjá því að þeim mun betur sem mér vegnar þeim mun líklegra er þetta fólk til að gera sér dælt við mig. Ég hef ekki nokkra trú á vin- skap þess, og ég tek þau engan veginn al- varlega en ég hef gaman af þeim. Líklega töluvert meira en þau af mér! Ég nýt þess arna. Ég hef keppt að þessu alla mína hundstíð. Leyfum þeim að eltast við mig! Þau munu áreiðanlega kasta mér fyrir róða þegar þar að kemur, þeg- ar þau verða þreytt á mér; en kannski verð ÉG fyrri til að þreytast. Frá og með frumsýningunni á Vortex má segja að opinber ,ímynd‘ Noél Coward hafi formlega og af festu sagt skilið við hans raunverulegu persónu. Hann hóf að gefa yf- irlýsingar í viðtölum, sem gáfú til kynna að hann væri latur, samkvæmishneigður spila- gosi, en ætti það til þegar tími gæfist til á milli heimboða að hrista fyrirhafnarlaust fram úr erminni leikrit sem slægju sam- stundis í gegn. Þetta var vitaskuld í full- kominni mótsögn við raunveruleikann; Noél var ástríðufullur og vinnusamur leik- ritahöfundur og vann hörðum höndum að verkum sínum en þar sem hann varð þess fljótt áskynja að fjölmiðlafólk hafði meiri áhuga á litríkum sérframtrönulegum per- sónuleikum en drungalegum, sívinnandi kúnstnerum, lét hann narrast til að sviðsetja alls kyns uppákomur og impróvíseraða leik- þætti fyrir blaðamenn, í því skyni að hafa ofan af fyrir lesendum: Ég var afar opinskár við þá alla, síbros- andi og reytti af mér hnyttiyrðin; tjáði skoðun mína á hinum aðskiljanlegustu málefnum, tók t.d. þátt í rökræðum um hvort ,nútímastúlkan‘ yrði góð móðir og sagði álit mitt á nútímabókmenntum og leikritum. Það sem haft er orðrétt eftir Coward hér að framan notar hann tvívegis, nánast óbreytt, undir lokin í fyrsta atriði annars þáttar í Design for Living, t.d. þegar Leó þarf að fást við vindblaðabelginn frá síðdegisblaðinu Standard. Gagnrýnendur Design for Living hlaut ágætar viðtökur og gekk vel og lengi en svo sem ekki átakalaust. Það má teljast djörf skák hjá Coward að tefla fram þríhyrndu bandalagi tveggja karla og einnar konu enda þótti það óhjákvæmilega ljá leikritinu blæ siðleysis. Bandarískir áhorfendur jafnt sem gagnrýnendur tóku verkinu því með allnokkrum fyrirvara þegar það var frumsýnt, þrátt fyrir að athæfi per- sóna á leiksviðinu væri að öllu leyti innan venjulegra velsæmismarka, ef frá er talið það þegar þau öll þrjú veltast um af hlátri um það bil er tjaldið fellur í leikslok. En líkt og í öðrum verkum Cowards er það ,undirtext- inn‘ í Design sem er kjöftugastur allra í verk- inu: það sem persónurnar láta ósagt. Einn eða tveir gagnrýnendur vestra komust furðu nálægt því að lýsa verkinu beinlínis með orðum Ottós, hins svikna eig- inmanns Gildu, sem „viðbjóðslegu, þrí- strendu, erótísku svartatgalli“. Coward á hinn bóginn gerir áhorfendum það alveg ljóst í upphafi að persónur hans eru ,lista- menn' (Ottó málar, Leó skrifar og Gilda er innanhússarkitekt); listamenn sem eiga litla samleið með venjulegu, dauðlegu fólki og hvers friðhelgi verður ekki rofin með borg- aralegum siðgæðislögmálum. 1 Alfred Lunt (1892-1977) og Lynn Fontanne (1887-1983). Einhver dáðustu leikarahjón Broad- way-leikhúsanna í meira en hálfa öld. Sögð jafnvíg á kómedíu og tragedíu, í klassískum verkum jafnt sem nútímaverkum. Raunsæisleikmáti var þeirra sérgrein. Þekkt meðal kolleganna fyrir brennandi ástríðu í starfi svo stundum stappaði nærri sér- visku: áttu það m.a. til að kalla út aukaæfmgu til að lagafæra smáatriði á síðasta sýningardegi. Ævi- löng tryggð þeirra við landsbyggðina var alkunna. Útlátasöm og þreytandi leikferðalög voru þeirra ær og kýr, þótt ,breiðvangur‘ New York-borgar væri alla tíð bækistöð þeirra. Einnig þóttu þau einstök í sinni röð fyrir það hve lítt þau sinntu auðsöfhun, þrátt fyrir lykilaðstöðu í þeim efnum. Ölíkt flestum kollegum sínum veittu þau ævinlega viðnám af mikilli staðfestu þegar mógúlar Hollywoodborgar báru í þau víurnar. Þeirra verð- ur og lengi minnst fýrir tryggð við The Thetare Guild, þ.e. samtök sjálfstæðra leikara á Broadway, á sama tíma og þau hefðu getað þegið margfalt hærri laun frá leikhúsum kaupahéðnanna. Árið 1958 var Globeleikhúsið á Broadway nefnt upp á nýtt og þá eftir þeim hjónum, þ.e. ,Lunt-Fontanne Theatre*. 26

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.