Leikhúsmál - 01.06.1997, Blaðsíða 15
LEIKHUSMAL
Úr leikgeröinni af Birtingi, en í þeirri sýningu nýttist hrátt húsrými gömlu Bæjarútgerbarinnar frábærlega.
fengum að setja það hingað inn. Við urðum
að láta eins og þetta myndi reddast. Síðan
byrjuðum við að rembast hér með tuskur og
kústa upp um alla veggi. Allt var þetta upp á
von og óvon. Gott ef ekki var skrifað undir
leigusamning á ffumsýningardag!
Frumsýningin var um miðjan september
(’95) - og nú gerðust undur og stórmerki,
svolítið ótrúlegt. Leikurinn fékk rífandi
gang. Það er ekki oft sem svonalagað gerist
hjá leikhópum. Þarna var á ferðinni lítill
hópur, ungt fólk. Aðsóknin varð svo mikil að
horfði eiginlega til vandræða. Engan hafði
órað fyrir þessu. Við þóttumst góð ef þetta
gengi fram undir jól. Verkið gekk fram á
sumar. Bærinn hafði ekki reiknað með að
þurfa að borga húsaleigu til einhverrar
frambúðar.
Einu jákvœðu fréttirnar úr
Hafnarfirði
Við vorum komin á kortið. Allir vissu af
Hafnarfjarðarleikhúsinu. Við sögðum gjarn-
an í gamni að við værum einu jákvæðu frétt-
irnar úr Hafnarfirði allt þetta ár. (Það þarf
varla að rifja upp hvað gekk þar á í pólitík-
inni og víðar, til dæmis klúður og læti út af
listahátíð).
Fyrir lá munnlegt vilyrði ffá bænum um
fyrirgreiðslu við leikhópinn, í það minnsta
að við þyrftum ekki að greiða húsaleigu.
Fyrir bæjaryfirvöld var það því visst áfall
þegar við fengum í fyrra úthlutað 16 millj-
ónum króna í rekstrarstyrk frá menntamála-
ráðuneytinu og tveggja ára samning. - Þetta
var mikill peningur og að sjálfsögðu erfitt
fyrir Hafnafjarðarbæ að neita um áffam-
haldandi stuðning. Kannski eru menn dálít-
ið montnir yfir því sem hér er að gerast. En
hitt er erfiðara: að átta sig á að þetta kostar
allt peninga.
Mikilvœgi agans
- Er þetta allt sama fólkið og byrjaði. Eruð
þið komin með einhvers konar stjórnskipan?
- Kjarninn er þetta fólk sem lék þjóðhá-
tíðardagskrána, þeir sem hafa haldið áfram
starfi sínu hérna. Við erum náttúrlega félag,
en við höfum ekki mjög fastmótað form á
því. Það var ákveðið að ég yrði leikhússtjóri
en svo tökum við ákvarðanir sameiginlega í
öllum veigamestu málum.
- Nú varst þú á samningi hjá Þjóðleikhús-
inu og nýkjörinn í Þjóðleikhúsráð þegar
þetta kom til. Vafðist það ekkert fyrir þér að
hverfa burt úr því stapíla umhverfi í þennan
slag?
- Það var skilyrði fyrir styrkveitingunni
að ég hætti í Þjóðleikhúsráði og á samningi
við húsið. Þjóðleikhússtjóri og ráðið voru
hins vegar svo vinsamleg að veita mér launa-
laust frí til þess að geta sinnt þessu. Það
hjálpaði manni óneitanlega að taka þessa
ákvörðun. Þetta var kærkomið tækifæri fyrir
mig að reyna fyrir mér sem leikstjóri.
- Stefndirðu að því að fara út í leikstjórn
strax og þú fórst í leiklistarskólann?
- Já, ég neita því ekki að það var alltaf
ofarlega í huga mér. - Ég var með plan, ætl-
15