Leikhúsmál - 01.06.1997, Side 23
LEIKHÚSMÁL
Gísli Rúnar Jónsson skrifar:
Noél Coward og önnur séní
- Um klassískar kómedíur -
Noél Coward með Lilian Gish i myndinni Hea rts of the World 1917.
Sýnishorn gamanleikja sem boðið hefur
verið upp á hérlendis á undanförnum
árum hefiir verið giska einlitt og hafa
saklausir leikhúsgestir fyrir bragðið farið á
mis við margvísleg lit- og stílbrigði sígildrar
kómedíu. En það eru ekki aðeins áhorfendur
sem bera skarðan hlut frá borði; leikhúslista-
mönnum eru afar sjaldan fengin til úrlausn-
ar verðug gamanleikjaverkefni með skipu-
lögðum hætti.
Kótnísk horttreka
Verkefnaval íslenskra atvinnuleikhúsa á
gamanleikjum einkennist af handahófi;
sömu sögu er oftast hægt að segja um upp-
færslurnar líka, enda svo sem að nokkru
leyti skiljanlegt þegar litið er til þess að
margir þeir sem æfðastir eru i meðferð gam-
anleikja koma þar hvergi nærri. Kómedí-
unni er hvergi ætlaður neinn vís staður á ís-
lensku sviði nema í áramótaskaupi (sumsé í
sjónvarpi), þó svo hún eigi vísan sess í hug-
um áhorfenda. Kómedíunni er sinnt í hjá-
verkum sem átaksverkefni til fjáröflunar
þegar illa árar, sem rifjar upp þá óþægilegu
staðreynd að kómedían hefur ævinlega fjár-
magnað tragedíuna.
Kómísk nœring
Kómískur næringarskortur íslenskra leik-
húsgesta jafnt sem leikara hefur getið af sér
illkynja ranghugmyndir, sumar nánast
ólæknandi, en þar ber t.d. hvað hæst kröf-
una um amerískættaðan bíómyndaleik eða
,hófleik‘, þ.e. andheiti ,ofleiks‘, samkvæmt
opinberri flokkun þeirra er íjalla um störf
leikhúslistafólks í íslenskum fjölmiðlum.
Uppeldisstofnun íslenskra leikara framtíðar-
innar, Leiklistarskóli íslands, leggur heldur
enga rækt við kómíska leiktækni og ekki er
vitað til þess að þeir sem fremstir eru meðal
jafningja á vettvangi íslenskrar kómedíu hafi
nokkurn tíma verið kallaðir til kennslu eða
tilsagnar þar á bæ.
Klassískar kómedíur
Rétt er þó að vekja athygli á því að margar
afbragðsgóðar, klassískar kómedíur hafa
ratað upp á íslenskt leiksvið og stöku sinn-
um höfum við fengið að sjá farsa eftir séní á
borð við George Feydeau og Dario Fo eða
rustaleg ærslaverk Moliéres og Holbergs.
Einu sinni á öld eru hér til sýnis drepfyndnir
misskilningsfarsar Shakespeares (þeir hafa
þó ekki allir verið sýndir en eru til þýddir)
en enskar endurreisnarkómedíur, einhver
besta skrílsskemmtan sem til er af ættmeiði
gamanleiksins, sjást hér aldrei á sviði. Dug-
legum íslenskum leikhúsáhorfanda innan
við fertugt með stúdentspróf og fasta áskrift
á tvö til þrjú leikhús, myndi bregða í brún ef
hann heyrði nöfn eins og Ben Jonson,
Beaumont & Fletcher, Congreve, Messinger,
Sheridan, Vanborough, Webster, Oscar
Wilde, Shaw, Pinero eða Noél Coward. Hvað
þá ef hann sæi með eigin augum uppfærslur
á kómedíum þessara höfunda. Heyrst hefur
kvartað yfir engilsaxneskum yfirgangi á ís-
lensku leiksviði síðustu ára. Um þá upp-
vöðslusemi skal ekkert fúllyrt en þó er víst
að þar eiga ekki hlut að máli kómískir penn-
ar á borð við t.d. Alan Bennet, Alan Ayck-
bourn, Caryl Churcill, David Hare, David
Storey, Howard Brenton, Keith Waterhouse,
Peter Barnes, Peter Nichols, Peter Shaffer,
Simon Gray, Trevor Griffíths, Willis Hall,
Tom Stoppard eða Neil Simon, svo einhverj-
ir séu nefndir.
Sú var tíðin að verk sumra þeirra leik-
skálda sem tilfærð eru hér að framan þóttu
23