Sumardagurinn fyrsti - 18.04.1957, Síða 5

Sumardagurinn fyrsti - 18.04.1957, Síða 5
SUMARDAGURINN FYRSTI 3 r*" r e umcip- Þegar sumarsól á fjöll setur fyrsta sporið, hún er að kalla ykkur öll út í fagra vorið. Hún á margan hýran dag handa sinum börnum: Svanaklið og lóulag, Ijós á grund og tjörnum. ísland á svo undurmargt yndi til að veita þeim, sem vilja vinna þarft, vaskir drengir heita. Út við strönd og uppí sveit alltaf muntu finna einhvern vœnan vaxtarreit vinnu og leikja þinna. Veiztu, að þín unga sál á að lœra og skilja barna, dýra, blóma mál, boðorð Drottins vilja. Gáðu þess, sem ólœrt er eða stirf í munni. íslands skóli er opinn þér úti í náttúrunni. i; ^SicjurÉur (Si maróáon Þú átt enn þitt vaxfarvor vona og sumargaman. Vilji, drenglund, vit og þor vaxi hjá þér saman. Þú átt að bera sumarsól söng og yl í bœinn, þegar fönnin þekur hól, þegar styttir daginn. Láttu sól og Ijúfan blœ leika um vanga bjarta. Mundu, að geyma ísland œ innst í þínu hjarta. Þá mun hönd þín hög og góð hlúa vexti og friði. Alltaf vinna okkar þjóð, alltaf verða að liði.

x

Sumardagurinn fyrsti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.