Fréttablaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 10
Fólk gengur í alls konar vörumerkjum. Ef það gengur í 66°Norður, af hverju ekki Bónus? Baldur Ólafsson GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Verslanir Bónuss hafa nýlega hafið sölu á fatnaði, bæði í verslunum og á vefverslun fyrirtækisins. Mikil eftir- spurn frá erlendum ferða- mönnum leiddi til þess að Bónus fór að bjóða upp á fötin og hafa pantanir borist víða að. Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónuss, segir að tískulína fyrir- tækisins eigi rætur að rekja til ársins 2019 þegar hann fór að finna fyrir mikilli eftirspurn eftir fatnaði frá erlendum ferðamönnum sem versluðu í búðinni. „Það var mikið spurt hvort við værum með einhvern fatnað frá erlendum aðilum sem komu til Íslands og elskuðu landið. Þeir hafa þá verið að versla í Bónus og tekið einhverju ástfóstri við búðina. Kannski líka af því við erum alltaf með ódýrustu körfuna og erum þar af leiðandi að hjálpa þeim í þessu dýra landi sem við erum í,“ segir Baldur. Hann bætir við að það veiti ferða- mönnum ákveðið öryggi að Bónus sé með sama verð alls staðar á land- inu og að það gæti líka útskýrt það jákvæða viðhorf sem útlendingar hafa til verslunarinnar. Baldur seg- ist hafa fengið á seinustu misserum nánast vikulegar fyrirspurnir en að ekki hafi myndast neinn tími til að mæta þeim fyrr en í haust. „Við byrjuðum á að setja þetta inn í verslanir fyrir innanlands- markað í tilefni Menningarnætur og við höfðum þá spurt á Facebook: Er Bónus menning? Í kjölfarið var nánast áhlaup á búðina og öll fötin seldust bara strax upp.“ Bónusverslanir í Kjörgarði og Smáratorgi voru þær fyrstu sem buðu upp á fatnaðinn en til að mæta eftirspurninni var ákveðið að bæta við fötum í verslanir í Borgar- nesi, á Akureyri, Selfossi, Hvera- gerði og við Fitjar. Baldur segir það einnig gott að geta heiðrað gamla grísinn og gefið honum líf, en Bónus gerði Íslandsóðir Taívanar í Bónusfötum Markaðsstjóri Bónuss segir að eftirspurnin eftir Bónusfatn- aði hafi verið gríðarleg. FRÉTTABLAÐIÐ/ vALLI helgisteinar@frettabladid.is Jólagestir Björgvins fóru fram um síðustu helgi og voru tónleikarnir haldnir alfarið á vegum Senu í fyrsta skiptið. Björgvin Halldórsson og Sena hafa haldið jólatónleikana seinustu fimmtán árin og hafa fram til þessa deilt þeim til helminga. Fyrr á þessu ári var hins vegar gert samkomulag um að Sena myndi kaupa hlut Björgvins í tónleik- unum. Í kjölfarið var gerður lang- tímasamningur við söngvarann um það hvernig samstarfið færi fram og hvernig tónleikunum yrði háttað í framtíðinni. Ísleif ur Þórhallsson, f ram- kvæmdastjóri Senu, segir að kaupin hafi engu breytt hvað varðar tón- leikana sjálfa og að slíkar ákvarð- anir séu algengar þegar tónlistar- menn verða eldri. „Þetta tíðkast mjög mikið þegar listamenn fara að eldast og byrja að hugsa sín mál. Erlendar stórstjörnur hafa til dæmis selt útgáfuréttinn á tónlistinni sinni. Bob Dylan seldi til að mynda allan réttinn á lögunum sínum til stóru plötufyrirtækjanna og fékk bara eingreiðslu fyrir það,“ segir Ísleifur. Það hafi verið mjög mikill vilji hjá báðum aðilum og samkvæmt framkvæmdastjóra hentaði sam- komulagið öllum mjög vel. „Það er ekki hægt að gera svona samkomulag nema það sé mjög mikið traust og góður vinskapur á milli beggja aðila. Það var gert sam- komulag um að hann haldi áfram að koma fram og sé til skrafs og ráða- gerða og innan handar. Þannig að allt var mjög vinalegt og á þessum tíma töldum við þetta vera mjög góð hugmynd.“ Hann bætir við að tónleikarnir verði alltaf í sífelldri þróun í takt við breytingar í samfélaginu. „Mark- aðurinn og aðstæður eru alltaf að breytast þannig að ef við myndum alltaf leyfa tónleikunum að vera alveg eins þá myndu þeir bara líða undir lok. Við viljum bara alltaf gera rosalega f lotta tónleika sem fólk langar mjög mikið að sjá.“ n Björgvin hefur selt Senu sinn hluta Ísleifur Þórhallsson segir samkomulagið mjög hentugt fyrir báða aðila. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR breytingar á útliti gríssins og letur- gerðinni sem var notuð í firma- merki verslana í fyrra. Hann segir tímasetninguna ekki vera hluta af neinu samsæri til að selja fatnað en að það sé skemmtilegt að geta selt báða grísina. Að sögn markaðsstjóra er erfitt að sjá aldurshóp kaupenda en sam- kvæmt nöfnum viðskiptavina virð- ist meirihluti þeirra vera Íslending- ar, eða um fjórir af hverjum fimm. Engu að síður sé mikið um stórar pantanir að utan. „Það var til dæmis ein pöntun í morgun frá Taívan og það var engin smá pöntun. Hún var alveg yfir 100 þúsund krónur bara í fatnaði. Ég held að það hafi verið 16 litlir retro bolir, sex miðstærðarbolir og níu stórir bolir. Svo ofan á það voru pantaðir 17 bónuspokar og der- húfur með.“ Baldur segist hafa spurt einstakl- inginn sem pantaði að gamni hvort hann ætti stóra fjölskyldu. „Þá er þetta víst þannig að þetta er einhver 1.500 manna hópur í Taívan sem elskar Ísland og elskar Bónus sem er að panta saman.“ Hann bætir við: „Fólk gengur í alls konar vörumerkjum. Ef það gengur í 66°Norður, af hverju ekki Bónus?“ spyr Baldur. n Helgi Steinar Gunnlaugsson helgisteinar @frettabladid.is 10 Fréttir 21. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFréttablaðiðMARKAÐURInn 21. desember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.