Fréttablaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 12
Vinsælustu þrír áfanga-
staðirnir yfir hátíðar-
dagana eru London,
París og Kaupmanna-
höfn.
En heilt yfir þá stefnir í
góð ferðaþjónustujól í
ár og vonandi að
veðurguðirnir standi
með okkur.
Skapti Örn Ólafs-
son, upplýsinga-
fulltrúi SAF
Árin 2020 og 2021
voru náttúrlega Covid-
jól, þannig að það var
minna um boð í
heimahúsum.
Sigfús Sigurðs-
son, eigandi
Fiskbúðar Fúsa
helgisteinar@frettabladid.is
Elon Musk, eigandi Twitter, virðist
hikandi í þeirri ákvörðun að stíga til
hliðar sem forstjóri miðilsins þrátt
fyrir niðurstöður úr eigin skoðana
könnun sem sýndu að meirihluti
notenda vill sjá hann fara. Musk
spurði á Twitter á sunnudag hvort
hann ætti að stíga til hliðar sem for
stjóri Twitter.
Eigandinn sagði að hann myndi
virða niðurstöðurnar og enduðu
57,5 prósent notenda á því að svara
spurningu hans játandi. Musk lét
ekki mikið í sér heyra eftir að niður
stöðurnar voru birtar en hann var
þá á úrslitaleik heimsmeistaramóts
ins í fótbolta í Katar.
Þögnin var loksins rofin þegar
hann svaraði ábendingum nokk
urra notenda sem héldu því fram að
falsreikningar hefðu skekkt niður
stöður skoðanakönnunarinnar.
Hann virtist sammála tillögum
nokkurra notenda um að aðeins
þeir sem væru áskrifendur með svo
kallað staðfest blátt merki við nafn
sitt ættu að fá að kjósa og þar með
hafa áhrif á stefnu fyrirtækisins.
Þar sem Elon Musk er meirihluta
eigandi samfélagsmiðilsins getur
enginn neytt hann til að stíga til
hliðar, en óútreiknanleg hegðun
hans undanfarnar vikur hefur leitt
til þess að jafnvel hans nánustu bak
hjarlar hafa slitið tengsl við hann.
Sama dag og könnunin var birt
ákvað eigandinn einnig að banna
alla hlekki sem beindu notendum
á aðra samfélagsmiðla eins og Face
book, Instagram, Mastodon og jafn
vel óþekktari miðla eins Nostr. Sú
ákvörðun var dregin til baka sam
dægurs og baðst Musk afsökunar á
ringulreiðinni.
Elon Musk er þekktur fyrir að
nota skoðanakannanir sem leiðar
vísi fyrir stefnubreytingar. Donald
Trump var til að mynda hleypt aftur
á Twitter eftir slíka könnun. Ekki er
vitað hver næstu skref eigandans
verða en Musk gaf til kynna í sein
asta mánuði í samtali við dómara í
Delawarefylki að hann vildi draga
úr þátttöku sinni á Twitter. n
Elon Musk hikandi eftir niðurstöður
Elon Musk er þekktur fyrir að nota
skoðanakannanir sem leiðarvísi fyrir
stefnubreytingar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
helgisteinar@frettabladid.is
Áhugi Íslendinga á skötuveislum
er nú kominn aftur í sama horf og
hann var fyrir heimsfaraldur, að
sögn eigenda fiskbúða og veitinga
staða.
Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi
landsliðsmaður í handbolta og
eigandi Fiskbúðar Fúsa, segir það
enn of snemmt að meta hvernig
skötuárið í ár verði í samanburði við
fyrri ár. Engu að síður segist hann
finna fyrir auknum áhuga á meðal
almennings.
„Stærstu dagarnir hafa alltaf verið
21. og 22. desember, en það virðist
vera meira um það að einstaklingar
séu að kaupa skötu en áður fyrr.
Árin 2020 og 2021 voru náttúrlega
Covidjól, þannig að það var minna
um boð í heimahúsum,“ segir Sigfús.
Múlakaffi segist búast við rúm
lega 900 manns á Þorláksmessu og
er það á pari við þann fjölda sem
sást fyrir heimsfaraldur. Margir hafi
einnig hringt og spurt hvort það séu
fleiri dagar í boði til að gæða sér á
skötu.
Sigfús bætir við að þó svo að skat
an sé í aðalhlutverki á Þorláksmessu
sé mikið selt af síld, humar og öðrum
fisktegundum. „Það er oft þann
ig að þegar búið er að borða kjöt á
aðfangadag og hangikjöt á jóladag
og annar í jólum er svo tileinkaður
afgöngum, þá er kominn tími á að fá
eitthvað léttara í magann. Þá er rosa
lega gott að grípa í fiskinn.“ n
Skötufnykur umlykur heimilin á ný
OPIÐ
10–19
Í DAG
OPIÐ
10–14
Á AÐFANGADAG
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is
Aðsókn ferðamanna á Kefla
víkurflugvöll yfir hátíðirnar
hefur sjaldan verið meiri en
hún er í ár. Upplýsingafulltrúi
Samtaka ferðaþjónustunnar
segir að aukningin sé merki
um að Ísland sé sterkur
áfangastaður og að hótelnýt
ing verði einnig mjög góð.
helgisteinar@frettabladid.is
Grétar Már Garðarsson, forstöðu
maður f lugfélaga og leiðaþróunar
hjá Isavia, segir að farþegaf lugs
hreyfingar á hátíðardögunum í
ár verði töluvert f leiri en þær hafa
verið síðastliðin ár. Flugtök og
lendingar á aðfangadag, jóladag og
gamlárskvöldi verða næstum því
tvö hundruð.
„Hreyfingar yfir þessa þrjá daga
eru 192 í ár samanborið við 157 árið
2019 – það er, síðustu jól og áramót
fyrir Covid19 heimsfaraldurinn.
Flestar ferðir eru til og frá London,
Kaupmannahöfn og Osló. Þetta
sýnir enn frekar hve endurheimtin
á Keflavíkurflugvelli hefur gengið
vel,“ segir Grétar.
Hreyfingarnar til og frá Keflavík
urflugvelli í ár munu skiptast í 107
komur og 85 brottfarir. Þar munu 13
flugfélög fljúga til 43 áfangastaða í
Evrópu og NorðurAmeríku, en vin
sælustu þrír áfangastaðirnir yfir
hátíðardagana eru London, París
og Kaupmannahöfn.
Skapti Örn Ólafsson, upplýsinga
fulltrúi Samtaka ferðaþjónust
unnar, segir að hvað jól og áramót
varðar séum við að nálgast svipaða
stöðu og við upplifðum fyrir heims
faraldur.
„Á aðfangadag er áætlað að 44
f lugvélar lendi á Kef lavíkurf lug
velli. Á árunum 2016 til 2018 voru
á bilinu 40 til 50 vélar að lenda, en
árið 2019 lentu 33 vélar hér á landi
þann dag. Á gamlársdag er áætlað
að 43 flugvélar lendi á Keflavíkur
flugvelli samanborið við 50 til 60 á
árunum 2016 til 2019. Þetta er sann
arlega merki um að Ísland er sterkur
áfangastaður fyrir ferðamenn.“
Að sögn Skapta hafa áramót á
Íslandi lengi verið mjög vinsæl
meðal erlendra ferðamanna en
jólin hafa einnig verið að sækja í sig
veðrið. „Á suðvesturhorni landsins
stefnir í mjög góða nýtingu á hót
elum og gistiheimilum yfir jólin
og er nánast uppbókað yfir ára
mótin. Það er hins vegar ekki upp
selt á landsbyggðinni, þannig að þar
liggja mikil tækifæri. En heilt yfir þá
stefnir í góð ferðaþjónustujól í ár og
vonandi að veðurguðirnir standi
með okkur,“ segir Skapti Örn.
Í ár er búist við að nýársdagur
og annar í jólum verði eins og hver
annar dagur í f lugstöðinni. Þann
1. janúar 2023 munu 120 farþega
flugshreyfingar eiga sér stað á Kefla
víkurflugvelli til og frá 38 áfanga
stöðum, þar af verða f lest f lug til
og frá London, Kaupmannahöfn og
Osló. Er þetta sami fjöldi f lugs og
var á nýársdag árið 2019 en töluvert
meira en síðustu þrjú ár.
Þessar spár eru í takt við það
sem kom fram á fundi Isavia fyrr í
mánuðinum en þar var greint frá
því að Ísland hefði náð til baka 95
prósentum af allri þeirri ferðaþjón
ustustarfsemi sem landið tapaði í
faraldrinum, miðað við 50 prósenta
endurheimt á alþjóðavísu. n
Metaðsókn er yfir jólin
Jólaferðalög á
meðal erlendra
ferðamanna
hafa verið
að sækja í sig
veðrið.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
12 Fréttir 21. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFréttablaðiðMARKAÐURInn Fréttablaðið 21. desember 2022 MIÐVIKUDAGUR