Fréttablaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 32
JólatónleikaR Kór Íslensku óperunnar Þorláksmessa kl. 16.00 í Hörpuhorni Aðgangur ókeypis Bækur Urta Gerður kristný Fjöldi síðna: 99 Útgefandi: Mál og menning Kristján Jóhann Jónsson Urta er þaulhugsaður og glæsilegur ljóðabálkur um konu og lífsbaráttu hennar í harðri náttúru. Í bók- menntapistli Víðsjár kom fram að formóðir höfundarins, ljósmóðir á Ströndum, væri fyrirmynd kon- unnar sem lýst er í ljóðabálknum. Það skiptir reyndar litlu því höf- undurinn tekur sér þau skáldaleyfi sem honum sýnist og skapar bæði ljóðmælanda og sögu. Gerður hefur áður sent frá sér vandaða ljóðabálka þar sem sagðar eru sögur í meitluðu formi. Formið á Urtu minnir á Eddukvæði eins og form fyrri bálka, sérstaklega á fornyrðislag sem mér f innst reyndar með fegurri bragarhátt- um á íslensku. Það er línulengdin í þessum kvæðum sem leiðir hug- ann að fornyrðislagi og reyndar stuðlasetningin líka. Línufjöldi er þó annar og kvæðin nútímaleg að sniði. Hárbeitt myndvísi Myndvísi Gerðar er hárbeitt: sefj- andi, óreglulegt innrím og hófstillt en markviss stuðlasetning. Sagt er frá stórbrotnum örlögum, lífsbar- áttan mótar textann og ákvarðar form hans: „… bindum reipi, um keipa/ Standi, af okkur vindur, syndir selur á brott“; „Skerum á mænu, og æðar, svo vel blæði“. „dauðan rekur fugl á fjörur/ Norðan ofsagarður, gengur á land“. Annars staðar segir frá mannin- um sem „vatt ljóðmælanda undir sig lostaveturna miklu, varði veröld hennar ga rði og g leðin klukkaði krakka“. Þessum textabrot- um og tilvitnunum er ætlað að gefa ein- hver ja hu g my nd um textann en allt fær það merkingu af samhengi sínu þegar bókin er lesin. Náttúran gefur og tekur Konan sem er ljóð- mælandi og aðalper- sóna segir frá mis- kunnarlausri náttúru sem gefur og tekur. Heldur fólkinu lifandi þegar vel gengur en tekur líf þegar henni sýnist. Konan ríður net, heldur til veiða, saknar manns síns, sem er eitt af því sem lífið gaf henni, þjáist þegar hún missir barn, missir fót og segir frá vorkomu. Hún lifir gjöfulu en hættulegu lífi sem er linnulaus barátta, grimm en jafn- framt gjöful. Ljóðmyndirnar eru valdar af svo mikilli kostgæfni að hver og ein þeirra getur birt okkur það ósagða og krafist þess að við sjáum ýmislegt af því sem ekki er sagt, en liggur milli línanna. Þegar veturinn kemur er það ekki sagt beinum orðum. „… ís leggst að landi, f loti úr bítandi frosti/ segl saumuð úr hvínandi byl, hvössum ísnálum. Klakabrynjuð áhöfnin, ryðst upp eyrarnar, umkringir bæinn, byrgir okkur inni. Hel vindur sér inn … velur stelpu, gerir frostmark á fölt enni.“ Hinn banvæni vetur Allt myndmálið í þessu kvæði kjarnast í kringum hinn banvæna vetur sem er kominn til að drepa, taka toll af fólkinu, rétt eins og það sækir lífsbjörg úr hafinu. Hafísinn er skipafloti og Hel skipstjórinn. Enginn fær rönd við reist. Hún gerir frostmark á enni stelpu, ekki krossmark, en niðurstaðan er sú sama. Andstætt við þetta er svo atvikið þegar konan hjálpar urtu að fæða, gefur hafinu líf í stað þess sem hún og synir hennar tóku áður. Sam- band þessarar konu við nátt- úruna og sjálfa sig í náttúrunni er heillandi og minnir á það fallegasta úr menningu Sama, Íslendinga og Grænlend- inga. n Niðurstaða: Heillandi ljóðabók um sterka konu í mis- kunnarlausu umhverfi. Ljóðformið er afar fag- mannlegt, ljóðmæland- inn agaður og söguhetjan aðdáunarverð. Kona og urta Urta er nýjasti ljóðabálkur Gerðar Kristn- ýjar. Fréttablaðið/ Ernir 28 Menning 21. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFréttablaðiðMennInG Fréttablaðið 21. desember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.