Fréttablaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 17
Kolbrún
Baldursdóttir
sálfræðingur og
borgarfulltrúi
Flokks fólksins
Aðdragandi jóla er gleðitími fyrir
marga, börn jafnt sem fullorðna.
Jólin eru hátíð barna og kæti þeirra
og tilhlökkun til jólanna er einn
af hápunktum tilveru þeirra og
mun lifa með þeim í minningunni
þegar fram líða stundir. Í samfélagi
okkar finnst mörgum það sjálfsagt
að börn séu áhyggjulaus, geti notið
bernskunnar og hlakkað til ýmissa
viðburða í lífinu. Allt um kring eru
allsnægtir og úrvalið hefur aldrei
verið meira hvort heldur af mat,
fatnaði, leikföngum eða öðru afþrey-
ingarefni. Það skýtur því skökku við
að vita að hér búa fátækar barnafjöl-
skyldur sem hafa það slæmt og líður
illa. Húsnæðisvandi og hátt leiguverð
eru meðal þátta sem standa fyrir
þrifum. Það hafa ekki allar barna-
fjölskyldur húsaskjól. Sumar fá að
halla höfði hjá vinum eða ættingjum
í skamman tíma í senn eða búa í hús-
næði sem ekki er mönnum bjóðandi.
Fátækt er í mörgum tilfellum fylgi-
fiskur eða afleiðing annarra vanda-
mála, t.d. veikinda, þar með talið
geðrænna veikinda eða fíknivanda.
Börn foreldra sem glíma við lang-
vinn veikindi, líkamleg eða geðræn,
sitja oft ekki við sama borð og börn
heilbrigðra foreldra. Sama má segja
um börn sem búa á heimilum þar
sem áfengis- eða fíknivandi er til
staðar þótt slíkur vandi spyrji ekki
um félagslega stöðu eða efnahagslega
afkomu. Annar hópur barna sem
líða þjáningar eru börn sem búa á
ofbeldisheimilum. Heimilisofbeldi
finnst í öllum tegundum fjölskyldna,
óháð efnahag og félagslegri stöðu.
Börnin á þessum heimilum sem
hér hefur verið lýst hlakka oft ekkert
til jólanna né annarra hátíða nema
síður sé. Sum segjast hata jólin. Kvíði
og áhyggjur varna því að þau finni
fyrir tilhlökkun. Áhyggjur barna í
þessum aðstæðum snúast oft um
hvernig ástandið verði á heimilinu
um jólin.
Hvað er pólitíkin að gera til að
bæta stöðu þeirra verst settu?
Það er ekki nóg að hafa stórt hjarta
og skilning. Það þarf að framkvæma
og þeir sem hafa valdið eru þeir einu
sem geta gert raunverulegar breyt-
ingar. Þrátt fyrir hin ýmsu stuðn-
ingsúrræði í samfélaginu, þökk sé
fólki og hjálparsamtökum sem láta
sig fátækar fjölskyldur varða og
frjálsum félagasamtökum sem bjóða
upp á ráðgjöf þá dugar það skammt
ef fólk býr við óviðunandi aðstæður
eða glíma við alvarleg veikindi sem
þau fá hvorki lækningu né meðferð
við.
Flokkur fólksins er í minnihluta
bæði á Alþingi og í borgarstjórn.
Þingmenn og borgarfulltrúar flokks-
ins hafa ekki látið sitt eftir liggja
í baráttunni fyrir betri þjónustu
sem er í dag, því miður óviðunandi
eða ábótavant. Það gengur hægt og
stundum alls ekki neitt en kjörnir
fulltrúar Flokks fólksins eru bæði
þrautseigir og þrjóskir. Þótt f lest
okkar mál verði felld af meirihlut-
anum í borginni og af ríkisstjórninni
á Alþingi þá látum við ekki deigan
síga heldur berjumst áfram í þeirri
von og trú að með endurtekningu
og ítrekun á framlagningu góðra
mála mun dropinn að lokum hola
steininn.
Mér er oft hugsað til barnanna
sem nú bíða eftir að komast til skóla-
sálfræðinga og talmeinafræðinga
og fleiri sérfræðinga til að fá aðstoð
með sín mál. Á þeim biðlista eru
nú 2.049 börn en í fyrra, 2021, voru
Að jólin verði allra
þau 1.600 og árið 2018 voru þau 400.
Hver er staða þessara barna nú um
þessi jól? Hver er staða allra hinna
barnanna sem bíða eftir þjónustu
ríkisstofnana, t.d. Þroska- og hegð-
unarstöðvar og Barna- og unglinga-
deildar? Hver er staða barna sem búa
við erfiðar heimilisaðstæður, t.d.
geðræn vandamál foreldra, áfengis-
og vímuefnavanda foreldra og/eða
geðræn vandamál þeirra sem eiga að
annast þau? Hver er staða barna sem
hafa leiðst út í fíkn? Hver er staða
foreldra sem bíða eftir nauðsynlegri
aðstoð fyrir sig og/eða börn sín sem
ekki fæst fyrr en eftir dúk og disk
ef þá nokkurn tímann? Ég hef ekki
svörin en það stöðvar mig þó ekki
við að varpa upp þessum spurning-
um í þeirri von að þeir sem halda á
valdasprotanum leiti svara og grípi
til aðgerða til að laga stöðuna. Það
sem má alls ekki gera er að gera ekki
neitt. n
Miðasala á HARPA.IS og TIX.ISStjórnandi & kynnir: Sigurður Flosason
Glæsilegustu nýárstónleikar ársins!
Sívinsælir sveiflutónleikar Stórsveitarinnar eru sem
fyrr helgaðir tímabilinu 1930-50, þegar stórsveitir
réðu ríkjum á jörðinni og stjórnendur, söngvarar
og einleikarar voru popp stjörnur síns tíma.
Gesta söngvar eru Páll Óskar, Rebekka Blöndal
og Marína Ósk.
� 8. JANÚAR
� KL. 20.00
� ELDBORG
ssveeiifflunnarrr
PÁLL ÓSKAR
MARÍNA ÓSK - REBEKKA BLÖNDAL
MIÐVIKUDAGUR 21. desember 2022 Skoðun 17FréttAblAðið