Fréttablaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 16
n Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
fréttaStjórar: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is, Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101
reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, helgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
n Frá degi til dags
En á sama
tíma eru
hátíðarnar
líka erfið
og sterk
áminning
um þau
sem ekki
eru hér.
Úkraínu-
menn
voru því
vísvitandi
sveltir í
pólitískum
tilgangi.
ULLARJAKKI
NÁTTÚRUVÆN EINANGRUN
ÚR ÍSLENSKRI ULL
28.990,-
Á árunum 1932 til 1933 olli alræðisstjórn Stal-
íns hungursneyð í Úkraínu sem dró milljónir
Úkraínumanna til dauða. Hungursneyðin var
bein afleiðing þvingaðrar stefnu Sovétríkjanna
um samyrkjubúskap, auk þess sem svelti var
kerfisbundið beitt sem refsingu, meðal annars ef
bændur gátu ekki afhent tilskilið magn búvöru.
Svæðin sem urðu verst úti í þessum aðgerðum voru
girt af til að koma í veg fyrir að hungraðir íbúar
gætu f lúið milli svæða og til að koma í veg fyrir
f lutning matvæla til svæðanna. Markmið sovéskra
stjórnvalda með sveltinu var enn fremur að bæla
niður úkraínska þjóðarvitund. Úkraínumenn voru
því vísvitandi sveltir í pólitískum tilgangi.
Þótt Rússar hafi alla tíð neitað að um hópmorð
(e. genocide) hafi verið að ræða er ljóst að hungurs-
neyðin stemmir við skilgreiningu hennar. Af þeim
sökum hef ég, ásamt hópi alþingismanna úr öllum
flokkum, lagt fram tillögu til þingsályktunar
um hungursneyðina í Úkraínu. Með tillögunni
er lagt til að Alþingi álykti að hungursneyðin í
Úkraínu sem stóð yfir frá 1932 til 1933 hafi verið
hópmorð. Með því bregðumst við þingmenn við
ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi yfir að
Holodomor hafi verið hópmorð. Fjölmörg ríki hafa
þegar brugðist við ákallinu. Með þessu færi Holo-
domor á lista yfir ómannúðlega glæpi alræðisríkja
gegn mannkyni sem útrýmdu milljónum manna á
fyrri hluta 20. aldar.
Það er mat okkar þingmannanna sem stöndum
að tillögunni að mikilvægt sé að senda skýr
skilaboð um þessa hörmulegu atburði í mann-
kynssögunni og vekja á þeim athygli til að koma
í veg fyrir að þeir endurtaki sig. Annað eins hefur
nú gerst. Slík skilaboð um voðaverk fyrri tíma geta
sömuleiðis styrkt viðleitni alþjóðasamfélagsins til
að tryggja framgang og vernd grundvallarmann-
réttinda og frelsis um allan heim. Og auðvitað er
innrás Rússlands í Úkraínu alveg sérstakt tilefni
til að samþykkja þetta núna. Sporin hræða svo
sannarlega. n
Hópmorð í Úkraínu
Diljá Mist
Einarsdóttir
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins
benediktboas@frettabladid.is
Ekkert til en samt nóg
Reykjavíkurborg hefur samið
þannig við verktaka sem sinna
snjómokstri að á tilteknu tíma-
bili fái þeir greitt fyrir hvern dag,
hvort sem þeir þurfa að sinna
þjónustu eða ekki. Það er ekkert
eðlilega góður samningur fyrir
alla nema íbúa borgarinnar
því loksins þegar snjór birtist
var eitthvað lítið um mokstur
og allir sátu fastir. Borgin er
rekin eins og hún eigi óútfyllta
ávísun sem er ekki vænlegt til
árangurs því þessi óútfyllta
ávísun er ekkert til. Borgin
skuldar tugi milljarða og þarf
að skera niður víðast hvar. Samt
eru svona samningar gerðir þar
sem bónusgreiðsla berst ef það
snjóar. Hversu galið er það?
Hálfur milljarður
Samningarnir sem verktakar
gerðu fóru 500 milljónir yfir
áætlun síðasta vetur. Það snjóaði
í janúar og febrúar en annars
var borgin auð. Borgarbúar hafa
kvartað sáran sé tekið mið af
Facebook og margir eru orðnir
sérfræðingar að sunnan í snjó-
mokstri. Yfirleitt er það raka-
laus vitleysa sem sögð er á þeim
ágæta miðli og fáfróðir vaða þar
oft uppi með ótrúlegasta bull. En
þegar reksturinn og samning-
arnir eru orðnir svona, er ekki
bara fínt að hlusta á vitleysuna?
Það getur ekki orðið mikið verra,
eða hvað? n
Lovísa
Arnardóttir
lovisaa
@frettabladid.is
Jólin og áramótin eru ein besta
áminningin um það hvað við eigum.
Hverja við eigum og hvað okkur
finnst gott við líf okkar. Þessar hátíðir
eru tíminn þar sem við lítum yfir
farinn veg. Á það hverju við áork-
uðum á liðnu ári og jafnvel hverju
ástvinir okkar hafa áorkað. Ég lít yfir árið
og sé hvað stelpan mín er allt í einu orðin
stór og öll ævintýrin sem við upplifðum,
fjölskyldan. Um áramót er svo gaman að
krossa í kassa og hugsa sér markmið fyrir
næsta ár.
En á sama tíma eru hátíðarnar líka erfið
og sterk áminning um þau sem ekki eru
hér. Um þau sem fengu ekki að klára að
krossa í kassana sína. Sem kannski fóru
of snemma eða skyndilega. Sama hvernig
þau fóru þá er þetta, fyrir þau sem missa,
yfirleitt sá tími þar sem hugurinn hverfur
til þessa fólks oftar en aðra daga. Hugurinn
hverfur til stundanna sem var stolið og til
þeirra stunda sem maður átti, og fær ekki
aftur.
Það hefur verið svo gleðilegt undanfarin
ár að sjá meiri umræðu um sorgina og
tilfinningarnar sem henni fylgja. Um það
sem má og það sem er í boði fyrir fólk sem
syrgir. Það er svo misjafnt hvað hjálpar
fólki í gegnum þessar tilfinningar en ég
má til með að mæla með ráðum frá Sorgar-
miðstöðinni sem gott er að taka til sín
um hátíðarnar. Ráðin er að finna í bækl-
ingnum Jólin og sorgin. Þar eru ráð eins og
að hreinlega bara vera til staðar. Að bjóðast
til þess að sinna einhverju ákveðnu verk-
efni, ekki bara til að hjálpa. Ef fólk breytir
plönum eða vill ekki taka þátt, sýndu því
skilning. Bjóddu samt fólki að vera með, en
ekki taka það nærri þér ef þú færð neitun.
Sorgin er svo skrítin. Hún einhvern
veginn er alltaf þarna. En svo magnast hún
upp við þessar aðstæður. Það er allt svo
gott og gleðilegt en sorgin er þarna líka og
minnir á sig þegar maður síst býst við því.
Það eru þrír dagar til jóla og á sama tíma
og hún minnir á sig, minni ég mig á það að
sama hvað ég geri þá koma jólin. Ég verð
hér að upplifa þau, enn og aftur, með þeim
sem ég elska mest.
Ég er alveg svakalega þakklát en á sama
tíma þá er ég alveg svakalega sorgmædd.
Það skilja þau sem hafa misst og þessi
pistill vonandi hjálpar þeim sem ekki hafa
gert það til að gera það sama.
Gleðilega hátíð! n
Krossað í kassa
Skoðun Fréttablaðið 21. desember 2022 MIðVIkuDAGuR