Fréttablaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 4
Við verðum að sýna
mennsku.
Sigríður Arnardóttir,
mótmælandi lokunar í Vin
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM
með og án rafmagns lyftibúnaði
Komið og
skoðið úrvalið
bth@frettabladid.is
Reykjavík Einar Þorsteinsson, for-
maður borgarráðs, segist ekki geta
lofað að hópur notenda með geð-
raskanir í Vin við Hverfisgötu fái
áfram að starfa óbreyttur í athvarfi
sínu.
Einar sagði að lokinni afhendingu
4.000 undirskrifta í gær að það væri
þó ekki útilokað að Rauði krossinn
tæki aftur við verkefninu.
Borgin hyggst spara 50 milljónir
króna með breytingunum. Það er
afar lág fjárhæð miðað við skaðann
sem hlytist af ákvörðun borgar-
innar, að sögn Sigríðar Arnardóttur
sem var í hópi þeirra sem afhentu
undirskriftirnar í Ráðhúsinu í gær.
Notendur þjónustunnar segja að
sparnaðurinn færi fyrir lítið og telja
að komum á geðdeildir myndi fjölga
mjög ef Vin verður lokað.
Sigríður lýsir því sem gríðarlegum
vonbrigðum að formaður borgarráðs
geti ekki lofað að athvarfið verði
látið í friði. „Við verðum að sýna
mennsku, við getum ekki gengið
svona hart fram gagnvart þeim sem
síst skyldi,“ segir Sigríður. Félagsleg
einangrun sé lífshættuleg og það hafi
tekið langan tíma fyrir þá sem nýti
sér nú þjónustu Vinjar að fara út úr
húsi og koma sér þangað.
„Þetta er ekki eins og að skipta
um kaffihús, þessi hópur á mjög
erfitt með breytingar, hann hefur
í Vin myndað vináttu og skapað
traust innbyrðis,“ segir Sigríður. n
Lýsir vonbrigðum með svör borgarinnar
benediktboas@frettabladid.is
ÁRboRg Bæjarráð Árborgar hefur
ákveðið að sameina þrjá starfshópa
sem koma að einstaka málefnum
leik- og grunnskóla í sveitarfélag-
inu. Í bænum voru þrír starfshópar
að vinna að því sama: nefnd vegna
uppbyggingar á framtíðarskólahús-
næði á Eyrarbakka, starfshópur um
frekari uppbyggingu grunnskóla á
Selfossi og faghópur um leikskóla-
mál.
Þessir þrír verða sameinaðir í einn
sameinaðan starfshóp um framtíð-
aruppbyggingu leik- og grunnskóla
í Sveitarfélaginu Árborg. n
Þrír starfshópar í
sama málinu
olafur@frettabladid.is
FeRÐaLÖg Margir Íslendingar verða
á faraldsfæti yfir hátíðarnar. Ferða-
hegðun Íslendinga hefur breyst og
sífellt f leiri ferðast með einungis
handfarangur.
Jólin eru hjá mörgum tími hefða
og jafnvel þó að fólk haldi upp á
þau í fjarlægum löndum vill það oft
fá sín jól, ekki síst þegar kemur að
jólamatnum.
Fréttablaðið kannaði lauslega hver
staðan er varðandi flutning á mat-
vælum í flugi, annars vegar í innrit-
uðum farangri og hins vegar í hand-
farangri um borð í farþegarými.
Samkvæmt heimasíðu Matvæla-
stofnunar er almenna reglan sú að
innan Evrópska efnahagssvæðisins
er heimilt að taka matvæli sem inni-
halda dýraafurðir til einkaneyslu
milli landa.
Reglur um mat í farangri flugfarþega
Niðursoðnar grænar baunir fá ekki
að vera í handfarangri.
Til Bandaríkjanna má fara með
allt að 22,6 kíló af lambakjöti, sem
verður að vera í neytendapakkn-
ingum og merkt með auðkennis-
merki. Einnig er leyfilegt að hafa
lítið magn af fiski (hráum, frystum,
þurrkuðum, reyktum, soðnum eða
niðursoðnum).
Mikilvægt er að gefa öll matvæli
upp í tolli, annars getur það varðað
háum fésektum.
Víða eru strangar reglur um inn-
f lutning ávaxta og grænmetis og
sums staðar, eins og til dæmis í
Bandaríkjunum, bannað með öllu.
Hvað handfarangurinn varðar
gilda almennar öryggisreglur um
það hvað má fara um borð og hvað
ekki.
Flugfélög hafa sínar reglur um
stærð og þyngd handfarangurs.
Alveg ljóst er að þeir sem ferðast
aðeins með handfarangur fá ekki
Ora-grænar baunir með jólasteik-
inni sinni. Öryggisreglur banna
þær í handfarangri vegna þess að í
þeim eru meira en 100 millilítrar af
vökva. n
Einn starfshópurinn fjallaði um leik-
skólamál á Eyrarbakka.
Verð vörukörfunnar
Kr
ón
an
N
et
tó
H
ag
ka
up
H
ei
m
ka
up
45.023
40.062
37.41835.887
kristinnpall@frettabladid.is
ísaFjaRÐaRbæR Hafnarstjórn Ísa-
fjarðarbæjar tók vel í tillögu um að
koma upp fljótandi gufubaði í Ísa-
fjarðarhöfn þegar erindið var tekið
fyrir að nýju í vikunni. Eftir að hafa
heyrt kynningu á verkefninu var
hafnarstjóra falið að greina kostnað
vegna mögulegrar aðkomu hafnar-
innar.
Eins og Fréttablaðið fjallaði um á
dögunum fer fjögurra manna hópur
fyrir tillögunni og vill reisa fljótandi
gufubað í Ísafjarðarhöfn líkt og
hefur notið vinsælda í Skandinavíu.
Gauti Geirsson, einn af forsvars-
mönnum hópsins, telur að heildar-
kostnaðurinn sé undir 25 milljónum
en aðeins eitt gufubað er í bænum.
„Það kom tillaga um að staðsetja
þetta við skútuhöfnina sem er
skemmtilegt svæði. Það myndi koma
með nýtt aðdráttarafl í höfnina og
auka lífið í miðbænum. Uppleggið
er að þetta sé opið allan ársins hring,
bæði fyrir heimamenn og ferða-
menn,“ sagði Gauti á sínum tíma. n
Hafnarstjórn tók
vel í fljótandi sánu
Matarkarfan er ódýrust í
Krónunni en dýrust í Heim-
kaupum samkvæmt könnun
sem Veritabus gerði í vefversl-
unum með matvöru í síðustu
viku. Svo virðist sem verð-
bólga í desember verði minni
en greiningardeildir hafa spáð.
olafur@frettabladid.is
NeyTeNDUR Samk væmt ný rri
könnun Veritabus er matarkarfa
vefverslana ódýrust í Krónunni en
dýrust í Heimkaup. Einnig var varð
kannað hjá Hagkaupum og Nettó.
Bónus er ekki með vefverslun og
því ekki með í könnuninni en í
almennum verðkönnunum mælist
verðlag jafnan lægst í Bónus.
Verð á 108 vörum var kannað, auk
þess sem gerð var körfukönnun með
66 ólíkum vörum. Einnig var skoðað
hvaða breyting hefur orðið innbyrð-
is milli verslana frá september 2021.
Frá verðkönnun ASÍ í október
hefur minnst hækkun orðið í Hag-
kaupum, 0,22 prósent, því næst í
Krónunni, 1,1 prósent, Nettó hafði
hækkað um 2,81 prósent og Heim-
kaup um 4,09 prósent. Vegið meðal-
tal hækkunar er 1,44 prósent.
Jafnframt var gerð körfukönnun
með 66 ólíkum vörum og Krónan
er með ódýrustu körfuna. Munar
ríflega 25 prósentum á verði Krón-
unnar og Heimkaupa, en dýrasta
karfan var í Heimkaupum.
Ef skoðuð er þróun á innbyrðis-
stöðu frá því í september 2021 sést
að hlutfallslegt verð, miðað við
meðaltal markaðar, hefur lækkað í
Nettó, Krónunni og Hagkaupum en
hækkað verulega í Heimkaupum. Í
september 2021 var verðlag Heim-
kaupa eilítið lægra en í Hagkaupum.
Nú er verðlag í Heimkaupum hins
vegar 11 prósentum hærra.
Fram kemur að í ágúst síðastliðn-
um, eftir að verð í Krónunni hækk-
aði talsvert milli mánaða, var Nettó
ódýrasta verslunin í mælingunni.
Þá munaði líka mjög litlu á verði í
Nettó, Krónunni og Hagkaupum.
Krónan hefur síðan endurheimt
sæti sitt sem ódýrasta vefverslunin.
Á morgun birtir Hagstofan vísi-
tölu neysluverðs fyrir desember.
Greiningardeildir bæði Íslands-
banka og Landsbankans búast við
bakslagi í hjöðnun verðbólgu nú og
að ársverðbólgan mælist 9,6 prósent
og hækki milli mánaða.
Veritabus reiknar með að Hag-
stofan mæli minni verðhækkanir
en greiningardeildir búast við og
að árshækkun vísitölunnar muni
mælast 9,6 prósent. Samkvæmt
mælingum Veritabus ætti vísi-
talan að hækka um 0,21 prósent
milli mánaða, sem jafngildir 9,1
prósents árshækkun. Greinendur
Veritabus telja engu að síður að Hag-
stofan muni mæla 9,3-9,4 prósenta
verðbólgu. Ástæða þessa sé meðal
annars mismunandi tímasetningar
verðmælinga innan mánaðar.
Í gær birtist samræmd vísitala
neysluverðs og samkvæmt henni
er þriðja minnsta verðbólga í Evr-
ópu hér á landi. Einungis í Sviss og
á Spáni er verðbólgan lægri. Árs-
hækkun samræmdu vísitölunnar
mældist 7 prósent á Íslandi. n
Heimkaup dýrust í matvöru
Verð matvöru hefur hækkað mest í Heimkaupum frá því í september 2021 en verðbólgan virðist vera farin að hjaðna.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
4 Fréttir 21. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið