Fréttablaðið - 22.12.2022, Síða 20
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Helga Soffía
segir Jesú minna
okkur á að vera
eins og barn um
jólin, að opna
hjörtu okkar og
óhrædd við að
elska og vera
elskuð.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Ef sá sem segist
ekki trúaður en
tekur upp hjá sjálfum sér
að tala við aðra mann-
eskju og biðja hana um
að minnast barnsins síns
í bæn, þá þykir mér það
vera vitnisburður um
mjög mikla trú.
Ef hjarta þitt er
tómt skaltu leggja
litla Jesúbarnið inn í það
tóm, rétt eins og þú
leggur nýfætt barn í tóma
vöggu, og leyfa því að
vinna sitt verk í þínu
hjarta.
thordisg@frettabladid.is
„Hann pabbi var ekkert sérstaklega
mikill trúmaður. Hann var frekar
leitandi, maður skynseminnar og
virkilega klár kaupmaður. Mamma
var hins vegar komin af prestum og
virti trúna, siði hennar og venjur út
í ystu æsar. Ég var því alin upp við
venjulegan, íslenskan alþýðukrist-
indóm þar sem partur af daglegum
veruleika var að signa sig og fara
með bænirnar,“ segir Helga Soffía
Konráðsdóttir, sóknarprestur í
Háteigskirkju og prófastur í Reykja-
víkurprófastsdæmi vestra.
Hún er mikil áhugamanneskja
um trú og trúmál.
„Ég hugsa oft hvort það hafði
áhrif að vera alin upp af foreldrum
þar sem annað var trúað en hitt
ekki. Mér er minnisstætt þegar ég
var á leið í munnlegt próf í latínu
í MR. Ég gerði miklar kröfur til
sjálfrar mín og vildi helst fá tíu.
Fyrir bragðið var ég afar stressuð
og það fór ekki fram hjá pabba.
Þar sem ég sat við lesturinn sá ég
litlu umslagi rennt undir hurðina.
Í umslaginu var kort og á kortinu
stóð: „Mundu bara, Helga mín, að
gera það sem þú kannt. Það er að
biðja. Þinn pabbi.“ Þetta fannst mér
vera hans trú og á hans hátt. Hann
minnti unglinginn sinn á það sem
skipti mig máli, jafnvel þótt hann
væri ekki trúmaður sjálfur,“ segir
Helga Soffía, snortin af minn-
ingunni.
Vitnisburður um mikla trú
Það var ekki efst á óskalista föður
Helgu Soffíu að hún lærði til prests;
frekar vildi hann að hún tæki við
verslun sinni, íþróttavöruverslun-
inni Hellas á Skólavörðustíg.
„En það vildi ég ekki og fór að lesa
guðfræði við Háskóla Íslands.
Seinna, þegar pabbi var orðinn
mikið veikur og barðist við krabba-
mein, bað hann mig um að biðja
fyrir sér.
Það reynum við oft sem erum
trúuð, og allir vita að prestar eru
trúaðir, að fólk kemur og spyr:
„Viltu biðja fyrir mér?“ Mér þykir
það alltaf jafn fallegt, að vera
treyst fyrir því að biðja fyrir heilsu,
lækningu og lífi, og að fólk sem
segir um sjálft sig að það trúi lítið,
harla lítið, tæplega eða jafnvel
ekki neitt, og lýsir því yfir eins og
hverjum öðrum sannindum að það
trúi ekki, geti samt komið seinna
og sagt: „Viltu biðja fyrir barninu
mínu?“ Ef það er ekki trú, þá veit ég
ekki hvað trú er,“ segir Helga Soffía
og bætir við: „Ef sá sem segist ekki
trúaður en tekur upp hjá sjálfum
sér að tala við manneskju og biðja
hana um að minnast barnsins
síns í bæn, þá þykir mér það vera
vitnisburður um mjög mikla trú.
Því þegar manneskja er komin í
þrot þá stígur þessi bæn frá hjarta
hennar og það ber vitni um afstöðu
hennar til trúarinnar.“
Guð er í öllum trúarbrögðum
Eftir að hafa lokið fimm ára guð-
fræðinámi hélt Helga Soffía til
Svíþjóðar þar sem hún nam trúar-
bragðafræði við Uppsala-háskóla.
„Sem mikil áhugamanneskja
um trú hef ég líka áhuga á trúleysi
og jafnvel vantrú. Það fylgir með
pakkanum. Innan trúarbragða-
fræði er grein sem heitir trúar-
bragðasamanburðarfræði. Þar vildi
ég finna þemu innan trúarbragða
og kom í ljós að hinn trúaði, í öllum
trúarbrögðum, er meðvitaður um
að það er eitthvað fyrir ofan hann
eða utan sem hann kann ekki alls
kostar skýringar á, en reiðir sig á og
treystir, og heitir Guð. Síðan taka
trúarbrögðin við og útskýra þetta
hvert á sinn hátt, en í trú er mann-
legt, allsherjar element sem á við
allt fólk, alls staðar í heiminum. Á
byggðu bóli finnst ekki samfélag
þar sem ekki er trú eða trúarbrögð,
nema ef vera skyldi núna, í hinum
gamla, kristna og vestræna heimi,
því í gömlu Evrópu og Bandaríkj-
um Norður-Ameríku er allt í einu
eitthvað sem heitir engin trú, eða
agnostic-ismi, sem er að trúa ekki
á neitt og vilja ekki gera neitt nema
það sem er hér og nú,“ útskýrir
Helga Soffía.
Hvað er að vera manneskja?
Helga Soffía hefur verið starfandi
prestur í 37 ár, þar af í Háteigskirkju
í tæp þrjátíu ár.
„Ég er stolt af því að vera krist-
innar trúar og finn gríðarmikla
lífsfyllingu fólgna í því að fá að
þjóna sem prestur í öllum aðstæð-
um lífsins hjá fólki. Ég er þakklát
fyrir að það banki á dyrnar og leiti
þjónustu prests á ögurstundum
lífs þess, þegar gleðin er við völd og
sorgin knýr dyra. Það eru einstök
forréttindi og eftir því sem ég eldist
í starfi verður það mér æ þýðingar-
meira,“ segir Helga Soffía.
Hún hefur mikinn áhuga á
mannfólkinu.
„Ef við horfum á reykvískan
veruleika nú hitti ég gjarnan ungt
fólk sem er að hasla sér völl í lífinu.
Það kemur til mín með frumburð
sinn og annað segir: „Ég vil skíra
barnið, en hann ekki. Hvað eigum
við að gera?“ Það er ný staða hjá
okkur prestum að ræða þetta og
áhugavert, í góðri merkingu, að
unga fólkið flýtur ekki sofandi að
feigðarósi heldur veltir fyrir sér
sið og trú og hvort það eigi eða eigi
ekki.“
Það að vera manneskja sé það
stórkostlegasta sem hægt er að
ímynda sér og ekki síst í samhengi
við alheiminn.
„En hvað er að vera manneskja?“
spyr Helga Soffía. „Snýst það bara
um það sem ég geri ein í lífinu?
Nei. Það snýst um að hitta aðrar
manneskjur og bindast böndum
við annað fólk, heima, í vinnunni,
nágrenninu og áhugamálunum:
og öll þau mörgu og spennandi
úrlausnarefni sem við tökumst á
við í lífinu. Við þurfum að muna
hvað lífið er dýrmætt og hvað
skiptir máli í samfélagi og sam-
skiptum fólks. Þar skiptir trúin
miklu máli í raun og veru. Ekki
bara það að segja: „Ég trúi á Guð,“
eða: „Mér þykir svo gott að trúa
því, það er svo gott fyrir minn innri
mann.“ Það snýst líka um það sem
einkennir samskipti okkar í sam-
félagi manna og þar viljum við hafa
kærleika, sanngirni, hjálpsemi,
réttlæti og allt þetta góða í öndvegi;
einmitt það sem trúin setur á odd-
inn og hefur kennt okkur,“ segir
Helga Soffía.
Hún tekur fram að sá sem ekki
trúir geti líka verið kærleiksríkur,
sanngjarn og réttlátur.
„En trúin vill að þessi gildi séu
stunduð og ríkjandi í mannlegum
samskiptum. Þess vegna höfum
við í kirkjunni áhyggjur af því
að lítil börn missi af tækifærinu
til að hlusta á hið góða, fagra og
fullkomna í kristinni trú. Við
höfum áhyggjur af því að þau fái
ekki rætur né þekki það sem til af
þeim er ætlast sem manneskjur, að
vera góðar, tillitssamar og hjálp-
samar manneskjur og vera góð
við allt fólk, hvar sem það er. Þessi
dýrmætu siðferðislegu gildi eru
einkenni kristinnar trúar og þau
viljum við kenna börnunum.“
Áríðandi að opna hjarta sitt
Hugur Helgu Soffíu dvelur við tvær
kærar jólaminningar. Önnur er frá
árinu 1965, þegar hún var fimm
ára.
„Þá var ég heima í stofu hjá
mömmu, pabba og þremur
systrum mínum og fékk stóran
jólapakka frá frænkum mínum. Í
honum var sendibíll og þegar ég
opnaði bílinn ultu út úr honum
dýrindis karamellur og súkkulaði.
Ég dáist enn að hugvitssemi gömlu
kvennanna og man hvað ég varð
ofboðslega glöð,“ segir Helga Soffía
og hlær við.
Hún á líka hjartfólgnar jóla-
minningar frá því hún var barn í
Dómkirkjusókn.
„Þá gengum við mamma saman
tvær niður Túngötuna og sungum
jólasálma í Dómkirkjunni á jóla-
dag. Ég var bara lítið barn en man
hversu sterk hughrifin voru í þessu
Drottins húsi og allar götur síðan er
Dómkirkjan mér afar kær því hún
var kirkja fjölskyldunnar.“
Til að skynja boðskap jólanna
segir Helga Soffía mikilvægt að
opna hjarta sitt.
„Á jólum er áríðandi að við
opnum þetta blessaða hjarta okkar,
því það er okkar innsti veruleiki
í kjarna tilveru okkar sem mann-
eskjur. En hvernig opnar maður
hjarta sitt? Jú, með því að vera heið-
arlegur og hlýr í samskiptum við
aðra, að þora að hrósa og þakka,
að elska og vera elskaður, og vera
almennilegur. Langflest langar að
vera mjög góð við aðra á jólunum
og við finnum að við þurfum að
vera það. Við opnum hjartað með
því að verða eins og litlu börnin
sem eru bara æðislega kát og segja
það sem þeim býr í brjósti, og þetta
með trúna vefst ekki fyrir litlum
börnum. Það er Jesús sem minnir
okkur á að vera eins og barnið, að
opna hjörtu okkar og vera óhrædd
við að elska og vera elskuð. Þetta
segja jólin okkur.“
Eftir því sem árin færast yfir
segist Helga Soffía verða æ meira
eins og lítið barn á jólum.
„Ég þarf ekki eins mikið og þegar
ég var þrítug eða fertug og með
aldrinum greinir maður kjarnann
frá hisminu og verður passasamur
um þann kjarna, leitar rósemdar
og friðar og forðast ærustu, kapp-
hlaup, deilur og æsing. Að vera í
sátt við allt fólk og hlýr í viðmóti
því eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt. Allt þetta örsmáa sem gerir
svo mikið fyrir annað fólk, eitt
hlýlegt orð, kveðja eða upphring-
ing. Sjálf hef ég glímt við veikindi
og veit að þegar maður er smár og
ósjálfbjarga finnur maður hvað
litlu hlutirnir, eins og fuglasöngur
eða eitthvað fallegt sem augað
nemur verður svo stórt og þýð-
ingarmikið. En ef við höfum allt of
mikið að gera förum við á mis við
þessa fegurð lífsins og það verður
sérstaklega sárt þegar um börnin
okkar og barnabörn er að ræða:
Þegar við gefum okkur ekki tíma
til að njóta samverunnar því sam-
skipti við fólk er það sem skiptir
okkur mestu máli.“
Jesúbarnið lagt í tómt hjarta
Í Háteigskirkju verður aftansöngur
á aðfangadagskvöld, jólamessa á
jóladag og fjölskylduguðsþjónusta
á annan dag jóla. Séra Helga Soffía
þjónar til altaris á aðfangadags-
kvöld, annan í jólum og á gamlárs-
dag.
„Mér þykir aftansöngurinn
alveg sérstaklega hátíðlegur, og
að fá sungið Heims um ból með
börnum og lesa jólaguðspjallið er
þrungið raunverulegri gleði. Það
er óumræðilega gefandi að kveðja
kirkjugesti með handabandi eftir
aftansönginn, þar sem allir eru
prúðbúnir og eftirvæntingarfullir
fyrir aðfangadagskvöldi; fólk sem
ég hef skírt, fermt og gift, og kemur
nú með börn sín í jólamessu. Það
gleður okkur líka einstaklega að
fólk skili sér nú aftur í kirkjurnar
eftir að hafa þurft að loka þeim í
tvö ár í heimsfaraldrinum. Kirkju-
sókn hefur verið góð á aðventunni
og fullar kirkjur úti um allt,“ segir
Helga Soffía og hvetur sem flesta til
að koma í kirkju á jólum.
„Þá skiptir engu hvort fólk er
trúað eða ekki því allir geta notið
kyrrðarinnar, söngsins og fegurðar
jólanna. Jólin eru svo upplagður
tími til að skoða sjálfan sig. Að
dvelja við minningar um æsku-
jólin, hvenær maður var hamingju-
samastur, hvað olli sárindum og
hvað maður vill hafa öðruvísi.
Að þora að opna hjarta sitt, og ef
hjarta þitt er tómt skaltu leggja litla
Jesúbarnið inn í það tóm, rétt eins
og þú leggur nýfætt barn í tóma
vöggu, og leyfa því að vinna sitt
verk í þínu hjarta.“ n
2 kynningarblað 22. desember 2022 FIMMTUDAGURguðsþjónustur