Fréttablaðið - 22.12.2022, Page 30

Fréttablaðið - 22.12.2022, Page 30
Valur Gunnarsson veltir fyrir sér ólíkum sviðsmyndum heimssögunnar í nýrri bók. Hann segir eina leiðina til að skilja söguna vera að velta því fyrir sér hvernig hún hefði getað orðið öðruvísi. tsh@frettabladid.is Sagnfræðingurinn og rithöfundur- inn Valur Gunnarsson sendi í haust frá sér bókina Hvað ef? þar sem hann veltir vöngum yfir því hvern- ig heimurinn hefði orðið ef ýmsir atburðir heimssögunnar hefðu farið á annan veg. Til dæmis hvað hefði gerst ef Sovétríkin hefðu ekki fallið 1991 eða hvernig heimurinn hefði orðið ef nasistar hefðu unnið seinni heimsstyrjöldina. „Þegar maður er búinn að lesa yfir sig um seinni heimsstyrjöld- ina þá fer maður að velta því fyrir sér hvernig hlutirnir hefðu getað farið öðruvísi og miklu verr, eins og ég held að allir hljóti að gera á ein- hverjum tímapunkti. Það er inni- falið í allri sögu að það sem gerðist hefði getað gerst á annan hátt,“ segir Valur. Lítil atvik geti skipt máli Valur segist lengi hafa verið heillað- ur af slíkum vangaveltum en það var þegar hann stundaði ritlistarnám í Belfast á Norður-Írlandi fyrir um tuttugu árum sem hann komst að raun um að þetta væri raunveruleg bókmenntagrein. „Þegar Sovétríkin féllu þá fannst öllum það hafa verið óhjákvæmi- legt, það var alltaf verið að tala um stóru strauma sögunnar og að sög- unni væri lokið en það var samt enginn sem sá fall Sovétríkj- anna fyrir. Þetta er svolítið þessi hug- mynd um óreiðu- kenninguna og hvað lítil atvik geta skipt miklu máli sem er andstæðan við hug- myndina um hina stóru strauma, að hlutirnir bara gerist óhjákvæmilega og andsvar við hug- my ndu m f r æði- manna á borð við Francis Fukuyama um 1. september sem er svo augljóslega bara ein- hverjir nokkrir einstaklingar sem taka sig til og gera eitthvað sem enginn sá fyrir,“ segir Valur. Hann bætir því við að fyrir nokkrum árum hafi verið kenndur kúrs um hvað ef? sögu við Háskóla Íslands og þeir hefðu örugglega orðið fleiri ef kennarinn, Guðni Th. Jóhannesson, hefði ekki farið í for- setaframboð. Bein afleiðing stríðsins Hver er uppáhalds hvað ef? kenn- ingin þín? „Ef Franz Ferdinand hefði ekki verið myrtur hefði kannski fyrri heimsstyrjöldin ekki orðið og þá hefði 20. öldin öll orðið svo allt öðruvísi, því allt sem hef ur gerst síðan er eiginlega bein af leiðing af henni, bæði seinni heimsstyrjöldin og kalda stríðið. Þetta er kannsk i stóra spurning 20. aldar- innar og en það má segja að stóra spurn- ing 21. aldarinnar sé hvað ef Al Gore hefði unnið forsetakosn- ingarnar 2000, sem hann var næstum því búinn að gera. Þá hefði líklega ekki orðið nein innrás í Írak sem eiginlega allt annað á þess- ari öld er af leiðing af og kannski hefði verið brugðist fyrr við lofts- lagsvandanum.“ Valdeflandi en ógnvekjandi Valur hefur sjálfur skrifað hvað ef? skáldsögu, bókina Örninn og fálk- ann sem kom út 2017 og fjallar um afleiðingar þess ef Þjóðverjar hefðu hernumið Ísland í seinni heims- styrjöldinni í stað Breta. Eru þetta spurningar sem leita mikið á þig? „Já, ég held að þetta sé eiginlega eina leiðin til þess að skilja söguna. Það er að átta sig á því að hlutirnir hefðu getað farið á aðra vegu en í staðinn fóru þeir eins og þeir fóru, vegna þess að einhverjir gerðu það sem þeir gerðu en hefðu getað gert eitthvað annað. En þetta færir okkur líka mikla ábyrgð vegna þess að það erum við núna sem mótum framtíðina. Framtíðin er ekki bara eitthvað sem kemur heldur er hún bein afleiðing af því sem við gerum í dag. Sem er valdeflandi en kannski um leið ógnvekjandi.“ n Sagan sem hefði getað orðið Bækur Frankensleikir Eiríkur Örn Nordahl Fjöldi síðna: 95 Útgefandi: Mál og menning Brynhildur Björnsdóttir Systkinin Fjóla og Hrólfur, aðal- söguhetjurnar í Frankensleiki, eru ekki óheppin með foreldra þannig. Enda eru þau alltaf kynnt til sögunnar eitthvað á þessa leið: þau voru alls ekki vond en laus við allt ímyndunarafl. Eitt af því sem slíkum foreldrum finnst tilheyra er að koma börnum snemma í skilning um það sem þau telja vera sannleika, eins og til að mynda að jóla- sveinar séu ekki til. Sem hvert m a n n s b a r n veit að er ekki rétt því hverjir aðrir ættu að sjá sér hag í því að gefa börnum í skóinn á jóla- f öst u nni? Ég bara spyr. En foreldrar Fjólu ák veða sem sag t að f æ r a h e n n i þessar fárán- l e g u f r é t t i r rétt áður en jólasveinarnir byrja að tínast til byggða með þeim afleiðingum að hún fer á stúfana til að leita að þeim. Í kjölfarið tekur sagan óvænta stefnu sem ekki verð- ur rakin lengra hér nema með því að ljóstra upp um að foreldrarnir þurfa að éta ýmislegt ofan í sig áður en jólin ganga í garð. Upprunalegar hryllingssögur Í nútímanum gleymist oft að sögurnar um jólasveinana, Grýlu og jólaköttinn eru upprunalega hryllingssögur, fullar af óhugnaði, barnaáti, blóði og líkamspörtum sem sjóða í pottum fram á nótt. Í þeim samanburði dýfir Eiríkur Örn tánum bara rétt aðeins ofan í. En splatter er samt alltaf splatter og mögulega misbjóða frásagnir af blóði, líkum og sombíum einhverj- um, ekki síst ef það tengist jólunum. Einhverjum full- orðnum það er að segja, því börn hafa frá örófi alda verið á hu g a s ö m u m hrylling og ímynd- uð skrímsli sem sést best á Þjóðsög- um Jóns Árnasonar og Grimms ævin- týrunum auk fyrr- nefndra jólasagna. Að taka nútíma- snú ning á upp - vak ningssk rímsli Frankensteins og bæta íslensku jóla- sveinunum út í er því uppskrift sem að öllum líkindum mu n k æt a f le st börn ákaflega og foreldrar fá líka ýmislegt fyrir sinn snúð í gríni og skemmtilegheitum. Myndlýsingar Elíasar Rúna eru skemmtilegar og fylla vel út í heim sögunnar. Löðrandi í jólaanda Frankensleikir er bráðfyndin, spennandi og skemmtileg saga, löðrandi í hinum sanna jóla- og jólasveinaanda með skvettu af hrollvekjuminnum og karnival- ísku gríni. Hún snertir á ýmsum þýðingarmiklum spurningum eins og hvar jólasveinar dvelja á sumrin og af hverju sumum finnst nauðsyn- legt að svipta sem flesta ævintýrinu í lífinu. n Niðurstaða: Fyndin, spennandi og skemmtileg jólahryllingsgleði­ saga fyrir unga sem aldna. Jólasveinarnir hans Frankensteins Bergþór Másson, hlaðvarpsþátta­ stjórnandi og ritlistarnemi, segir lesendum Frétta­ blaðsins frá Listinni sem breytti lífi hans. „Ég man eftir að hafa reglulega fundið fyrir djúpum ótta, skelfingu jafnvel, þegar ég las Heimsljós í fyrsta skipti í heild sinni á ferðalagi um Kólumbíu fyrir nokkrum árum. Það var eitthvað þarna sem hreyfði svo djúplega við mér að ofan á kvíðann sem textinn bjó til inni í mér fann ég líka fyrir skrítnum líkamlegum sársauka. Nýr heimur opnaðist, heimur hins stóra Halldórs. Ég hafði lesið flest eftir hann en aldrei fattað þetta almennilega. Loksins fatt­ aði ég. Út frá þessari uppljómun spændi ég í mig katalóginn af áfergju. Í dag hugsa ég til hans á hverjum degi og þakka almættinu fyrir að hafa látið þennan gaur fæðast hérna hjá okkur. There will never be another. Guð má vita hvernig þjóð við værum án hans. Þessi bók er fullkomin blanda módernisma og rómantíkur og hefur allt það sem ég vil fá úr listaverki: Hugrekki, fegurð, sannleika, kærleika, til­ gang, metnað, húmor og frelsi. Um daginn var ég eitthvað að lesa um Forngrikki og hugmyndir þeirra um fegurð. Þeir sáu fegurð sem eitthvað sem ætti að vekja upp óhug og jafnvel hræðslu hjá manni. Þá skildi ég að það var nákvæmlega það sem gerðist hjá mér þarna í Kólumbíu. Fegurðin í Heimsljósi var svo yfirþyrmandi að ég fann fyrir líkamlegum hryll­ ingi.“ n n Listin sem breytti lífi mínu Valur Gunnarsson segir mikilvægt að velta því fyrir sér hvort mannkyns­ sagan hefði getað farið á aðra leið. FréttaBlaðið/Sigtryggur ari Ég held að þetta sé eiginlega eina leiðin til þess að skilja söguna. Það er að átta sig á því að hlutirnir hefðu getað farið á aðra vegu. Fegurðin í Heimsljósi var svo yfirþyrmandi að ég fann fyrir líkam- legum hryllingi. Frankensleikir er bráðfyndin, spennandi og skemmtileg saga, löðrandi í hinum sanna jóla- og jóla- sveinaanda. ULLARJAKKI NÁTTÚRUVÆN EINANGRUN ÚR ÍSLENSKRI ULL 28.990,- 22 Menning 22. desember 2022 FIMMTUDAGURFréttabLaðiðMennInG FréttabLaðið 22. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.