Fréttablaðið - 03.01.2023, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.01.2023, Blaðsíða 1
Fasteignir.Fre ttabladid.isFasteignablaðið 1. TBL. 3. janúar 2023 jórunn Skúladóttir, löggildur fasteignasali, og fasteigna- salan Miklaborg, kynna til sölu einstaklega fallegt og sjarmerandi hús á Selja- vegi 10 í póstnúmerinu 101 reykjavík. Húsið var reist á árunum 1902 til 1905. Árið 1993 var byrjað að taka húsið í gegn og gert í áföngum næstu 25 árin. Komið er að úti- tröppum að aðalhæð hússins. For- stofan er opin og leiðir inn á allar hæðir hússins. Eldhúsið er L-laga, mjög rúmgott með fallegri hvítri innréttingu og góðri borðstofu. Úr eldhúsi er frönsk, tvöföld hurð inn í þrjár samliggjandi stofur. Stofurnar eru björt og falleg rými með falleg- um sérsmíðuðum gluggum ásamt gólflistum, loftlistum og rósettum. Úr stofu er útgengt á stóra verönd til vesturs og þaðan fagurt útsýni út á voginn í átt að Granda. Á efri hæð eru tvö svefnher- bergi og rúmgott baðherbergi með glugga, flísalagt og mjög rúmgott, allt endurnýjað árið 2006. Fallegur stigi liggur upp í risið þar sem er Glæsilegt hús með sögu Húsið á Seljavegi 10 er hentugt fjölskylduhús sem hefur verið einkar vel við haldið. MYNDIR/AÐSEN DAR Í húsinu eru þrjár sam- liggjandi, bjartar og fallegar stofur. Þaðan er útgengt á stóra verönd til vesturs. hjónaherbergi með fataherbergi, og gott aukaherbergi. Í kjallara er hol, þvottahús, skrifstofa, snyrting, köld geymsla og svefnherbergi sem hefur verið sameinað í eitt en möguleiki er að breyta til baka í tvö herbergi, ef vill. Úr holi í kjallara er útgengt í garðinn. Lóðin er afgirt, mjög rúmgóð og snyrtileg. Þar er pláss fyrir tvo til þrjá bíla en friðað svæði er norðan megin við húsið. Um er að ræða einstaka eign þar sem vandað hefur verið til endur- bóta. Glæsilegt hús með sögu og sem er sérlega notalegt og ein- staklega vel hannað. Stór verönd út úr stofu og með útsýni til sjávar gefur eigninni aukið vægi. Þetta er hentugt og umvefjandi fjölskyldu- hús. Staðsetning hússins innan hverfisins er frábær og stutt í allar áttir. n Upplýsingar veitir Jórunn, löggiltur fasteignasali, í síma 845 8958 og á jorunn@miklaborg.is. Opið hús laugardaginn 7. janúar klukkan 14. Sturla Pétursson Löggiltur fasteignasali 899 9083 sturla@valholl.is Elín Viðarsdóttir Löggiltur fasteignasali 695 8905 elin@valholl.is Reykjavík Snæfellsbæ Höfn Hornafirði 588 4477 Síðumúla 27 www.valholl.is Nútímaleg, kraftmikil og framsækin fasteignasala sem byggir á áratuga reynslu starfsmanna! Snorri Snorrason Löggiltur fasteignasali 895 2115 snorri@valholl.is Heiðar Friðjónsson Sölustjóri, löggiltur fasteignasali B.Sc 693 3356 heidar@valholl.is Pétur SteinarJóhannsson Aðstoðarm. fasteingasala Snæfellsnesi 893 4718 petur@valholl.is Ingólfur Geir Gissurarson Framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali, leigumiðlari 896 5222 ingolfur@valholl.is Hólmfríður Björgvinsdóttir Ritari 588 4477 ritari@valholl.is Anna F. Gunnarsdóttir Löggiltur fasteignasali Lista og innanhús stílisti 892 8778 anna@valholl.is Fagleg þjónusta Vönduð vinnubrögð Hildur Harðardóttir Lögfræðingur, löggiltur fasteignasali, skjalagerð. 897 1339 hildur@valholl.is Jónas H. Jónasson Lögg. fasteignasali Eignaskiptayfirlýsa ndi 842 1520 jonas@valholl.is VIÐ LEIÐUM ÞIG HEIM Hlíðasmára 2 Sími: 512 4900 201 Kópavogur www.landmark.is Landmark fasteignamiðlun 20222002 Á traustum grunni í 20 ár Grensásvegur 3, 2 hæð 108 Reykjavík Sími 530 6500 heimili@heimili.is heimili.is KYNN INGARBLAÐ ALLTÞRIÐJUDAGUR 3. janúar 2023 Regluleg hreyfing hægir á áhrifum og einkennum öldrunar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR gummih@frettabladid.isMikilvægt er að eldra fólk tak- marki kyrrsetu og hreyfi sig reglulega. Meginráðlegging fyrir eldra fólk er sú að það stundi miðl- ungs erfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur á degi hverjum. Heildartímanum má skipta upp í nokkur tímabil yfir daginn, til dæmis 10-15 mínútur í senn. Regluleg hreyfing hægir á áhrif- um og einkennum öldrunar, veitir andlegan og líkamlegan styrk til að takast á við dagleg verkefni og hjálpar fólki að viðhalda getunni til að vera sjálfbjarga í daglegu lífi. Styrktarþjálfun er sérstak- lega gagnleg rosknu fólki, meðal annars til að viðhalda hreyfifærni og stuðla að auknu gönguöryggi. Í mörgum bæjarfélögum er boðið upp á leikfimi fyrir eldra fólk og víða eru gönguhópar og sundtímar sérstaklega fyrir eldra fólk. Á heilsuvera.is eru tekin saman nokkur ráð fyrir fólk sem er 60 ára og eldra en ávinningur reglulegrar hreyfingar á efri árum er meðal annars: n Aukinn styrkur og liðleiki. n Úthald við leik og störf eykst. n Betra jafnvægi.n Minni hætta á byltum. n Betri andleg líðan.n Hjarta- og æðakerfið vinnur betur. n Hægir á beinþynningu. n Aukið sjálfstæði lengur. Regluleg hreyfing er mikilvæg Látum okkur líða sem best, alltaf Margir setja sér markmið um bætta heilsu í upphafi nýs árs. Þín heilsa er ástríða heilsuvöru- fyrirtækisins númer eitt sem óskar landsmönnum gleðilegs og heilsusamlegs árs 2023. 2 Mæðgurnar Díana Íris Guðmundsdóttir og Íris Gunnarsdóttir, eigendur númer eitt, setja lýðheilsu landsmanna í öndvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Við mæðgur setjum okkur alltaf ný markmið fyrir komandi ár og höfum haft að leiðarljósi að þau séu raunhæf og hugsanlega ekki of krefjandi. Við höfum þá skoðun að litlu hlutirnir skipti máli og þegar kemur að bættri heilsu ber helst að nefna góða næringu, hreyfingu, svefn, hugleiðslu og öndun.“ Þetta segir Íris Gunnarsdóttir, stofnandi og eigandi heilsuvöru- fyrirtækisins númer eitt sem flytur inn fyrsta flokks bætiefni og vörur sem stuðla að betri líðan og heil- brigði. Númer eitt er fjölskyldufyr- irtæki sem Íris rekur ásamt dóttur sinni Díönu Írisi Guðmundsdóttur. Þær Íris og Díana Íris þakka öllum sínum tryggu og góðu við- skiptavinum samskiptin á árinu 2022 og hlakka mikið til að heyra enn meira í þeim á nýárinu. „Á áramótum er gott að staldra við og hugleiða forgangsröðun og hvað hugsanlega megi bæta á nýju ári. Margir nota þetta tækifæri til að fara yfir bætiefnainntökuna og skipuleggja hana betur. Við höfum trú á því að með því að taka inn gæðabætiefni, ásamt því að huga að ofangreindum þáttum, getum við orðið besta útgáfan af okkur sjálfum,“ segir Íris. Fullkomin lausn fyrir gleymna Vörumerkin eru nú sjö talsins og bætist áttunda vörumerkið við núna í janúar, en vörurnar fást í f lestum apótekum, stórmörkuðum og heilsuvöruverslunum. Fyrst má nefna eigið vörumerki, númer eitt, sem samanstendur af sótthreinsi- vörum með sérvöldum 100 prósent hreinum ilmkjarnaolíum sem gefa vörunum einstakan og ljúfan ilm. Nýjasta vörulína númer eitt eru bætiefnabox í umhverfisvænum umbúðum sem innihalda fimm sérvalin hágæða bætiefni fyrir hvern dag.„Bætiefnaboxin eru fullkomin lausn fyrir þau sem eiga það til að gleyma að taka inn bætiefnin sín. Öll erum við ólík og því settum við saman sex mismunandi box fyrir fólk með ólíkar þarfir. Skammta- stærðin er hárnákvæmt ákvörðuð og samsvarar meðferðarskömmt- um sem jurtalæknar mæla með,“ upplýsir Íris um bætiefnabox Alla dagagegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is HALLDÓR | | 10 PONDUS | | 16 Kviksjá lyga og mannlegs breyskleika 1 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R | | f r e t t a b l a d i d . i s | Þ R I ð J U D A g U R 3 . J A N ú A R 2 0 2 3 Frítt Alexandra skín skært í Flórens Grínistar með ómögulega uppskrift íþróttir | | 12 LíFiÐ | | 22 Menning | | 18 | Hlutfall fólks sem á erfitt með að ná endum saman hefur hækkað um 2 prósent frá því í sumar. Fjárhagurinn fer versnandi á höfuðborgar- svæðinu og hjá konum. kristinnhaukur@frettabladid.is KöNNUN Fjárhagur heimilanna hefur harðnað frá því í ágúst, sam- kvæmt nýrri könnun Prósents. Þeim sem eiga ekki afgang um hver mánaðamót hefur fjölgað og þeim fækkað sem eiga talsverðan afgang. Tólf prósent landsmanna safna nú skuldum eða þurfa að ganga á eigið sparifé til að ná endum saman. Þetta er hækkun um 2 prósent frá 9. ágúst, er Prósent gerði síðast slíka könnun. 24 prósent segjast ná endum saman með naumindum, sem er sama hlutfall og í ágúst. 36 prósent heimila eiga sem sagt erfitt með að ná endum saman. Í könnuninni í ágúst sögðust 16 prósent geta safnað talsverðum afgangi um hver mánaðamót, núna 13 prósent. 51 prósent á svolítinn afgang, aukning um 2 prósent. Hinn versnandi fjárhagur virðist bitna fremur á konum en körlum. Fjárhagur er erfiður hjá 40 prósent- um kvenna en 32 prósentum karla, eða 8 prósenta munur. Þessi munur mældist aðeins 3 prósent í sumar. Nú segjast 37 prósent fólks á höfuðborgarsvæðinu eiga erfitt með að ná endum saman samanborið við 32 prósent í ágúst. Hlutfallið á landsbyggðinni hefur hins vegar lækkað úr 38 prósentum í 34. Kjósendur Flokks fólksins og Sósí- alistaflokksins eru í áberandi mestu fjárhagserfiðleikunum. Hlutfallið er 63 prósent í hvoru tilviki. Könnunin var netkönnun fram- kvæmd 22. til 30. desember. Úrtakið var 4.000 og svarhlutfallið 49,6 pró- sent. Sjá SíÐu 8 Fjárhagur fólks versnar Svör þeirra sem tóku afstöðu 13% 51% 24% 6% 6% n Safnað talsverðu sparifé n Safnað svolitlu sparifé n Endar ná saman með naumindum n Nota sparifé til að ná endum saman n Safna skuldum Laugavegi 174, 105 Rvk. Sími 590 5000 www.hekla.is Höldur Akureyri Bílasala Selfoss Bílás Akranes Bílakjarninn Reykjanesbæ BVA Egilstöðum Þægindi og frelsi Mitsubishi Eclipse Cross PHEV 4x4 www.mitsubishi.is/eclipse Útsölurnar eru hafnar og þegar Fréttablaðið leit við í Kringlunni um miðjan dag var margt um manninn enda mikið um tilboð í upphafi árs. FréttabLaÐiÐ/vaLLi Fréttir | | 4 Kínverjar spenntir að upplifa ævintýri á Íslandi vIðSKIPtI Flugfélagið Mýflug hefur ásamt öðrum fjárfesti keypt stór- an hlut í f lugfélaginu Erni. Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir að með sölunni sé verið að styrkja félögin til lengri tíma. Hann segir að með sölunni sé verið að opna fyrirtækið fyrir almennum hlut- höfum. Að sögn Harðar hefur salan ekkert með slæmt gengi í rekstr- inum að gera. Leifur Hallgrímsson, eigandi Mýf lugs, var að vonum sáttur við kaupin og segir hann að Mýf lug hafi verið að styrkja stöðu sína á innanlandsmarkaði með kaup- unum. „Ég held að það sé búið að leita að fjárfestum í þetta verkefni í tvö ár. Okkur var boðið að koma að þessu núna fyrir áramót. Við skoðuðum þetta með f leiri góðum aðilum og niðurstaðan var sú að fara í þetta verkefni,“ segir Leifur. Sjá SíÐu 6 Flugfélag kaupir hlut í flugfélagi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.