Fréttablaðið - 03.01.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.01.2023, Blaðsíða 10
n Halldór n Frá degi til dags Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Ástæða þessarar breytingar er marg- þætt, en umhverfis- þátturinn vegur þar þungt. Árið 2023 munu fram- kvæmdir hefjast við Borgarlínu og brú fyrir Fossvog. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Við getum litið stolt til baka á síðustu ár og hvernig við tókumst á við heimsfaraldurinn og margvíslegar afleiðingar hans. Starfsfólk Reykjavíkurborgar var víða í framlínunni og vann magnað starf. Því verður seint fullþakkað. Endurreisnaráætlun borgarinnar, Græna planið, reyndist framúrskarandi í þessum verkefnum og gerir enn. Borgin vex út úr vandanum sem kóvid skildi eftir sig. Það er lykilatriði að taka á fjármálum en standa um leið vörð um mikilvæga þjónustu og tryggja að grænn vöxtur og innviðafjár- festing haldi áfram þótt verðbólga og þensla hafi tekið við af samdrætti og atvinnuleysi. Endurskoðað aðalskipulag Reykjavíkur til 2040 leggur grunn að kraftmikilli húsnæðisuppbyggingu fyrir alla tekjuhópa. Áhersla er lögð á skilgreinda þróunarása borgarinnar og uppbyggingu húsnæðis í tengslum við hágæða almenningssamgöngur og að Reykjavík verði framúrskarandi hjólaborg. Árið 2023 munu framkvæmdir hefjast við Borgarlínu og brú fyrir Fossvog. Hjólreiðaáætlun verður framfylgt af krafti og vonir standa til að árið hefjist á tíma- mótasamkomulagi milli ríkis og borgar um leiðandi hlutverk borgarinnar í húsnæðisuppbyggingu næstu ára. Framkvæmdir við íbúðir á Ártúnshöfða og í Skerjafirði munu hefjast af krafti, Hlemmtorg fær loks endanlega andlitslyftingu og framkvæmdir í Kvos við hið magnaða svæði milli Lækjartorgs og Hörpu taka á sig endanlega mynd. Þremur og hálfum milljarði króna verður á næsta ári varið til nýrra leikskólaplássa fyrir yngstu börnin til að brúa bilið milli fæðingaror- lofs og leikskóla og viðhalds- og endurbótaverkefni í skólum og leikskólum verða áfram í forgangi. Reykjavík er ein hundrað borga í Evrópu sem ESB hefur valið til að vera í forystu í leiðangri að því að ná kolefnishlutleysi. Borgin vill því vinna áfram þétt með atvinnulífi og samfélaginu í að ná þeim árangri í loftslagsmálum sem þarf og móta Loftslagssamning Reykjavíkurborgar til að tryggja þann árangur og aðgerðir sem þarf. n Ár uppbyggingar fram undan Tímamót eru í dreifingu Fréttablaðsins á nýju ári, en það verður nú aðgengi- legt tryggum lesendum sínum á opin- berum stöðum, víðast hvar á landinu, í stað þess að því sé dreift í öll hús á helstu þéttbýlisstöðum landsins. Eftirleiðis ratar hvert prentað eintak blaðsins sannarlega í hendur þeirra sem ætla sér að lesa það. Og þar er lykilbreytingin komin, en raun- veruleg nýting á hverju eintaki þess verður meiri en nokkru sinni. Ætla má að lestur blaðsins verði áfram mikill, ef ekki meiri en hann hefur verið á síðustu misserum, en samkvæmt viðurkenndum könn- unum er lestur Fréttablaðsins nú yfir 28 pró- sent meðal landsmanna en mælist 35 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Ritstjórn blaðsins og aðrir starfsmenn þess munu kappkosta að gefa áfram út fjölbreytt og áhugavert dagblað með vönd- uðum fréttaumfjöllunum og áhugaverðum við- tölum, en margvíslegar nýjungar í efnistökum, áherslum og útliti munu líta dagsins ljós á næstu vikum og mánuðum. Með breytingunum verður sýnileiki blaðsins áfram mjög mikill, en því verður dreift á ríflega 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Áfram verður unnið að frekari dreifingu blaðsins með nýjum hætti, en til að byrja með tryggir hún snertiflöt við 85 prósent lands- manna. Þá hefur sá fjöldi sem les blaðið daglega á rafrænu formi vaxið jafnt og þétt. Ástæða þessarar breytingar er margþætt, en umhverfisþátturinn vegur þar þungt. Ætla má að með aldreifingu blaðsins á höfuðborgarsvæð- inu og á Akureyri á síðustu tveimur áratugum hafi blaðið ratað til fleiri en þeirra sem hafa áhuga á blaðalestri. Dreifingarferlinu hefur þar af leiðandi fylgt óþarfa sóun. Og það er hiklaust í samræmi við vaxandi umhverfisvitund að lág- marka kolefnisspor af dreifingu dagblaða. Þá er því heldur ekki að leyna að aldreifing með gamla laginu, jafnt til tryggra lesenda blaðsins og hinna sem lesa það sjaldan eða aldr- ei, er óhemju kostnaðarsöm fyrir einkarekinn fjölmiðil, en ætla má að kostnaður á nýbyrjuðu ári hefði orðið yfir einn milljarður króna. Eins og aðrir einkareknir fjölmiðlar keppir Fréttablaðið á fjölmiðlamarkaði sem sjálft ríkis- valdið hefur ákveðið að hafa rammskakkan, opinberum ríkismiðli landsins til slíkra hags- bóta að það er í sjálfu sér undrunarefni að aðrir ritstýrðir fréttamiðlar skuli vera starfandi í landinu. En Fréttablaðið mun samt áfram standa sína vakt. n Blaðið okkar ÞRIÐJUDAGA KL. 19.00 OG 21.00 MATUR OG HEIMILI MEÐ SJÖFN ÞÓRÐAR benediktboas@frettabladid.is Spurt af hverju ekki Það var hálf grámyglulegt að rífa sig upp snemma í gærmorgun til að halda til vinnu. Góðu fréttirnar voru að fótboltinn um alla Evrópu gat stytt manni stundir. Allt saman byrjaði þetta klukkan 12 þegar Glasgow-ris- arnir mættust og svo lauk þessari veislu gærdagsins með Brentford- Liverpool. Af hverju var spilað í gær? gætu einhverjir hugsað, en útskýringin er einföld. Það var nefnilega frídagur sem lenti um helgi og hann færðist því yfir á mánudag. Um alla Evrópu nema auðvitað á eyjunni fögru í Norður-Atlantshafi. Öll Evrópa byrjaði árið bara á því að slaka á en hér á Íslandi er það bannað – með lögum. Einn laugardagur Jólin voru sannkölluð vinnujól og nú þegar vinnumarkaðurinn er að jafna sig eftir Covid kom í ljós að enginn átti neina frídaga inni. Því var opið á flestum leikskólum enda þurftu foreldrarnir að mæta til vinnu. Það hefur verið rætt og ritað um að færa frídagana yfir á næsta virka dag í gegnum tíðina og frumvarp þess efnis liggur fyrir hinu háa Alþingi. Fljótt á litið virðist árið fullt af frídögum en yfirleitt er það á virkum dögum nema 17. júní. Hann ber upp á laugardegi. Sem myndi þýða einn skitinn mánudag í frí. Það er allt og sumt. n Skoðun FréTTaBlaðið 3. janúar 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.