Fréttablaðið - 03.01.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.01.2023, Blaðsíða 28
ninarichter@frettabladid.is Ef marka má samfélagsmiðla ríkir nokkur einhugur meðal þjóðarinn- ar um áramótaskaupið, sem þykir hafa heppnast með allra besta móti. Við lítum á nokkur dæmi af Twitter. Elísabet Ronaldsdóttir @ericedottie Ég sá skaupið, það var snilld. Til hamingju öll sem að komu. Olga Björt @olgabjort72 Settu mig í stokk. Leggðu mig í nefnd og Sundabrautaðu yfir mig alla. Það er að myndast Vatnsmýri í buxunum mínum. Simmi Vil @simmivil Besta skaup síðan 2013! Lobba @lobbsterinn Persónuleg skoðun en kötturinn í fangaklefanum var besti leikarinn! Theódór Ingi @TeddiLeBig Mjög gott skaup en ansi mörg nepo babies í framleiðslu þarna því miður. Davíð Rist @David_Rist Þetta er beittasta skaup sem ég hef séð and I'm all for it. Besta skaup sem ég hef séð. Hulda Tölgyes @hulda_tolgyes Smá sein þar sem ég var að gefa barni brjóst og kúra í gærkvöldi. En takk og til hamingju með sturlað fyndið, hárbeitt og metnaðarfullt Skaup @harmsaga og co. Þvílíkt listafólk. María Sólveig @majarokk Sigurður Ingi að labba, labba, labba var besta atriðið. Sóley Tómasdóttir @soleytomasar Besta skaup sem ég hef séð í ára- tugi! Jón Trausti @jondinn Fokk hvað þetta er gott. Stefán Vigfússon @SVigfusson Þetta er auðvitað bara á einhverju öðru plani. Brynjólfur Þór Guðmundsson @BrynThor Besta skaupið í allavega 20 ár. Bergmann blærr @Lisaiisalive Vinur minn kallaði skaupið slæmt svo ég blockaði hann. Gústi @gustibje Skaupið algjörlega glatað. Verð samt að gefa kredit á @GudniKlipp fyrir góða klippingu. Þjóðin ánægð með skaupið ninarichter@frettabladid.is Flestir lesendur ættu að þekkja Legó-kubbana dönsku frá Billund sem skemmt hafa börnum á öllum aldri í áratugi. Kubbarnir eru nett plastleikföng sem hægt er að festa saman með einföldu snertipunkta- kerfi. Kubbarnir eru til í alls konar útgáfum og varla má finna nokkuð undir sólinni sem ekki er hægt að túlka eða tjá með kubbunum. Nú hefur gervigreindin heimsótt Legó-kassann. Brickit er app sem er þróað til að skanna hrúgu af Legó-kubbum, þekkja hvern einasta kubb og gefa til baka hugmyndir um skemmti- lega og fjölbreytta byggingarmögu- leika úr þeim kubbum sem eru til. Brickit-appið gefur nákvæmar leiðbeiningar um smíðina, en það er að sjálfsögðu undir notandanum komið hvort hann fylgi þeim í hví- vetna eða noti uppskriftina ein- göngu sem innblástur. Notendur geta hlaðið appinu í snjallsíma sér að kostnaðarlausu og hefur það verið þróað fyrir iOS- og Android- stýrikerfi. Á vef fyrirtækisins segir að markmiðið sé að blása lífi í gamla Legó-kassann. Þar kemur fram að meginnotendur appsins séu börn á grunnskólaaldri og foreldrar þeirra, en þó sé appið til reiðu fyrir kubb- ara á öllum aldri. Þar segir einnig að 1.600 vin- sælustu kubbaformin séu skráð í gagnagrunn appsins. n Gervigreindin gægist í Legó-kassann Á vef fyrirtækisins segir að markmiðið sé að blása lífi í gamla Legó-kassann. Danir fagna með Margréti Margrét Danadrottning bauð meðlimum konungsfjölskyldunnar, ráðherrum og fyrir- mennum til veislu á nýársdag. Drottningin átti 50 ára krýningarafmæli á árinu sem leið. Athygli vakti þegar hún svipti fjögur barna- barna sinna konunglegum titlum í fyrra. ninarichter@frettabladid.is Margrét Danadrottn- ing tignarleg í bláum kjól. Hún er fædd árið 1940 og því 83 ára á árinu. María krónprinsessa glæsileg að vanda og Friðrik krón- prins í viðhafnar- búningi. Viðskipta- málaráðherra Danmerkur, Sophie Løhde, stal senunni í hvítum galakjól. Sophie Hæstorp Andersen hefur setið ár í embætti sem borgarstjóri Kaupmanna- hafnar. Benedikta prinsessa er yngri systir Margrétar Danadrottningar, fædd 1944. Atvinnumála- ráðherra Dana, Ane Halsboe-Jør- gensen hefur átt farsælan feril í stjórnmálum. 20 Lífið 3. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGURFréttabLaðiðLífIÐ FréttabLaðið 3. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.