Fréttablaðið - 03.01.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.01.2023, Blaðsíða 8
Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið upplysingar@reykjavik.is eða í síma 411 1111. www.reykjavik.is Á vef Reykjavíkurborgar undir „mínar síður“ geta fasteignaeigendur: • skoðað álagningarseðil fasteignagjalda (eftir 23. janúar 2023) og alla breytingarseðla þar á eftir • skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda • gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur • óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum, þar sem þeir verða líkt og áður ekki sendir út til greiðenda, 18-80 ára • sent inn erindi vegna fasteignagjalda Fasteignagjöld ársins 2023, yfir 25.000 kr., greiðast með ellefu jöfnum greiðslum á gjalddögum: 30. janúar, 4. mars, 2. apríl, 2. maí, 3. júní, 2. júlí, 2. ágúst, 2. september, 2. október, 1. nóvember og 3. desember Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 30. janúar. Fasteignagjöld í Reykjavík verða innheimt í netbönkum. Fasteignaeigendum er jafnframt bent á beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum og boðgreiðslur af greiðslukortum. Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2023 verða aðeins birtir á vefsíðunni island.is og á Rafrænni Reykjavik á árinu 2023. Álagningar- og breytingarseðlarnir verða ekki sendir í pósti í samræmi við breytingu sem gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt. Mínar síður á www.reykjavik.is Viðreisn 18% 45% 30% 4%3% VG 20% 47% 21% 6% 7% Sjálfstæðisflokkurinn 20% 57% 18% Sósíalistaflokkurinn 5% 32% 43% 12% 8% Píratar 11% 50% 26% 8% 4% Samfylkingin 13% 57% 19% 6% 5% Miðflokkurinn 15% 55% 20% 7% Framsóknarflokkurinn 14% 54% 23% 3% 6% Flokkur fólksins 7% 29% 38% 8% 17% Fjárhagsstaða fólks eftir stjórnmálaskoðunum n Safnað talsverðu sparifé n Safnað svolitlu sparifé n Endar ná saman með naumindum n Nota sparifé til að ná endum saman n Safna skuldum Úthlutanir hafa aukist hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Fréttablaðið/Valli. Ný könnun sýnir að stór hluti landsmanna býst við verri afkomu á árinu sem var að hefjast en því síðasta. kristinnhaukur@frettabladid.is könnun Fjórðungur landsmanna telur að fjárhagur heimilisins verði verri árið 2023 en hann var árið 2022. 33 prósent telja að hann verði betri. Þetta kemur fram í nýrri könnun Prósents. Sex prósent telja að fjárhagsstaðan verði miklu verri en á síðasta ári og 19 prósent að hún verði aðeins verri. Þá telja 6 prósent að hún verði miklu betri og 27 prósent að hún verði aðeins betri. Flestir, 43 prósent, búast við óbreyttri stöðu. Almennt séð fer bjartsýni um fjárhaginn minnkandi með aldri. 50 prósent fólks á aldrinum 25 til 34 ára býst við betri fjárhag 2023 en 2022. Hjá 65 ára og eldri er hlutfallið aðeins 11 prósent. Karlar og fólk á landsbyggðinni er örlítið bjartsýnna en konur og fólk á höfuðborgarsvæð- inu. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir úthlutanir fleiri á starfsstöðvunum um jólin. Það er Reykjavík, Suður- nesjum og Akureyri. „Við heyrum örvæntingu hjá fólki og það er erf- iðara að láta enda ná saman,“ segir hún. Margir skjólstæðingar þurfa aðeins að leita sér aðstoðar fyrir jólin. Vilborg segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort að þeir þurfi að leita oftar aðstoðar á árinu. Fjórðungur býst við verri fjárhag „Almenni leigumarkaðurinn er að fara með fólk,“ segir Vilborg. Staðan sé skárri hjá leigjendum í félagslegu eða óhagnaðardrifnu leiguúrræði. Eins og kemur fram á forsíðu hafa fjárhagserfiðleikar fólks aukist síðan í ágúst, þegar Prósent gerði síðast sambærilega könnun. 63 prósent kjósenda Flokks fólks- ins og Sósíalistaflokksins eiga í erfið- leikum með að ná endum saman. Hjá Pírötum er hlutfallið 38 pró- sent, 37 hjá Viðreisnarfólki, 34 hjá Vinstri grænum, 32 hjá Framsóknar- mönnum, 30 hjá Samfylkingarfólki og Miðflokksmönnum og aðeins 23 prósent hjá Sjálfstæðismönnum. Þegar kemur að horfum fyrir árið 2023 eru Píratar bjartsýnastir. 45 prósent þeirra telja að árið verði far- sælla fjárhagslega en árið 2022 og aðeins 18 prósent að það verði síðra. Hjá Miðflokksmönnum og kjós- endum Flokks fólksins búast 26 prósent við betri fjárhag en örlítið fleiri við verri árið 2023. Svartsýnin er hins vegar áberandi mest hjá Sósí- alistum. 21 prósent býst við betri og 40 prósent verri fjárhag. Könnunin var framkvæmd 22. til 30. desember. Úrtakið var 4.000 og svarhlutfallið 49,6 prósent. n Vilborg Odds- dóttir, félags- ráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar helgisteinar@frettabladid.is kína Fyrrverandi sendiherra Kína í Bandaríkjunum, Qin Gang, hefur tekið við sem utanríkisráðherra Kína. Qin Gang tók við af Wang Yi, sem hefur verið andlit utanríkis- stefnu landsins síðan 2013. Qin hefur verið sendiherra í Bandaríkjunum í rúmlega eitt og hálft ár. Hann fékk það verkefni að reyna að koma samskiptum land- anna aftur í eðlilegt horf en þjóð- irnar hafa átt í deilum undanfarin ár. Nýja ráðherranum hefur verið lýst sem „stríðsúlfi“ sem er gælunafn gefið kínverskum diplómötum sem þekktir eru fyrir að vera harðorðir í garð vestrænna þjóða. Nafnið er tilvísun í kínversku spennumynda- seríuna Wolf Warrior. Qin Gang sagði meðal annars árið 2020 að ímynd Kína á Vesturlöndum hefði versnað vegna þess að fjöl- miðlar í Evrópu og Bandaríkjunum hefðu aldrei sætt sig við uppgang Kínverja. Hann hefur einnig sagt að kín- verska þjóðin hafi lítið að læra af hinum vestræna heimi. n Stríðsúlfur orðinn utanríkisráðherra Qin Gang, er orðin nýr utan- ríkisráðherra Kína benediktboas@frettabladid.is  Fjármál Elon Musk er fallinn af toppnum, samkvæmt lista Forbes, sem ríkasti einstaklingur í heimi og er Frakkinn Bernard Arnault orðinn sá ríkasti. Arnault er nú metinn á 180 millj- arða dollara sem er 33 milljörðum dollara meira en Musk. Velgengni Frakkans má rekja til velgengni lúxusmerkis hans, LVMH, sem á og rekur Louis Vuitton, Moët og Hen- nessy, en innan samsteypunnar eru einnig ilmvötn og aðrar snyrtivörur, úr og fleiri þekkt vín. Musk sat á toppi Forbes-listans í fyrra og var þá metinn á 340 millj- arða dollara en er núna metinn á 147 milljarða dollara. Það þýðir að hann er búinn að tapa ansi mörgum krónum og aurum á aðeins nokkr- um mánuðum. n Frakkinn Arnault orðinn ríkastur Elon Musk er ekki lengur ríkasti ein- staklingur heims samkvæmt Forbes. benediktarnar@frettabladid.is veður Íslendingar mega búast við áframhaldandi frosti næstu daga. Veðurfræðingur segir að það verði þó heldur mildara loft yfir landinu en undanfarið og engin átök í veðr- inu. Frá og með hádegi í dag verður komið nokkuð gott veður á land- inu. „Það verður enn þá svolítill éljagangur vestan til en hann hættir að mestu leyti seinnipartinn. Það verður aðallega á Breiðafirði og Vest- fjörðum sem það verða einhverjar leifar af éljum,“ segir Óli Þór Árna- son, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Óli segir að það verði ekki mikil úrkoma á landinu næstu daga, en búast má við úrkomubakka yfir Austurlandi. „Annars er tiltölulega hægur vindur og lítil úrkoma. Það kólnar og frystir á öllu landinu aftur, en svo dregur aftur úr frostinu á miðviku- dag. Það má búast við 0 til 7 stiga hita víða,“ segir Óli. Víða var blautt á landinu og því þarf að fara með gát þegar frystir á ný. „Fimmtudagurinn er í raun bara það sama, það verða leifar af þessum úrkomubakka yfir austan- verðu landinu, en annars rólegur vindur og ekkert svakalegt frost,“ segir Óli. n Áfram frost á landinu næstu daga Það verður áfram frost á mestöllu landinu næstu daga. Fréttablaðið/ anton brink 8 Fréttir 3. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.