Fréttablaðið - 03.01.2023, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 03.01.2023, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 3. janúar 2023 Regluleg hreyfing hægir á áhrifum og einkennum öldrunar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR gummih@frettabladid.is Mikilvægt er að eldra fólk tak- marki kyrrsetu og hreyfi sig reglulega. Meginráðlegging fyrir eldra fólk er sú að það stundi miðl- ungs erfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur á degi hverjum. Heildartímanum má skipta upp í nokkur tímabil yfir daginn, til dæmis 10-15 mínútur í senn. Regluleg hreyfing hægir á áhrif- um og einkennum öldrunar, veitir andlegan og líkamlegan styrk til að takast á við dagleg verkefni og hjálpar fólki að viðhalda getunni til að vera sjálfbjarga í daglegu lífi. Styrktarþjálfun er sérstak- lega gagnleg rosknu fólki, meðal annars til að viðhalda hreyfifærni og stuðla að auknu gönguöryggi. Í mörgum bæjarfélögum er boðið upp á leikfimi fyrir eldra fólk og víða eru gönguhópar og sundtímar sérstaklega fyrir eldra fólk. Á heilsuvera.is eru tekin saman nokkur ráð fyrir fólk sem er 60 ára og eldra en ávinningur reglulegrar hreyfingar á efri árum er meðal annars: n Aukinn styrkur og liðleiki. n Úthald við leik og störf eykst. n Betra jafnvægi. n Minni hætta á byltum. n Betri andleg líðan. n Hjarta- og æðakerfið vinnur betur. n Hægir á beinþynningu. n Aukið sjálfstæði lengur. Regluleg hreyfing er mikilvæg Látum okkur líða sem best, alltaf Margir setja sér markmið um bætta heilsu í upphafi nýs árs. Þín heilsa er ástríða heilsuvöru- fyrirtækisins númer eitt sem óskar landsmönnum gleðilegs og heilsusamlegs árs 2023. 2 Mæðgurnar Díana Íris Guðmundsdóttir og Íris Gunnarsdóttir, eigendur númer eitt, setja lýðheilsu landsmanna í öndvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Við mæðgur setjum okkur alltaf ný markmið fyrir komandi ár og höfum haft að leiðarljósi að þau séu raunhæf og hugsanlega ekki of krefjandi. Við höfum þá skoðun að litlu hlutirnir skipti máli og þegar kemur að bættri heilsu ber helst að nefna góða næringu, hreyfingu, svefn, hugleiðslu og öndun.“ Þetta segir Íris Gunnarsdóttir, stofnandi og eigandi heilsuvöru- fyrirtækisins númer eitt sem flytur inn fyrsta flokks bætiefni og vörur sem stuðla að betri líðan og heil- brigði. Númer eitt er fjölskyldufyr- irtæki sem Íris rekur ásamt dóttur sinni Díönu Írisi Guðmundsdóttur. Þær Íris og Díana Íris þakka öllum sínum tryggu og góðu við- skiptavinum samskiptin á árinu 2022 og hlakka mikið til að heyra enn meira í þeim á nýárinu. „Á áramótum er gott að staldra við og hugleiða forgangsröðun og hvað hugsanlega megi bæta á nýju ári. Margir nota þetta tækifæri til að fara yfir bætiefnainntökuna og skipuleggja hana betur. Við höfum trú á því að með því að taka inn gæðabætiefni, ásamt því að huga að ofangreindum þáttum, getum við orðið besta útgáfan af okkur sjálfum,“ segir Íris. Fullkomin lausn fyrir gleymna Vörumerkin eru nú sjö talsins og bætist áttunda vörumerkið við núna í janúar, en vörurnar fást í f lestum apótekum, stórmörkuðum og heilsuvöruverslunum. Fyrst má nefna eigið vörumerki, númer eitt, sem samanstendur af sótthreinsi- vörum með sérvöldum 100 prósent hreinum ilmkjarnaolíum sem gefa vörunum einstakan og ljúfan ilm. Nýjasta vörulína númer eitt eru bætiefnabox í umhverfisvænum umbúðum sem innihalda fimm sérvalin hágæða bætiefni fyrir hvern dag. „Bætiefnaboxin eru fullkomin lausn fyrir þau sem eiga það til að gleyma að taka inn bætiefnin sín. Öll erum við ólík og því settum við saman sex mismunandi box fyrir fólk með ólíkar þarfir. Skammta- stærðin er hárnákvæmt ákvörðuð og samsvarar meðferðarskömmt- um sem jurtalæknar mæla með,“ upplýsir Íris um bætiefnabox Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.