Fréttablaðið - 03.01.2023, Blaðsíða 30
Þetta var ofarlega á
baugi hjá okkur, þessi
umræða: Hvernig
eigum við svo að slútta
þessu? Þá kom þessi
pæling, að bara búa til
Gallup-könnun.
Sigurjón Kjartansson
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@
frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078:
Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Taco Loco
Sími: 454 0333
Borðapantanir á treslocos.is
Hafnarstræti 4
101 Reykjavík @treslocos.rvk
á þriðjudögum í janúar
Allar tegundir af taco á
1.500 kr. 2 stk.
Meðhöfundur og fram
leiðandi skaupsins, Sigurjón
Kjartansson, er að vonum
ánægður með jákvæðar
viðtökur við frumsýningu
gamlárskvölds. Aðspurður
svarar hann að engir óánægð
ir Akureyringar hafi haft sam
band við hann.
ninarichter@frettabladid.is
Sigurjón Kjartansson, meðhöf
undur og framleiðandi áramóta
skaupsins, segir að hann gæti ekki
verið ánægðari með viðtökurnar.
Aðspurður hver leynisósan sé,
svarar hann að höfundahópurinn
hafi verið einstaklega vel samsettur.
„Það má segja að frekar snemma
í ferlinu hafi verið komin nokkuð
skýr sýn varðandi hvernig skaup við
vildum sjá,“ segir Sigurjón.
Hann segir hópinn hafa lagt upp
með að gera skaup með breiða skír
skotun sem höfðaði til allra kyn
slóða. „Þarna erum við bara mætt,
nokkrir grínistar með ómögulega
uppskrift. Við fórum að skoða það
hvort hægt væri að gera eitthvað úr
henni og það lítur út fyrir að þetta
hafi heppnast svona ljómandi vel,“
segir hann.
Sigurjón kveðst hafa verið örugg
ur með útkomuna þegar þátturinn
fór í loftið á gamlárskvöld. „Ég var
búinn að horfa á þetta nokkuð oft
og búinn að liggja yfir handritinu í
talsverðan tíma áður en þetta fór í
framleiðslu,“ segir hann.
„Það var skrifað talsvert meira
en var framleitt og tekið, þannig að
við fórum með gagnrýnum augum
í gegnum þetta allt saman. Ég held
að ég geti sagt að ég var orðinn mjög
confident með þetta skaup frekar
snemma í ferlinu.“
Sigurjón svarar þó aðspurður að
engar líkur séu á því að afgangarnir
af klippiborðinu rati í framleiðslu.
Akureyringar hafa ekki sett
sig í beint samband við Sigurjón
vegna gríns um lausagöngu katta í
bænum. „Það hefur enginn hringt
í mig þaðan, en ég veit ekki með
aðra, sem koma að þessu skaupi. Það
getur verið að þau hafi fengið ein
hver viðbrögð,“ svarar hann.
Markaðsrannsóknir voru áber
andi nýmæli í áramótaskaupinu.
„Þetta kom upp í hópnum, þessi
hugmynd að prófa,“ segir Sigurjón.
„Lokalagið í Skaupinu hefur lengi
verið vandræðastærð.“ Hann seg
ist hafa fundið til kvíða, stundum
þegar hann horfði á eldri Skaup sem
honum þótti skemmtileg, en loka
lögin gátu verið algjörlega ófyndin.
„Einhver predikunartónn sem hefur
ekkert að gera með það fyndna sem
var í Skaupinu,“ útskýrir hann.
„Þetta var ofarlega á baugi hjá
okkur, þessi umræða: Hvernig
eigum við svo að slútta þessu? Þá
kom þessi pæling, að bara búa til
Gallupkönnun. Fyrst ætluðum
við bara að hafa þykjustu Gallup
könnun og plata aðeins og segja að
þetta hefði allt verið gert samkvæmt
könnun og þá gætum við gert hvað
sem við vildum. En við ákváðum
samt að tala við Gallup og þeir voru
mjög til í að vinna með okkur,“ segir
Sigurjón.
„Þeim fannst þetta svo sniðug
hugmynd að það var ákveðið að
kýla á eina alvöru könnun og fá fólk
til þess að tjá sig: Hvernig viltu að
lokalagið sé? Hvernig boðskap viltu
sjá, og svona alls konar. Svo var farið
í kyn og aldur og hvaða flokk kaust
þú í síðustu kosningum og svoleiðis.
Með þessu fengum við fullt af mjög
skemmtilegu efni til að skreyta
þetta lokalag með.“
Sigurjón segir að Ásgeir í Stopwa
itgo, mikill fagmaður, hafi verið
fenginn til að semja lagið. „Hann
hefur samið marga hittara í gegnum
tíðina,“ segir hann. Árangurinn lét
ekki á sér standa. „Þetta bara mælt
ist mjög vel fyrir, þetta er frábært
lag – algjör hittari að sjálfsögðu.
Það er mitt persónulega uppáhald
í þessu lokalagi, að sjá Diddú taka
gítarsóló.“
Eru markaðsrannsóknir á gríni
framtíðin?
„Já, þetta er bara fyndið í sjálfu sér
að gera Gallupkönnun á gríni.“
Hvað varðar eftirlætis skets Sigur
jóns í Skaupinu svarar hann að Love
Ráðhús hafi staðið upp úr. „Og Hún
gleymdi poka í Bónus er einn af
mínum uppáhalds í þessu skaupi.“
Stundin greindi frá því í nóvem
ber að einn framleiðenda Skaupsins,
fyrirtækið S800, væri í helmingseigu
Sigtúns sem byggir nýja miðbæinn
á Selfossi. Annar eigandi S800 er
Sigurjón. Útgerðarmaðurinn Krist
ján Vilhelmsson, kenndur við Sam
herja, er stærsti eigandi Sigtúns.
Aðspurður hvort umfjöllunin hafi
kallað á endurskrif svarar Sigurjón:
„Nei, það var búið að taka upp
þennan skets þegar þetta mál kom
upp. Það sýnir hversu mikil áhrif
Samherji hafði á efnistök, eða hitt
þó heldur,“ svarar hann.
Fjöldi verkefna er á döfinni hjá
Sigurjóni á árinu. „Ég er með ýmis
legt í pípunum. Ég er til dæmis með
bíómynd sem ég þori ekki að segja
mikið meira frá. Þetta verður gam
anmynd. Ég skrifa hana og leikstýri.
Ég stefni á að taka hana fljótlega og
hvort náist að frumsýna á þessu ári
verður að koma í ljós,“ segir Sigur
jón.
„Svo er ég að vinna að einni sjón
varpsþáttaseríu sem ég vonast til að
geta farið í tökur með á næsta ári.“ n
Öruggur með skaupið
snemma í ferlinu
Sigurjón Kjartansson segir höfundahópinn hafa lagt upp með skaup með breiða skírskotun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFáN
22 Lífið 3. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGURFréttablaðið