Morgunblaðið - 22.08.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022
SKÍÐAFRÍ
FLUG, GISTING OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN
VIKULEGAR FERÐIR Í JAN OG FEB
VERÐ FRÁ139.900 KR
Á MANN M.V 2 FULLORÐNA OG 1 BARN
21. - 28. JANÚAR 2023
WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR | INFO@UU.IS | SÍMI 585 4000
VIN
SÆ
LT
ÍTÖLSKU ALPARNIR
ATH
BEINT FLUG Á
BESTA TÍMA
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri
Sjúkrahússins á Akureyri, segir í
samtali við Morgunblaðið að sjúkra-
húsið geti tekið á
móti fleiri lækna-
nemum í grunn-
námi ef stofnunin
og Háskóli Ís-
lands ráðist í
skipulagsbreyt-
ingar og sam-
ræmi betur tíma-
bil starfsnáms
læknanema.
„Þetta er eins
með hjúkrunar-
nema, ef það væru einhverjar skipu-
lagsbreytingar mögulegar þá værum
við alveg tilbúin að horfa á það líka.
Við reynum að nýta öll tækifæri sem
við getum en þetta hangir á því
hvaða sérfræðinga við höfum í boði
til þess að taka á móti læknanemum.
Við viljum geta veitt þeim góð tæki-
færi,“ segir Hildigunnur.
„Sumrin eru erfið til þess að taka á
móti mörgu nýju fólki en eflaust
væri það hægt. Það þyrfti bara að
skoða allar hliðar, bæði út frá skipu-
lagi háskólans og okkar skipulagi.
Ég er alveg viss um að við getum átt
þær samræður ef það er stóra
vandamálið. Mín tilfinning er sú að
með skipulagssamræðum væri hægt
að koma fleirum fyrir.“
Getur ekki samþykkt fjölgun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar-
ráðherra sagði á dögunum að ráðu-
neytið gæti ekki samþykkt fjölgun
læknanema fyrr en Landspítalinn
hefði tök á að taka á móti þeim og því
gæti fjölgun nema á sjúkrahúsi
Akureyrar gert ráðuneytinu kleift að
samþykkja fjölgun læknanema, en
nú eru um 60 nemar teknir inn ár-
lega.
Mannekla hefur verið viðvarandi á
Landspítalanum um hríð og forstjóri
spítalans hefur sagst óttast að hann
fari í þrot.
Fjármagn þurfi að fylgja
Steinunn Þórðardóttir formaður
Læknafélagsins sagði fyrir helgi að
fjölga þyrfti læknanemum og að hún
vildi sjá að minnsta kosti 90 nema á
ári. Einnig sagði hún að meira þyrfti
að gera til þess að fá lækna í sérnámi
erlendis til að snúa aftur heim. Það
þyrfti að fjármagna heilbrigðiskerfið
betur til þess að bæta starfs-
umhverfið og bjóða sérfræðilæknum
upp á ásættanleg kjör.
Hildigunnur segir að læknum sem
stundi sérnám á Íslandi hafi fjölgað
ört en fjármagn til þess að styðja við
þá hafi ekki fylgt.
„Til að við getum tekið við fleiri
slíkum nemum þarf að fylgja fjár-
magn, því við þurfum að borga þessu
fólki laun. Þetta er það sem ég er
alltaf að tala um í ráðuneytinu. Það
er líka grunnurinn sem Landspítal-
inn er að tala um. Við verðum að taka
þátt í þessu verkefni á landsvísu, en
þetta hefur verið þungur baggi á
okkur fjárhagslega.“
Hildigunnur tekur fram að sjúkra-
húsið á Akureyri gleymist oft í um-
ræðunni en stofnunin tekur á móti
fjölda læknanema allan ársins hring
sem og hjúkrunarfræðinemum.
„Við erum hluti af þessu kerfi, það
er bara svo oft sem það er bara talað
um Landspítalann. Við tökum mik-
inn þátt í þessari starfsþjálfun á
landsvísu og það skiptir okkur gríð-
arlega miklu máli að við séum með í
þessu verkefni,“ segir hún og bendir
á að sjúkrahúsið sé með að lágmarki
tíu lækna á kandídatsárinu sínu á
ári. „Við gegnum gríðarlega miklu
hlutverki sem kennslusjúkrahús og
það skiptir miklu máli að við séum
þátttakendur í þessu, annars fáum
við ekki þetta fólk til okkar í framtíð-
inni heldur.“
Geta tekið á móti
fleiri læknanemum
- Forstjóri SAk segist geta tekið við fleirum í læknanámi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Heilbrigðismál Sjúkrahúsið á Akureyri er tilbúið að ræða skipulagsbreyt-
ingar við Háskóla Íslands til þess að koma megi fleiri læknanemum að.
Hildigunnur
Svavarsdóttir
Engin virkni var sýnileg í eldgosinu í
Meradölum í gær frá því klukkan sex
í gærmorgun og fram á kvöld sam-
kvæmt tilkynningu eldfjallafræði- og
náttúruvárhóps Háskóla Íslands á
Facebook. Vakna því spurningar um
hvort gosinu sé lokið.
Sigríður Magnea Óskarsdóttir,
náttúruvársérfræðingur hjá Veður-
stofu Íslands, kvaðst ekki tilbúin til
þess að lýsa yfir goslokum í Meradöl-
um þegar mbl.is ræddi við hana fyrri-
partinn í gær.
„Það er engin kvikustrókavirkni og
þetta er allt annað en var fyrr í vik-
unni, en það er ennþá mikil afgösun
og í nótt var ennþá glóandi hraun að
renna frá gígnum.“ Sigríður tekur
fram að jarðskjálftavirkni hafi dottið
niður á laugardaginn, en hún geti þó
aftur tekið sig upp.
„Það er spurning hver næsti kafli
verður; mun jarðskjálftavirkni taka
sig upp eða er þetta alveg búið, það
verður bara að koma í ljós.“
Í tilkynningunni frá eldfjallafræði-
og náttúruvárhópnum er bent á að
rauður bjarmi hafi fjarað út aðfara-
nótt sunnudagsins.
„Rétt fyrir sex steig þéttur blágrár
mökkur upp úr gígnum og skömmu
síðar datt óróinn alveg niður.“ Engin
virkni hafi verið sýnileg í gígunum
eftir það og hugsanlegt að gosinu sé
lokið.
„Ef flæði hrauns frá hraunpollinum
hefur stöðvast, þá er gosið yfirstaðið
og lauk sennilega um klukkan sex
þennan ágæta sunnudagsmorgun,“
segir ennfremur í tilkynningunni.
kris@mbl.is
Lauk gosinu í
gærmorgun?
- Engin sýnileg virkni
í gær - Ótímabært að
lýsa yfir goslokum
Morgunblaðið/Hákon
Eldgos Gosinu í Meradölum gæti
mögulega verið lokið.
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Sveitarstjórn Norðurþings skoraði
á stjórnvöld á fimmtudag að
tryggja vetrarþjónustu á Dettifoss-
vegi en vegurinn er hluti af svoköll-
uðum Demantshring sem tengir
Húsavík, Jökulsárgljúfur, Dettifoss
og Mývatnssveit.
Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti
sveitarstjórnar Norðurþings, segir í
samtali við Morgunblaðið að það sé
undarlegt að ríkið vilji ekki fullnýta
fjárfestingu sína við vegagerðina
sem hljóðaði upp á hundruð millj-
óna króna.
Tengir svæðið saman
„Það er að segja Dettifossveg,
sem tengir Keldukerfi og Öxarfjörð
við þjóðveg 1. Þetta tengir alla
ferðaþjónustu á svæðinu og stuðlar
að markmiðum ríkisins um upp-
byggingu ferðaþjónustu árið um
kring,“ segir hann og bætir því við
að vegurinn tengi saman svæðin í
kring sem tilheyra Norðurþingi.
Hjálmar segir að þegar vegurinn
sé ófær bætist rúmlega 40 kílómetr-
ar við leið flutningabíla sem flytja
lax frá Öxarfirði og Kelduhverfi
austur á land og út úr landinu.
„Ríkið fór í það að byggja þetta
upp og ríkið vill efla ferðaþjónustu.
Ríkið vill efla útflutning og stuðla
að gjaldeyristekjum. Mér finnst því
eðlilegt að ríkið haldi þessum vegi
við og tryggi þar með vetrarþjón-
ustu,“ segir Hjálmar.
„Haft gífurleg áhrif“
Hjálmar segir að ef litið sé til
sambærilegra vega á svæðinu þá
séu þeir allir í vetrarþjónustu.
„Það er ný staða ef ríkið ætlar
ekki að gera þetta, en við verðum
að sjá hvað gerist.“
Vegurinn hafi reynst svæðinu vel
og fólk hafi fundið fyrir mikilli
fjölgun erlendra ferðamanna í
Öxarfirði og alla leið út á Raufar-
höfn.
„Á mjög skömmum tíma hefur
þessi vegur haft gífurleg áhrif á
svæðið.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ferðamenn Demantshringurinn tengir Húsavík, Jökulsárgljúfur, Dettifoss
og Mývatnssveit, sem Hjálmar segir með fallegri stöðum á landinu.
Skorar á stjórnvöld
að tryggja þjónustu
- Vill að vegurinn verði fær á veturna