Morgunblaðið - 22.08.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022
ER PLANIÐ SKÍTUGT?
Fáðu tilboð í s: 577 5757
GÖTUSÓPUN
ÞVOTTUR
MÁLUN
www.gamafelagid.is
Sigurður Már Jónsson blaða-
maður fjallar um orkuvand-
ann í Evrópu, orkupakka og orku-
stefnu í pistli á mbl.is. Hann
bendir á að orkukostnaður hafi
farið upp úr
öllu valdi og
að „Íslend-
ingar geta
þakkað fyrir
að vera ekki
hluti af þess-
um markaði. Enn er rekinn áróður
í nafni EES-samningsins um að
gera Íslendinga hluta af þessu fyr-
irkomulagi með lagningu sæ-
strengs. Eitt af helstu markmiðum
orkustefnu ESB er að koma á
tengingum á milli orkusvæða
(landa).“
- - -
Sigurður vísar í orð Sighvats
Bjarnasonar sem rekur fyrir-
tæki í Lettlandi. Hann segi að
„rafmagnskostnaður í hans fyrir-
tæki þar í landi hefði í heild verið
252,6% hærri en á síðasta ári. „Í
dag þurfum við að hætta fram-
leiðslu kl. 17:00 vegna þess að frá
kl. 18 til 19 fer kostnaðurinn í 4
EUR á KW.“ Hann lýkur orðum
sínum með eftirfarandi ályktun:
„Það er skynsamlegra fyrir Ísland
að ganga úr EES en að missa yf-
irráðin yfir orkuauðlindunum.
Þetta er það sem koma skal og
mun eingöngu versna.““
- - -
Vonandi kemur ekki til þess að
Íslendingar standi frammi
fyrir þessu vali. Íslendingar eru í
kjörstöðu með orkulindir sínar,
fallvatn og jarðvarma, og geta að
mestu verið óháðir öðrum um
orku.
- - -
Lykilatriði í því sambandi er að
halda fullum yfirráðum yfir
þessum auðlindum. Nokkurt and-
varaleysi hefur ríkt í þessum efn-
um en gera verður ráð fyrir að
orkuvandinn í Evrópu hafi vakið
þá sem sofnuðu á verðinum.
Sjálfstæði í
orkumálum
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Í dag hefst alþjóðlega siglinga-
keppnin Rs Aero Arctic á Pollinum
á Akureyri. Er þetta í fyrsta skipti
í aldarfjórðung sem alþjóðleg
kænukeppni fer fram hérlendis
samkvæmt frétt frá Siglingasam-
bandi Íslands. Fara þarf aftur til
sumarsins 1997 til að finna síðustu
alþjóðlegu kænukeppnina en þá
voru Íslendingar gestgjafar
smáþjóðaleikanna. Tuttugu erlend-
ir keppendur frá sjö þjóðum mæta
til leiks en siglingaklúbburinn
Nökkvi og RS Aero annast móts-
haldið. Keppt er í einmennings-
flokki þar sem einn er í hverjum
báti. Verður þetta í fyrsta skipti
sem slík keppni fer fram á Akur-
eyri og gátu keppendur æft á
keppnisstaðnum í gær.
Á Akureyri.net kemur fram að
siglingaklúbburinn Nökkvi hafi
fengið sextán keppnisbáta senda að
utan. Séu það bátar af nýjustu gerð
sem séu leigðir fyrir mótið. Komu
bátarnir sextán í tveimur gámum
til Akureyrar.
Á vef Siglingasambandsins segir
að erlendis hafi vakið mikla athygli
að Íslendingar hafi tekið að sér
slíkt mótshald og vonir standi til að
hægt verði að halda fleiri alþjóðleg
mót hér á landi á næstu árum.
Mótinu lýkur á miðvikudaginn.
Fyrsta mótið í aldarfjórðung
Alþjóðleg kænukeppni hefst á Akureyri
í dag - Keppendur frá sjö þjóðum
Morgunblaðið/Ófeigur
Siglingakeppni Akureyringar ættu
að verða varir við kænur í dag.
Sveitarstjórn Dalabyggðar segir að
einstaka ferðaþjónustufyrirtæki
hafi bannað sínum ökumönnum og
fararstjórum að aka Skógarstrand-
arveg sökum þess hve vegurinn sé í
slæmu ástandi.
„Sveitarstjórn Dalabyggðar
skorar á stjórnvöld að líta á þessa
stöðu sem neyðarástand og veita
sérstakt fjármagn til þessa vegar
þannig að á næstu tveimur árum
verði lokið lagningu bundins slit-
lags,“ segir í bókun, sem samþykkt
var í síðustu viku.
Þar segir jafnframt að vegurinn
gegni lykilhlutverki í því að tengja
saman Dali og Snæfellsnes og sé
eini stofnvegurinn á Vesturlandi
sem sé án bundins slitlags og sá
lengsti á láglendi landsins alls án
bundins slitlags.
„Skógarstrandarvegur, með
þverun Álftafjarðar, er forsenda
fyrir auknu samstarfi sveitarfélaga
við Breiðafjörð og góðri tengingu
Snæfellsness, Dala, Vestfjarða og
Norðurlands,“ segir enn fremur í
bókuninni.
Segja neyðarástand á
Skógarstrandarvegi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vondur vegur Skógarstrandarvegur er ekki með bundnu slitlagi.