Morgunblaðið - 22.08.2022, Page 12

Morgunblaðið - 22.08.2022, Page 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Robert Habeck efnahagsmálaráð- herra Þýskalands telur enga ástæðu til að hverfa frá fyrirhugaðri lokun síðustu þriggja kjarnorkuvera landsins. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa um árabil unnið að því að draga úr notkun kjarnorku í landinu en í kjölfar slyssins í Fúkúsíma árið 2011 ákvað ríkisstjórn Angelu Merkel að loka átta kjarnorkuver- um án tafar og að öll kjarnorkuver landsins myndu hætta starfsemi eigi síðar en í árslok 2022. Á fundi með almenningi sem hald- inn var á sunnudag var Habeck spurður hvort ekki mæti fresta lok- un síðustu orkuveranna í ljósi yfir- vofandi orkukreppu í Þýskalandi, en landið sér fram á skort á jarðgasi og verðhækkanir á orkumarkaði vegna raskana á innflutningi jarðefnaelds- neytis frá Rússlandi. Á fundinum sagði Habeck að lítill ávinningur væri af að halda kjarn- orkuverunum þremur opnum og það myndi aðeins spara sem nemur 2% af jarðgasnotkun Þýskalands. Að sögn Reuters telur Habeck þó koma til greina að fresta lokun Isar- kjarnorkuversins í Bæjaralandi ef álagsprófun leiðir í ljós að raforku- framleiðsla þess sé nauðsynleg fyrir stöðugleika raforkukerfisins á svæðinu og fyrir orkuframboð yfir vetrarmánuðina. Standa mælingar yfir og ættu útreikningar að liggja fyrir á komandi vikum. ai@mbl.is Segir óþarft að halda kjarnorkuverum opnum AFP Dropi Robert Habeck segir það hafa sáralítil áhrif á jarðgasnotkun Þýskalands að loka síðustu kjarnorkuverunum samkvæmt áætlun. - Slökkt á síðustu kjarnorkuverum Þýskalands í árslok Brasilía er langstærsti kaffi- framleiðandi heims og framleiddi árið 2019 um 5,7 milljarða punda af kaffi, en þar á eftir komu Víet- nam með 3,6 milljarða punda og Kólumbía með tæplega 1,8 millj- arða punda. Greinir WSJ frá að veðurskilyrði hafi líka verið óhag- felld í Kólumbíu og því von á lakri uppskeru þar. Má leiða líkum að því að slæm uppskera í Brasilíu hafi hækkandi áhrif á kaffiverð en uppskeru- bresturinn í fyrra varð til þess að framvirkir kaupsamningar á kaffi- baunum nærri tvöfölduðust í verði. Matsfyrirtækið Fitch spáir þó að uppskerubrestur í Brasilíu annað árið í röð muni ekki stuðla að frek- ari hækkunum en hins vegar koma í veg fyrir að verðhækkun kaffi- bauna gangi til baka. ai@mbl.is Útlit er fyrir lélega uppskeru hjá kaffibændum í Brasilíu og er þetta annað árið í röð sem óhagfelld veðurskilyrði bitna á brasilískum kaffilandbúnaði. Að sögn Wall Street Journal hef- ur veðurfar á kaffiræktarsvæðum Brasilíu verið óvenjuslæmt það sem af er þessu ári. Fyrst plöguðu þurrkar kaffiræktendur og í kjöl- farið kom kuldakast sem skemmdi kaffiplönturnar enn frekar. Sjá sumir bændur fram á að upp- skeran af arabica-baunum verði helmingi minni en í venjulegu ár- ferði. Leiðindaveður fer illa með brasil- íska kaffibændur - Verð kaffibauna lækkar ekki í bráð AFP / Mauro Pimentel Glíma Brasilískur bóndi hugar að plöntunum. Tvö ár í röð hefur veðrið leik- ið brasilíska kaffigeirann grátt og heimskarkaðsverð kaffibauna eftir því. « Sjóðastýringa- félagið BlackRock segir margt gallað við fyrirhugaðar reglur bandaríska fjármála- eftirlitsins um notkun svokallaðra ESG- viðmiða við markaðs- setningu fjárfestingarkosta. Undanfarin misseri hefur ESG átt mjög upp á pall- borðið í atvinnulífi Bandaríkjanna, og víð- ar, en skammstöfunin stendur fyrir um- hverfisáhrif, samfélagsleg áhrif og stjórnunarhætti fyrirtækja (e. environ- mental, social, governance). Leggja sumir fjárfestar mikið upp úr því að beina fjármagni sínu til fyrirtækja sem koma vel út úr ESG-mælingum en í seinni tíð hafa eftirlitsstofnanir haft vaxandi áhyggjur af því að sjóðir noti ESG- stimpilinn til að villa um fyrir fjárfestum. Hyggst bandaríska fjármálaeftirlitið setja skýrari reglur um hvernig má mark- aðssetja ESG-sjóði, ákveða staðla um ESG-upplýsingagjöf, og tiltaka hvaða upplýsingar stjórnendur sjóða þurfa að framvísa til að sýna fram á að sú vara sem þeir bjóða fjárfestum falli að ESG- hugmyndafræðinni. BlackRock segir nýju reglurnar, eins og þær líta út í dag, til þess gerðar að valda ruglingi og auka líkurnar á svokölluðum grænþvotti. Þá sé krafan um upplýsinga- gjöf slík að hún kann að sýna í of miklum smáatriðum fjárfestingarstefnu stjórn- enda sjóða og þannig draga úr markaðs- forskoti þeirra hæfustu og snjöllustu á markaðinum. ai@mbl.is BlackRock gagnrýnir drög að ESG-reglum 22. ágúst 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 139.75 Sterlingspund 165.41 Kanadadalur 107.56 Dönsk króna 18.891 Norsk króna 14.276 Sænsk króna 13.243 Svissn. franki 146.11 Japanskt jen 1.0206 SDR 182.96 Evra 140.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.6371 « Ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz Air tilkynnti fyrr í mánuðinum að það hygðist bjóða upp á nýja tengingu á milli Moskvu og Abú Dabí strax í októ- ber næstkomandi. Wizz Air flaug áður til Moskvu, Pétursborgar og Kazan frá borgum í Evrópu en hætti flugi til áfangastaða í Rússlandi eftir að rúss- neski herinn réðst inn í Úkraínu. Ákvörðun Wizz Air vakti mikla gagn- rýni og hefur flugfélagið nú ákveðið að bíða með að hefja að nýju flug til Rúss- lands. Að sögn Reuters gætti verulegr- ar óánægju á samfélagsmiðlum yfir því að flugfélagið hygðist þjónusta Rússlandsmarkað að nýju, en til stóð að flugið yrði á vegum dótturfélags Wizz Air sem er með flugrekstrarleyfi í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum. Á Wizz Air 49% hlut í dótturfélaginu á móti 51% hlut sem er í eigu ríkisrekna fjárfestingafélagsins ADQ. Í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér á föstudag sagði að hætt hefði verið við flugið til Moskvu vegna „tak- markandi aðstæðna í aðfangakeðju [flug]iðnaðarins“. Eftir að Úkraínustríðið hófst hættu evrópsk og bandarísk flugfélög að fljúga til Rússlands og rússneskum flugfélögum var um leið bannað að fljúga inn í loftrými Evrópu. Nokkur flugfélög bjóða enn upp á reglulegt flug til Rússlands, s.s Turkish Airlines, Etihad, Emirates og El Al. Wizz Air er með mikla starfsemi á Keflavíkurflugvelli og flýgur þaðan til þrettán borga í Evrópu, s.s. Varsjár, Vín- arborgar, Feneyja, Rómar, Lundúna og Búdapest. ai@mbl.is Wizz Air hættir við flug á milli Moskvu og Abú Dabí Stopp Netverjar voru ekki par hrifnir af fyrirhuguðu flugi Wizz til Moskvu. STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.