Morgunblaðið - 22.08.2022, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022
Hlaupið Ungir sem aldnir hlupu í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina en til leiks voru skráðir um átta þúsund hlauparar sem ýmist hlupu sér til skemmtunar eða til þess að styrkja gott málefni.
Alls safnaðist um 81 milljón króna í formi áheita. Þessi ungi hlaupari var mættur í skemmtiskokkið þar sem hann hljóp til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.
Ari Páll Karlsson
Stríðið í Úkraínu hef-
ur afhjúpað sannleik-
ann um Rússland. Þeir
sem neituðu að taka eft-
ir því að ríki Pútíns
hefði tilhneigingu til
heimsvaldastefnu verða
núorðið að horfast í
augu við þá staðreynd
að djöflar 19. og 20. ald-
ar hafa nú lifnað við:
þjóðernishyggja, ný-
lendustefna og æ sýnilegri alræðis-
hyggja. Stríðið í Úkraínu hefur þó
einnig flett ofan af sannleikanum um
Evrópu. Margir Evrópuleiðtogar
hafa látið Vladimír Pútín draga sig á
tálar og verða nú fyrir áfalli.
Endurkoma hinnar rússnesku al-
ræðishyggju ætti ekki að koma okkur
á óvart. Rússland hefur jafnt og þétt
verið að endurbyggja stöðu sína und-
anfarin tuttugu ár. Á því tímabili
kusu Vesturlönd að taka sér land-
stjórnmálalegan lúr í stað þess að
vera árvökul og skynsöm. Þau kusu
að líta framhjá sívaxandi vandamáli í
stað þess að standa gegn því fyrr.
Evrópa kom sér ekki í þessa stöðu
vegna þess að hún var ekki nægilega
samþætt heldur vegna þess að hún
kaus að hlusta ekki á rödd sannleik-
ans. Sú rödd hefur verið að koma frá
Póllandi í mörg ár. Pólland áskilur
sér ekki rétt á sannleikanum en af
samskiptum við Rússland hefur Pól-
land þó talsvert meiri reynslu en aðr-
ir. Lech Kaczynski, fyrrverandi for-
seti Póllands, hafði rétt fyrir sér, líkt
og Kassandra sem sá fyrir fall Tróju-
borgar. Kaczynski sagði fyrir mörg-
um árum að Rússland myndi ekki
láta staðar numið í Georgíu heldur
myndi teygja sig áfram til að sölsa
meira land undir sig. Ekki var heldur
hlustað á hann.
Sú staðreynd að rödd Póllands hafi
verið hunsuð er einungis birting-
armynd stærra vandamáls sem ESB
stendur frammi fyrir í dag. Jafnrétti
einstakra ríkja í ESB telst vera ein-
ungis formlegs eðlis en stjórnmála-
venja sýnir fram á að rödd Þýska-
lands og Frakklands hefur mest
áhrif. Þá er um að ræða formlegt lýð-
ræði sem er í raun fámennisstjórn
þar sem vald er í höndum þeirra
sterkustu. Þeir sterkustu geta gert
mistök en geta ekki tekið gagnrýni
frá öðrum.
Öryggisventill, sem verndar ríki
ESB fyrir ofríki meirihlutans, er
meginreglan um einróma samþykki.
Það, að leitast eftir
málamiðlun á meðal 27
ríkja sem hafa svo oft
andstæða hagsmuni,
verður gremjulegt.
Jafnvel þótt komist
verði að málamiðlunar-
niðurstöðu geta ekki öll
ríkin verið 100% sátt við
hana. En það tryggir þó
að hlustað sé á alla og
niðurstaðan fullnægi
lágmarksvæntingum
hvers og eins aðildar-
ríkis.
Ef mælt er með því að aðgerðir
ESB verði enn háðari Þýskalandi, en
slíku yrði komið á ef meginregla um
einróma samþykki yrði afnumin, þá
nægir hér að gera stutta greiningu á
ákvörðunum Þýskalands aftur í tím-
ann. Ef Evrópa hefði undanfarin ár
hegðað sér eftir vilja Þýskalands
værum við í dag í betri eða verri
stöðu?
Ef öll Evrópulönd hefðu fylgt rödd
Þýskalands þá hefði fyrir mörgum
mánuðum verið komið af stað ekki
einungis Nord Stream 1 heldur einn-
ig Nord Stream 2. Þá hefði Evrópa
orðið svo háð rússnesku gasi að nán-
ast vonlaust hefði verið að losa sig
undan því fjárkúgunartæki Pútíns
sem ógnar allri álfunni.
Ef öll Evrópa hefði samþykkt til-
lögu í júní 2021, um að halda leiðtoga-
fund ESB og Rússlands, hefði það þá
haft í för með sér að Evrópa hefði við-
urkennt Pútín sem fullgildan sam-
starfsaðila og einnig afléttingu refsi-
aðgerða sem Rússland hefur verið
beitt eftir 2014. Hefði sú tillaga verið
samþykkt hefði Pútín fengið trygg-
ingu fyrir því að ESB gripi ekki til
raunverulegra aðgerða til að verja
landhelgi Úkraínu. Þau lönd sem
höfnuðu þessari tillögu þá voru Pól-
land, Litháen, Lettland og Eistland.
Ef Evrópusambandið hefði einnig
samþykkt tillögu um reglur um dreif-
ingu innflytjenda árið 2015, í staðinn
fyrir að beita harðri pólitík sem fælist
í að styrkja eigin landamæri (en það
telst vera grunneiginleiki fullvalda
ríkis) þá hefðum við orðið að peði í
dag frekar en þátttakanda í alþjóða-
stjórnmálum. Það sem Pútín kom
auga á árið 2015 var einmitt mögu-
leikinn á að nýta innflytjendur í
blendingsstríði gegn ESB. Þá réðst
hann ásamt Alexander Lúkasjenkó á
Pólland, Litháen og Lettland. Hefð-
um við hlýtt talsmönnum opinna
landamæra væri viðnámsþrek okkar í
dag í síðari stórkreppum enn minna.
Að síðustu væri stríðinu löngu lokið
ef öll Evrópa hefði sent til Úkraínu
vopn í þeim mæli og á þeim hraða
sem Þýskaland gerir. Stríðinu myndi
ljúka með algjörum sigri Rússlands.
Og Evrópa væri á barmi annars
stríðs en Rússland héldi áfram vegna
hvatningar sem fælist í veikleikum
mótherjans.
Í dag telst hver rödd sem kemur
frá Vesturlöndum um að takmarka
vopnaflutning til Úkraínu, draga úr
refsiaðgerðum eða fá „báða aðila“
(s.s. árásaraðilann og fórnarlambið)
til að ræða saman, merki um veik-
leika. Þó er Evrópa miklu öflugri en
Rússland.
Ef við viljum ræða lýðræðisleg
gildi í dag þá er kominn tími á sam-
viskuuppgjör Evrópu. Það sem hefur
skipt mörg ríki mestu máli í allt of
langan tíma var lágt verð á rússnesku
gasi. En verðið gat verið lágt vegna
þess að ofan á það hafði ekki verið
lagður raunverulegur kostnaður við
úthellingu blóðs. Skuld sem Úkraína
er nú að greiða.
Sigur yfir heimsvaldastefnu í Evr-
ópu telst einnig vera áskorun fyrir
Evrópusambandið sjálft. Alþjóða-
samtök geta einvörðungu mótmælt
heimsvaldastefnu með áhrifaríkum
hætti ef þau standa sjálf fast á grund-
vallargildum – frelsi og jafnrétti allra
sinna aðildarríkja. Þetta á sér-
staklega við um Evrópusambandið.
ESB á æ erfiðara með að virða
frelsi og jafnrétti allra aðildarríkja.
Við heyrum æ oftar að meirihlutinn,
fremur en einróma samþykki, eigi að
ákvarða framtíð allra ríkja Evrópu-
sambandsins. Að víkja frá meg-
inreglu um einróma samþykki á fleiri
sviðum starfsemi ESB færir okkur
nær því fyrirkomulagi þar sem þeir
sterkari og stærri ráða yfir þeim
veikari og minni.
Frelsis- og jafnréttisskortur eru
einnig áberandi á evrusvæðinu. Það,
að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil,
tryggir ekki varanlega og samræmda
þróun. Evran kemur jafnvel af stað
innbyrðis samkeppni sem sést til að
mynda í umframútflutningi sumra
ríkja. Það kemur í veg fyrir end-
urmatshækkun á eigin gjaldmiðli og
viðheldur stöðnun í atvinnulífi hjá öðr-
um ríkjum. Í slíku kerfi teljast jöfn
tækifæri einungis orðin tóm.
Þessi skortur gerir það að verkum
að Evrópusambandið er sérstaklega
viðkvæmt fyrir árekstrum við hina
rússnesku heimsvaldastefnu. Rúss-
land vill breyta Evrópu í þá mynd sem
það hefur þekkt vel undanfarnar aldir,
þ.e.a.s. í samstillt stórveldi með sam-
eiginlega skilgreint áhrifasvið. Óþarft
er að taka fram hvað þess háttar „al-
þjóðleg regla“ þýðir fyrir evrópskan
frið.
Það verður æ torveldara að verja
réttindi, hagsmuni og þarfir með-
alstórra og smárra ríkja í árekstri við
stór ríki. Um er að ræða brot gegn
frelsi og þvingun sem á sér stað í nafni
meintra hagsmuna heildarinnar.
Það gildi, sem var kjarninn í stofn-
un Evrópusambandsins, var almanna-
heill. Það var drifkraftur í samþætt-
ingu Evrópu frá upphafi. Í dag er það
gildi í hættu vegna sérstakra hags-
muna sem þjóna aðallega þjóðernis-
sjálfhverfu. Kerfið býður okkur upp á
ójafnan leik milli þeirra veikari og
sterkari. Í þeim leik er pláss fyrir
stærstu ríkin sem eru efnahagsveldi
og meðalstór og lítil ríki með minna
efnahagskerfi. Þeir sterkustu sækjast
eftir pólitískum og efnahagslegum
yfirráðum en hinir eftir pólitískri og
efnahagslegri fyrirgreiðslu. Fyrir
þeim öllum verður hugtakið almanna-
heill meira og meira abstrakt. Sam-
staða Evrópu er að verða að merking-
arlausu hugtaki sem jafngildir því að
þvinga fram samþykki fyrir einræð-
isvaldi þess sterkari.
Segjum það bara beint út: skipan
Evrópusambandsins ver okkur ekki
nægilega vel að svo stöddu gegn
heimsvaldastefnu annarra ríkja.
Þvert á móti eru stofnanir og stjórn-
arvenjur ESB opnar fyrir því að hin
rússneska heimsvaldastefna finni sér
leið inn enda eru þær sjálfar ekki laus-
ar við freistingu til að ráða yfir þeim
veikari.
Því skora ég á alla leiðtoga Evrópu
að hafa hugrekki til að hugsa á þann
hátt sem samtími okkar krefst. Við er-
um vitni að sögulegri stund. Hið rúss-
neska heimsveldi getur beðið ósigur,
þökk sé Úkraínu og stuðningi okkar
við hana. Hvort við sigrum í því stríði
ræðst einungis af samkvæmni og ein-
beitingu af okkar hálfu.
Úkraína fór að snúa framgangi
stríðsins sér í hag vegna vopnaflutn-
ings sem þó er enn í litlum mæli miðað
við tækifæri vestrænna landa. Rúss-
land heldur áfram árás sinni, veldur
dauðsföllum, fremur grimmilega
glæpi en nánast í hálft ár hefur bar-
áttuvilji Úkraínumanna ekki breyst.
Baráttuvilji rússneska hersins hefur
hins vegar minnkað samkvæmt því
sem njósnagögnin sýna. Rússneski
herinn verður fyrir alvarlegu tjóni.
Birgðir af vopnum og herbúnaði duga
ekki endalaust og endurnýjun á þeim
í iðnframleiðslu sem hefur sætt við-
skiptabanni verður sífellt erfiðari.
Nú þarf að sýna Úkraínu stuðning
til að hún geti endurheimt þau land-
svæði sem hún hefur tapað og til að
hún geti þvingað rússneska herinn til
að hörfa. Aðeins þá verður unnt að
taka þátt í viðræðum af einhverri al-
vöru og fá fram raunveruleg stríðslok
en ekki einvörðungu skammvinnt
vopnahlé. Aðeins slík stríðslok munu
þýða að við höfum sigrað.
Við verðum einnig að sigrast á ógn-
un við heimsvaldastefnu innan ESB.
Við þurfum á umfangsmiklum end-
urbótum að halda þar sem megin-
reglur ESB endurspegla það að al-
mannaheill og jafnræði séu sett á
oddinn á ný. Það verður ekki að veru-
leika að hugsýn ESB óbreyttri, þ.e. ef
ákvarðanir um stefnumál og forgang
í hlutverki ESB verða ekki teknar af
öllum aðildarríkjum frekar en stofn-
unum ESB. Stofnanir eiga að þjóna
hagsmunum ríkja en ekki ríki hags-
munum stofnana. Grundvallaratriði í
samstarfi verður hverju sinni að vera
samkomulag fremur en yfirráð þeirra
stærstu yfir hinum minni.
Núverandi staða fær okkur til að
hugsa á glænýjan hátt. Við verðum að
hafa dug til að viðurkenna að ESB
hafi ekki staðist þá prófraun sem Co-
vid-kreppan og yfirstandandi stríð
hafa lagt fyrir sambandið. Vandinn
felst þó ekki í því að við snúum af leið
samþættingar og þar af leiðandi að
við þyrftum að flýta því ferli. Vandinn
er sá að sú leið er í sjálfu sér röng.
Stundum er betra að taka eitt skref
til baka í staðinn fyrir tvö áfram og
líta á málið frá nýjum sjónarhóli. Það
sem virðist vera öruggasti sjónarhóll-
inn er það að snúið verði aftur til
meginreglna um skipan Evrópusam-
bandsins frá grunni. Það snýst ekki
um að grafa undan undirstöðum ESB
heldur um að styrkja þær og ekki að
byggja þvert á þær. Evrópa þarf á
von að halda sem aldrei fyrr. Hún
getur fundið þá von. Það gerist þó
einungis ef við komum aftur að meg-
inreglunum fremur en að halda áfram
að styrkja yfirbyggingu stofnana.
Eftir Mateusz
Morawiecki »Rússland vill breyta
Evrópu í þá mynd
sem það hefur þekkt vel
undanfarnar aldir,
þ.e.a.s. í samstillt stór-
veldi með sameiginlega
skilgreint áhrifasvið.
Mateusz Morawiecki
Höfundur er forsætisráðherra
Póllands.
Sögulegar áskoranir og fölsk
stefnumál – Evrópa á krossgötum