Morgunblaðið - 22.08.2022, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022
Einstaklega haldgóður spangalaus
íþróttahaldari í D–J skálum.
Heldur öllu á sínum stað í hvaða
hreyfingu sem er.
FREYA DYNAMIC
íþróttahaldari
Verð: 9.650 kr.
Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.10-14
Í tilefni af því að
lögreglan gerði 100
kg af kókaíni upptæk
nú á dögunum sagði
íslenskur kókaínsali:
„Það er alltaf nóg til
af dópi.“
Áfengisbannið í
byrjun 20. aldar
(bannárin fyrri) hafði
ýmsar afleiðingar og
sumir byrjuðu þegar
að hasla sér völl í sprúttsölu.
Glæpaforingjar, t.d. í Bandaríkj-
unum, urðu stórauðugir, glæpum
fjölgaði og þeir urðu heiftarlegri
en fyrr. Áfengisbanninu var að
lokum aflétt, en ýmsar glæpa-
klíkur sem höfðu orðið til í skjóli
áfengisbannsins og komið sér vel
fyrir í þjóðfélaginu voru komnar
til að vera. Eina varanlega afleið-
ingin af bannárunum fyrri var því
uppgangur glæpasamtaka, eða
mafíósa. Um hálfri öld eftir upp-
haf bannáranna fyrri í Bandaríkj-
unum skullu bannárin síðari á.
Standa þau enn yfir með mun
hrikalegri afleiðingum og upp-
gangi glæpagengja víðs vegar um
heiminn. Upphaf bannáranna síð-
ari eru dæmi um það hvernig
heiftúðugur og valdamikill ein-
staklingur getur eyðilagt tilveru
stórra hópa fólks með því, í þessu
tilfelli, að skilgreina fólk, sem not-
ar tiltekin hugbreytandi efni, sem
lögbrjóta og glæpamenn. Í þessu
tilfelli voru hugbreytandi efnin
maríjúana og heróín, ekki áfengi.
Hér fara á eftir brot úr lýsingu
bandaríska blaðamannsins Jamila
Hodge (júlí, 2021):
„Árið 1971 lýsti Nixon Banda-
ríkjaforseti yfir stríði gegn fíkni-
efnum og fimmtíu árum síðar eru
Bandaríkin enn að súpa seyðið af
þessari illa grunduðu ákvörðun. Á
okkar tímum handtekur lögreglan
fleiri en 1,5 milljónir einstaklinga
vegna fíkniefna á hverju ári og um
550.000 þeirra eru eingöngu vegna
kannabisbrota … Hlutfall fíkni-
efnaneyslu og -sölu er svipað á
milli kynþátta og þjóðernis, en
svart fólk og fólk frá rómönsku
Ameríku er mun líklegra en hvítt
fólk til að vera stöðvað, handtekið,
sakfellt, harðlega
dæmt og sett á saka-
skrá ævilangt. Víð-
tækar afleiðingar
fíkniefnalagabrots
takmarkast ekki við
tilgangslausa fang-
elsun: Fólki með lág-
ar tekjur er neitað
um matarmiða og
opinbera aðstoð vegna
fyrri fíkniefnadóma;
ríki, þar á meðal Tex-
as og Flórída, svipta
fólk ökuskírteinum
fyrir fíkniefnabrot sem eru með
öllu ótengd akstri. Fjölmargar
aðrar reglur neita fólki á sakaskrá
um forsjá barna, atkvæðisrétt, at-
vinnu, lán og fjárhagsaðstoð. En
flestir bandarískir kjósendur eru
nú reiðubúnir til að hverfa frá
þessari stefnu. Ný skoðanakönnun
American Civil Liberties Union
sýnir að 65 prósent kjósenda
styðja það að bundinn sé endi á
stríðið gegn fíkniefnum …“
John Ehrlichman, helsti aðstoð-
armaður Nixons, sagði í viðtali
árið 1994, sem birt var árið 2016,
að stríðið gegn eiturlyfjum hefði
verið hannað til að miða á svart
fólk og „hippa“:
„Frá 1968 átti Nixon tvo höf-
uðandstæðinga: vinstrisinnaða
stríðsandstæðinga og blökkumenn.
Skilurðu hvað ég er að segja? Við
vissum að við gætum ekki gert
það ólöglegt að vera annað hvort á
móti stríðinu eða vera svartur, en
með því að fá almenning til að
tengja hippana við marijúana og
svarta við heróín, og setja við
hvoru tveggja þung viðurlög, gæt-
um við laskað þessi samfélög veru-
lega. Við gætum handtekið leið-
toga þeirra, ráðist inn á heimili
þeirra, rofið fundi þeirra og rægt
þá án afláts í kvöldfréttum. Viss-
um við að við værum að ljúga um
lyfin? Auðvitað gerðum við það.“
Refsigleðin er líka umtalsverð
hér á landi: Meira en fjórðungur
fanga hér á landi situr inni fyrir
fíkniefnabrot sem er nálægt því að
vera Evrópumet. Ekki eru reynd-
ar allir jafn hrifnir af þessari her-
ferð bannáranna síðari hér á landi:
„Þörfin fyrir vímu hefur fylgt
mannfólkinu eiginlega frá örófi
alda … Við höfum þann hátt á
núna, að einn vímugjafi, áfengi, er
hinn löglegi vímugjafi. Aðrir vímu-
gjafar eru gerðir glæpsamlegir og
þeir sem leiðast út í neyslu þeirra
stíga skref inn í einhverja veröld
neðanjarðar sem lög og réttur ná
ekki til … Við eigum að bjóða
þeim sem ánetjast þessu læknis-
meðferð og hjálpa þeim, í stað
þess að dæma þau í fangelsi,“ seg-
ir Jón Steinar Gunnlaugsson, lög-
maður og fyrrverandi hæstarétt-
ardómari.
Áætlun Nixons setti Bandaríkin
inn á refsibraut sem hefur valdið
mikilli eymd. Gríðarmiklir skatt-
peningar hafa farið í súginn. En
hlutirnir eru að byrja að breytast
til batnaðar. Sum ríki í Bandaríkj-
unum hafa til að mynda af-
glæpavætt kannabis. Og á síðari
árum hefur þungavigtarfólk hafið
herferð gegn bannárunum síðari,
til að mynda Javier Solana, Kofi
Annan og George Schultz en þeir
sömdu ásamt öðrum skýrslu árið
2011 þar sem segir meðal annars:
„Hið alþjóðlega stríð gegn eit-
urlyfjum hefur misheppnast með
hrikalegum afleiðingum fyrir fólk
og samfélög um gjörvalla veröld.“
En kannski er of seint að vinda
ofan af þessu bákni, bannárunum
síðari, því sennilega hafa fjölmarg-
ir hagsmuni af óbreyttu ástandi;
lögfræðingar, eigendur og starfs-
fólk fangelsa o.fl. Eða, eins og
haft er eftir Árna Magnússyni
prófessor og handritasafnara:
„Svona gengur það til í heiminum
að sumir hjálpa erroribus í gang
og aðrir leitast síðan við að út-
ryðja aftur þeim sömu erroribus.
Hafa svo hvorir tveggja nokkuð að
iðja.“
Eftir Ólaf
Halldórsson »Kannske er of seint
að vinda ofan af
þessu bákni, bann-
árunum síðari, því
sennilega hafa fjölmarg-
ir hagsmuni af óbreyttu
ástandi.
Ólafur Halldórsson
Höfundur er BS í líffræði.
Bannárin síðari
Vinnufélagi minn
sagði mér að eitt sinn
hefði hann starfað
sem aðstoðarmaður
bankastjóra. Í þeirri
vinnu hafði hann
kynnst manni sem
kom reglulega í bank-
ann til að fá upplýs-
ingar um bestu leið-
ina til að ávaxta
sparifé sitt. Það var
hans líf og yndi að sjá bankainn-
istæðu sína hækka með sparnaði og
bestu vöxtum. Það var tilgangur
hans í lífinu. Þessi maður var ein-
stæðingur og dó barnlaus og skildi
eftir sig mikla peninga á banka-
reikningi sínum.
Annar of ríkur maður, sem átti
orðið bankainnistæður í mörgum
löndum, átti orðið í erfiðleikum
með að koma fé sínu fyrir, sem
ekki var allt fengið á heiðarlegan
hátt. Hann var kominn með of háan
blóðþrýsting vegna þessa sem virt-
ist hækka með betri efnahagslegri
afkomu. Um fimmtugt hafði hann
orð á því við föður sinn að hann
hefði orðið verulegar áhyggjur af
arfgengum sjúkdómum í ættinni
sem lagt gætu hann að velli á besta
aldri.
Faðir hans gaf honum það ráð að
það væri aldrei gott að eiga svo
mikla peninga að þeir íþyngdu
manni. Að fela sjóði sína eða ganga
með of þunga pyngju væri hvorki
gáfulegt né farsælt ef það raskaði
sálarró manna, svefnfriði og vellíð-
an í lífinu. Það gæti orðið of þung
byrði að eiga of mikið.
Til hvers er þetta líf? Er það
auðsöfnun of ríkra manna í þjóð-
félagi þar sem margir lifa eingöngu
til þess að komast af á
milli mánaða?
Eru það ekki ein-
hver annars konar
reikningsskil sem við
þurfum að standa skil
á í lífinu en að safna
peningum?
Mér verður stundum
hugsað til gæsanna og
mávanna og svo smá-
fuglanna þegar ég
heyri um ofgnægtir
auðmanna. Þessi litlu
dýr, smávinirnir, una sér vel með
magafylli þótt þau eigi sér engan
fastan samastað eða eignir. Þau
njóta lífsins á grasinu og trjánum í
sólskininu eða halda kyrru fyrir í
skjóli meðan veðurofsinn geisar.
Þau komast af og kunna að njóta
þess sem náttúran gefur. Útigangs-
menn og fátæklingar hafa líka upp-
lifað slíka gleði og sálarró verald-
legrar efnahagslegrar örbirgðar
siðmenningar vorrar.
Stundum verður mér hugsað til
þess hver það er sem í raun er fá-
tækastur allra þótt of ríkur flokkist
í samfélagi manna.
Í hugskoti mínu hljómar dægur-
lagatextinn gamli eftir Davíð Stef-
ánsson: „… er sælt að vera fátæk-
ur, elsku Dísa mín.“
Of ríkir menn
og fátækir
Eftir Einar Ingva
Magnússon
Einar Ingvi Magnússon
» Til hvers er þetta líf?
Er það auðsöfnun of
ríkra manna í þjóðfélagi
þar sem margir lifa ein-
göngu til að komast af á
milli mánaða?
Höfundur er áhugamaður um
samfélagsmál.
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Það var skemmtileg myndin af
Laugaveginum þar sem túristarnir
steðjuðu áfram í nepjunni albúnir að
mæta ævintýrum dagsins á þessari
skrýtnu eyju þar sem innfæddir
sáust varla en voru kannski í bílum
sem mikið virtist af í þessari borg
vindanna.
Almenningur er ánægður að fá
aftur túristana til að rýja og er bara
stoltur af verðlaginu og „mátulegt á
útlendingana“. Stjórnvöld fá heldur
aldrei nóg og hafa enn bætt milljarði
í skrumauglýsingar fyrir hrekklaust
fólk.
Öllu þessu brauki fylgir því miður
afsiðun, þar sem góðum gildum er
kastað en kæruleysistaktík tekin
upp: „Bara túristar, þeir koma ekki
aftur.“
Stjórnvöld, að sínu leyti, halda
áfram að dekra ferðaþjónustuna um-
fram aðrar greinar og myndu frekar
segja af sér en gera þeim að borga
eðlilega skatta. Þessa atvinnugrein,
sem búin er að leggja undir sig ekki
bara Laugaveginn heldur landið allt.
Og nú síðast miðin líka því næst á
dagskránni er að banna hvalveiðar
svo sérvitringarnir í hvalaskoðun fái
ekki fyrir hjartað.
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Jesúbarn stjórnvalda