Morgunblaðið - 22.08.2022, Page 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022
✝
Ásta Sigurrós
Sigmundsdóttir
fæddist á Ísafirði
22. ágúst 1917.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 18. júlí
2022.
Hún var dóttir
hjónanna Júlíönu
Óladóttur hús-
móður og verka-
konu, f. 1879, d.
1951, og Sigmundar Brands-
sonar járnsmiðs, f. 1870, d.
1919. Systkini Ástu voru: Anna
Kristín Björnsdóttir, f. 1908, d.
1993, Þorbjörg, f. 1913, d.
1913, Óli Jóhannes, f. 1916, d.
2000, og Daníel G.E., f. 1916, d.
2002.
Ásta giftist 25. mars 1947
Gunnari Þorsteini Þorsteins-
syni frá Litluhlíð á Barða-
strönd. Foreldrar Gunnars
voru hjónin Guðrún Finn-
bogadóttir ljósmóðir, f. 1893, d.
1978, og Þorsteinn Ólafsson
bóndi í Litluhlíð, f. 1890, d.
1989. Gunnar var þriðji elstur
af ellefu börnum þeirra hjóna
Sigrúnar er Ásgeir Indriðason
og dóttir þeirra er Svava
Björk. Afkomendur Ástu og
Gunnars eru 54 en alls telur
fjölskyldan um 80 manns.
Ásta ólst upp á Ísafirði hjá
einstæðri móður og systkinum.
Hún fór kornung í sveit norður
í Grunnavík til prestshjónanna
þar, séra Jónmundar Halldórs-
sonar og Guðrúnar Jónsdóttur.
Síðar var hún einnig í sveit hjá
skyldfólki í Mýrartungu í
Reykhólasveit. Hún stundaði
skíði og gönguferðir og tók
þátt í unglingastarfi í bænum.
Hún lauk gagnfræðaprófi og
fór í Húsmæðraskólann Ósk á
Ísafirði. Hún fluttist ung til
Reykjavíkur og vann fyrst á
Vöggustofunni Suðurborg en
hóf síðan störf hjá Ellingsen.
Það starf markaði upphafið að
verslunarstörfum sem hún
sinnti út starfsævina. Hún var
sjálf lengi kaupmaður í Kópa-
vogi og rak, ásamt manni sín-
um, verslunina Kópavog um
árabil. Ásta og Gunnar settust
að í Kópavogi 1954 og bjuggu
þar alla tíð. Hún var virkur fé-
lagi í Lionsklúbbnum Ýri og
lagði á þeim vettvangi ýmsum
framfaramálum í Kópavogi lið.
Útför Ástu verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag, 22.
ágúst 2022, og hefst athöfnin
klukkan 13.
sem upp komust.
Börn Ástu og
Gunnars eru: 1)
Júlíana Signý, f.
1947, maður henn-
ar er Örn Jónsson,
börn þeirra eru
Margrét, Jón
Ragnar og Gunnar
Örn. 2) Óðinn
Gunnsteinn, f.
1948, kvæntist Ás-
laugu Kristjáns-
dóttur, dóttir þeirra er Hera
Kristín. Þau skildu. Kona Óðins
er Auður Hallgrímsdóttir, þau
eiga börnin Daníel Óla, Hall-
gerði Kötu og Davíð Þór. 3)
Anna Margrét, f. 1950, maður
hennar er Guðmundur Jóelsson
og eiga þau dæturnar Gunn-
hildi Ástu, Erlu Dögg og Al-
dísi. Fyrir átti Gunnar dótt-
urina Sigrúnu Björk, f. 1944, d.
2019, með Önnu Einarsdóttur,
f. 1927, d. 2003. Sonur Sigrún-
ar og Eiríks Hjartarsonar er
Hjörtur. Sigrún Björk giftist
Þorsteini Pálssyni, f. 1943, d.
1975. Börn þeirra eru Anna
Silfa og Gunnar Reynir. Maður
Hún Ásta tengdamóðir mín
hefur lagt upp í sína hinstu för.
Síðasta tæpa mánuðinn sem hún
lifði var hún elst allra Íslendinga
en þá var úthaldið á þrotum og
hún fékk hægt andlát hinn 18.
júlí sl., södd lífdaga. Búin að
upplifa tvær heimsstyrjaldir,
Kötlugos, spænsku veikina,
frostaveturinn mikla og margt
er ótalið enn. Það fer vel á því
að hún sé endanlega kvödd á
105 ára afmælisdaginn sinn nú í
dag.
Við áttum samleið í tæp 46 ár
og sú ferð skilur eftir ógrynni
góðra minninga. Við urðum
fljótt mjög góðir vinir og á þá
vináttu féll enginn skuggi þessa
löngu tíð. Hún hafði einstaklega
góða nálægð – leitaði gjarnan að
góðum hliðum mála þar sem
ágreiningur var uppi og lagði
fram sáttaorð við slík tilefni. Já-
kvæðu hliðina taldi hún jafnan
besta og reyndi ávallt að halda
henni fram.
Hún var sannkallaður „eðalk-
rati“ frá Ísafirði – fædd þar og
uppalin við takmörkuð efni og
þurfti fljótt að taka til hendinni
þar sem faðir hennar lést er hún
var á barnsaldri. Æskubyggðin
var henni jafnan ofarlega í huga
og vitnaði hún oft í menn og
málefni að vestan og gekk oft út
frá því, að maður hlyti að þekkja
til þar – þessu hafði ég oft gam-
an af.
Ferðalög höfðuðu til hennar
og það var ekki lítils virði að
hafa hana og Gunnar sem ferða-
félaga í ótal ferðum, bæði innan-
lands og utan. Sérstaklega
minnisstætt er þegar hún, sum-
arið 2010 á 93. aldursári, dvaldi
hjá okkur Önnu um skeið í hús-
inu okkar á Skáni í Svíþjóð. Þar
naut hún sín aldeilis í sænsku
sveitasælunni en vildi síðan drífa
sig heim fyrr en skyldi því hún
var sannfærð um að hún myndi
ekki lifa það að verða 93 ára og
vildi vera komin heim áður! Við
vitum nú hvernig það rættist!
Litla húsið þeirra á Kársnes-
braut 67 varð eins konar fjöl-
skyldumiðstöð þar sem vinir,
vandamenn og afkomendur litu
gjarnan inn hjá Ástu ömmu í
kaffi og spjall. Hún bjó þar allt
þar til hún var 99 ára og níu
mánaða er hún loks fékk „grænt
ljós“ á að setjast að í Sunnuhlíð
þar sem hún dvaldi síðustu rúm
fimm árin. Það var ævinlega
gefandi að koma við hjá henni
þar og eiga góða stund – hún
heilsaði manni jafnan og kvaddi
með bros á vör. Bjó yfir ein-
stöku jafnaðargeði. Í Sunnuhlíð
naut hún góðs atlætis og eru
starfsfólki þar færðar einlægar
þakkir fyrir góða umönnun. Og
nú er kveðjustundin runnin upp.
Bíltúrar og spjall – jafnvel yfir
staupi af sérríi – verða ekki
fleiri. Ómetanlegar stundir að
baki. Endalausar ljúfar minning-
ar. Við leiðarlok er mér efst í
huga innilegt þakklæti fyrir allt
það sem hún var mér og mínum.
Megi hún eiga góða heimkomu á
nýjar slóðir.
Guð blessi minningu Ástu
Sigurrósar Sigmundsdóttur.
Guðmundur Jóelsson.
Góð. Hlý. Alltaf með einstaka
ró yfir sér.
Elsku hjartans amma mín
hefur kvatt þessa jarðvist, tæp-
lega 105 ára og síðustu 4 vik-
urnar elst Íslendinga.
Á slíkum tímamótum leitar
hugurinn aftur til fortíðar og
góðu stundirnar sem ég fékk að
njóta ömmu minnar spretta ljós-
lifandi fram. Að segja frá þeim
öllum væri efni í heilt ritsafn –
slíkur er minningafjöldinn sem
ég geymi í hjartanu. Amma og
afi voru stór partur af lífi mínu
alla tíð og varð ég þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá að alast mikið
upp með og hjá þeim. Alltaf
þegar komið var á Kársnes-
brautina umlukti mann sú hlýja
sem frá þeim stafaði og liggur
hún enn í dag í loftinu þar. Það
var svo notalegt þegar við kom-
um til landsins fyrir jólin 2020
að fá að eyða sóttkvíardögum
heima hjá ömmu og afa; hverfa
aftur í tímann í huganum og
njóta. Það gaf einnig hlýju í
hjartað að litli Birkir minn Jóel
fékk að upplifa Kársnesbrautina
svo vel og undi sér vel í lang-
ömmu- og -afahúsi.
Ásta amma var ekki bara
besta amma sem hugsast getur,
hún var líka ein mín besta vin-
kona. Við gátum setið lengi sam-
an á rabbinu um allt og ekkert,
rifjað upp liðna tíð, lagt kapal og
maulað heimabakaða sandköku,
rýnt í blöðin og fylgst með
landsliðunum svo fátt eitt sé
nefnt.
Amma tók manni alltaf með
opinn faðm og hafði alltaf réttu
orðin á takteinum. Þegar ung-
lingurinn ég upplifði í fyrsta
sinn náinn ástvinamissi, þegar
við kvöddum Nonna föðurafa
minn, átti ég erfitt með að
höndla sorgina og stökk út í bíl
og keyrði af stað – og vissi ekki
af fyrr en ég var komin til
ömmu sem huggaði og róaði
stelpuna sína.
Þau afi áttu lengi vel hjólhýsi
í Þjórsárdal og voru ferðirnar
þangað ófáar. Mesta sportið var
að fá að fara ein með þeim – það
var alltaf ávísun á dekurhelgi.
Einnig eru öll ferðalögin innan-
lands og utan ofarlega í minn-
ingabunkanum.
Amma hafði einstakt jafnað-
argeð og var aldrei með „ves-
en“– ekki einu sinni þegar hún
kvaddi – það gerði hún líka á
sinn rólega og fallega hátt.
Já, hún amma mín var mögn-
uð kona.
Ég er svo þakklát fyrir síð-
asta skiptið sem við hittumst í
maí sl. Ég kom til landsins í ör-
skotstúr og kíkti venju sam-
kvæmt til hennar í Sunnuhlíð.
Ég hitti vel á hana og áttum við
gott spjall þar sem hún, eins og
svo oft áður, tók um hönd mína
stuttu eftir að ég kom og hélt
fast um hana alla heimsóknina.
Mér þykir einkar vænt um að
hafa náð að eiga þessa stund
með henni.
Ég kveð Ástu ömmu mína í
dag með þakklæti fyrir allt; allt
sem hún gerði fyrir mig, gaf
mér, var mér, er og verður um
ókomna tíð. Minningu hennar
mun ég stolt halda á lofti.
Elsku amma, nú hefurðu hlot-
ið hvíldina og ert komin aftur í
faðm afa. Tilhugsunin um ykkur
saman á ný yljar. Ég bið góðan
Guð að blessa minningu þína.
Hafðu þökk fyrir allt og allt –
þar til við hittumst á ný.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Þín ömmustelpa
Aldís.
Elsku amma mín, Ásta, er
farin á vit ævintýranna í sum-
arlandinu. Að hluta til held ég
að hún sé hvíldinni fegin – það
eru ekki allir sem fá að lifa
svona lengi eins og hún og það
hlýtur að taka á að sjá allt sam-
ferðafólkið sitt (ungt og gamalt)
og maka falla frá hvert á fætur
öðru.
Amma mín var samt svo mikil
dúlla – tók öllu af æðruleysi og
það var sjaldan sem mér fannst
hún vera neikvæð. Líka í seinni
tíð þegar maður kom að heim-
sækja hana í Sunnuhlíð og hún
kveikti ekki alveg strax á því
hver maður væri – þá var hún
alltaf svo kurteis, ljúf og góð.
Yndislegt að sjá hana „spila
með“ og hálftíma síðar kom allt í
einu: „Erla mín – ertu nú kom-
in?“ Hún amma mín mundi líka
ótrúlega mikið þrátt fyrir háan
aldur. Lengi vel gat hún sagt
manni alls konar sögur frá því
að hún var lítil stelpa á Ísafirði –
var lengi vel alltaf með á nót-
unum, tók þátt í heimildamynd
og blaðaviðtölum. Hún talaði
meira að segja dönsku við Mor-
ten minn þegar hann kom í fjöl-
skylduna.
Hún og Gunnar afi voru stór
partur af mínu lífi og maður
kom ósjaldan við hjá þeim á
Kársnesbrautinni í smá spjall og
snarl (yfirleitt fiskur á borði)
eða bara til að segja hæ. Það var
bara alltaf svo þægilegt að koma
til þeirra og þau voru líka dug-
leg að heimsækja okkur. Ásta
amma var dugleg í höndunum –
þó sérstaklega við að hekla. Það
var líka yndislegt að fá tásu- og
iljanudd frá henni.
Í seinni tíð þykir mér einna
vænst um hversu fallegt sam-
band Ásta amma og Lilja Mar-
grét, elsta dóttir mín, áttu. Þrátt
fyrir að 96 ár, himinn og haf
skildi þær að urðu þær svo góð-
ar vinkonur. Lilja mín elskaði að
heimsækja „löngu“ í Sunnuhlíð
þegar hún kom til Íslands. Helst
vildi hún verja fleiri klukku-
stundum þar því hún fékk aldrei
nóg af „löngu“ og öllum vinum
hennar í Sunnuhlíð.
Það verður skrýtið að taka
ekki rúntinn í Sunnuhlíð í kom-
andi Íslandsferðum – það hefur
verið fastur liður. Ég er leið yfir
að hafa ekki verið nálægt þegar
hún kvaddi og að hún hafi ekki
náð að kynnast yngri dætrum
mínum eins vel og þeirri elstu.
Ég veit hins vegar að ég er
heppin að hafa átt ömmu svona
lengi og fyrir það er ég þakklát.
Við kveðjum hana í hinsta
sinn í dag – sem hefði verið 105
ára afmælisdagurinn hennar.
Hún náði að verða elst allra Ís-
lendinga í lokin – magnað! Og
já, hún var mögnuð.
Elsku amma mín – góða ferð í
sumarlandið og bið að heilsa afa
sem án efa tekur vel á móti þér.
Ég mun alltaf sakna þín.
Þín
Erla Dögg.
„Ég er hérna við stofuglugg-
ann, lít út, það er svo friðsælt og
fallegt, túnið er snæviþakið,
Perlan á Öskjuhlíðinni upplýst,
aðventuljós komin í glugga –
þetta segir manni að blessuð jól-
in séu í nánd.“
Á þessum orðum hóf amma
Ásta dýrmætt bréf sem hún
sendi mér til Ítalíu fyrir jólin
1996 þar sem ég dvaldi sem
skiptinemi. Enn í dag kemst ég
nánast við við að lesa það – svo
angurvært og fallegt er það,
kankvíst og yndislegt – maður
sér hana fyrir sér sitjandi í
borðstofunni á Kársnesbraut-
inni, klukkan er tvö að nóttu og
kyrrð og stilla yfir öllu. Hún
hafði m.a. verið á litlu jólunum í
lionsklúbbnum Ýri fyrr um
kvöldið, þar sem hún hafði lesið
hópnum jólaguðspjallið eins og
fyrri ár, og hafði síðan tekið til
við að skrifa á jólakortin þegar
heim var komið.
Heimili Ástu ömmu og Gunn-
ars afa á Kársnesbrautinni var
fastur punktur í tilveru manns
frá fæðingu. Þar stóðu manni
dyrnar ávallt opnar – á öllum
aldri – alltaf velkomin. Fjöl-
skylda og vinir litu inn, hvort
sem kíkt var í kaffi og kandís,
kleinu eða sandköku, í sunnu-
dagslæri eða graut – nú eða
bara í spjall og vangaveltur um
lífið og tilveruna. Litla húsið
með brúna þakinu var sannkall-
að fjölskylduhús. Þangað var
ávallt notalegt að koma – jarð-
tenging jafnt í hversdeginum
sem á hátíðum.
Það er ekki sjálfgefið að eiga
ömmur og afa fram á fullorð-
insár – hvað þá að þau nái jafn
háum aldri og Ásta amma gerði
– og það fremur hress lang-
lengst af. Ekki óraði mann fyrir
að rétt tæp 10 ár myndu bætast
við þegar við frænkurnar tókum
saman bók um lífshlaup ömmu
þegar hún varð 95 ára. Hann er
langur og viðburðaríkur lífsveg-
urinn á ríflega 100 árum sem lá
frá Tangagötu 20 fyrir vestan
suður í Kópavog þar sem hún
starfaði lengst af sem kaupmað-
ur. Sérstaklega finnst mér nú
notalegt til þess að hugsa að þau
Guðmundur Markús okkar náðu
að kynnast svolítið þrátt fyrir
heimsfaraldur. Á maður dásam-
legar myndir af þeim tveimur –
sem 103 ár og sex dagar skildu
að í aldri.
Hvetjandi og jákvæð sendi
Ásta amma jólakveðjuna suður á
bóginn forðum – þar sem hún
hvatti m.a. ungu konuna til að
hafa það gott yfir jólahátíðina,
ekki hafa neinar áhyggjur ef
heimþrá léti á sér kræla, njóta
heldur stundanna og halda
áfram að safna í minningasjóð-
inn sem yrði svo gaman að fá að
heyra úr þegar heim yrði komið
… þannig var Ásta amma –
hvetjandi og góð, jákvæð og ljúf.
Ég kveð elsku Ástu ömmu
mína með þökkum og hlýju –
hún er nú með sínum sem á
undan eru gengin. Hvíl í friði.
Minningin lifir.
Gunnhildur Ásta.
Það er mér og konu minni,
Önnu Silfu Þorsteinsdóttur, ljúft
að minnast hér og nú ákaflega
fallegrar manneskju sem nýver-
ið kvaddi okkar jarðneska heim,
konu sem á útfarardegi sínum
hefði fagnað 105 ára aldursaf-
mæli.
Ásta Sigurrós Sigmundsdótt-
ir, eða Ásta amma eins og ég
ævinlega heyrði hana nefnda,
var Ísfirðingur fædd og þótti
upplag sitt vera slíkt að það
væru gæfumenn og -konur sem
slíks nytu. Ásta ólst upp án Sig-
munds föður síns sem varð bráð-
kvaddur þegar hún var lítil telpa
en á þessum erfiðu árum bauðst
henni sumardvöl hjá prestshjón-
unum í Grunnavík sem urðu
nokkur skipti og ekki ósennilegt
að þar hafi Ásta fundið það akk-
eri sem Kristur er í lífi þeirra
sem á hann trúa og til sín taka.
Árið 1947 giftist Ásta Gunnari
Þorsteini Þorsteinssyni og þar
var upphafið að farsælu og
löngu ástarævintýri sem aldrei
bar skugga á og gaf ríkulega af
sér fríðan barnahóp, þau Júlíönu
Signýju, Óðin Gunnstein og
Önnu Margréti, en fyrir átti
Gunnar dótturina Sigrúnu
Björk. Og kærleikurinn sem bjó
innra með Ástu mótaði börnin
og eru þau lifandi boðberi hans í
sínu eigin lífi í samskiptum við
sitt samferðafólk.
Ásta var glaðlynd og gerði
sér far um að vera jákvæð í
samskiptum við allt sitt fólk. Þá
var hún ákveðin í því að tryggja
að börnin og síðar meir barna-
börnin og þeirra börn myndu
njóta þess sem fylgdi jólahátíð-
inni og var ævinlega fyrst til
þess að draga jólatréð fram á
gólf og sjá til þess að öll döns-
uðu börnin í kringum það syngj-
andi háum rómi: … einiberjar-
unn og Adam átti syni sjö, sjö
syni átti Adam. Minningar líkt
og þessi eru ófáar hjá þeim
börnum sem ólust upp við her-
legheitin og minna á það hlýja
hjartalag sem þau upplifðu öll
hjá henni Ástu ömmu sinni.
Ég sjálfur kynntist henni
Ástu of lítið en minnist þess þó
hversu brosmild hún var og
hversu auðvelt henni reyndist að
sjá betri hliðina á flestu og flest-
um þótt hún væri ákveðin samt í
að gera greinarmun á réttu og
röngu. Mitt fyrsta spjall við
hana var við eldhúsborðið á
Kársnesbrautinni og þar fékk ég
að njóta gestrisni hennar og
kærleika. Var kaffibollinn ljúf-
fengari fyrir vikið enda vænt-
umþykjan vel til þess fallin að
gera ljúft og gott betra og eft-
irminnilegra.
Hún Anna Silfa mín átti
sterkar taugar til ömmu sinnar
sem hafði í gegnum lífið gefið
henni svo mikið líkt og hinir
bestu vinir gera hver til annars.
Er vinarmissirinn mikill en eftir
stendur ylurinn af vináttunni
sem áfram hlýjar og huggar.
Nú þegar Ásta hefur kvatt
okkur þá langar mig að leita í
orð séra Hallgríms Péturssonar
til að segja hjartans þakkir Ásta
mín fyrir allt og allt og góða
ferð í sumarlandið blíða.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson)
Egill Örn Arnarson Hansen.
Meira á: www.mbl.is/andlat
Í dag er til moldar borin góð
vinkona okkar og stofnfélagi í
Lionsklúbbnum Ýri í Kópavogi,
Ásta Sigmundsdóttir.
Ásta var frá fyrsta degi ötul í
Lionsstarfinu og var okkar
fulltrúi í Sunnuhlíðarverkefninu
til fjölda ára ásamt því að sjá
um að hafa alltaf heitt á könn-
unni og nóg af meðlæti í Digra-
nesverkefnum okkar.
Ásta var alla tíð jákvæð og
lífsgleðin geislaði af henni í öll-
um okkar fjölbreyttu verkefnum
sem hún tók dyggan þátt í á
meðan heilsa og aldur leyfði.
Sérstaklega skemmti hún sér þó
vel í árlegu vorferðunum okkar
en frá þeim ferðum eigum við
margar ljúfar minningar.
Ásta náði þeim merka áfanga
að verða elsti félagi Lionshreyf-
ingarinnar á Norðurlöndum.
Einnig hlaut hún Melvin Jones-
viðurkenningu fyrir störf sín í
Lionsklúbbnum Ýri.
Þegar draga fór fyrir sólu dró
Ásta sig að mestu út úr hefð-
bundnu starfi klúbbsins en hélt
þó alltaf góðu sambandi við okk-
ur félagskonur og það var gam-
an að heimsækja hana og heyra
hana rifja upp bernskuminning-
ar frá Ísafirði.
Kæra Ásta, sólin er sest og
rökkrið brestur á. Hafðu þökk
fyrir ánægjulega samfylgd, við
kveðjum þig með ást og virðingu
og sendum fjölskyldu þinni hug-
heilar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Lionsklúbbsins
Ýrar,
Jórunn Guðmunds-
dóttir, formaður.
Ásta Sigurrós
Sigmundsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Mér hlýnar alltaf í hjarta
er hugsa ég um þig.
Um svipinn þinn blíða og bjarta
sem brenndi sig inn í mig.
Mér virðist frostin flýja
svo fagnar hugskot mitt,
þegar ég hugsa um hlýja
handartakið þitt.
Og orðin er þú sagðir
og indælu brosin þín,
það eru örsmáir englar
sem annast og gæta mín.
(Guðrún Auðunsdóttir)
Með hjartans þökk fyrir
allt og allt á sjötíu og
tveggja ára vegferð.
Þín
Anna Margrét
Gunnarsdóttir
(Anna Magga).