Morgunblaðið - 22.08.2022, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.08.2022, Blaðsíða 19
ást, varst með hjarta úr gulli. Við kynntumst fyrst í 9. bekk í Hagaskóla þar sem þú, ég og Helga urðum fljótt góðar vin- konur. Ári síðar var Brokec- hicks-vinahópurinn fullkomnað- ur og það sem við höfum brallað í gegnum tíðina myndi vera efni í heila bók. Ég á óteljandi minn- ingar af okkur saman og er hver og ein þeirra dýrmæt. Minnist allra ísrúntanna, utanlandsferð- anna, sumarbústaðaferðanna, vinkonuhittinganna og svona gæti ég lengi talið. Ég minnist sérstaklega með mikilli hlýju þess tíma sem við bjuggum sam- an á Eggertsgötunni. Okkur þótti gaman að skemmta okkur og bjóða vinum heim til okkar og gerðum það líka óspart. Þú hafð- ir líka svo notalega nærveru og það var svo gott að vera í kring- um þig. Mér þótti einstaklega vænt um kósí kjúllakvöldin okk- ar; þú eldaðir dýrindis kjúkling sem var auðvitað borinn fram með frönskum kartöflum og hamborgarasósu, eftir matinn skelltum við okkur saman fyrir framan sjónvarpið með poka af paprikustjörnum. Á þessum tíma varstu líka búin að kynnast sálufélaga þínum, honum Hann- esi. Þið voruð mjög lukkuleg hvort með annað og maður sá bara eintóma ást og hamingju. Nokkrum árum seinna eignuð- ust þið tvær yndislegar stelpur og var ómetanlegt að sjá þig með stelpunum þinum, þú varst svo umhyggjusöm og frábær mamma. Þú varst sterkur persónuleiki og dáðist ég að þér fyrir það. Þú varst ákveðin, hjartahlý, klár og skemmtileg á alla vegu. Kímni og orðhnyttni voru þér eðlisleg enda vorum við líka yfirleitt skellihlæjandi saman. Hins veg- ar gat ég alltaf stólað á að leita til þín ef eitthvað bjátaði á enda varstu mjög ráðagóð, með gott hjartalag og hafðir einstakt lag á að láta manni líða betur. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér og hefur það gert líf mitt og okkar allra fallegra. Ég minnist þín með miklum hlýhug og hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til Hannesar og stelpnanna, fjölskyldu og vina. Þar til næst, við hittumst und- ir fjólubláa ljósinu og fáum okk- ur fyrirtaks veitingar. Hvíldu í friði kæra vinkona. Þín vinkona, Helen. Við vorum svo heppin að kynnast Vilborgu í Háskóla Ís- lands þar sem við tókum þátt í starfi Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta. Frá fyrstu kynn- um var augljóst að þar var bráð- greind stelpa á ferð sem kunni að spyrja réttra spurninga og hugsaði bæði skýrt og gagnrýn- ið. Hún hafði ótrúlegt lag á að fá okkur til þess að deila öllum okkar dýpstu hugsunum með sér og tala okkur í gegnum öll vandamál. Engin furða að hún var í sálfræðinámi! Hannes var að sjálfsögðu fljótur að sjá hversu einstök manneskja hún var og við vorum varla mætt í fyrstu frambjóðendaferðina þeg- ar ljóst var að þessi tvö ætluðu sér eitthvað meira og stærra saman. Við höfum fengið að fylgja þessum góðu vinum allar götur síðan og fylgst með fjölskyldu þeirra vaxa. Þvílíkt teymi sem þar var á ferð, bæði svo traust og Hannes alltaf hennar helsti stuðningsmaður. Allt frá því að styðja hana í námi og starfi í það að skutlast með Hugrúnu Svölu í brjóstagjöf til Hveragerðis svo Vilborg gæti átt góðan dag með okkur eða setja Íslandsmet í því að skjótast eftir twister á meðan hún var ólétt. Allt fram á síðasta dag stóðu þau þétt saman, nú síðast í lok júlí þegar við fórum út að borða í tilefni afmælis Sunnu kom Hannes að sjálf- sögðu til að heilsa upp á sína konu. Ekki áttum við von á því að það yrði í síðasta skipti sem við myndum hitta Vilborgu, en eftir stendur þakklæti fyrir að hafa fengið kvöldstund með henni þar sem við ræddum heimsmálin, vonir og þrár. Vilborg var ein sú allra skemmtilegasta, með kolsvartan húmor í bland við kærleika og hlýju. Hún var heimakær og elskaði að verja tíma með fjöl- skyldunni en gat líka verið síð- asta manneskjan til að fara heim úr góðu partíi, hoppa út á gólf og dansa með Spice girls og hikaði ekki við að skella sér á rapp- tónleika. Vilborg tók veikindum sínum af ótrúlegu æðruleysi eins og hennar var von og vísa en við héldum að hún fengi meiri tíma og höfðum vonir um fleiri gæða- stundir saman. Minning lifir um trausta vinkonu sem setti sig inn í öll mál og veitti alltaf góð ráð. Elsku Hannes, Guðný Hekla, Hugrún Svala og fjölskylda, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum fyr- ir stundirnar sem við fengum að njóta með elsku Vilborgu okkar. Fyrir hönd vina úr Vöku, María, Sandra og Sigrún. Það voru fremur áhyggjulitlar og lífsglaðar stelpur sem byrj- uðu í 10.T í Hagaskóla haustið 1999. Tvö vinkonutríó, hvort úr sínum 9. bekknum sem urðu að sex stelpna vinkvennahóp sem með tímanum fékk hið ofursvala nafn Brokechicks. Vilborg, Hel- en og Helga, Nanna, Sunna og Inga. Síðan þá höfum við fylgst að í gegnum hæðir og lægðir lífsins og nú standa fimm okkar frammi fyrir nokkru sem okkur óraði aldrei fyrir að myndi ger- ast svo fljótt: að kveðja eina úr hópnum. Elsku Vilborgu okkar. Vilborg var einstök vinkona. Hún var hrein og bein og sagði það sem hún hugsaði. Hún var skemmtileg, klár, meinfyndin, kaldhæðin og alltaf til í gott glens. Hvort sem það var að syngja og dansa eftir nokkra drykki á uppáhaldsstaðnum sín- um, Ara í Ögri, eða í seinni tíð að spjalla í sumarbústað yfir rauð- vínsglasi í kindakósýgallanum sem Vilborg gerði ódauðlegan. Framhaldsskólaárin voru frá- bær tími hjá litla vinkvenn- ahópnum sem skemmti sér sam- an við öll tækifæri og leysti lífsins gátur þess á milli. Stund- um í tímum í MR og stundum á Gráa kettinum þegar mikilvæg- ara þótti að fara yfir málin á kaffihúsi en að mæta í tíma. Á þeim árum fórum við allar sam- an á Interrail um Evrópu þar sem margar af okkar bestu minningum urðu til. Eftir menntaskólann lá leið vinkvennahópsins í Háskóla Ís- lands þar sem helmingur hóps- ins reyndi fyrir sér í sálfræði, Vilborg þar á meðal. Meirihluti hópsins lét svo til sín taka í starfi Vöku, félagi lýðræðissinn- aðra stúdenta, þar sem mynd- aðist stór og góður vinahópur sem hefur haldið hópinn síðan. Það var einmitt í einu Vökup- artíinu, þrettándapartíi Vöku í janúar 2007, sem Vilborg kynnt- ist draumaprinsinum frá Akur- eyri, honum Hannesi. Eftir gott partí í Vökuheimilinu var farið í eftirpartí á heimili þáverandi forsætisráðherra þar sem Vil- borg og Hannes deildu sínum fyrsta kossi og urðu í kjölfarið óaðskiljanleg. Á sínum yngri árum var Vil- borg þekkt fyrir að vera mikill draslari en eftir að Hannes kom til sögunnar batnaði umgengnin til muna og áttu þau alltaf falleg heimili sem voru full af kærleik og hlýju. Vilborg var síðan sú fyrsta af okkur sem eignaðist barn. Hún var yndisleg mamma og svo stolt af dásamlegu stelp- unum sínum, Guðnýju Heklu og Hugrúnu Svölu. Hún átti líka alltaf góð ráð handa okkur hin- um mömmunum í hópnum. Lífið getur stundum verið ósanngjarnt og óútreiknanlegt og það á svo sannarlega við núna. Stórt skarð er hoggið í hópinn okkar en eftir situr minning um dásamlega og dýr- mæta vinkonu. Það er óbærileg tilhugsun að halda áfram með lífið án Vilborgar en við munum gera okkar besta til að halda minningu hennar á lofti. Dætr- um hennar munum við segja sögur af henni. Hversu hjartahlý, ljúf og skemmtileg hún var. Hannes og stelpurnar verða alltaf hluti af hópnum okk- ar og við sendum þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við erum þakklátar elsku Vil- borgu fyrir vináttuna, gleðina og góðar minningar; við sjáumst svo allar seinna, klárar í Kana og vinkonuskál. Helen, Helga, Inga, Nanna og Sunna. Ég man alveg sérstaklega eft- ir því þegar ég sá og hitti Vil- borgu fyrst við upphaf áttunda bekkjar í Hagaskóla haustið 1997. Hún var í hvítum fötum og hvítleitum þykkbotna buffalo- skóm, brosandi, skemmtileg og falleg með lifandi glampa í aug- unum. Tveimur árum síðar átt- um við svo eftir að eyða löngum stundum saman, vinkvennasex- tett sem varð til í gegnum hlát- ur, aulahúmor, lífsorku, djamm og dans, samtöl um pólitík, sæta stráka og allt þar á milli. Að deila þessari tæru lífsorku á ungdómsárunum en einnig um- ræðum og samtölum um heims- ins mál, lagði grunn að sterkum og traustum vinkonuhóp sem hefur náð að þroskast saman í yfir tvo áratugi. Vinkonuspjall með Vilborgu hjálpaði mér ávallt við að leysa hvaða vanda eða verkefni sem ég stóð frammi fyrir. Vilborg hlust- aði vel, hélt sig frá því að tala í almennum klisjum og kom auga á einstök karakterseinkenni vina sinna eða það sem einkenndi að- stæður eða vandamál sem þau glímdu við. Þess vegna er henni svo vel lýst sem ráðagóðri en þessu fylgdi enn fremur hlýja, kærleikur og einlægur stuðning- ur við fólkið í kringum sig. Á sama tíma gat hún einfaldlega notið þess að horfa á raunveru- leikasjónvarp og flissa yfir því með okkur. Við skulum ekki gleyma öllum Idol-keppnunum sem við horfðum á saman í kringum stúdentinn 2004-2005! Vilborg var með yndisþýða rödd, kunni alla texta og naut þess að syngja og hlusta á fagra tóna. Hún var líka alger gella, að fara út á galeiðuna með henni var ekki leiðinlegt. Sem glæsileg gella var Vilborg samt aldrei stíf eða eins og hún væri að „passa upp á andlitið“. Hún gat skipt á milli þess að vera fallegasta gell- an á svæðinu yfir í að vera alger haugur í jogginggalla með ógreitt hár án nokkurra vand- kvæða. Vilborg var fyrst okkar til þess að verða mamma og það reyndist mér afar dýrmætt að leita til hennar með spurningar um foreldrahlutverkið. Vilborg var alltaf fljót að tileinka sér viðamikla þekkingu á því sem hún tók sér fyrir hendur og var móðurhlutverkið þar engin und- antekning á. Þegar maður vissi ekki hvernig best væri að bregð- ast við nýjum uppátækjum hjá börnunum eða hvernig mætti stuðla að því að þau gætu blómstrað, sem þeir einstakling- ar sem þau væru, var gott að geta leitað ráða hjá Vilborgu. Núna síðasta árið var eigin- lega ótrúlegt að fylgjast með hvernig Vilborg tók þessum ör- lögum sínum, að greinast með krabbamein, af æðruleysi og ein- lægni, með kortleggingu á stöðu vísindaþekkingar á hennar krabbameini, með bjartri von en án afneitunar á aðstæðum sín- um. Það þarf virkilega magnaða manneskju til þess að geta þetta og það var hún Vilborg okkar. Það er búið að höggva mikið skarð í sextettinn okkar, lífs- glaða vinkonuhópinn, en alltaf verðum við sextett. Hún verður alltaf á einhvern hátt með okkur, hljómfagra röddin hennar mun fylgja okkur um ókomin ár. Hugur minn er hjá Hannesi, Guðnýju Heklu og Hugrúnu Svölu og hjá fjölskyldu elsku, kæru Vilborgu okkar, sem við fylgjum nú til hinstu hvíldar í þessu jarðlífi. Nanna Hlín Halldórsdóttir. Það er ómögulegt að minnast Vilborgar í fáum orðum; minn- ingarnar eru jafn margar og þær eru dýrmætar og ekki hægt að gera upp á milli þeirra. Þegar ég hugsa um Vilborgu þá flæða fram fyrst minningar um okkur sem stelpuskjátur í Hagaskóla. Við vorum báðar í vinkonuhópi sem fékk seinna meir viðurnefn- ið „Brokechicks“ en við vorum allar einfaldlega unglingsstelpur á þröskuldinum að verða „full- orðnar“. Á þeim árum vorum við aðallega að reyna að vera töff og líta út eldri en við vorum því okkur langaði að komast í full- orðinna manna tölu. Við lituðum og klipptum á okkur hárið, Tark-buxur, magabolir og buf- falóskór voru einkennismerki unglinga á þessum árum og svo reyndum við að mála á okkur „smokey eyes“ í Holly- woodspeglinum hennar mömmu. Þegar á hólminn var komið end- uðum við iðulega uppi í sófa, stíf- málaðar og fínar, borðuðum nammi og horfðum á Friends. Að liggja uppi í sófa, hlæja, fífl- ast og röfla um sæta stráka. Við fórum svo í menntaskóla og þar tóku við ný ævintýri. Vin- konuhópurinn var meitlaður í stein á þessum árum og við fögnuðum saman útskrift úr menntaskóla með Interrail-ferð um Evrópu. Sex 19 ára stúlkur á flandri um Ítalíu og Grikkland og það í svæsinni hitabylgju. Við uppgötvuðum að raki og hiti gaf Vilborgu nýjan hárstíl; afró-Vil- borg. Sumar okkar voru svo bitnar af mýflugum að þær litu út eins og fílamaðurinn. Aðrar voru svo sólbrenndar að það var hægt að elda máltíð á þeim. All- ar fengum við svo lús á skíta Mario & Luigi-hostelinu í Róm. Ekki beint draumastaða fyrir táningsstúlkur og okkur var ekki skemmt yfir þessum örlögum okkar. En seinna meir gátum við grenjað af hlátri yfir þessum hrakförum. Þessi vinkonuhópur hefur orð á sér fyrir að vera frekar seinheppinn og við skipt- umst reglulega á sögum um hrakfarir okkar. Vilborg var ótrúlega góð, hlý, örlát, ljúf og mannbætandi manneskja og er missirinn því óbærilegur fyrir okkur sem eftir sitjum. Veikindin bar svo brátt að og ekki var langur tími sem gafst áður en Vilborg kvaddi okkur. En það er huggun harmi gegn að vita að Vilborg lifði svo fallegu og góðu lífi. Hún fann ástina, sálufélaga sinn, Hannes, og þau áttu svo fallegt líf saman. Ég man það enn þegar stelp- urnar sögðu mér að Vilborg væri komin með kærasta og hún væri varla viðræðuhæf því hún var á bleiku skýi með Hannesi sínum og bókstaflega að springa úr ást. Þeirra samband var stútfullt af ást og virðingu og því eru ávext- ir þeirra eins fallegir og dásam- legir og raun ber vitni, dætur þeirra, Guðný Hekla og Hugrún Svala. Vilborg skilur eftir sig ríkulegt spor og gjöfula arfleifð. Ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst Vilborgu og átt hana að sem vinkonu. Ég á mín- ar minningar sem ég gríp í þeg- ar söknuðurinn er sem sárastur. Fljúgðu hátt, kæra vinkona, og við sjáumst í Sumarlandinu. Ég votta Hannesi, Guðnýju Heklu, Hugrúnu Svölu, Guðnýju, Guðmundi, Hlyni, Hrund, Einari og Lenu mína dýpstu samúð. Inga Þórunn Waage. Það er sárt að horfa á bak ungri konu í blóma lífsins kveðja þessa jarðvist. Ég kynntist Vil- borgu síðla árs 2017 er leiðir okkar lágu saman í Öryggismið- stöðinni þar sem Vilborg starfaði sem stjórnandi á öryggissviði við afar góðan orðstír. Hún kom inn með miklum krafti og það var aðdáunarvert að fylgjast með henni takast á við hvert krefj- andi verkefnið á fætur öðru eins og hún hefði starfað í þessu um- hverfi í lengri tíma. Styrkleikar Vilborgar lágu víða og það skipti ekki máli hvort verkefnin krefð- ust skilnings og þekkingar á fjárhagslegum rekstri eða hvort þau væru á mannlegu nótunum því Vilborg bjó yfir styrkleikum á báðum sviðum. Hún bar umhyggju fyrir starfsfólki sínu, lagði sig fram um að kynnast því og vera til staðar fyrir þá sem þurftu á því að halda og leiðbeina. Vilborg var fyrirmyndarstjórnandi. En hún var ekki síðri félagi, það var alltaf gott og gagnlegt að setjast með Vilborgu, ræða margvísleg málefni og jafnvel skála með henni í fölbleiku rósavíni. Hún hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja og hún naut trausts samstarfsmanna sinna. Dugleg, ósérhlífin, kraftmikil, brosmild og jákvæð. Sterkir eiginleikar sem prýddu hana og ég veit að hún nýtti til þess að takast á við illvígan og erfiðan sjúkdóm. Hugur minn, samstarfsmanna og vina í Öryggismiðstöðinni er hjá Hannesi, Guðnýju Heklu og Hugrúnu Svölu, sem nú þurfa að finna taktinn án þessarar öflugu konu sem gegnt hefur mikilvæg- asta hlutverkinu í lífi þeirra allra. Við eigum dýrmætar minningar um Vilborgu sem við munum varðveita, erum þakklát fyrir samfylgdina og vottum fjöl- skyldu og vinum samúð á erf- iðum tímum. Auður Lilja Davíðsdóttir. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022 Bróðir minn, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON, fyrrverandi sýningarstjóri Borgarleikhússins, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 9. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 24. ágúst klukkan 15. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skjóls fyrir góða umönnun. Fyrir hönd ættingja, Bjarni Guðmundsson Elsku hjartans eiginkona mín, mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ANNA PÁLÍNA BALDURSDÓTTIR, Vestursíðu 9, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð fimmtudaginn 18. ágúst. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 31. ágúst klukkan 13. Eggert Eggertsson Aðalheiður Eggertsdóttir Baldur Pálsson Eggert Eggertsson Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir Anna Margrét Eggertsdóttir Elvar Knútur Valsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku maðurinn minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN RAGNARSSON skipstjóri, Stykkishólmi, sem lést mánudaginn 15. ágúst, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 26. ágúst klukkan 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á krabbameinsfélögin. Hjartans þakkir til starfsfólks á blóð- og krabbameinsdeildum Landspítala fyrir einstakan hlýhug og umönnun. Hulda Mjöll Hallfreðsdóttir Helga Hjördís Þorvarðardóttir Hallfreður Ragnar Björgvins. Halla Rán Friðgeirsdóttir Lára Björg Björgvinsdóttir Guðmundur Helgi Hjartarson Birkir Freyr Björgvinsson Sunna Harðardóttir Helga Hjördís Björgvinsd. Steinar Már Ragnarsson Svanhildur Dóra Björgvinsd. Auður Ýr Guðjónsdóttir Gunnar Þór Björgvinsson barnabörn og langafabarn Ástkær bróðir okkar, BALDUR ÁRNI GUÐNASON frá Siglufirði, lést 25. júlí á sjúkrahúsi í Alingsås í Svíþjóð. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. ágúst kl. 15.00. Laufey Anna Guðnadóttir Medina Jóhann Kristinn Guðnason og fjölskyldur þeirra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.