Morgunblaðið - 22.08.2022, Síða 21

Morgunblaðið - 22.08.2022, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022 Það var mikið áfall að fá fréttirnar af skyndilegu frá- falli Stefáns. Ég var svo lánsöm að kynnast Stefáni fyrir rúmum þrjátíu ár- um, þar sem við vorum gift inn í sömu fjölskylduna og áttum margar og góðar stundir saman. Okkar samband var svolítið sérstakt og einlægt og mér er það ólýsanlega sárt að hugsa til þess að hafa Stefán ekki með Stefán Rafn Elinbergsson ✝ Stefán Rafn Elinbergsson fæddist 16. desem- ber 1961. Hann lést 7. ágúst 2022. Útför hans fór fram 16. ágúst 2022. okkur áfram, en jafnframt er ég þakklát fyrir að hafa kynnst honum. Hver á eftir að hlæja og grínast með mér eins og við vorum vön að gera í gegnum tíðina? Það eru ekki margir sem ég hef kynnst sem hafa nákvæmlega sama húmor og ég, en þú varst einn af þeim og það var alltaf tilhlökk- unarefni að hitta þig. Það skildu ekki alltaf allir af hverju við vor- um að hlæja en yfirleitt vorum við að gera grín hvort að öðru eða seinheppni minni. En við gátum líka talað saman og verið alvarleg, þrátt fyrir að það hafi alltaf verið stutt í grínið. Þú gast sagt mér ýmislegt um pabba minn sem enginn gat gert. Þú varst fordómalaus og það var hægt að tala við þig um allt. Takk fyrir allt minn besti „svifi“ og kæri vinur. Elsku Lísa, Vaka, Heiðdís, Freyr og allt ykkar fólk. Hugur minn er hjá ykkur og ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Hvíldu í friði. Halldóra. Við hjá Securitas kveðjum í dag vinnufélaga og vin sem fall- inn er frá. Stefán hóf störf hjá okkur sem öryggisvörður árið 2006 og starfaði lengst af sem vaktstjóri fyrir Securitas hjá Landsbankanum. Stefán var mjög vel metinn bæði af starfs- fólki Securitas og Landsbank- ans. Við Stefán unnum saman frá því hann hóf störf hjá Sec- uritas og náðum alltaf vel saman. Við áttum fjölmörg samtöl gegn- um árin, bæði í persónu og í síma, og ræddum ýmis mál en Stefán talaði mikið um fjölskyldu sína og einnig slógum við gjarn- an á létta strengi, en húmorinn var aldrei langt undan. Varðandi starfið þá var stutt í alvöruna hjá Stefáni sem sinnti því af mik- illi ábyrgð og var umhugað um að öryggisgæslan sem hann og vaktin hans sinnti væri til fyr- irmyndar. Það var okkur samstarfsfólki þungbært að heyra af því þegar Stefán lést, en hann var nýlega farinn í sumarfrí og höfðum við hist fyrir um viku og meðal ann- ars rætt um hvað hann ætlaði að gera í fríinu og fyllist ég þakk- læti yfir því að hafa fengið að eiga það samtal við Stefán. Þótt söknuður og sorg sé efst í hjarta og huga þá er Stefán kominn á góðan stað og dvelur nú með guðs englum. Við minnumst Stefáns af hlýhug og sendum fjölskyldu og vinum innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Securitas, Ísleifur Árnason. Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið minningargreinar, fengið upplýsingar úr þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang að þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt í áratugi þegar andlát ber að höndum. Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar eru aðgengilegar öllum. www.mbl.is/andlát Minningargreinar Hægt er að lesa minningargreinar, skrifa minningargrein og æviágrip. Þjónustuskrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlát ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendur við fráfall ástvina. ✝ Þorsteinn Rúnar Þor- steinsson fæddist 14. apríl 1945 á Hellissandi. Hann lést í Reykjavík 17. júlí 2022. Foreldrar hans voru Þorsteinn Kristbjörn Þor- steinsson, f. 27. september 1917, d. 4. október 1982, og Huldís Guðrún Annels- dóttir, f. 27. apríl 1926, d. 30. apríl 2015. Systkini Þorsteins eru Unn- ur, f. 1948, Annel Borgar, f. 1955, eiginkona hans er Guð- rún Sigurðardóttir, f. 1962, og Guðmundur Mjöllnir, f. 1960. Með Valgerði Ragnars- dóttur, f. 1947, eignaðist Þor- steinn Lindu Waage, f. 1965, eiginmaður Lindu er Jacob Norrby, f. 1965. Þorsteinn giftist 9. febrúar 1969 Ágústu Hafdísi Bárðar- dóttur, f. 1944. Börn þeirra eru Þorsteinn Örn, f. 1977, Guðbjörg María, f. 1979, og Bára Hrönn, f. 1981. Barnabörnin eru sex. Fyrstu árin ólst Þorsteinn upp á Hellissandi með foreldrum sínum og systkinum en þegar hann var átta ára fluttist fjölskyldan til Keflavíkur. Eft- ir hefðbundna skólagöngu hóf hann nám við Iðnskólann í Keflavík, útskrifaðist þaðan sem hárskeri árið 1971 og vann við það stærstan hluta starfsævi sinnar. Einnig starfaði hann sem hljóðfæraleikari og var einn af stofnendum Félags harm- onikuunnenda í Reykjavík. Að auki stóð hann að útgáfu blaðsins Harmonikunnar, ásamt Hilmari Hjartarsyni. Útför Þorsteins fór fram í kyrrþey hinn 8. ágúst 2022. Ávallt er þungbært að vera tilkynnt fráfall gamals vinar. Þorsteinn Þorsteinsson hár- skerameistari féll frá hinn 17. júlí síðastliðinn eftir að hafa átt í stríði við andlegt heilsu- far í nokkur ár. Við Steini, eins og hann oftast kallaðist, kynntumst í kringum árið 1977 þegar Félag harmonikuunn- enda í Reykjavík var stofnað. Hann var einn af hugsjóna- mönnunum er þar komu við sögu og þar með einn af stofn- endunum. Harmonikan hafði komist í umræðu manna á meðal eftir alllangt doðatíma- bil og kreppu. Steini lék á harmoniku og var einnig góður gítarleikari, hafði leikið með ýmsum hljómsveitum lengi vel, m.a. hljómsveit frænda síns, Guðjóns Matthíassonar. Ég og Steini urðum fljótt góð- ir félagar, sem og konurnar okkar, báðir fæddir í hrúts- merkinu sama dag, hinn 14. apríl. Við mættum á allar sam- komur félagsins, böll og skemmtifundi, jafnvel hjá öðr- um félögum líka er fjölgaði óð- um. Þegar sænski harmoniku- snillingurinn Lars Ek kom hingað til lands 1985 valdist Steini til að ferðast með hon- um um landið sem gítarleikari. Það samstarf gekk snurðu- laust og urðu þeir mestu mát- ar og hældi Lars honum mjög. Dellan sótti í sig veðrið eftir heimsókn Lars, hann hvatti okkur til að koma til Svíþjóðar á heimsins stærsta harmonik- umót í Ranseter, er var hin mesta upplifun og góð upplýs- ingagjöf fyrir verðandi móts- haldara. Hugmyndaflugið tók bakföll á ýmsum sviðum, kon- urnar okkar reyndu ekki einu sinni að stoppa okkur af, svo sammála vorum við um að hefja útgáfu tímarits um mál- efni harmonikunnar. Vildum ná til sem flestra er mundu söguna og annarra aðila úr öll- um landshlutum með minning- ar úr fortíð og nútíð. Það tókst, ásamt að fræða með efni úr víðri veröld. Með útgáfu blaðsins Harmonikan brutum við blað í íslenskri tónlistar- sögu, eins með harmonikumót- in sem við stóðum að í Galta- læk og Þrastaskógi frá 1987-’97. Á þessa samvinnu bar aldrei skugga. Steini var heiðarlegur, stóð 100% við sín- ar skuldbindingar á öllum okk- ar samvinnutíma. Settar voru strangar reglur á mótunum varðandi öryggi og umgengni er aldrei var vikið frá. Fólk tók því fagnandi sem og öðru varðandi mótshaldið. Báðir vorum við heiðraðir af SÍHU fyrir þessi frumkvöðlastörf okkar árið 2009. Árið 1988 gerðumst við félagarnir um- boðsmenn fyrir SAM-harmon- ikur, framleiddar að tilstuðlan fyrrnefnds Lars Eks. Nokkrir lögðu inn pöntun en aldrei kom nikka. Steini hafði pantað eina fyrir sig, hún kom eftir óratíma, barning og tuð. Þessi SAM-harmonika er þar með sú eina þessarar gerðar í landinu, hreinn safngripur, því verk- smiðjan fór á hvínandi haus- inn. Þorsteinn tók þátt í starfi FHUR, s.s. í skemmti- og hóp- starfsnefnd um tíma, sá um nótnasafnið og lék í hljómsveit félagsins til fjölda ára, lék á dansleikjunum oftar en orðum verður að komið, og var sæmdur silfurmerki félagsins á 25 ára afmæli þess. Auk þess sem áður er sagt var honum margt fleira til lista lagt, eins og að semja lög, hann söng ef svo bar við ásamt því að vera góður penni. Ég votta mína dýpstu samúð Ágústu og börn- um þeirra, ásamt öðrum ætt- ingjum og vinum. Hilmar Hjartarson. Þorsteinn Rúnar Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.